Morgunblaðið - 23.12.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.12.1978, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1978 Salt-samningur er nú í augsýn Carter batnar WashinKton. 23. desember. AP. Tilkynnt var í Hvíta húsinu í da« að Jimmy Carter íorseti væri á hataveKÍ vegna Kyllinæðar, og að forsetinn genffi ekki undir skurðaðgerð vegna mcinsins, eins ok talið var líklegt í gærkvöldi. l>á var allt útlit fyrir að forsetinn Kadi haldið til æskustöðva sinna í GeorKÍu-fýlki síðdeKÍs, eins og upphaflejía var ætlað. Genf, 22. desember. AP. SAMNINGAMENN Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna í svonefndum SALT-við- ræðum um gagnkvæma minnkun á kjarnorku víg- búnaði þjóðanna, sem funda um þessar mundir í Genf, tilkynntu í dag að enn frekari árangur hefði náðst á fundum samninga- nefndanna, en vildu ekki Mönnum rænt fyrir Rhódesíu- skæruliða? JóhannesarborK. 23. desember. Reuter. LöKreKlan í Suður Afríku kannar nú hvað til sé í þeim orðrómi að f jölda svartra manna hafi verið * rænt í landinu til að ganga til liðs við fylkinKar þjóðernissinnaðra skæruliða í Rhódesíu, en blöð hafa skýrt frá því að flokkar hvítra ódæðismanna hafi að undanförnu rænt unjjum svertingjum í Suður- Afríku og sent skæruliðum í Rhódesíu fyrir miklar fúlgur fjár. Yfirmaöur öryggislögreglunnar í Witwatersrand-héraði, en á því svæöi eru bæöi Jóhannesarborg og Pretoría, staðfesti í dag að unnið væri að rannsókn í málinu. Hann staðfesti að tilkynnt hefði verið að svartir menn hefðu horfið, en neitaði að segja hversu margir. Hann sagði að bændur í héruðum við landamæri Rhódesíu hefðu einkum tilkynnt hvarf ungra svertingja. Veður víða um heim Akureyri léttskýjaö Amsterdam 2 skýjað AÞena 18 heióskírt Barcelona 11 léttskýjaö Berlín +4 skýjað BrUssel 0 skýjað Chicago ->4 skýjað Frankfurt 0 skýjað Genf 3 skýjað Helsinkí +5 skýjað Jerúsalem 17 heiöskírt Jóhannesarb. 29 skýjaö Kaupmannah. 3 heiöskírt Lissabon 10 skýjað London 5 heiöskírt Los Angeles 19 heiöskírt Madríd 5 heiðskírt Malaga 11 heiðskírt Mallorca 11 skýjað Míami 27 skýjað Moskva -19 heiðskírt New York 10 heiöskírt Ósló -1 skýjað París 4 skýjað Reykjavík léttskýjað Rio de Jan. 31 heiöskírt Rómaborg 8 rígning Stokkhólmur -3 skýjað Tel Aviv 18 heiðskfrt Vancouver +14 snjókoma Vínarborg +2 poka fullyrða að samningar næðust fyrir jól. Cyrus Vance utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Andrei Grom- yko utanríkisráðherra Sovétríkj- anna sem haldið hafa þrjá einka- fundi síðustu daga sögðu einnig á fundi með fréttamönnum að mjög stutt væri nú þar til samningar yrðu undirritaðir. — Báðir sögðu ráðherrarnir þó að enn væru nokkur smávandamál sem eftir væri að leysa. Aðspurður um hvort í bígerð væri að stofna til toppfundar æðstu manna ríkjanna í Washing- ton í næsta mánuði tij að undirrita nýjan samning sagði Cyrus Vance að hann gæti ekkert um það sagt. Fréttaskýrendur í Genf vilja túlka svar ráðherrans á þann veg að slíkur fundur hafi þegar verið ákveðinn. Talsmaður Carters Bandaríkja- forseta sagði fréttamönnum að ekki væri að vænta neinnar yfirlýsingar forsetans um þetta mál fyír en eftir hátíðar, en sagði að Vance hefði tilkynnt forsetan- um að fundurinn í morgun hafði verið mjög athyglisverður. Eiííelturninn í París hetur verið skreyttur í tileíni jólahátíðarinnar og gnæfir yíir hús borgarinnar eins og geysistórt jólatré. Þetta gerðist 1975 — Yfirmaður CIA í Aþenu, Richard Welch, myrtur. 1972 - Um 10.000 farast í jarðsjálftanum í Managua, Micaragua. 1918 — Tojo og sex aðrir japanskir stríðsleiðtogar líflátn- ir. .1911 — Bandaríka herliðið á Wake-eyju gefst upp fyrir Japönum. 1910 — Áskorun Churchills til ítala um að losa sig við Mussolini. 1938 — Meginsókn F’rancos gcgn Katalóníu hefst. 1920 — Lögin um stjórnskipun írlands samþykkt. 1861 — Tyrkjasoldán samþykk- ir sameiningu Moldavíu og Valakíu í eitt ríki, Rúmeníu. 1832 — Frakkar taka Anwerpen og Hollendingar neyddir til að viðurkenna sjálfstæði Belgíu. 1601 — Bretar gersigra írska uppreisnarmenn undir forystu Tyronne og O’Donnell nálægt Kinsdale. 1588 — Hinrik III af Frakk- landi skipuleggur tilræðið við Hinrik, hertoga af Guise, í Blois. Afmæli dagsinsi Sir Thomas Smith, enskur fræðimaður — stjórnarerindreki (1513—1577) = Richard Arkwright, enskur upp- finningamaður (1732—1792) = Giacomo Puccini, ítalskt tón- skáld (1858—1924) = Jose Greco, spænskur dansari (1918 —). Innlent. D. Þorlákur helgi biskup Þorláksson 1193 = Þor- láksmessa (hin síðari) lögleidd 1199 = Útför Ingibjargar Einars- dóttur 1879 = D. Árni Gíslason prófastur 1621 = F. Skáld-Rósa 1795 = D. Páll Ólafsson skáld 1905 = F. Þorsteinn Þorsteinsson sýslumaður 1884 = Stórbruni í Þingholtum 1957. Orð dagsins, Heimurinn er gamanleikur þeim sem hugsa, harmleikur þeim sem skyngja — (Horace Walpole, brezkur stjórnmálamaður (1678—1757). Slysið á Spáni: Of mörg börn voru í rútunni Ljósmyndarinn á myndinni þurfti ekki að hafa áhyggjur af því afhverju hann ætti að taka mynd af þegar hann kom að þessum vörubíl sem óspektarunglingar höfðu ekið í gegnum vegg íMiami. Ekki spurðist til unglinganna, en þeir höfðu stolið bílnum. Salamanea. Spáni, 23. desember. Reuter. ÞRETTÁN barnanna sem létust þegar skólabifreið þeirra lenti í áreksti við járnbrautarlest í gær, áttu alls ekki að vera í bifreið- inni, aö því er skýrt var frá í dag. Hermt var að bifreið- in var byggð til að flytja 84 farþega, en 97 hefðu verið í bifreiðinni þegar árekstur- inn átti sér stað. í árekstrinum fórust 28 börn á aldrinum 8—12 ára og einn fullorðinn. Allir aðrir í bifreiðinni slösuðust. Læknar segja að tala lát- inna eigi eftir að hækka, þar sem margir farþeganna séu alvarlega slasaðir. Börnin í bifreiðinni voru á leið til skóla síns síðasta daginn fyrir jólafrí. I brak- inu á slysstað fundu björg- unarmenn jólakort og gjafir sem börnin ætluðu að færa kennurum sínum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.