Morgunblaðið - 23.12.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.12.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1978 Lyf j ahandbókin Geymsla lyfja — Steinefni Þurrkefnið má því ekki fjar- lægja úr glasinu. Oxun getur eyðilegt ýmis lyf svo sem aðrenalín, sem við það verður rauðbrúnt á lit. Mörg lyf þola ekki ljós, eins og áður er drepið á, og af þeim, sem einkum kunna að finnast á heimilum má nefna A-, B- og D-vítamín og skulu lyfjaform, sem innihalda þau, alltaf varin ljósi. Að lokum skal bent á þá staðreynd, að fyrnd lyf hafa ekki aðeins minni lyfjaverkun en ófyrnd lyf, heldur geta þau efni, sem myndast við niðurbrot þeirra verið skaðleg. Dæmi um það eru fúkalyf úr tetracyklín- flokki (Achromycin, Geymsluþol lyf ja Flest lyf breytast smám sam- an, enda þótt þau séu geymd eftir settum reglum. Með geymsluþoli er átt við þann tíma, sem öruggt er að geyma lyf og vera viss um, að þau hafi ekki breyzt að marki. Þessi tími er mjög breytilegur frá einu lyfi til annars, en hann er einnig mjög háður lyfjaforminu. Fljót- andi lyfjaform hafa að öðru jöfnu miklu skemmra geymslu- þol en föst og föst og á þetta sérstaklega við um augndropa og stungulyf. Þótt ótrúlegt sé, er það mjög undir hælinn lagt, hvort fyrningartími er skráður á umbúðir sérlyfja, en fyrningartími er sá tími, er síðast má afhenda lyf. Er ekki hægt að skilja með góðu móti, hvers vegna fyrningartími er ekki óhjákvæmilegur á lyfjum eins og til dæmis ýmsum mjólkurvörum. I sumum tilvik- um er fyrningartími gefinn til kynna með kóda, sem í raun getur verið erfitt eða ógerlegt að þýða, en í öllum tilvikum ættu umbúðir sérlyfja að vera merkt- ar fyrningartíma, sem væri öllum þegar í stað skiljanlegur og rétt og skylt er að geta þess, að þetta mun fyrr en seinna standa til bóta. Um lögbókalyf gilda ákveðnari reglur. Þegar um erlend sérlyf er að ræða, er fyrningardagsetning venjulega gefin til kynna á umbúðum lyfsins með orðum eins og expiry date, usc by, use before, udlöbsdato, anv. för eða hállhart til og ártal og mánuð- ur, sem ýmist er letraður með bókastöfum eða tölustöfum. Enda þótt sum lyfjaform breyti útliti, þegar þau eru fyrnd (t.d. litarbreyting, útfell- ing), er reglan oftast sú, að ekki er hægt að sjá, hvort geymslu- þol lyfs er liðið. Til þess þarf að öðrujöfnu sérstakar rannsóknir. Orsakir takmarkaðs geymslu- þols margra lyfjaforma eru efna- eða eðlisfræðilegs eðlis, en stundum eru óhreinindi, sem stafa af örverum sá þáttur, sem takmarkar geymsluþol. Þau utanaðkomandi áhrif, sem einna helzt geta haft áhrif á geymsluþol lyfja, eru hitastig og sólarljós. Flest lyf er óhætt að geyma við stofuhita (15—250°), en sum lyf eru svo viðkvæm gagnvart hitastigi, að fyrirskrif- að er, að þau skuli geymd á köldum eða svölum stað, sem merkir við 6—15°. Til marks um mikilvægi hitastigs fyrir geymsluþol lyfja skal nefna, að hækkun hitastigs um 10° eykur venjulega breytingahraða lyfs tvöfalt, en þetta þýðir, að ef geyma má lyf í ákveðinn tíma, t.d. 1 ár, við 20°, má að öðru jöfnu geyma það í 2 ár við 10°. Það ber því ávallt að athuga, hvort á umbúðum lyfs séu áletraðar ákveðnar reglur um geymslu þess. Um sólarljós er það að segja í þessu samhengi, að það hefur að geyma ljós af ákveðinni bylgju- lengd, sem verkar sem hvati á ýmsar efnabreytingar. Þetta eru útfjólubláir geislar og þess vegna er reynt að útiloka áhrif þeirra á iyf með því að láta þau aldrei standa í sólarljósi og með því að nota brúnar umbúðir um lyf, en þær hleypa ekki útfjólu- bláu Ijósi í gegn, nema að takmörkuðu leyti. En hiti getur einnig haft. önnur áhrif á lyf. Ef hitastig er of hátt, geta til dæmis stílar bráðnað og skilið sig í einstaka hluta. Vatnslausnir geta fremur gufað upp, einkum ef lyfjaíláti er ekki lokað vandlega, en við það getur styrkt (magn lyfs pr. rúmmálseiningu) aukizt. Hið gagnstæða er einnig þekkt, ef sjálft lyfið gufar upp. Það er þekkt meðal þeirra, sem nota glycerylnítrattungurótartöflur (nítróglyceríntungurótartöflur), en það er kostulegt efni, sem fjallað verður ítarlegar um síðar. En þegar skal þeim, er nota glycerylnítrattungurótar- töflur bent á að taka þær aldrei úr því íláti, sem þær eru afhentar í frá lyfjabúð og að passa, að þær hitni ekki óeðli- lega, t.d. af líkamshita, ef þær eru geymdar í vasa. Föst efni, t.d. kamfóra, geta einnig gufað upp. Kuldi getur einnig í vissum tilvikum haft óæskileg áhrif á geymsluþol lyfja vegna þess, að flest lyf leysast þeim mun minna, sem hitastig er lægra og þessvegna geta kristallar fallið út við of lágt geymsluhitastig. Þetta á einkum við um sum stungulyf, t.d. kortisón og prednisólon. Þær breytingar, sem að fram- an eru taldar, er hægt að flokka undir eðlisfræðilegar breyting- ar, en lyf geta einnig tekið efnafræðilegum breytingum. Þær eru oftast annað tveggja vatnsgreining, þ.e. klofnun lyfs af völdum vatns eða oxun (ilding), sem er breyting lyfs af völdum súrefnis í andrúmslofti. Oft eru þessar breytingar hvatt- ar af ljósi eins og áður er minnst á. Vatnsgreiningarhættan er orsök þess, að mörg fúkalyf eru látin úti sem þurrefni og að margar töflutegundir eru látnar úti í glasi, sem í hefur verið látið lítið (plast) ílát með vatnssog- andi efni (þurrkefni). Ledermycin, Vibramicin o.fl.), sem auðveldlega geta orðið því sem næst óvirk, ef þau eru ekki geymd á réttan hátt, sem út af fyrir sig getur verið nógu hættulegt, ef um alvarlegan smitsjúkdóm er að ræða, en auk þess geta niðurbrotsefnin valdið hættulegum hjáverkunum svo sem nýrnaskemmdum. Steinefni Nú verður fjallað um nokkur efni, sem eru líkama manna og dýra nauðsynleg og hann getur ekki sjálfur framleitt. Þessi efni verða því að berast honum á einn eða annan hátt frá um- hverfinu. Aður er ininnst á nauðsyn vatns fyrir líkamann og er það skiljanlegt, ef haft er í huga, áð um það bil % hlutar hans eru vatn. Einnig eru mörg steinefni, sem eru nauðsynleg fyrir líf og heilsu. Þessi efni berast öll með fæðunni og sum þeirra eru nauðsynleg í verulegu magni, en önnur aðeins í örlitlu magni (snefilefni). Undir viss- um kringumstæðum eru sum þessara efna gefin sem lyf í lyfjaformum, en skortseinkenni annarra eru ekki þekkt. Þau efni úr flokki steinefna, §em verulegt magn þarf af eru natrium, kalíum, kalsíum, fosfór, brenni- steinn og járn. Af snefilefnum skal minnst á joð, flúor, kopar, kóbalt, sínk, mangan og selen. Þessi frumefni eru víða dreifð í mismunandi fæðutegundum og vegna þess, að þau eru aðeins nauðsynleg í mjög litlu magni, hefur gjöf þeirra litla þýðingu, en hér á eftir skal gerð örlítið nánari grein fyrir því í hverju mikilvægi þessara efna fyrir líf og heilsu er fólgið. Snemma á 19. öld, þegar efnafræðingar hófu að efna- greina lífræn efnasambönd, varð það ljóst, að lifandi vefur dýra og jurta var að mestu leyti kolefni, vetni, súrefni og köfnunarefni. Þessi fjögur frumefni voru um það bil 96% af þunga mannslíkamans. Þá kom í ljós, að örlítið af brenni- steini var í líkamanum. Ef þau efnasambönd, aðallega eggja- hvítuefni, fita og kolvetni, sem þessi frumefni voru hluti af, voru brennd, varð eftir örlítið af hvítri ösku, sem aðallega átti rætur sínar að rekja til bein- anna. Þegar askan var rannsök- uð nánar, kom í ljós, að hún var blanda af ýmsum steinefnum. Natríum Það kom ekki á óvart að finna matarsalt (natíumklóríð) í ösk- unni vegna þess, að matarsalt er ekki aðeins krydd til þess að bragðbæta matvæli, heldur byggist nauðsynleg lífsstarf- semi í lifandi frumu á tilvist þess. Sem dæmi um nauðsyn matarsalts fyrir dýr er, að grasbítar leggja sig í mikla hættu og harðræði til þess að komast í saltstein, þar sem þeir geta bætt sér þann skort á matarsalti, sem frá náttúrunnar hendi er í fóðrinu, ef það samanstendur einvörðungu af grasi. Matarsalt finnst í öllum vess- um líkamans og það er nauðsyn- legt, að hæfilegt magn af því sé í blóði. Því magni af matarsalti, sem tapast líkamanum í þvagi, er stjórnað af nýrum, en það magn, sem tapast með svita er ekki undir stjórn neins líffæris. Af þessum sökum er oft þörf á auknu magni af matarsalti í heitu loftslagi eða þegar vinna er framkvæmd í miklum hita. Má bæta líkamanum tapið með salttöflum. Flest ný matvæli innihalda tiltölulega lítið magn af matar- salti og þessvegna er því gjarn- an bætt í, þegar matvæli eru soðin, við matborðið og í mörg- um tilvikum, þegar matvæli eru rotvarin og niðursoðin. Einkum á þetta við um kjöt og grænmeti. Venjulega er bætt matarsalti í smjör til þess að rotverja það og bakarar bæta því í brauð. Alþjóðleg ljósmyndasýning ALÞJÓÐLEG ljósmyndasýning sem gengur undir nafninu „A leið í Paradís" verður haldin á Kjarvalsstöðum dagana 6.—20. janúar. Hún kemur hingað til lands á vegum þýsk-íslenska félagsins Germaníu og þýska bókasafnsins. Tímaritið Stern sér um val myndanna á sýning- unni sem hefur verið haldin viða um heim. 422 myndir eru á sýningunni, þar af 95 í litum. Myndirnar eru frá 86 löndum og eftir 170 ljósmyndara. Heiti sýningarinnar á að tákna þróun mannkynsins, en stór hluti þeirra fjallar um stríð, mengun, eyðileggingu, vandamál fólksfjölgunar, kyn- þáttabaráttu, náttúíuhamfarir, óréttlæti, fátækt, ofbeldi o.s.fi-v.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.