Morgunblaðið - 23.12.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.12.1978, Blaðsíða 1
48 SIÐUR 296. tbl. 65. árg. SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 1978 Prentsmiöja Morgunblaðsins. Gandhi-sinnar herda andmæli Kór Menntaskólans í Hamrahlíð fór syngjandi um borgina í gær og söng jólalög af plötunni Ljós og hljómar sem hann hefur sungið inn á fyrir skömmu undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. Kórfélagarnir heimsóttu m.a. Morgunblaðshúsið og sungu þar á stigaganginum þannig að hljómaði til efstu hæða. en myndinni sjáum við hluta af kórnum. Ljósm. Mbl. Kristján. Jörgensen rekur frú Bjerregaard Frá fréttaritara Morgunblaðsins í Kaupmannahöfn í gær. ANKER JÖRGENSEN vék í dag Ritt Bjerregaard kennslumálaráðherra úr ríkisstjórn sinni þar sem hún vildi ekki greiða kostnaðinn af dvöl sinni í París þar sem hún sat fundi Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) og Menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO). Upphæðin sem Jörgensen krafð- ist að frú Bjerregaard greiddi var 20.000 danskar krónur, en hún vildi aðeins greiða þann kostnað sem hún hefði sjálf átt aö bera, en ekki upphæðina alla. Hún krafðist nákvæmrar sundurliðun- ar og hélt því fram að hún hefði ekki eytt meira fé en danskir ráðherrar almennt gerðu. Hún lagði á það áherzlu að kosning hennar í stöðu fulltrúa hjá Unesco hefði verið Norður- löndunum mikið kappsmál og að vafi hefði leikið á því hvort Norðurlöndin fengju fulltrúann þar sem bæði Tyrkir og Hollend- ingar hefðu boðið fram gegn þeim. Hún sagði að ef ekki yrði gerð nákvæm grein fyrir því hvað hún ætti að borga játaði ,hún að hafa gert eitthvað sem hún hefði ekki gert og pólitískt traust hennar yrði að engu. Jörgensen forsætisráðherra hefur falið Knud Heinesen fjár- málaráðherra að gegna jafnframt störfum kennslumálaráðherra og skipar ekki nýjan kennslumála- ráðherra fyrr en eftir áramót þegar hann hefur haft samráð við þingflokk sósíaldemókrata, flokks- stjórnina og verkalýðshreyfing- una. Þar með hefur Jörgensen bjarg- að stjórn sinni. Stjórnarandstaðan hafði hótað því að bera fram tillögu um vantraust á stjórnina, erfitt samstarf innan ríkisstjórn- arinnar var í hættu og Bjerre- gaard var pólitískur skjólstæðing- ur hans. Frú Bjerragaard er fyrsti danski ráðherrann sem er rekinn fyrir að sólunda almannafé. Foringjar stjórnárandstöðunnar eru á einu máli um að ákvörðun Jörgensens sé ánægjulegur viðburður, en kvennasamtök sósíaldemókrata halda því fram að Parísar-reikn- ingurinn hafi aðeins verið kær-, komin átylla til að l'osna við Ritt Bjerregaard. Salt í höfn Genf. 22. desember — Reuler BANDARÍKIN og Sovétríkin eru nála-gt því að ná samkomulagi um nýjan Salt-samning um tak- mörkun á birgðum kjarnorku- vopna að sögn bandarísks tals- manns í kvöld. Ritt Bjerregaard Hópi fanga bjargað í árásarferð í Zambíu Salisbury. 22. desember. AP. Rhódesíumenn gerðu nýjar árásir með flugvclum á stöðvar skæruliða blökkumanna í Zambíu í dag og björguðu hópi blökku- manna sem skæruliðar höfðu rænt, úr einni bækistöð þeirra að því er tilkynnt var í Salisbury í kvöld. í Lusaka hafði talsmaður Zambíustjórnar áður skýrt frá því að rhódesískar flugvélar hefðu ráðizt á herþjálfunarbúðir rétt fyrir norðan borgina. í Salisbury er sagt að allir blökkumennirnir sem bjargað var séu komnir aftur til Rhódesíu heilir á húfi og að allar flugvélar Rhódesíumanna hafi snúið aftur heilu og höldnu til stöðva sinna. Tveir erlendir fréttaritarar sáu 21 blökkumann fluttan til lítils flugvallar við landamæri Zambíu í þremur litlum herflugvélum. Einn þeirra var alvarlega særður. Blökkumennirnir sögðu fréttarit- urunum að skæruliðar hefðu rænt sumum þeirra í Suðvest- ur-Rhódesíu, en aðrir úr hópnum væru starfsmenn öryggisþjónust- unnar og þeim hefði verið rænt frá heimilum þeirra á undanförnum 18 mánuðum. Aðgerðirnar í dag eru fyrsta dæmi þess að Rhódesíumenn hafi bjargað mönnum úr búðum blökku- manna utan landamæranna. Með árásinni á þjálfunarbúðirn- ar við Lusaka hafa Rhódesíumenn jafnframt ráðizt í fyrsta skipti á eingöngu zambískt skotmark. Fjölda- morð í Chicago Chicago. 22. dcscmber. Rcutcr. LÖGREGLUMENN fundu átta lík í húsi utan við Chicago í dag og kváðust óttast að framin hefðu verið fjöldamorð og fórnarlömbin gætu verið 32 eða fleiri. Lögreglan hefur handtekið 37 ára gamlan mann, John Wayne Gacey. Hann hefur enn ekki verið ákærður. Loftferðadeila SAS og Breta sett niður Stokkhólmi, 22. desembcr AP — Reuter Nýja Dehli. 22. desember. AP. FIMM létu lífið og átta slösuðust alvarlega í átökum í þremur borgum milli lögreglu og stuðn- ingsmanna Indiru Gandhi fyrr- um forsætisráðherra í dag. Eftir þessi átök hafa alls 11 stuðningsmenn forsætisráðherr- Verkfalli aflýst hjá BBC London. 22. desember. Reuter BBC tilkynnti í kvöld að verk- falli starfsmanna mundi Ijúka á miðnætti í kvöld. Vegna verkfallsins hefur ekki verið sjónvarpað á tveimur af rásum brezka sjónvarpsins þrjú síðastliðin kvöld og í kvöld náði verkfallið til allra rása útvarps- ins nema þeirrar sem útvarpar dægurtónlist. ans fyrrverandi látist í átökum frá því að Gandhi var handtekin. 45 þúsund manns víðs vegar um Indland hafa verið handteknir vegna stuðnings við Gandhi. Mestu átök lögreglu og stuðn- ingsmanna Gandhis urðu á svo- nefndu Wardhasvæði norðaustur af Bombay og tveir féllu. Að sögn lögreglunnar þurfti að nota tára- gas og gúmmíkúlur til að dreifa mannfjöldanum sem hafði safnast saman og hugðist fara í mótmæla- göngu Gandhi til stuðnings. Mikill ágreiningur er kominn upp í Janataflokknum, flokki Dasais forsætisráðherra. Er hann til kominn vegna ásakana Charan Singh fyrrum innanríkisráðherra leiötoga Alþýðuflokksins sem var látinn víkja úr stjórninni í júní s.l. eftir að hann hafði gert aðför að syni Desais fyrir ólöglegt fram- ferði. Singh hefur sakað Desai um mikla spillingu og hótað því að flokkur hans muni hætta stuðn- ingi við stjórnina. Tugir þúsunda bænda streymdu til Delhi í kvöld til að lýsa yfir stuðningi við Singh. NÝR loftferðasamningur milli Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar annars vegar og Bretlands hins vegar var undirritaður í Stokk- hólmi í dag og tekur gildi frá og með 1. janúar 1979. Þar með er lokið deilu sem hefur staðið í 11 mánuði um nýjan samning um tilhögun áætlunarflug- ferða milli Bretlands og Skandinavíu eftir fimm erfiðar samningalotur. Nýjar flugleiðir verða opnaðar I frá Skandinavíu til Dýflinnar, Manchester og Newcastle. Auk skandinavíska flugfélagsins SAS fær brezka flugfélagið Dan-Air að halda uppi ferðum á styttri leiðum eins og milli Árósa og Lundúna. Ný leið verður opnuð milli Björg- vinjar og Newcastle. Enn fremur er gert ráð fyrir ferðum milli Birmingham og Kaupmannahafnar, Edinborgar og Björgvinjar og Newcastle og Oslóar. Samningsaöilar urðu einnig ásáttir um að flytja nokkuð af þjónustunni við flugið milli Bret- lands og Skandinavíu til Gatwick- flugvallar við London frá London- Heathrow. Nýi samningurinn nær ekki til leiguflugs sem verður óbreytt. Um 40% flugsins er í höndum leiguflugfélaga, m.a. Sterling Airways, Scanair og Safe Braathens. Viðræðurnar hafa einkum snúizt um kröfu Breta um aukna hlutdeild í Skandinavíu-fluginu en þeir krþfðust einnig fargjalda- lækkana. Ef samkomulag hefði ekki náðst hefði áætlunarflug milli Bretlands og Skandinavíu lagzt niður. Forseti SAS, Carl-Olof Munkberg, sagði að samkomulagið væri ekki fullkomlega viðunandi en kæmi á betra jafnvægi í fluginu. Brezki aðstoðarráðherr- ann George Rogers sagði að mikið starf lægi að baki og vonandi yrði samkomulagið til frambúðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.