Morgunblaðið - 23.12.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.12.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1978 19 Ríkisst jórnin vill fresta öðr- um áfanga járnblendiverk- smiðjunnar um 6-9 mánuði „MARKAÐSHORFUR fyrir kísil- járn eru nú urðnar mjög jákvæð- ar. þannÍK að það er ekki þörf þeirra vegna að draga úr fram- kvæmdahraðanum. enda mun það nú vera hið almenna ástand í þjóðarbúskapnum sem ríkis- stjórnin er að biðja okkur að taka tillit til", sagði Hjörtur Torfason stjórnarformaður íslenzka járn- blendifélagsins hf. er Mbl. leitaði álits hans á þeirri ósk iðnaðar- ráðuneytisins að drcgið verði úr framkvæmdum við byggingu ann- ars áfanga verksmiðjunnar á næsta ári þannig að hann verði tilbúinn 6—9 mánuðum síðar en ráðgert er. sem er 1. september 1980. „Það eru engir verktakasamn- ingar, sem hindra slíka seinkum," sagði Hjörtur. „En hins vegar verðum við að ræða málið við okkar samstarfsaðila, Elkem, og Landsvirkjun og einnig Norræna fjárfestingárbankann sem hefur lánað til fyrirtækisins miðað við vissa framvindu framkvæmda," sagði Hjörtur. „Á þessu stigi hef ég því ekkert fleira um þetta mál að segja, en við munum taka það til meðferðar á næstu dögum.“ I frétt frá iðnaðarráðuneytinu segir að ráðuneytið hafði að undanförnu kannað málefni járn- blendifélagsins og að á fundi ríkisstjórnarinnar 19. desember s.l. hafi verið fjallað um þau. „Var samþykkt að heimila Islenska járnblendifélaginu h.f. að ráðast í kaup á ofni 2 af sömu stærð og hinn fyrri samkvæmt ósk frá stjórn verksmiðjunnar. Jafnframt var ákveðið að athuga að fresta gangsetningu annars áfanga verk- smiðjunnar og haga byggingar- framkvæmdum með það í huga að sá áfangi komi í gagnið 6—9 mánuðum síðar en áður var áformað, sem var 1. september Starfsemi pylsuvagns hófst á Lækjartorgi í gær og er vagninn staðsettur skammt frá gamla söluturninum. Var margt um manninn að krækja sér í pylsu í gær, en vagninn er eins og slíkir tíðkast í Danmörku. Ljósmynd Mbl. Kristinn. Almenna bókafélagið: Vísan — úrvalsstökur eftir 120 höfunda Opnunartími til umræðu á RAGNHILDUR Helgadóttir kvaddi sér hljóðs utan dagskrár á fundi efri deildar Alþingis í gær og gerði að umtalsefni opnunar- tíma áfengisverslana ríkisins. Sagðist hún harma það að ætlun- in væri að hafa verslanirnar opnar í dag. Þorláksmessu. og kvaðst hún vilja beina þeirri Starfsmanna- stjóri ríkis- spítalanna PÁLL Þórðarson lögfræðingur hefur verið ráðinn starfsmanna- stjóri ríkisspítalanna. Hann lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Islands árið 1971. Starfaði síðan sem skrifstofustjóri Félagsmálastofn- unar Reykjavíkurborgar unz hann varð framkvæmdastjóri lækna- samtakanna 1. marz 1972. „Ríkisins” Alþingi í gær eindregnu ósk til fjármálaráð- herra, að hann hlutaðist til um að áfengisverslanirnar yrðu ekki opnaðar í dag. Tómas Árnason fjármálaráðherra var ekki við- staddur umræðuna, en Ragn- hildur upplýsti, að hún hefði komið þessari ósk á framfæri við hann áður en þingfundurinn hófst. Ragnhildur sagði ástæðuna fyr- ir þessari ósk sinni vera þá, að jólahátíðin sem nú færi í hönd, væri fyrst og fremst fjölskylduhá- tíð, en áfengi gæti eyðilagt þá hátíð fyrir mörgum, væri það haft um hönd. Ólafur Ragnar Grímsson tók undir þessi orð Ragnhildar og sagði, að æskilegt væri að sem minnst áfengi væri haft um hönd á jólunum, og væri hann því andvíg- ur að ríkið væri opið á Þorláks- messu. 1980. Hefur iðnaðarráðuneytið sent stjórn Islenska járnblendifélagsins h.f. erindi um þetta efni og þar m.a. lagt sérstaka áherslu á að dregið verði úr framkvæmdum við byggingu 2. áfanga verksmiðjunn- ar á árinu 1979. Þá er þess jafnframt óskað að látið verði reyna á samninga við hlutaðeigandi um þessi atriði, m.a. lánveitendur og orkuseljanda, þannig að niðurstaða liggi fyrir sem fyrst, svo unnt verði að taka ákvarðanir um framhald málsins." ÚT ER komin hjá Almenna bókafélaginu bók með 120 úrvalsstökum völdum af Kára Tryggvasyni rithöfundi. Ber hún titilinn Vísan — úrvals- stökur eftir 120 höfunda. Veljandinn segir m.a. í formála fyrir bókinni: „Efni þessarar bókar er örlítið sýnishorn af íslenzkri vísnagerð frá ýmsum tímum. Vísurnar eru valdar með það fyrir augum, að hver þeirra sem er geti staðið ein sér, án heimilda eða skýringa, á sama hátt og kvæði í bókum höf- unda.“ Vísan er pappírskilja í gyllt- um spjöldum og litlu broti. Ein vísa er á hverri síðu. Bókin er unnin hjá Guðjóni O. Þakkar bréf Eddu Ég undirritaður vil hér með koma á framfæri þakklæti mínu til Eddu Björnsdóttir læknis í tilefni bréfs hennar til forráða- manns Skáksambands Islands, er birtist í Morgunblaðinu 21. des. s.l. Edda dregur fram í bréfi þessu mikilvægar staðreyndir um aðdraganda að kosningu Friðriks Ólafssonar sem forseta F.I.D.E. Staðreyndir, sem allir þeir, sem gleggst þekkja til, eru áreiðan- lega sammála um. Ég vona jafnframt að með þessu bréfi Eddu verði frekari blaðaskrif um þessi mál óþörf. Virðingaríyllsti, Guðmundur Arason. fyrrverandi formaður Skáksambands íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.