Morgunblaðið - 23.12.1978, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 23.12.1978, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1978 + Eiginkona mín, móöir og tengdamóöir, ELSA JÓNA SVEINSDÓTTIR Arba, Stöðvarfiröi, lést í Landspítalanum 20. desember. Uttörin veröur gerð frá Stöðvarkirkju þriöja dag jóla kl. 1:30 e.h. Friögeir Þorsteinsaon Guöjón Friögeirsson Ásdís Magnúsdóttir, örn Fríögeirsson, Hallbera ísleifsdóttir. Sveinn Víöir Friögeirsson, Nanna Ingólfsdóttir, Þórólfur Friögeirsson, Kristín Halldórsdóttir, Guöríöur Friögeirsdöttir, Björn Pélsson, Björn Reynir Friögeirsson, Ásta Gunnarsdóttir. + Svstir mín oa móöir okkar GUDRÚN HALLDÓRSDÓTTIR Hlföardal, Skipholti 66, andaöist aö kvöldi 21. desember. fyrir hönd ættingja og vina Sigríöur Halldórsdóttir Sigrún A. Gunnarsdóttir Ólafur Sigfússon Ingunn Klemenzdóttir Magna Sigfúsdóttir Ingímundur Pétursson Guóný Sigfúsdóttir Jarnulf Bertil Jarnulf Magnús Gústafsson Margrét Pélsdóttir barnabörn og barnabarnabörn + Eiginmaður minn GUÐMUNDUR MAGNÚSSON (yrrv. yfirvélstjóri Sunnuvegi 35 andaöist aö heimili okkar aö kvöldi fimmtudagsins 21. desember. Jóhanna K. Magnússon. + Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir og afi HREGGVIDUR BERGMANN, Hagamel 46, Reykjavík, andaöist aðfaranótt 22. desember aö heimili sínu. Karítas K. Bergmann, Guölaug Bergmann Marta Bergmann, María Bergmann Kristjin Pétursson og barnabörn. t Bróöir okkar INGIMUNDUR SIGURÐSSON Ljósvallagötu 18, verður jarösunginn frá Fossvogskirkju miövikudaginn 27. þ.m. kl. 13.30. Systkinin. + Þökkum auösýnda samúö viö fráfall fööur míns og tengdaföður, KRISTJÁNS V. GUDMUNDSSONAR, fré Mióselí. Einnig viljum viö þakka starfsfólki á Landakotsspítala fyrir góöa aöhlynningu. Ragnar Kristjánsson Jóhanna Jóhannsdóttir + Þökkum auösýnda samúö viö andlát og jaröarför, JÓRUNNAR ÞORSTEINSDÓTTUR Litla Hofi, Jórunn Bergsdóttir, Gunnar Þorsteinsson og fjölskyldur. + Innilegustu þakkir fyrir auösýnda samúö viö andlát og útför LILJU SIGURÐARDÓTTUR Kérsnesbraut 28, Kópavogi. Þorsteinsson Eiríkur M. Sigmundur Eiríksson Béra M. Eiríksdóttir Þorsteinn Eiríksson Leifur Eiríksson Heiöa Eiriksdóttir Anna Siguröardóttir Margrét Siguröardóttir Davíó E. Jónsson Sigríöur Konréósdóttir Una Sigurðardóttir Pétur Olafsson Þóra Þórðardóttir og barnabörn. UnnurBahnsen — Minningarorð Fæddi 5. jan. 1905. Dáin. 19. dcs. 1978. Það eru ekki liðnir nema rúmir 3 mánuðir síðan ég sá móðursystur mína Unni Bahnsen síðast. Það var á heimili hennar í Gilleleje í Danmörku. Hún var þá, eins og alltaf, kát, ræðin og skemmtileg. Sannarlega grunaði mig ekki, að myndin sem ég tók af henni þá og fylgir þessarri grein, yrði síðasta myndin, sem ég tæki af þessarri svo mjög ástsælu frænku minni, og það grunaði reyndar engann. En skjótt skipast veður í lofti og nú fáum við víst ekki oftar að sjá Unni frænku okkar í þessu lífi. Það er öllu m þeim, sem hana þekktu, mikill söknuður, því Unnur Bahnsen var hvers manns hugljúfi og allir sem einu sinni kynntust henni vildu sjá hana oftar og oftar. Unnur Bahnsen fæddist hinn 5. janúar 1905 og andaðist hinn 19. þessa mánaðar. Hún er næst yngst af 11 börnum hjónanna Þórunnar Stefánsdóttur og Ágústar Flygenring í Hafnarfirði. Ólst hún upp í foreldrahúsum á stóru heimili. Hún var fjörmikil strax í æsku og hélt fjöri sínu til dauðadags. Hinn 28. september 1927 giftist hún Holger Bahnsen, sjóliðsforningja í danska flotan- um, og fluttist þá til Danmerkur og hefir verið búsett þar síðan. Þar eignaðist hún með manni sínum 2 syni, Björn og Axel sem báðir eru verkfræðingar í atómvísindum. Það sýnir vel bönd Unnar við ísland að hún kenndi þeim báðum að tala íslenzku, sem þeir tala og skilja ágætlega. Hjónaband þeirra Unnar og Holgers Bahnsen var til fyrirmyndar og áttu þau einkar vel saman þó af sitt hvoru þjóðerni væru. Þau eignuðust yndislegt heimili, bjuggu lengst af í Kaup- mannahöfn (Carlottenlund) en reistu sér síðan hús í Gilleleje, er Holger var kominn á eftirlaun. Holger Bahnsen hlaut mikinn frama innan flotans og var orðinn aðmíráll áður en hann lét af störfum. Holger Bahnsen var þegar á stríðsárunum orðinn þekktur sem uppfindingamaður og var því hundeltur af þýzka her- námsliðinu. Viidu Þjóðverjarnir ná honum til þess að komast yfir teikningar hans af ýmsum tækj- um. Hann varð því að fara í felur og fór Unnur huldu höfði á meðan með drengina tvo. Var þetta mikill reynslutími en allt fór vel að lokum. Þegar ég kom til Kaupmanna- hafnar í fyrsta sinn atvikaðist það 1 svo a ég fékk að gista hjá þeim, hjónum fyrstu nætur mínar í þeirri fögra borg. Hafði ég þá lítið kynnst Unni og Holger ekkert. Sú vinátta sem mér var sýnd þá og ævinlega síðan er mér ógleyman- leg. Og ég er ekki sá einasti úr hinni stóru fjölskyldu, sem hefi notið gestristni þeirra hjónanna. Öðru nær. Við vorum öll velkomin hvenær sem var og það boð hefir verið óspart notað og öllum til ánægju. Nú,þegar Unnur frænka mín er fallin frá, finnst mér eins og stórt tré hafi fallið. Tré sem skýlt hefir svo mörgum og svo oft. Tré sem prýtt hefir fagran lund og sá lundur er Danmörk. Og lundurinn hefir mikið misst. Fyrir okkur öll sem þekktum Unni Bahnsen er Danmörk nú sjónlægri en áður og Kaupmannahöfn ekki eins skemmtileg og glöð og áður. Hún sem var hér hjá okkur á Islandi fyrir hálfu ári og lífgaði upp öll fjölskylduboð og fjölskyldutengsl er nú horfin frá okkur og það kemur enginn í Unnar stað. Við huggum okkur við það að til er annað og kannske betra líf og við megum hlakka til að sjá þar aftur þessa ástsælu frænku, en við nú Kveðja Ómar S Fæddur 1. maí 1962. Dáinn 5. desember 1978. Við kveðjum með örfáum orðum góðan vin, sem á stuttu lífsskeiði ávann sér mikið rúm í hugum þeirra, sem honum kynntust. Stefán var búinn mörgum þeim eiginleikum, sem sjaldgæft er að finna hjá jafnöldrum og jafnvel fullorðnum. Hann var ætíð kátur og glaður og það geislaði frá honum lífsgleðin. Hann var tregum; frænku, systur og vinkonu okkar allra sem hana þekktum. Ég bið góðan Guð að vernda Holger Bahnsen vin okkar og bræðurna Björn og Axel og þeirra fjölskyldur og vona að með Guðs hjálp komumst við yfir þá sorg að hafa misst Unni Bahnsen. Jarðaröför hennar fer fram í dag. Ragnar Borg. ATIIYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein. sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili. traustur og áreiðanlegur og reynd- ist öllum vel sem hann umgekkst. Unglingsárin eru þýðingarmikið skeið í lífi hvers manns. Á þeim árum ræðst framtíð manna að mestu. Sumir leggja á langskóla- brautina, en aðrir eru óþreyjufull- ir að takast á við þau störf sem heilla. En hver sem ákvörðunin yerður er mikilvægast að menn leysi þau störf sem þeir takast á hendur eftir bestu getu og þroski með sér starfsgleiði og dugnað, sem er besta veganestið í misviðr- um lífsins. Stefán hafði þá kosti til að bera í ríkum mæli, var ósérhlífinn og duglegur og fús til hjálpar. Það er erfitt að hurfast í augu við, að ungur og hraustur drengur með lífið framundan skuli hverfa svo sviplega af sjónarsviðinu. Hver er tilgangurinn? Því getum við sem eftir lifum ekki svarað en huggun okkar eru björtu minning- arnar sem lífa í hugum okkar um vin sem okkur finnst að hefði átt að fá að lifa svo miklu lengur. Við, sem þetta ritum, trúum því að Stebba sé ætlað meira hlutverk á æðra tilverustigi og óskum honum alls hins besta. Sendum foreldrum hans og ástvinum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Skúli — Matti Iiemmi — Alli og Einar SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Sumir telja, að margt fólk hafi misst hæfileikann til að meta þá hluti, sem munur er á. Er þessi skoðun reist á einhverjum staðreyndum? Eg hef heyrt predikara ræða um þetta, cn ekki séð neitt áþreifanlegt, sem staðfestir það. Er ekkert athugavert við gildismat okkar, þegar leikkonur okkar og leikarar hafa meiri tekjur en forseti þjóðarinnar og 21 árs íþróttamaður getur aflað sér miklu meiri tekna en þingmennirnir okkar eða skólakennarar eða lögreglumenn? Hafa vogarskálarnar nokkuð raskazt, þegar margir gefa einn dal í samskotin í kirkjunni, en eyða síðan hundrað dölum í kappreiðar eða tvöhundruð dölum á lúxushóteli um eina helgi — eða tíu dölum til þess að sjá íþróttakeppni? Er það ekki vísbending um, að mat okkar á verðmætunum sé farið að brenglast, þegar við borgum glaumgosa nokkur hundruð þúsund á ári til að skemmta okkur, en á sama tíma borgum við lögreglunni, sem teflir lífi sínu í hættu til þess að vernda okkur, brot af þeirri upphæð? Þegar ég hugsa um þessi mál, minnist ég hrekkjalóms, sem brauzt inn í búðarglugga og ruglaði verðmiðunum. Minkapelsar kostuðu 9,99 dali, inniskór 2000 dali, gullúr 59 dali og dóshnífar 400 dali. Satan, bragðarefur alheimsins, hefur vissulega leikið á okkur með líkum hætti. Djöfullinn reynir að telja okkur trú um, að tíminn sé mikilvægari en eilífðin — að líkaminn skipti meira máli en sálin. Já, það er óttalegt og hörmulegt, hversu mat okkar á verðmætum hefur farið úr skorðum. — Stefán ívavarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.