Morgunblaðið - 23.12.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.12.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1978 23 Kristján Bersi Ölafsson skólameistari flytur ræðu við athöfn er stúdentar voru brautskráðir frá Flenshorgarskólanum. 15stúdentar frá Flensborgarskól- anum Hafnarfirði Fjárlög tæpir 209 milljarðar króna: Halli á rikissióði 4 milljardar 1979 - ad sögn talsmanna stjórnarandstödunnar 15 stúdentar voru brautskráðir frá Flensborgarskóla fimmtudag- inn 21. desember s.l. ox eru það fyrstu stúdentar sem skólinn útskrifar í desembermánuði. Flensborgarskóla var breytt í fjölbrautaskóla vorið 1975 og braut- skráði hann fyrsta stúdentahópinn það sama vor. Áfangakerfi var tekið upp í skólanum haustið 1976 og brautskráðist fyrsti stúdentinn úr áfangakerfinu s.l. vor. Þeir 15 sem brautskráðust að þessu sinni hafa allir flýtt námi sínu um hálft ár og þeir skiptast þannig á brautir, að 6 eru af eðlisfræðibraut, 6 af náttúrufræða- braut, 2 af málabraut og 1 af félagsfræðibraut. Bestum náms- árangri náði Torfi Helgi Leifsson, eðlisfræðibraut. Jafnframt var braustskráður 1 nemandi af viðskiptabraut með almennt verslunarpróf. í ræðu skólameistara, Kristjáns Bersa Ólafssonar, kom það fram að áfangakerfi skólans hefur verið endurskoðað í samvinnu við Fjöl- brautaskóla Suðurnesja og Fjöl- brautaskólann á Akranesi og verður nám á þessum stöðum samræmt algjörlega eftirleiðis. Eini munur- inn væri sá að skólarnir byðu uppá nokkuð mismargar námsbrautir og munaði þar mestu að Flensborgar- skólinn hefði ekkert iðnnám, sem væri mikill þáttur í starfsemi hinna skólanna. Fjárlög ársins 1979, að fjárhæð tæpir 209 milljarðir króna, voru samþykkt í' Sameinuðu þingi í gær. að viðhöfðu nafnakalli, með 40 atkvæðum allra þingmanna stjórn- arflokkanna, Alþýðubandalags, Al- þýðuflokks og Framsóknarflokks. 17 þingmenn Sjálfstæðisflokks sátu hjá við endanlega afgreiðslu fjár iaganna. 1 þingmaður flokksins greiddi atkvæði á móti þeim en tveir voru fjarverandi. Eins og fjárlög komandi árs liggja fyrir nú, tölulega séð, eru áætlaðar tekjur 208.900 milljónir króna en gjöld 202.296 m.kr. Að viðbættum mismun á lánahreyfingum verða ríkisútgjöld næsta árs 206.400 m.kr. Tekjumismunur er því 2,5 milljarðar króna. Talsmenn stjórnarandstöðu, Sjálfstæðisflokks, halda því hins vegar fram, að inn í þessa myndi vanti, að öðru óbreyttu, 2,8 milljarða króna í vanáætluðum niðurgreiðsl- um, 1,3 milljarða í þegar samþykkt- um og vituðum launahækkunum opinberra starfsmanna, 1,0 milljarð í vanáætlaðar útflutningsbætur og 1,0 milljarð í vanáætlaðan lyfja- og sérfræðikostnað, eða samtals um 6,1 milljarð króna. Fyrirsjáanlegur halli ríkissjóðs 1979 verður því tæpir 4 milljarðar króna, auk þess sem rökstuddar líkur benda til 3,5 milljarða króna greiðsluhalla ríkis- sjóðs á árinu sem er að líða, að sögn Lárusar Jónssonar, talsmanns minnihluta fjárveitinganefndar, við fj árlagaafgreiðsluna. Allar tillögur minnihlutans felldar Allar breytingatillögur minnihlut- ans, sjálfstæðismanna, voru felldar, þ.á m. breytingartala um að skatt- vísitala komandi árs yrði 152 stig, og önnur til vara um skattvísitölu 151 stig, sem fólu í sér verulega lækkun tekjuskatta á komandi ári, ásamt samsvarandi sparnaðartillögum. (Sjá frétt á öðrum stað í Mbl. í dag). Víð aðra umræðu fjárlaga voru samþykktar hækkunartillögur að fjárhæð 3,4 milljarðar króna og við þriðju umræðu uppá 1,1 milljarð frá fjárveitinganefnd eða meirihluta hennar. Engin tillaga, sem stjórnar- andstæðingar stóðu að, var sam- þykkt við 3ju umræðu, utan tillaga sem Gunnar Thoroddsen og Albert Guðmundsson fluttu ásamt Einari Ágústssyni (F) og Ágúst Éinarssyni (A) um heimild til lántöku, allt að 25 m.kr., til að hefja framkvæmdir við þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn við Gullfoss í samræmi við frumhönnun Ferðamálaráðs. Nafnaköll Nafnaköll urðu um nokkrar breyt- ingatillögur við fjárlagafrumvarpið: • Nafnakall varð um tillögu meirihluta fjárveitinganefndar um að lækka framlag til Iðntæknistofn- unar íslands um 15 m.kr. frá því sem samþykkt var við aðra umræðu fjárlagafrumvarpsins. Tillagan var samþykkt Tneð 40 atkvæðum stjórn- arliða gegn atkv. stjórnarandstöðu. 4 þingmenn sátu hjá. • Ennfremur um tillögu meiri- hluta fjárveitinganefndar um að lækka fjárveitingu til verðuppbóta á línufisk, sem mun vera eina fjárveit- ingin varðandi rekstur í útgerð í frumvarpinu, úr 80 m.kr. í 40 m.kr. Sú tillaga var samþykkt með 38 atkvæðum stjórnarliða, gegn 17 atkvæðum (sjálfstæðismanna og Kjartan Ólafssonar (Abl)). Fjórir þingmenn sátu hjá. • Nafnakall var og um tillögu Pálma Jónssonar (S) og Eyjólfs K. Jóns sonar (S) um hækkun á framlagi vegna gjaldfærðs stofnkostnaðar bændaskólans á Hólum úr 18.350 þús. í 40.000 þús. kr. Tillagan var felld með 40 atkvæðum stjórnarliða gegn 14 atkvæðum sjálfstæðis- manna, 5 sátu hjá en 1 var fjarverandi. • Nafnakall var um tillögu Matthíasar Bjarnasonar (S), Kjart- ans Ólafssonar (Abl) og Þorvalds Garðars Kristjánssonar (S) um hækkun á framlagi til sjúkrahúss á Hólmavík úr 3 m.kr. í 15 m.kr. Tillagan var felld með 38 atkvæðum stjórnarliða gegn 18 atkvæðum (sjálfstæðismanna og Kjartan Ólafs- sonar), 2 sátu hjá og 2 voru fjarverandi. • Þá var og nafnakall um þá tillögu meirihluta fjárveitingnefnd- ar að hækka liðinn „Til blaða skv. nánari ákvörðun ríkisstj. úr 40 m.kr. í 60 m.kr. Tillagan var samþykkt með 37 atkvæðum stjórnarliða, gegn 20 atkv. sjálfstæðismanna og 3 atkv. alþýðuflokksmanna (Vilmundar Gylfasonar, Karls St. Guðnasonar og Ólafs Björnssonar). • Þá urðu og nafnaköll um fjárveitingu til forsætisráðuneytis (blaðafulltrúa) og Natóaðildar, sem skýrt er frá í sérfréttum í Mbl. í dag. Alþýðuflokkurinn dró til baka nokkrar tillögur, er hann hafði flutt við 3ju umræðu fjárlaga. Samvinnunefno samgöngumála Samþykkt var með 39 samhljóða atkvæðum tillaga frá samgöngu- nefnd samgöngumála skipting á fjárveitingu til flóabáta og vöru- flutninga, samtals að fjárhæð 438.6 m.kr., sem nánar verður frá sagt á þingsíðu blaðsins síðar. Björn Þórhallsson: „Lofa ekki samráðið fyrr en ég sé meira sem kalla má því nafni” „Vissar tegundir skatta á að lækka og það á að meta til þess að falla frá vísitöluhækkun á kaup. enda þótt beinir skattar séu ekki inni f vísitölunni.“ sagði Björn Þórhallsson. for- maður Landssambands verzlun- armanna. „Skattahækkanir, sem urðu í byrjun september, við efnahagsráðstafanirnar þá voru ekki metnar til hækkunar vísi- tölunnar og nú verða aftur lagðir á beinir skattar. sem ekki verða heldur metnir þannig, þ.e.a.s. ef beinir skattar. sem ekki eru inni í vísitölugrundvell- inum eru lækkaðir cða skipt er um nafn á þeim, er það notað scm átylla til að draga úr vísitöluhækkun kaups. Ilækki skattar, hafa þeir engin áhrií á kaupið.“ „Það er átakanlegt að horfa upp á það. að loforð sigurvegaranna úr síðustu kosningum komi fyrst og fremst fram í stórkostlegri fölsun vísitölunnar, sem hefur verið meginþráður í störfum allra vinstristjórnanna þriggja. og þess- ari skattpiningu. sem kemur ákaflega illa við hinn almenna borgara og þá sérstaklega þá. sem eru að koma sér upp eigin húsna'ði," sagði Pétur Sigurðsson, ritari Kjómannafélags Reykjavík- ur. í samtali við Morgunhlaðið. Björn sagði að það væri nauð- synlegt, að menn gerðu sér grein fyrir þessum leik. Hins vegar sagði hann almennt um hækkun á beinum sköttum: „Ég er alger- lega mótfallinn þeim. Ég tel að stefna eigi að því eins og komið hefur fram í kröfugerð verkalýðs- hreyfingarinnar á undanförnum árum við hverja einustu samn- ingsgerð allt frá 1973, að dregið verði úr beinum sköttum. Okkur hefur orðið dálítið ágengt á þessu sviði, stundum þannig að beinlín- is var minnkuð skattheimta og það er það eina, sem hefur verulegt gildi, en jafnvel höfum við gengið að því að breyta beinum sköttum í óbeina og þá út frá því sjónarmiði, sem er viðurkennt — að beinir skattar 'séu í raun og veru fyrst og fremst launþegaskattar." Pétur sagði að ef til vill væri það þó alvarlegast að svo hart væri gengið að einstökum atvinnugrein- um, að fyrirsjáanlegt væri að til atvinnuleysis gæti dregið, nema stigið yrði á stokk nú í janúar- mánuði og bragarbót gerð á. Þó kvaðst Pétur hafa litla trú á slíku. „Ég geri mér hins vegar grein fyrir því,“ sagði Pétur, „að til þess að vinna á verðbólgumeininu, verða allir að færa fórnir, en þær fórnir eiga ekki að verða áframhaldandi eldiviður á bál verðbólgunnar eins og hingað til.“ „Samráðið hefur fram að þessu verið efnislítið. Það hefur fyrst og fremst verið í því fólgið að sýna okkur nánast á síðustu stundu hvað æltunin er að gera, án þess að við gætum þar komið að nokkrum breytingum. Þó verð ég að segja það að fundur, sem haldinn var á þriðjudegi í síðustu viku, var haldinn til þess að kynna okkur að nokkru leyti fullunnin og frágengin frumvörp, en eitt þeirra var enn í uppkasti og gátum við gert okkar athuga- semdir. Verður það ekki kallað annáð en samráð. Ég verð að leyfa mér að vona að samráðið verði meira í raun og virkara, en ég lofa það ekki fyrr en ég sé meira, sem kalla má því nafni," sagði Björn Þórhallsson að lok- um. Björn Þórhallsson Guðmundur H. Garðarsson Guðmundur H. Garðarsson: Skattalögin og setning þeirra vítavert frámferði „Skattlagning ríkisstjórnar- innar cr bæði stórhættuleg og skaðleg fyrir atvinnulífið og atvinnuöryggi launþega í land- inu,“ sagði Guðmundur II. Garðarsson. formaður Verzlunarmannafélags Reykja- víkur. er hann var spurður um hin nýju skattalög ríkisstjórnar- innar. Guðmundur sagði, að stjórn- völd hefðu verið vöruð við slíkri aðför strax i ársbyrjun og þá sýnt fram á að atvinnuvegirnir þyldu ekki meiri álögur í ljósi þeirrar verðbólgu sem er. „Meira að segja,“ sagði Guðmundur, „viður- kenndi þessi ríkisstjórn að á sama tíma, sem hún stóreykur álögur á atvinnuvegina, verður hún að gera ráðstafanir til þess að skerða kaupgjald vegna þeirrar slæmu stöðu, sem er hjá atvinnuvegun- um. Þá má’ minna á að gengisfell- ingin var gerð til þess að bjarga útflutningsatvinnuvegunum. Þetta er auðvitað þversögn." „Þegar litið er til framtíðarinn- ar, tel ég þessar álögur vera algert tilræði við alla efnahags- stefnu þjóðarinnar, að nema úr gildi þær fyrningarreglur, sem gilt hafa. Getur þetta m.a. dregið stórlega úr hagvexti. Með þessu er og verið að skaða stórlega fram- tíðarstöðu ungs fólks og mögu- leika þess. Að mínu mati eru því lögin og setning þeirra vítavert framferði." ,Um samráð ríkisstjórnarinnar við verkalýðshreyfinguna sagði Guðmundur H. Garðarson: „Ég er ekki í samráðsnefndinni og sú nefnd, sem fjallar um þessi mál fyrir ASÍ, hefur ekki haft for- mlegt samband við mig, sem formann stærsta stéttarfélags landsins, eða við stjórn þess. Því er allt það, sem þessi nefnd ASÍ kann að mæla með að ríkisstjórn- in geri, gert án samráðs við Verzlunarmannafélag Reykjavík- ur. Hafi einhver nefnd ASI mælt með eða stutt þessar vitlausu efnahagsráðstafanir ríkisstjórn- arinnar er það gert án ábyrgðar minnar eða Verzlunarmanna- félagsins.“ Pétur Sigurdsson: Loforð sigurvegar- anna fólgin í vísitölu- fölsun og skattpíningu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.