Morgunblaðið - 23.12.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.12.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1978 Keisarinn með konu sinni Farah Diba. í samtölum við fólk í íran nú á dögunum mátti af flestu merkja að hún er vinsæl með löndum sfnum og þykir hafa unnið frábær störf einkum á sviði félags- og líknarmála. Saadabadhöllin í Teheran. Zahedi leiddi gagnbyltinguna gegn Mossadeq. Jóhanna Kristjónsdóttir: Seinni grein Iranskeisara 1953 stóð í tvo daga t rifjaður upp aðdragandi og atburðir Mossadeqmálsins í Iran íranskeisari hefur áður lent í kröppum dansi og raunar má segja að sjaldan hafi ríkt logn og kyrrð á valdatíma hans og liggja til þess flóknari ástæður en gerð verða skil í fljótu bragði. Einna örlagaríkust voru þó átök hans og Mossadeqs fyrrv. for- sætisráðherra. Þær deilur stóðu iungann úr árinu 1953 og náðu hámarki er Mossadeq bylti keisaranum eftir að sá síðar- nefndi hafði reynt að koma honum úr ráðherrastóli. Fór þá keisari með konu sinni Sorayu keisaraynju í útlegð, helt fyrst til Bagdad og svo til Rómar. Aftur á móti stóð veldi Mossadeqs ekki eins traustum fótum og margir héldu og stjórnartímabil hans varð nákvæmlega tveir dagar. Skulu nú aðdragandi og helztu mála- vextir raktir í stuttu máli. Upphaf málsins má rekja til framvindu í síðari heims- styrjöldinni, en þá var starfsemi kommúnista gefin frjáls eftir að fjöldamargir félagar í þeim samtökum höfðu setið í fangelsi síðan 1937. Eftir sameiginlega atgöngu Breta og Sovéta var landið frelsað árið 1941 og upp úr því var stofnaður Tudeh-flokkurinn sem með öflugum stuðningi Sovét- ríkjanna óx og dafnaði og varð verulegt afl í persnesku stjórn- málalífi. Án efa átti Tudeh upptökin að ýmsum átökum sem urðu í landinu á næstu árum, til dæmis meðal verkamanna í olíuiðnaðinum, sem Bretar réðu þá. Ýmiss konar sjálfstæðis- hreyfingar komu upp í nokkrum hlutum landsins sem keisara þótti og ógna sjálfstæði og fullveldi landsins og grunur lék á því að Sovétríkin væru með puttann í spilinu hér og hvar. Árið 1946 myndaði forsætisráð- herrann Qavam as Saltaneh stjórn og voru í henni þrír ráðherrar kommúnista og var sagt að hann hefði látið undan geysilegum þrýstingi frá Sovétríkjunum. En eftir að morðtilraun var gerð á hendur keisaranum 1949 og félagi í Tudeh sakaður um tilræðið var flokkurinn bannaður með öllu. Árið 1951 kom fram á sjónarsvið persneskra stjórnmála flokkur sem kallaði sig Þjóðfylkinguna og stýrði Mohammed Mossadeq þessum flokki en vitað var um samúð hans með kommúnistum og að hann var mjög andvígur öllum brezkum áhrifum í land- inu og eindreginn stuðnings- maður þjóðnýtingar olíulind- anna. Fleiri flokkar komu til á þessum árum, en fljótlega kom í ljós að Mossadeq var þeirra leiðtoga sterkastur. Árið 1951 samþykkti þingið þjóðnýtinguna og í kjölfar þess eða í maí var Muhammed Mossadeq skipaður forsætisráð- herra. Vitað er að miklar greinir höfðu verið með Mossadeq og keisaranum og það var mjög gegn vilja keisarans að hann varð nú að fá embættið í hendur Mossadeq. Brezka stjórnin undi illa úrslitunum varðandi þjóð- nýtinguna og vísaði málinu til Alþjóðadómstólsins en ári eftir komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að hann hefði ekki lögsögu í málinu. Var þetta vatn á myllu Mossadeqs enda færðist hann nú allur í aukana. Banda- ríkjamenn voru um þessar mundir að byrja að gera sér grein fyrir mikilvægi Irans og keisarinn sýndi fljótlega að hann taldi mjög æskilegt að tengsl væru þar á milli. Alls konar samkomulag var reynt í olíudeilunni, en það kom fyrir ekki: Stjórnin í íran neitaði öllum tilboðum Breta og Banda- ríkjamanna og hinn 22. október 1952 rauf persneska stjórnin stjórnmálasamband við Bret- land. Sem þessu fór og fram óx ágreiningur milli Mossadeqs og bæði stuðningsmanna hans og andstæðinga. Umfram allt magnaðist úlfúðin milli hans og keisarans. Efnahagsástandið í landinu fór og versnandi vegna þess hve lítill gaumur var gefinn að eflingu atvinnu og fram- leiðslu og allt árið 1953 voru stöðugar róstur í íran. Miklar göngur voru farnar í helztu borgum landsins og flestir þátttakendur í þeim voru háværir stuðningsmenn Mossadeqs og létu andúð sína á keisaranum óspart í ljós. í ágúst 1953 ákvað keisarinn að láta til skarar skríða gegn Mossadeq og setja hann af. Ekki tókst þó bqtur til en svo að þar bar Mossadeq hærri hlut og keisarahjónin neyddust til áð flýja í skyndingu úr landi. En sú útlegð stóð ekki lengi. Tveimur dögum síðar leiddi Zahedi hers- höfðingi gagnbyltingu gegn Teheran í marz 1953i Ganga gegn keisara, til stuðnings Mossadeq. Teheran haustið 1978i Og nú til stuðnings Khomeiny.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.