Morgunblaðið - 23.12.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.12.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1978 31 Snemma í vetur tilkynnti Brunabótafélag íslands um nokkra lækkun á iðgjöldum vegna brunatrygginga húsa og nú nýverið var einnig tilkynnt um lækkun iðgjalda af hálfu Samvinnutrygginga, en þessi tvö tryggingafélög annast allar brunatryggingar húsa á landinu fyrir utan Reykjavík. Sjá Samvinnutryggingar um hús- tryggingar hjá 99 sveitarfélögum og Brunabótafélagið í 121. í Reykjavík eru það Húsatrygging- ar Reykjavíkur er sjá um þessi mál, en það er samkvæmt lögum frá 1954, en áður höfðu Almennar tryggingar og þar áður Sjóvá annast þær. Mbl. spurðist fyrir um það hjá fuiltrúum tveggja tryggingafélaga Óli Óskars og Eldborgin væntanlegar til landsins á næstunni BREYTINGIN á togaranum Þor- móði Goða í Finnlandi hefur tekið lengri tíma en fyrirhugað hafði verið. Skipið er ekki va*ntanlegt til landsins fyrr en í kringum þrettándann og þá undir nýju nafni, en ákveðið hefur verið að nafn skipsins verði Óli Óskars og skrásetningarnúmerið verði RE 175. Útgerðarmaður skipsins er Ólafur Óskarsson, sem einnig er eigandi óskars Halldórssonar RE 157. Eldborgin nýja, sem smíðuð var í Fredrikshavn í Danmörku, fór í reynsluferð í gær og reyndust tæki skipsins og búnaður vel að flestu leyti. Hulda Þórðardóttir gaf skipinu nafn 10. desember síðast- liðinn og ber skipið nafnið Eldborg HF 13. Frá Danmörku verður haldið áleiðis til Islands á morgun eða á aðfangadag og er skipið því væntanlegt 28. eða 29. desember. í Reykjavík hvort þeir héldu að iðgjöld lækkuðu ef þessar trygg- ingar yrðu boðnar út á almennum markaði tryggingafélaganna. Baldvin Einarsson, forstjóri Almennra trygginga, sagðist vera sannfærður um að iðgjöld bruna- trygginga lækkuðu stórlega ef þær yrðu boðnar út að almennum markaði, og bjóst jafnvel við að þau gætu lækkað um allt að helming þar sem önnur trygginga- félög en þau er nú annast húsa- tryggingar gætu boðið í þær. Sigurður Jónsson forstjóri hjá Sjóvá kvaðst ekki geta um það sagt hvort fyrirtækið byði í húsatryggingar yrðu þær á frjáls- um markaði og kvaðst því ekki hafa myndað sér skiður á því hvort iðgjöldin gætu hugsanlega lækkað. Asgeir Ólafsson forstjóri Bruna- bótafélags Reykjavíkur sagði að margar hliðar væru á þessu máli er menn þyrftu að kynna sér áður en farið yrði út í almennt útboð, en hann sagði að þessi mál hefði borið á góma hjá félaginu. Hallgrímur Sigurðsson forstjóri Samvinnutrygginga sagði að fél- agið hefði undirbúið ákveðnar hugmyndir um breytingar og væri hugað að því að fá breytingu á lögum er miðuðu við því að menn fengju að ráða því hvar þeir brunatryggðu hús sín og að sveitarfélögin gætu ekki ráðið þvið. Nefndi hann að maður sem keypti langferðabíl er kostaði um 60 milljónir mætti tryggja hann hvar sem væri, en keypti hann hús fyrir 20—40 milljónir yrði hann að leita til ákveðinna aðila um tryggingu. Taldi hann ekki nokk- urn vafa leika á því að iðgjöldin lækkuðu ef skipulag þessara mála væri ekki svo rígbundið sem það nú er, eins og hann orðaði það og þá yrði samkeppni tryggingafélag- anna án efa til þess að hagkvæm- ari kjör byðust. Sem fyrr segir annast Húsa- tryggingar Reykjavíkur allar brunatryggingar fasteigna í lög- sagnarumdæmi Reykjavíkur og hefur svo verið í um 25 ár. Taldi forráðamaður stofnunarinnar, að iðgjöldum væri stillt mjög í hóf og allur rekstur væri hafður sem hagkvæmastur og nefndi t.d. að innheimta iðgjalda fer fram um leið og fasteignagjöld eru inn- heimt þannig að kostnaður væri í lágmarki. draum, að á hverri skútu verður skipshöfnin með sér verkum að skipa, og áður en nokkur hönd snertir sitt skip til hlunns að ráða — skal til ráðstefnu setja hver skuli svo fyrir leggja, að skútan færist nær því hafi sem henni er fyrirhugað um að sigla, ekki bara þennan og þennan róðurinn, held- ur fjögurra ára samfellt úthald, sumar sem vetur í öllum þeim válegu vindum sem um kinnung hennar lemjast kunna, og þá ekki síst hverjir skuli í brúnni standa til að rýna út í sortann og sem hverjir ættu að passa þennan falinn eða hinn, dragreipið, klóna eða klífinn. Argaþras Upphófst nú mikið argaþras um það hvernig skyldi liði skipa, og máttu sín nokkurs þar hinir nýráðnu sveinar, enda þótt aldrei um hálsmál þeirra runnið hefði sjódropi saltur, hvað þá að slík gusa hefði niður á brjóst þeirra runnið að undan hefði kólnað ysta húðskænið, — og þá síður í fót hefðu vöknað, nema þá úr sinni eigin úrkomu. Nú var heldur ekkert stórt að óttast þótt hægt færi, allir höfðu sitt á þurru og ekkert óðagot, búið hvort sem var að munstera mann- skapinn upp á fullt kaup og ýmsar hlunnindapremíur. Ekki var þó umflúið, að nokkur hémótusvipur hinnar nýju skipshafnar legðist yfir land og haf, og ekki að ófyrirsynju að margur fór að sýna rauða díla á ásjónu sinni, — og þá ekki síður að hinn almenni þjóðar- þegn tók að kenna í brjósti um hin vasklegu ungmenni, sem i ein- feldni sinni hélt þó að hér væri á að skipa því verklega liði, sem ekki léti sér allt fyrir brjósti brenna til þess einmitt að ráða þeim málum sem telja varð að enga bið þyldu, ef ekki ætti úr öllu að gliðna sá botn, sem undirstaða skal vera öllu því veraldargengi, — sem hverri þjóð er lífsnauðsyn, sem standa vill föstum fótum til lífs og dáða, enda þótt sú raunin' á yrði, í fyrstu gerðum ferðar sinnar, að nokkuð sýndust sumir hjakka álútum sporum fram í gráðið. Rann nú skeiðin Þarf nú ekki að lýsa því ástandi sem á kambinum gerðist, þar til allt í einu að upphófst brosandi andlit, margreynt og þjálfað í allri lífsins sögu, og gekk upp í lyftingu þeirrar þjóðarskútu á þurru landi, sem snarlega nú skyldi til hlunns ráða, og sem hin þrumandi rödd bergmálaði frá hæstu fjallarind- um: Ofan með bátinn piltar. Var loks sem merkja mátti, að kraftar í kögglum hinna nýju sveina mættu njóta sín í lifandi athöfn- um til nýrra dáða. Rann nú skeiðin með hamingjukveðjum flestra landsins barna með leifturhraða á hið úfna haf, sem margur hásetinn hafði aldrei fyrri út á siglt i því formi, sem nú við blasti. Áttavit- inn því stilltur í skyndi, og strikið sett vöflulaust út á þau fengsælu mið, sem mannskapinn hafði svo lengi um dreymt að bezt myndu gefast til skjótrar úrlausnar öllum þeim vanda, sem leysa þurfti til virkrar farsældar landi og lýð. Ekki hafði þó lengi siglt verið, þá uppvíst varð, að nálægt þeim slóðum, sem áður dorgað var á, hafði nú skeiðin óvart runnið, svo aflinn varð svo til eingöngu: skattar á skatta ofan, niður- greiðslur á niðurgreiðslur, dýrtíð ofan á dýrtíð — svo líklega hefir aldrei verið í þeim glóðum betur kynt. Mikið kjarabótakjöt að vísu að landi dregiö og landað í skyndi, og sjá, fyrsti róðurinn hafði ekki til einskis farinn verið. En sem soðningin sú var í pottinn búin, kom skyndilega í huga elda- buskunnar fornmælið spaka að af einu saman brauði lifum við ekki, og kom þá margt til að leiða hugann að, svo sem eldsneytið og áhöldin við alla eldamennskuna höfðu svo snarlega í verði hækkað, áður en öll var til enda gengin, að óséð varð hvort nokkur kjarabót í raun yrði þegar upp væri staðið í hinu lága kjötverði. Eða það þótti þeim ungu elskendum mörgum hverjum efamál, sem nú í fyrsta sinn, í allri sinni hamingju, gengu nú búð úr búð til að kaupa sín fyrstu eldunaráhöld, ísskápinn, frystikistuna og leirtauið. Þeim fannst sem eitthvað óttalegt tund- ur hefði nú allt í einu splundrað hamingju sinni allri, þar sem allt var nú margfalt dýrara en nokkru sinni fyrr, og góna nú beint í himinblámann í þenkingum sínum um það, hvað gerst hafi. Jens í Kaldalóni: Skattar á skatta ofan-niðurgreiðslur á niðurgreiðslur- dýrtíð ofan á dýrtíð Ekki get ég að því gert, að hér vil ég mæla, þó ekki sé nú umtalsvert vinstri stjórn að hæla. Síðustu daga júnímánaðar sl. voru ráðnir á þjóðarskútu okkar íslendinga 60 garpar í skiprúmið, — valinkunnir hraustleikamenn að þeirra dómi sjálfra — og þeirra, sem ljáðu þeim traust og trúnað. Gömlu hálsþóttukörlunum varpað úr skiprúminu og hvítsléttar hendur hinna nýráðnu skyldu sigggróast við árina og stæla sínu fínu taugar á pikkfal og klífskauti, og öll sú breiðfylking sigla hrað- byri mót öllum sjóum, brotfaldi og hættuskerjum inn á þann lygna sæ friðar og farsældar þar sem öll okkar landsins börn mættu á kyrrum sjó uppskipa þeim afla, sem náðarsamlegast hinir vösku garpar mættu að landi flytja, og svo jafnt skipta í pott hvers þjóðarþegns — að þá myndi hamingjubrosið lýsa upp öll þau sortaský, sem alla sól hulið hefir útsýn úr björtum huga undanfar- andi verðbólguára. En ekki var hin nýja skipshöfn lengra en á kambinn gengin, þá úpp þeir vakna við þann vonda Iðgjöldin myndu stór- lækka ef trygging- ar væru boðnar út — segir Baldvin Einarsson Alger nýjung árg.1979 CROWN 5100 Tæki sem beðiö var eftir. Verð: 188.780 Tilboð 1) Staögreiðsla meö 4% staögreiösluafslætti eöa heyrnatæki stereo. 2) 60% út og rest 2 mán. vaxtalaust. 3) 50% út og rest á 3 mán. Model — 5100 1979 Sambyggt hljómtæki meö: 1) MAGNARA: 20 wött musik. 2) ÚTVARPI: FM stero, LW, MW. 3) SEGULBANDSTÆKI: meö sjálfvirkri upptöku. 4) PLÖTUSPILARI: fyrir allar plötur. 5) TVEIR HÁTALARAR FYLGJA. Skipholti 19. Sími 29800.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.