Morgunblaðið - 23.12.1978, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.12.1978, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1978 ftfotgtnilritaMfe Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiósla Auglýsingar hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aðalstræti 6, sími 10100. Aóalstræti 6, sími 22480. Askriftargjald 2500.00 kr. á mánuói innanlands. í lausasölu 125 kr. eintakið. Dæmigerd verdbólguf járlög Ríkisstjórn skattheimtunnar hefur nú tekizt að fá fjárlög fyrir næsta ár samþykkt á Alþingi og gekk það ekki þrautalaust fyrir sig. Þetta eru dæmigerð verðbólgufjárlög. Þannig er skattheimtan aukin um nær 15 milljarða króna samkvæmt upplýsingum Þjóðhagsstofnunar með margvíslegum nýjum sköttum og álögum. Þetta nægir þó ekki til þess, að fjárlögin séu afgreidd með greiðsluafgangi, ef rétt er reiknað, heldur er í raun greiðsluhalli upp á 4 milljarða króna. Meðal þess, sem fjármálaráðherra lét undir höfuð leggjast að taka inn í fjárlagadæmið til þess að gera niðurstöðurnar fallegri á pappírnum, er eftirfarandi: Niðurgreiðslur eru vanáætlaðar um 2,8 milljarða króna og útflutningsuppbætur um 1 milljarð króna. Launahækkun opinberra starfsmanna 1. marz er sleppt, sém veldur útgjöldum að 1,3 milljörðum króna, og gert er ráð fyrir að hækka lyf og læknishjálp sem nemur 940 milljónum króna, þótt það sé talin næsta óraunhæf áætlun. Ef tekið er mið af þjóðarframleiðslunni hækka ríkisútgjöldin upp í 31—32% miðað við 27—28% tvö sl. ár. Svo mikil útþensla í ríkiskerfinu er verðbólguhvetjandi í sjálfu sér. Og að sjálfsögðu var höfuðnauðsyn að gera ráð fyrir raunverulegum greiðsluafgangi. Þá má benda á, að magnminnkun framkvæmda nemur 12%, sem undirstrikar enn hvílík eyðslufjárlög Alþingi hefur nú afgreitt. En á hinn bóginn felst í þessu viðurkenning á því, að stefna fyrri ríkisstjórnar um að draga úr fjárfestingu hins opinbera var rétt, þótt Alþýðubandalag og Alþýðuflokkur hafi kosið að halda öðru fram, þegar það þótti betur henta. V andinn bíður næsta árs Yfirlýsing forsætisráðherra við 3. umræðu fjárlaga staðfestir, að hann er einnig þeirrar skoðunar, að fjárlögin fyrir næsta ár séu verðbólgufjárlög. Þannig segir hann: „Mér er ljóst ekki síður en öðrum að ráðstafanir þær, sem gripið hefur verið til og nauðsynlegar hafa verið, fela ekki í sér varanlega lausn á hinum öra verðbólguvexti. Eftir áramótin verður gerð alvarleg tilraun til að finna varanlegri lausn á þeirri meinsemd." Þannig talar ekki nema sá maður, sem veit að honum hefur mistekizt, en lifir þó enn í voninni um, að honum ínegi betur takast. Ekki er þó forsætisráðherra sérlega trúaður á, að svo verði, því að hann lætur þess um leið getið, að reynslan verði að skera úr um það, hvernig til takist, en þetta sé verk sem þurfi að vinna „hverjir svo sem kunna að sitja í ríkisstjórn á næsta ári.“ Það leyndi sér heldur ekki síðustu daga, að andrúmsloftið á Alþingi var þrungið spennu. Ekki aðallega vegna þess, að menn teldu líklegt, að afgreiðsla fjárlaga mundi stranda. Miklu fremur vegna hins, að það kemur æ betur í ljós, að slík gjá er milli stjórnarflokkanna í viðhorfi þeirra til efnahagsmála að þess er naumast að vænta að sá skoðanaágreiningur verði brúaður. Og það því fremur, sem enginn þeirra hefur í raun lausn út úr vandanum og allra sízt Alþýðubandalagið. Ólafur bidst afsökunar Menn hafa fylgzt með því hvernig þingmenn Alþýðuflokksins hafa gert örvæntingarfullar tilraunir til þess að hafa áhrif á meðferð efnahagsmála, en orðið næsta lítið ágengt. Þar veldur mestu, að Alþýðubandalagið stendur þversurji fyrir og hefur ekki verið til viðtals um neinar aðgerðir í efnahagsmálum, sem dugi til nokkurrar frambúðar. A fimmtudag brá þó svo við, að Lúðvík Jósepsson lýsti því yfir, að Alþýðubandalagið væri reiðubúið til að ræða við samstarfsflokka sína um lausn verðbólguvandans, — og þykir engum mikið, jafnvel þótt fyrr hefði verið. Þessi undarlega afstaða stjórnarflokkanna að ræðast helzt ekki við um raunverulegar leiðir til viðnáms gegn verðbólgunni hefur eðlilega margvíslegar truflanir og tjón í för með sér. Þannig hafa störf Alþingis á þessum skammdegisdögum verið lömuð. Boðuð frumvörp um umfangsmiklar nýjar skattaálögur voru lögð fram seint og um síðir og fengu ekki þá þinglegu skoðun, sem nauðsynleg hefði verið. Ný útgjöld, sem nema milljörðum króna, hafa verið samþykkt, án þess að fyrir lægi, hversu mikil þau væru nákvæmlega, hvað þá að nokkur vissi, hvernig tekna yrði aflað í staðinn. Þetta keyrði þó um þverbak síðustu daga og það var því sízt að undra, þótt forsætisráðherra bæðist afsökunar á vinnubrögðum stjórnarsinna á þingi. Það voru mannleg viðbrögð. En það, sem spurt er um núna er einungis hitt, hvort stjórnarflokkarnir ætli sér í raun að vinna saman að lausn efnahagsvandans eða ekki. Birgir ísl. Gunnarsson: Vinstri meiri- hlutinn veldur ekki vandanum Fjárhagsáætlun Reykjavíkur- borgar er einskonar stefnuskrá borgarstjórnar, þar sem grein er gerð fyrir stefnunni í fjármálum og framkvæmdum borgarinnar. Menn hafa því beðiö með nokk- urri eftirvæntingu eftir fyrstu fjárhagsáætlun vinstri meiri hlutans, enda margar yfirlýs- ingar verið um það gefnar frá vinstri mönnum, að við gerð fjárhagsáætlunar reyndi fyrst á það, hver stefna þeirra væri. Nú hefur dýrðin séð dagsins ljós. Fyrri umræða um fjárhagsáætl- unina fór fram í borgarstjórn s.l. fimmtudag. Pólitíska forystu skortir Þegar borgarráð hóf að vinna við fjárhagsáætlun sína í haust, þá vakti það nokkra athygli, að formaður borgarráðs, Björgvin Guðmundsson, lýsti því yfir að vinnubrögð við fjárhagsáætlun yrðu í stórum dráttum eins og verið hefði áður. Einhvern veginn stangaðist þetta á við djarflegar yfirlýsingar vinstri meirihlutans um að nú ætti að taka upp ný vinnubrögð í öllum greinum. Raunin hefur og orðið sú, að vinnuaðferðir borgarráðs og embættismanna borgarinnar hafa verið mjög í þeim hefð- bundna stíl, sem sjálfstæðis- menn mótuðu í borgarráði. Embættismenn borgarinnar hafa að vanda unnið sitt verk vel og samvizkusamlega, en hinsvegar hefur hin pólitíska forysta brugðist. Einu ráð vinstri' mannanna í borgar- stjórn hafa verið þau að stór- hækka allar álögur á borgarbú- um, þar sem því verður við komið. í því eru hin nýju vinnubrögð fólgin. Megineinkenni þessarar fjár- hagsáætlunar, eins og hún liggur fyrir eru þrjú: Auknar skattálögur I fyrsta lagi eru það hinar miklu og auknu skattálögur á borgabúa. Alagningarreglum hefur verið breytt til hækkunar, hvar sem því verður við komið og eru hinar auknu álögur eins og hér segir: mitlj. kr. Fasteignagjöld 807 Kvöldaöluleyfi 18.7 Lóðarleiga 70.6 Aöstööugjöld 757.0 Vatnsskattur 123.9 Alls 1.777.2 millj. kr. Af þessari upphæð leggjast 1453 millj. kr. á atvinnurekstur- inn, en 324 á íbúðarhúsnæði. I þessum tölum kemur fram grundvallarmunur á stefnu sjálfstæðismanna í borgar- stjórn, sem árum saman hafa notað sömu álagningarreglur og ekki freistast til að hækka þær, þótt oft hafi verið erfitt að láta enda jiá saman. Hækkar meir en verðbólgan gefur tilefni til Annað megineinkenni fjár- hagsáætlunarinnar, sem leiðir af því fyrra, er hin mikla hækkun milli ára. Fjárhags- áætlunin hækkar mun meira en verðbólgan gefur tilefni til. Hækkun frá fjárhagsáætlun eins og hún var afgreidd í janúar í fyrra nemur 62.9%, en ef miðað er við endurskoðaða áætlun frá því í júlí, þá er hækkunin 54.9%. Til saman- burðar má nefna að framfærslu- vísitala frá því í desember s.l. hefur hækkað um 46.9%, vísi- tala vöru og þjónustu um 46.2% og byggingarvísitala um 50.9%. Þetta undirstrikar rækilega að vinstri meirihlutinn ætlar að taka til sín mun stærri hlut af fjármagni Reykvíkinga en áður hefur tíðkast. Stefnt í greiðsluhalla Þriðja einkenni fjárhagsáætl- unarinnar stefnir þvert á tvö hin fyrri. Ætla mætti að með þessari miklu hækkun fjárhags- áætlunar milli ára væri stefnt að því að laga greiðslustöðu borgarsjóðs. Því fer hinsvegar fjarri. Frumvarpið stefnir í stórkostlegan greiðsluhalla á næsta ári. Sem dæmi má nefna að ekki er eyrir ætlaður til að mæta launahækkun þeirri, sem varð 1. desember s.l., þegar öll laun hækkuðu um 6.12%. Þar vantar 460 millj. króna. Þá liggja fyrir áætlanir stjórnvalda um frekari launahækkanir vegna verðbótavísitölu á næsta ári. Samkvæmt því mætti reikna með um 770 millj. kr. til viðbótar eða samtals vegna launahækkana 1230 millj. kr. I frumvarpinu er engin tilraun gerð til að sýna, hvernig eigi að afla þess fjár. Hver á krógann? Þetta sýnir glögglega að hin pólitíska forysta vinstri manna í borgarstjórn hefur ekki enn treyst sér til að bregðast við þeim vanda, sem borgarsjóður á við að glíma. Eina úrræði þeirra eru auknir skattar. Ofan á það bætast svo vanmáttugir tilburð- ir í þá átt að kenna sjálfstæðis- mönnum um þetta allt. Borgarstjóri gerði grein fyrir fjárhagsáætluninni í borgar- stjórn s.l. fimmtudag. Við sjálf- stæðismenn gagnrýndum áætl- unina málefnalega og með föst- um rökum. Vinstri mennirnir í borgarstjórn tóku þann kostinn að segja ekki eitt einasta orð um fjárhagsáætlunina. Það var eins og þeir vildu ekki kannast við krógann. Kanna byggingarmögu leika í gamla bænum STJÓRN Verkamanna- bústaða hefur lagt fram beiðni hjá borgarráði um lóðir til að byggja á árið 1980, en samkvæmt upplýsingum Eyjólfs K. Sigurjónssonar hjá Verka- mannabústöðunum verða fyrstu íbúðirnar í Hóla- hverfi tilbúnar í júlí n.k. og gengur framkvæmdin vel. „Við stefnum að því að byggja þessar íbúðir undir byggingarvísitölu,“ sagði Eyjólfur, „meira getum við ekki.“ Eyjólfur kvað beiðni þeirra um lóðir í athugun hjá borgarráði, en þar hefur það komið fram í umræðum að Verkamannabústaðirnir fái ef til vill svæði í gamla bænum til þess að byggja upp, en þeir sem ættu STEINGRIMUR Sigurðsson listmálari framlengir þar til kl. 10 í kvöld, Þorláks- messu, sýningu sinni á Kjarvalsstöðum þar sem hann hefur sýnt 70 verk síðan um miðjan des. en sýningunni átti að ljúka í lóðirnar hefðu þá forgang á íbúðum sem þar yrðu byggðar. Eyjólfur kvað slík vinnu- brögð hafa gefist vel í Þýzkalandi. gærkvöldi. Steingrímur kvaðst framlengja vegna mikillar aðsóknar og sölu kvað hann hafa verið góða. Þetta er 41. einkasýning Steingríms og önnur sýning hans á Kjarvalsstöðum. Steingrímur framlengir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.