Morgunblaðið - 23.12.1978, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 23.12.1978, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1978 Það var vonlaust að biðja hann um að lagfæra þennan kranaleka. Ef þú ferð ekki strax að sofa, muntu ekki standast hílprófið í íyrramálið. Ferdalög Rússa Kæri Velvakandi. I Tímanum 19. desember er frá því skýrt, að daginn áður og sunnudaginn 17. desember hafi dvalist á Reykjavíkurflugvelli 4 sovéskar flugvélar af AN-26 gerð. 5 slíkar vélar dvöldust á Reykja- víkurflugvelli frá 15. til 18. október s.l. og var þá vakin athygli á komu þeirra í Morgunblaðinu, nú ber hins vegar svo við, að ekki er sjáanleg lína um hina nýju heim- sókn. Vitað er, að einn tilgangur slíkra ferðalaga Rússa er að venja viðkomulöndin við nærveru sína. Þannig að ferðir þeirra, sem auðvitað þjóna hernaðarlegum hagsmunum, hætti að vekja grun- semdir og athygli. En hver AN-26 vél mun geta flutt 40 fallhlífarher- menn í fullum herklæðum. Ferðir sovéskra skipa um Reykjavíkurhöfn eru orðnar svo tíðar, að ekki er lengur haft orð á þeim. Til dæmis dvaldist hér fullkomið rannsóknarskip sömu dagana og flugvélarnar voru hér um síðustu helgi. Mikilvægt er að fjölmiðlar sýni árvekni á þessu sviði — því miður er hennar ekki að vænta frá fréttastofum Ríkisútvarpsins, en binda verður vonir við að Morgun- blaðið sofni ekki á verðinum. Þá hafa Rússar unnið umtalsverðan BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Flest höfum við rekið okkur á það, að skyndilega og ómeðvitað eigum við fleiri slagi en sjá mátti að til væru í spili. Þá höfum við jafnvel hætt við að leggja upp og tekið heldur slagina okkar til að þreyta andstæðingana eða hugsan- lega eingöngu vegna þrákelni. Andstæðingarnir geta gert villur eins og við, hent vitlaust af sér og gefa með því slag og stöku sinnum lenda þeir í ekta kastþröng. Suður í spili dagsins, lítt reynd- ur spilari, var þrautseigur og gafst ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Hann gaf spilið og allir voru á hættu. Norður S. G1084 H. K108 T. 753 L. Á103 Vestur S. D96 H.6532 T. G L. KG874 Austur S. 753 H. - T. ÁK10984 L. 9652 Suður S. ÁK2 H. ÁDG974 T. D62 l. n Vestur spilaði út tígulgosanum gegn fjórum hjörtum. Austur tók þá sína tvo slagi og spilaði þriðja tígli, sem vestur trompaði og spilaði sig út á trompi. Hann þorði eðlilega ekki að spila frá háspilum sínum. Sennilega hefur sagnhafi verið hálfsleginn út af iaginu með þessu upphafi. Allavega kóm hann ekki auga á, að vel heppnuð svíning í spaða yrði tíundi slagurinn. Held- ur tók sína sex slagi á hjarta og þegar hann tók á spaðaás og kóng kom drottningin í frá vestri. Þá leit sagnhafi upp dálítið hissa. Vestur yppti öxlum og vakti athygli á, að hann hefði ekki átt til öruggt afkast þegar suður tók sjötta hjartaslaginn; hafði þá- þegar látið tvö lauf og ekki gat hann látið gosann að auki. Spaða- afkast var því eina úrræðið og því fór sem fór. „Fjólur — mm Ijúfa" Framhaldssaga eftír Else Fischer Jóhanna Kristjónsdóttir pýddi 16 mig betur en nokkru sinni áður. — Og tckur svo sextíu prósent af öllu sem inn kemur skaut Lydia inn í og stóð á fætur. — Þið verðið nú bara að afsaka, en ég get gubbað bara við tilhugsunina um Einar Einarsen. Gittu sveik hann án þess að depla auga fyrir þremur árum. Martin á í mesta basli við að fá hann til að framlengja samningana og Herman frændi verður að berjast eins og ljón til að fá leyfi til að kaupa Mosahæð og Jasper lætur bara rýja sig inn að skinninu án jiess að hlakta cyra og er meira að segja fullur þakklætis fyrir vikið ... — Jú. víst er ég þakklátur og skammast mín ekki fyrir það, svaraði Jasper æstri röddu. — Hver annar en Einar hefði getað komið í kring þessum Bandarikjasamningi mfnum? — Nei, hann hefur búið þar um hnútana vel og dyggilega. Svp ljómandi vel hefur hann frá því gengið að nú fáum við hin að horfa á sumarbústaði spretta hér upp eins og gorkúlur í nágrenninu þegar við h'tum út um gluggann, sagði Herman frændi illsku- lega. Jasper leit alvörugefinn á hann. — Þér er mikið í mun að fá Mosahæð, sagði hann siðan. — Það skiptir sköpum íyrir Eikarmosaba-. svaraði Ilerman frændi. — Við keyptum þennan stað til að fá að vera hér í friði og ró. Tiihugsunin um allt þctta fólk sem ... — Bióðþrýstingurinn. Herman minn, sagði Magna blíðlcga og dreypti á líkjörnum sfnum. — Ég sé ekkert athugavert við að þú seljir Hermani frænda í kvöld ef Einar Einar- scn lætur ekki sjá sig, sagði Holm læknir hugsi. — Eg á við að hann hefur fengið tækifærið og ef hann færir sér það ekki í nyt er það auðvitað hans mál. — Ég geri mér vissulega Ijóst að þú vilt gjarnan fá eins mikið fyrir landið og ha-gt er og ég hcld ekki þú þurfir að óttast að ég reyni að pretta þig. Ég hef ... Herman frændi ræskti sig og gerði hlé á máli sínu og Jeit sem snöggvast á Holm lækni. — Ég hef einmitt í dag gert ágætis viðskipti og ég held að sú upphæð sem ég get boðið þér hljóti að duga til. Þú skalt fá peningana alla f reiðufé ef þú skrifar undir í kvöld. Ég hef ekki í hyggju að bíða eftir Einari Einarsen ... Hann ræskti sig aftur og leit hálfvandræðalegur á Gittu. — Ágætt. elsku fra*ndi. Ég skil bcndinguna, sagði hún brosandi. — Lydia. Súsanne og ég notum þetta tækifæri til að fara niður og skoða keramik- verkstæðið mitt. Ég gct glatt þig með því líka að ég fyllti Einar með eitri f dag. Að þessu kynlegu orðum' töluðum rcis hún á fætur og Susanne og Lydia gengu á eftir henni út úr stofunni. — Aumingja Jasper. Nú á að ráðast á hann af samcinaðri fjölskyldufylkingunni. tautaði Lydia. þegar þær voru komnar fram f forstofuna. — Eins og þú vitir ekki jafn vel og ég að hann fær langtum betri og sanngjarnari kjör ef hann skiptir við Hcrmunn frænda en Einar Einarsen, svaraði Gitta að bragði. — Og má ég lcyfa mér að spyrja hvað þú átt við með því að segja að þú hefðir fyllt Einar Einarsen með eitri? spurði Susanne. Gitta hló. — Ég hef svona mín áhuga- mál og meðal annars er það að láta alla vini mfna vinna á verksta*ðinu mínu. — Gættu þín Susanne, Svo notar hún það sem við búum til til að sálgrcina okkur. Hún

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.