Morgunblaðið - 23.12.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.12.1978, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1978 Ríkið launi 60 menn til afleysinga í sveitum LaKt hefur verið fram á Al- þinjíi frumvarp til laga um forfalla- og afleysingaþjónustu í sveitum, stjórnarfrumvarp. I fyrstu grein frumvarpsins segir, að tilgangur forfalla- og afleys- ingaþjónustu í sveitum sé að veita aóstoó við nauðsynleg bús- og heimilisstiirf þegar veikindi. slys eða önnur forfiill beri að hiindum. Búnaðarsamböndunum skal heimilt að setja á stofn forfalla- og afleysingaþjónustu eftir lög- unum. verði þau samþykkt hvcrt á sínu svæði. Gcrt er ráð fyrir að ríkissjóður greiði laun 60 fastráð- inna afleysingamanna í þessum tilgangi. og eiga þessi framlög ríkissjóðs að koma til fram- kvæmda þegar á árunum 1979 til 1981. Yfirstjórn þessarar forfalla- og afleysingarþjónustu skal vera í höndum Búnaðarfélags Islands, í umboði landbúnaðarráðuneytisins, en dagleg umsjón og skipulagning starfsins innan hvers svæðis verði undir stjórn viðkomandi búnaðar- sambands. Kostnaður greiðist úr ríkissjóði, samkvæmt reikningi, staðfestum af Búnaðarfélaginu. 37 stúlkur og 34 piltar voru brautskráð frá Menntaskólanum við Hamrahlíð í gær. Ljósm. Vigfús Sigurgeirsson, 71 stúdent frá Menntakólanum við Hamrahlíð S.IfjTÍU og einn stúdent var hrautskráður frá Mennta- skólanum við Ilamrahh'ð mið- vikudaginn 20. desember. Athiifnin hófst á söng skóla- kórsins undir stjórn borgerðar Ingólfsdóttur. Kórinn siing aftur þegar stúdentunum hiifðu verið afhent skírteini sín og hyllti þá með stúdentasöngv- um. Af þessum 71 voru 37 stúlkur en 34 piltar. Flestir höfðu stundað nám á náttúrusviði. 37 alls. á félagssviði 16. á nýmála- sviði 10. á eðlissviði 8 og á fornmálasviði einn. Þessir stúdentar hlutu bóka- verðlaun frá skólanum: Asa Halldórsdóttir og Elín Kristjánsdóttir fyrir ágætan árangur í íslensku; Haukur Hannesson fvrir ágætan árang- ur í latínu og grísku, Óskar Sigurðsson fyrir rösklega þátt- töku í félagslífi samfara miklum framförum í námi; Jóhann Pétur Sveinsson fyrir alhliða námsárangur, en hann náði þriðja bestum heildarárangri þrátt fyrir það að hann er bundinn við hjólastól. Ásta Halldórsdóttir hlaut einnig verðlaun fyrir heildarárangur allra stúdentanna. Að lokinni afhendingu skírteina og verð- launa ávarpaði rektor nýstúd- enta. Athöfninni lauk síðan á því að allir risu úr sætum og sungu Heims um ból. Föstudaginn 5. janúar næst- komandi verða stúdentar braut- skráðir úr öldungadeild. Frystihúsin útvöldu á Suðurnesjum: Afleysingamenn skulu hafa sömu laun og frjótæknar, og skulu föst mánaðarlaun þeirra miðast við 40 stunda vinnuviku. Þeir skulu hafa frítt fæði og húsnæði hjá viðkomandi búum á starfstíma sínum. Allir bændur, eða þeir sem veita búum forstöðu, skulu eiga rétt á aðstoð í veikinda- og slysatilfellum, svo og makar þeirra. Hámarkstími sem bóndi getur haft afle.vsingamann með þessum kjörum, skal vera 24 dagar á ári. Afleysingamenn, sem ráðnir verða, skulu hafa alhliða starfs- reynslu við bústörf, og skal koma á námskeiðum við bændaskólana, sem þjálfi fólk til afle.vsingastarfa. © Lausaskuldir umfram veltufjár- muni um 400 millj. fyrir ári Áætlaður kostnaður við brýnustu endurbætur hjá 8 fyrirtækjum af þeim 11 frystihúsum á Suðurnesjum, sem starfshópur á vegum sjávarútvegsráðuneytisins leggur til að fái sérstaka fyrirgreiðslu til uppbyggingar er í kringum 225 milljónir króna og til að styrkja fjárhagsstöðu fyrirtækjanna með breytingum á skammtíma skuldum í lán til lengri ti'ma er talið að þurfi um 170 milljónir króna, að því er kemur fram í skýrslu starfshópsins. INNLENT í skýrslunni kemur fram að á Suðurnesjum eru nú 24 frystihús en stærstu húsin eru þó ekki hálfdrættingar í framleiðslu á við stærstu húsin annars staðar á landinu. Af þessum 24 húsum megi segja, að 9—11 þeirra skipti höfuðmáli, bæði að því er varði atvinnulíf og framleiðslu og telur starfshópurinn að frystiiðnaður- inn á svæðinu standi ekki styrkum fótum og stuðli að atvinnuöryggi nema þessi fyrirtæki 11 gangi snuðrulaust. í skýrslunni er lagt til að komið verði á fót sameiginlegri fiskmót- töku og fiskmiðlun fyrir togara- afla á svæðinu, að komið verði á fót á svæðinu sameiginlegri reiknistofu, gerðar verði ýmsar lagfæringar á búnaði og rekstrar- kerfi einstakra húsa og fjárhags- staða fyrirtækjanna verði styrkt með því að breyta nokkrum hluta lausaskulda þeirra í lán til langs tíma. Frystihúsin 11 sem lagt er til að fái þessa aðstoð eru: Hraðfrysti- hús Grindavíkur hf. og Hrað- frystihús Þórkötlustaða hf. í Hitaveita Reykjavíkur: Sýknuð af kröfum um skatt á hitaréttindi ILESTIRÉTTUR hefur sýknað borgarstjórann í Reykjavfk f.h. Hitaveitu Roykjavíkur af kröfum hreppsnefndar Mosfellshrepps um að lagður verði skattur á hitaréttindi fyrirta-kisins í Mos- fellssveit. en sem kunnugt er fær Hitavcita Reykjavíkur mikinn hluta heita vatnsins úr borholutrf þar í sveit. Undirréttur. þ.e. ha'jarþing Reykjavíkur hafði komizt að gagnsta'ðri niðurstöðu. þ.e. taldi skattlagninguna rétt- mæta. Skattheimta þessi, ef viður- kennd hefði verið, hefði skipt tugum milljóna árlega. í málinu krafði Mosfellshreppur Hitaveitu Reykjavíkur um sér- stakan fasteignaskatt af jarðhita- réttindunum í Mosfellshreppi, sem nemur 4% af virðingarverði jarð- hitaréttindanna til fasteignamats. Var skatturinn lagður á með skírskotun til heimildar í 4. mgr. 3. gr. laga nr. 8/1972, en í ákvæði þessu segir svo: „Auk þess skatts. sem um ræðir í 2. og 3. mgr. þessarar greinar, er sveitarstjórn heimilt að leggja skatt á-hlunn- indi, sem eru í eigu utansveitar- manna, sem nemur 4% af virðing- arverði þeirra“. Hitaveitan taldi aftur á móti að framangreint ákvæði eigi ekki við jarðhitaréttindi sín því orðið hlunnindi sé ekki ætlað að ná til fasteignaréttinda á borð við jarð- hitaréttindi Hitaveitunnar né sé hægt að líta svo á að Hitaveitan sé „utansveitarmaður" í skilningi lagaákvæðis þessa. I dómi Hæstaréttar segir svo m.a.: „Hitaréttindi sín í Mosfellssveít hefur áfrýjandi gert nýtanleg með miklum jarðborunum og með virkjun borhola. Til þess að heita vatnið komi að notum hefur hann reist dælustöðvar, lagt vatnsleiðsl- ur og gert önnur mannvirki. Hagnýting jarðhitans sem orku- gjafa í svo stórum stíl sem raun hefur á orðið, hefði eigi verið gerleg án hinna miklu fram- kvæmda til orkuvinnslunnar. Þegar þetta er virt og þess er gætt, sem áður segir um notkun orðsins hlunnindi í mæltu máli og í löggjöf um fasteignamat, verður ekki talið, á ákvæði 3. mgr. 4. gr. laga nr. 8/1972 taki eftir orðum sínum til þeirra fasteignaréttinda áfrýj- anda, sem um er fjallað í máli þessu. Ber því að sýkna hann af kröfum stefndu, og þarf þá ekki að gefa frekar gaum að öðrum röksemdum áfrýjenda fyrir dóm- kröfum sínum." Málið dæmdu hæstaréttardóm- ararnir Logi Einarsson, Benedikt Sigurjónsson, Magnús Þ. Torfason og Þór Vilhjálmsson og Sigurður M. Helgason borgarfógeti. Undir- réttardóminn kvað upp Valgarður Kristjánsson borgardómari. Lög- menn voru Jón G. Tómasson hrl. fyrir borgarstjórann í Reykjavík og Ingi Ingimundarson hrl. fyrir Mosfellshrepp. Grindavík, Jón Erlingsson hf. og Miðnes hf. í Sandgerði, ísstöðin hf. í Garði, Heimir hf., Hraðfrystihús Keflavíkur, Hraðfrystihús Olafs Lárussonar, Keflavík hf., öll í Keflavík og Sjöstjarnan hf. í Njarðvík og Vogar hf. í Vogum. í skýrslunni kemur ennfremur fram, að fjárhagsstaða fyrirtækj- anna 11 er veik, þar sem skamm- vinnar skuldir umfram veltufjár- muni voru um fjögur hundruð milljónir króna um síðustu áramót og er þá Sjöstjarnan ekki tekin með í reikninginn, því að það fyrirtæki hefur ekki verið í eðlilegum rekstri nú um skeið. Ljóst sé að fjárhagsstaða sumra fyrirtækjanna sé það tæp að til þurfi að koma aukning eiginfjár og/eða víðtækir skuldaskilasamn- ingar við almenna viðskiptamenn, sveitarfélög og fleiri auk viðskiptabanka, ef ætlunin sé að komast hjá rekstrarstöðvun fyrir- tækjanna vegna greiðsluerfiðleika. Til að lánalengingar komi að mestu gagni fyrir einstök fyrir- tæki er m.a. lagt til að viðskipta- banki fyrirtækisins veiti því lán til nokkurra ára og komi lán þetta til viðbótar gengismunarláni og nemi að minnsta kosti \ hlutum þess. Þá er lagt til að samið verði við Frá lögreglunni: sveitar- og bæjarfélög um gjald- fallnar skuldir á þann hátt að fjórðungur skuldar verði greiddur af gengismunarfé eða viðskipta- bankaláni en afgangurinn láni viðkomandi bæjar- og sveitarfélag til 4ra ára með sömu vaxtakjörum og viðskiptabankalánið. Starf Um- ferðarráðs verði auk- ið og eflt Stjórn FÍB hefur lýst yfir stuðningi við ályktun Umferðar- ráðs frá 29. nóvember sl. um aukna fjárveitingu til ráðsins. Bendir stjórn FIB á þann geigvænlega fjölda umferðarslysa, sem orðið hafa að undanförnu og þann kostnað og þjáningar, sem þau hafa í för með sér. Stjórn FÍB álítur að aukin umferðarfræðsla sé árangursríkasta aðferðin í baráttunni gegn umferðarslysum og hvetur eindregið til að starf- semi Umferðarráðs verði aukin og efld. Vitni vantar að ákeyrslum Rannsóknarlögregla ríkisins hefur beðið Mbl. að auglýsa eftir vitnum að eftirtöldum ákeyrslum: Fimmtud. 7. des. Ekið á bifreiðina R-2442, BMW-fólksbifr., árg. ’77, ljósgula á lit, þar sem hún stóð á bifreiðastæð- inu á mótum Austurstrætis og Aðalstrætis á tímabilinu kl. 14.00—15.00. Hægra afturaurbretti rispað og krómlisti genginn til, kremgulur litur í ákomu. Föstud. 8. des. Ekið á bifreiðina R-5608, Toyota-fólksb. árb. ’78, græna á lit, á bifreiðastæði við Hrafnistu á tíma- bilinu kl. 08.00—15.30. Vinstri hurð skemmd. Laugard. 9. des. Ekið á bifreiðina R-1087, Peugeot-fólksb. árg. '75, á bifreiða- stæði við Skeiðarvog 35, Ljósheima- megin, á tfmabilinu kl. 16.00—17.00. Vinstri hurð og fram- aurbretti skemmt. Miðvikud. 20. des. Ekið á bifreiðina R-60194, sem er Wartburg-station, gul á lit, þar sem hún stóð fyrir framan Suðurlands- braut 4. Framhurð var mikið skemmd. Vitni eru beðin að gefa sig fram við Slysarannsóknadeildina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.