Morgunblaðið - 23.12.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.12.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1978 3 Kosningar á Alþingi í gær: S j álf stæðisflokkur vann tvö hlutkesti KOSIÐ VAR í nefndir og ráð á Alþingi í Kær, eins og venja er til á síðasta degi þingsins fyrir jólaleyfi þingmanna næst á eftir alþingiskosningum. Samtals fóru fram 25 kosningar í sameinuðu þingi í gær og var viðhöfð hlutfallskosning í þeim öllum. í öllum tilfellum komu fram tveir listar, A-listi stjórnarflokkanna og B-listi stjórnarandstöðunnar (Sjálfsta'ðisflokksins). í tveimur tilvikum réð hlutkesti, í kosningum til tryggingarráðs og í kosningum til landnámsstjórnar, þar sem þar komu fram tillögur um fleiri menn en kjósa átti og atkvæði voru jöfn á fjórða mann A-lista og á annan mann B lista. í tryggingaráði réð því hlutkesti hvor kosinn yrði, Bragi Níelsson. alþingismaður. af A-lista, eða Guðmundur H. Garðarsson, varaþingmaður. aí B-lista, en í stjórn landnámsstjórnar réð hlutkesti hvor þeirra kæmist að Páll Lýðsson af A-lista eða Jónas Pétursson af B-lista. Svo fór að B listi stjórnarandstöðunnar sigraði í hlutkestinu í báðum tilvikum og hlutu þeir Guðmundur II. Garðarsson og Jónas Pétursson því kosningu. Hlutkestiskosningin fór þannig fram, að skrifarar sameinaðs þings, þeir Friðrik Sophusson (S) og Páll Pétursson (F) drógu tölur úr kassa, þar sem voru númer þingmanna, frá 1 upp í 60. Páll Pétursson dró í báðum tilvikum töluna 39, en friðrik dró töluna 50 í tryggingaráðshlutkestinu og 60 í kosningu landnámsstjórnar. I kosningu til menntamálaráðs komu einnig fram nöfn fleiri manna en kjósa átti og var því kosið milli fjórða manns af A-lista, Eysteins Sigurðssonar, ritstjóra og annars manns af B-lista, Sigurlaugar Bjarnadóttur. Hlaut A-listi 40 atkvæði, en B-listi 19 atkvæði, en einn seðill var auður, og kom því ekki til hlut- kestiskosningar, en Eysteinn Sig- urðsson var reætt kjörinn í menntamálaráð. Nánar er sagt frá kosningun um á Alþingi í gær á blaðsíðu 18 í Morgunblaðinu í dag. Eins og þriggja ára gamlir bræður hlutu 6 millj. kr. EINS og þriggja ára gamlir bræður í Eyjum duttu aldeilis í lukkupottinn á árinu þcgar þeir hlutu hvor í sínu lagi 1 og 5 milljónir króna f happdrætti DAS. Þessir ungu Eyjapeyjar heita Bjarki Ingvarsson og Daði Már Ingvarsson. A annarri mynd- inni er Ásta Ólafsdóttir um- boðsmaður DAS í Eyjum að afhenda Bjarka litla, þriggja ára gömlum, 5 milljón kr. ávísun, en á hinni myndinni eru frá vinstri Árdís Ingvarsdóttir 8 ára, og Inga Dröfn Ármanns- dóttir móðir drengjanna, Ásta umbosðmaður og Bjarki í fangi pabba síns, Ingvars Björgvins- sonar. Inga Dröfn sagði í spjalli við Morgunblaðið að þau gætu ekki kallað þetta ár annað en happaár. „Það var yndislega gaman að okkur skyldi hlotnast þetta,“ sagði hún, „og það hefur komið sér ofsa vel, nánast eins og kraftaverk.“ FRIJMVARPIÐ: Lánsheimild til þjónustustöðvar við Gullfoss Engin breytingartillaga sjálfstæðismanna við fjár- lagafrumvarp ríkisstjórnar- innar náði fram að ganga í gær. Tillaga, sem Gunnar Thoroddsen (S), Einar Ágústsson (F), Ágúst Ein- arsson (A) og Albert Guð- mundsson (S) fluttu, um 25 m.kr. lánsheimild til að hefja framkvæmdir við þjónustu- stöð fyrir ferðamenn við Gullfoss, í samræmi við frumhönnun Ferðamálaráðs, var eina tillagan, sem stjórn- arandstöðuþingmenn áttu frumkvæði um og hlutdeild að, sem var samþykkt. Og það með naumindum: 25 atkvæðum gegn 24. Hefurðu heyrt Fæst í öllum hljómplötuverzlunum. Dreifingasímar 35990 — 32726 — 30078.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.