Morgunblaðið - 23.12.1978, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.12.1978, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1978 Jólatréð Eitt hinna ytri tákna jóla- haldsins á flestum heimilum er jólatréó. Er þá notaó greni- eóa furutré eóa eftirlíking af Þeim úr misjafnlega varan- legu efni. Laust fyrir síóustu aldamót komst sá sióur á aó hafa jólatré. Þessi sióur barst hingað meó erlendum kaup- mönnum og farmönnum, en breiddist mjög hægt út og pá fyrst og fremst til efnaheimila eða beirra sem nánust sam- skipti höfðu við útlendinga. Fremur var sjaldgæft að sjá lifandi tré á heimilum lands- manna. Algengast var að trén væru heimatilbúin og pá á mjög einfaldan hátt: Smiðað var pyramidalagað „stativ“, stofn úr tré, tæpur metri á hæð með þremur eða fjórum mismunandi löngum pinna- krönsum, einnig úr tré. Pinnarnir voru venjulegar fjór- ir í hverjum kransi, stystir í þeim efsta síðan ofurlítið lengri í þeim næsta og svo koll af kolli. Þar með var komin eftirlíking af grenitré, einkum þó pegar hægt var að vefja greinar og stofn með lyngfléttum, aðallega úr sortulyngi eða beitilyngi. Sumsstaðar mun einir hata verið notaður í sama skyni. En væri ekkert af þessu tiltækt var tréð prýtt með mislitum pappír eða einfaldlega litað grænt. íslendingar hafa síaukið notkun lifandi jólatrjáa, eink- um nú hin síðustu ár. Á þessu varð veruleg breyting eftir 1950. í dag er reiknað með að notkunin sé 25—30 pús. tré. Meiri hlutinn er innfluttur, en innanlands eru nú framleidd af Skógrækt ríkisins o.fl. 10—11 þús. jólatré. Jólatréð er tákn þess vilja að flytja hið græna líf inn í híbýli manna í skammdeginu, og ylja sér við vonina um bjartari og hlýrri daga. Ljós- um prýtt jólatréð tendrar eld kærleikans í brjóstum heil- brigðra manna, og fögnuður ungra sem aldinna sálna fylla heiminn ólýsanlegri hamingju á sömu stundu. Birtan, ilmur- inn, tign og trú á hið besta í manninum sameina alla í lotningu. íslands börn eru svo sannarlega börn lífs og Ijóss sem tileinka sér samheldni á jólahátíðinni og syngja saman jólasöngva við fót jólatrésins græna. Gleðileg jól! K-S. 0 0 Vcrtu nú prúúur og' litlilssamur. Óli minn! Fólkift fyrir nrónri okkur oi; hinum mcgin vii5 /liliÓ kunn nö þnkkn okkur þfi<5. Engir tveir ein- stakl- ingar eru eins Börn eru mismunandi Svo stórkostlegur er maður- inn sem sköpunarverk, að hvergi er unnt að finna tvo einstakl- inga, sem eru nákvæmlega eins. Þannig er það einnig með börnin allt frá fæðingu. Við heyrum enda marga foreldra og forráða- menn barna segja um systkini: Þau eru eins og svart og hvítt — Annað er kvöldhrafn, hitt er morgunhani o.s.frv. Börn vaxa og þroskast með mismunandi hraða. Sum eru tilfinninganæmari en önnur. Mörg börn eru framtakssöm og þurfa sífellt að vera bjástra eitthvað og dunda, en önnur eru rólyndari og dunda sér best við það, sem þau þekkja. Sum börn þola álag betur en önnur og takast gjarna á við vandann. Önnur draga sig held- ur í hlé frá erfiðleikunum. Sum börn leita eftir hjálp hjá hinum fullorðnu, en önnur draga sig inn í skel einmanaleikans. Þannig mætti lengi telja og benda á, hvernig börn eru mismunandi allt frá fæðingu bæði að líkamlegum og andleg- um gjörvileik. Vandi uppalendanna verður því fyrst og fremst sá að þekkja börnin sem best, vita og finna út, hvað þeim er fyrir bestu, svo að þau vaxi og þroskist á sem heilbrigðastan hátt. Gleðin yfir heilbrigðu barni Flestir foreldrar þekkja gleð- ina yfir því að eiga heilbrigð börn. Hjörtu okkar eru fyllt þakklæti yfir dásemdarverki sköpunarinnar — því að um leið vitum við, að mörg börn fæðast þroskaheft á einn eða annan hátt. Það er alltaf sorglegt, þegar slíkt hendir. í fyrstu viljum við helst ekki trúa því, að svo sé. Við bíðum og vonum, að það verði einhver breyting á til batnaðar. Kvíðinn gagntekur okkur og sorg fyllir hjörtu okkar. Óróleiki vex, við vitum ekki, hvern við eigum að spyrja eða til hvers við eigum að leita. Stundum brýst út beiskja og reiði: Af hverju gerir Guð okkur slíkt? Þetta hlýtur að vera úr þinni ætt? Höfum við bæði brugðist? o.s.frv. Hvern á ég að spyrja? Allt hefur sinn tíma. Líka beiskja, reiði, kvíði, efi og óróleiki. Ef mæður liggja á fæðingadeild og brenna inni með spurningar og efasemdir, er eðlilegast að biðja um viðtal við eftir ÞÓRI S. GUÐBERGSSON lækni. Því lengur, sem það dregst, þeim mun erfiðara verð- ur að ákveða það. Læknirinn er bundinn þagnarheiti, hann hef- ur góða þekkingu og e.t.v. reynslu á þessu sviði, sem getur orðið dýrmæt, þegar þannig stendur á. Þannig væri líka rétt að leita til læknis eða ungbarnaeftirlits, ef foreldrum finnst barnið vera sérstaklega seinþroska á ein- hverju sviði. Barn, sem er þroskaheft á einhvern átt, er ekki minna virði en hitt, sem er heilbrigt. Viðhorf til þeirra hefur breyst mjög til batnaðar á undanförnum árum. Og við þurfum að læra að umgangast þau á eðlilegan hátt. Foreldrar og fæðing - Sem betur fer hefur það mjög færst í vöxt, að feður hafa verið viðstaddir fæðingu barna sinna. Slíkt var óþekkt fyrir fáeinum árum. Feður hafa ekki alltaf haft svo mikinn áhuga fyrir því, hvernig fæðingin gengur í raun og veru — og yfirvöldin hafa ekki alltaf haft á því skilning, hvaða þýðingu það getur haft fyrir báða foreldrana, ef faðir- inn er viðstaddur, þegar barnið hans fæðist. Feður hafa ekki skipt sér svo mikið af uppeldi barna sinna heldur á undanförnum árum. Einnig það er að breytast. Mönnum er það nú sífellt ljósara, að þáttur föðurins hefur mikið gildi í uppeldinu. I bók- inni „Börnin okkar“ segir m.a.: „Það sem hefur einkennt marg- an föður síðustu tuttugu árin, er fjarvera hans. Hann er sívinn- andi. Hann er duglegur atorku- maður, sífellt að keppa við tímann. Hann er alltaf að græða peninga nótt sem nýtan dag,“ (bls. 21). Hlutverk beggja foreldra í uppeldinu er óðum að breytast, og óhætt er að fullyrða, að tími var kominn til að sambandið og tengslin milli föður og barns styrktist að mun, þar sem svo mörg börn hafa „misst af“ feðrum sínum, þar sem þeirra gat að öðru leyti notið. Og það má einnig orða þetta á hinn veginn: Margir feður hafa farið mikils á mis, er þeir rönkuðu ekki við sér, fyrr en ungarnir voru flognir úr hreiðrinu. Trúarlegur þáttur uppeldis Fjölmörg eru þau heimili á okkar landi, sem halda enn þeim sið að kenna börnum sínum bænir, kenna þeim að trúa á góðan Guð, og færa þeim þannig arf, sem gengið hefur frá kynslóð til kynslóðar. Þegar börnin vaxa og þrosk- ast, vakna hjá þeim ótal spurn- ingar, sem fullorðið fólk á erfitt með að svara, og hefur stundum ekki sjálft brotið til mergjar. Mun ég koma nánar inn á þennan þátt uppeldisins í næstu greinum, þó að hvorki honum né öðrum þáttum verði gerð nein tæmandi skil. Þó er óhætt að leggja ríka áherslu á það í upphafi, að aðalatriðið er þó fyrst og fremst, að við séum hreinskilin, sjálfum okkur samkvæm og eðlileg gagnvart börnum okkar. Við vitum ekki allt, getum ekki svarað öllu — en við getum rætt málin, tekið þátt i rannsóknar- þörf barnanna, leikið okkur með þeim í stað þess að vísa þeim alltaf frá okkur — og reynt á þann hátt að nálgast þau og heim þeirra, sem þau lifa og hrærast í.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.