Morgunblaðið - 23.12.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.12.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1978 11 Nú geta ungir sem aldnir flogið niður fjöll og firnindi á dúnmjúkri níðsterkri breiðþotu, þrjár stærðir fyrirliggjandi. Með tilkomu þessa glæsilega salar má segja að gjörbylting hafi orðið á aðstöðu til allrar félags- starfsemi hér á staðnum. Hátíða- höld í tilefni opnunarinnar stóðu yfir heila helgi og hófust með sýningu Leikfélags Patreksfjarðar á l'eikritinu Ég vil fá minn mann undir leikstjórn Kristjáns Jóns- sonar leikstjóra, en hann er ættaður héðan frá Patreksfirði. Á laugardeginum var Patreks- firðingum boðið á fjölskylduhátíð með skemmtiatriðum. Kirkjukór Patreksfjarðar söng undir stjórn Ásrúnar Atladóttur, Sigurður Daníelsson lék á nýjan flygil á föstudagskvöldinu, sem Kven- félagið Sif gaf, barnaleikritið Rauðhetta var sýnt og á laugar- dagskvöldinu var almennur dans- leikur þar sem hljómsveitin Lóa léttlynda lék. Byggir hf. hefur að mestu séð um framkvæmdir á þessum áfanga, annaðist Rafborg hf. múrverk Gísli Viktorsson múrara- meistari sem jafnframt er fram- kvæmdastjóri hússins. Málningar- vinnu annaðist Málning og penslar. Formaður eigendafélags er Sigurgeir Magnússon banka- Landssamband byggingarmanna; Alvarlegar horf- ur og atvinnu- leysi i augsýn HORFUR í byggingariðnaði á næstu mánuðum eru mjög alvar- legar og má fastlega búast við að atvinnuleysi sé framundan í iðngreininni á fyrstu mánuðum næsta árs, einkum á höfuðborgar- svæðinu. segir í íréttatilkynn- ingu frá Landssambandi iðnaðar- manna. Ennfremur segir að í lok september hafi fyrirtæki með 59,1% mannaflans búist við sam- drætti í starfseminni framundan, en aðeins um 6,3% bjuggust við aukningu. Ef bornar eru saman tölur um mannafla í byggingariðn- aði á 2. og 3. ársfjórðungi þessa árs kemur í ljós að um verulega fækkun hefur verið að ræða. Á 2. ársfjórðungi störfuðu alls 8.880 manns í greininni en á 3. ársfjórð- ungi aðeins 7.337 eða fækkun um 17,4%. Langmest hefur fækkunin verið í húsasmíði eða um 27% en minnst í húsamálun eða um 8,7%. Starfsmannafjöldi var sam- kvæmt könnun kominn í lok september í svipað horf og árs- meðaltalið 1977, en geysileg fækk- un er orðin frá því svipað horf og ársmeðaltalið 1977, en geysileg fækkun er orðin frá því sem var í júnílok eða nærri 1550 starfs- manna fækkun í heild. Af þessu megi draga þá ályktun að ársstörfum í byggingariðnaði muni enn fækka verulega á þessu ári. Heildarframleiðsla í bygging- ariðnaði er þó samkvæmt niður- stöðum könnunar nær óbreytt á 3. ársfjórðungi þessa árs miðað við sama tíma í fyrra eða 0,4% samdráttur að magni til. Þá kemur að síðustu fram að óvenjulítið er um fyrirhugaðar fjárfestingar á árinu, aðeins fýrirtæki með um 16,4% mannafl- ans áætla að fjárfesta og er þetta ^tlin bein vísbending um hversu bjartsýnir menn eru og hvaða augum þeir líta framtíðina. Nýjasta vetraríþróttatækiö í Skíöalöndum Evrópu er komiö til íslands. Nýtt félagsheimili vígt á Patreksfirði ANNAR áfangi félagsheimilis Patreksíjarðar hefur verið tek- inn í notkun, cn það er aðalsalur 15x25 m að flatarmáli. Fyrir 4 árum var anddyri hússins tekið í notkun og hefur það verið notað til hvers konar félagsstarfsemi þann tíma. fulltrúi, en formaður fram- kvæmdanefndar byggingarinnar er Jónas Þór rafvirki. Svo til allir þorpsbúar tóku þátt í hátíðahöldunum er félags- heimilið var vígt, en það hefur nú samtáls verið 17 ár í smíðum. verðbólgaO Hvað er þaóa M-6000 Magnari, útvarp FM-AM-LW bylgjur, og plötuspilari. Frábært, sambyggt tæki fyrir ótrúlega lágt verö. Aðeins kr. 179.000.- SX-939 — 2x70 W RMS Þessi útvarpsmagnari er einn sá bezti sem CtDpiONeen verksmiöjurnar hafa framleitt. Frábær tóngæöi fyrir ótrúlega lágt verö eöa aöeins kr. 260.000. hljómðeild tynit KARNABÆR Laugavegi 66, 1 hæð Simi frá skiptiborði 281 55 TOYOTAVARAHLUTAUMBOÐIÐ, Armula 23, sími 81733.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.