Morgunblaðið - 24.12.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.12.1978, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 1978 Minnisblað lesenda MORGUNBLAÐIÐ hefur að venju leitað upplýsinga, sem handhægt getur verið fyrir lesendur þess að grípa til yfir jólahátíðina. Fara upplýsingar þessar hér á eftin ' Slysadeild Borgarspítalans er opin allan sólarhring- inn, sími 81212 — en aðeins fyrir slys og alger neyðartilfelli. Slökkviliðið í Reykjavík, sími 11100, í Hafnarfirði sími 51100. Lögreglan í Reykjavík sími 11166, í Kópavogi sími 41200 og í Hafnarfirði sími 51166. Sjúkrabjfreið í Reykjavík sími 11100, í Hafnarfirði sími 51100. Læknavakt. Nætur- og helgidagavakt allan sólar- hringinn á aðfangadag, jóladag og annan í jólum til klukkan 08 miðvikudagsmorguninn 27. desember í síma 21230. Göngudeild heimilislækna í Landspítalanum verður opin á aðfangadag klukkan 10 til 12, en auk þess veita læknar ráðleggingar í sima 21230. Á annan í jólum er opið frá klukkan 10 til 12. Göngudeildin er lokuð á jóladag, en þá geta menn einnig fengið ráðleggingar í síma 21230, ef vel stendur á fyrir læknunum. Nánari upplýsingar er að fá í símsvara 18888. Tannlæknavakt. Neyðarvakt Tannlæknafélags ís- lands verður um jólin í Heilsuverndastöð Reykjavíkur á aðfangadag, jóladag og annan í jólum frá klukkan 14 til 15, Lyfjavakt. Nætur- og helgidagavakt er í Reykja- víkurapóteki og verður þar opið á aðfangadag, jóladag og annan í jólum. Nánari upplýsingar í símsvara 18888. Jólamessur. Messutilkynningar eru birtar á bls. 4 í blaðinu í dag. Útvarp og sjónvarp. Dagskrár ríkisfjölmiðlanna eru birtar í Morgunblaðinu í dag á bls. 47 til 50. Rafmagnsbilanir tilkynnist f síma 18230. Símabilanir tilkynnist í síma 05. Hitaveitubilanir, vatnsveitubilanir og neyðarsími gatnamálastjóra er 27311. Þessi sími er neyðarsími og er þar aðeins svarað tilfellum, sem falla undir ýtrustu neyð. Þar geta menn tilkynnt um bilanir hitaveitu, vatnsveitu, og embætti gatnamálastjóra tekur við beiðnum um snjómokstur og ráðstafanir vegna hálku og flóða. Söluturnar verða lokaður á aðfangadag frá klukkan 13. Einnig eru þeir lokaður á jóladag, en opnir á annan í jólum eins og á sunnudögum. Strætisvagnar Reykjavíkur. A aðfangadag er ekið samkvæmt tímatöflu sunnudaga í leiðabók SVR fram til klukkan 17. Þá lýkur akstri strætisvagnanna, en síðustu ferðir verða sem hér segir: Leið 1 frá Lækjartorgi kl. 17.30 Leið 2 frá Granda kl. 17.25, frá Skeiðarvogi kl. 17.14 Leið 3 frá Suðurströnd kl. 17.03, frá Háaleitisbr. kl. 17.10. Leið 4 frá Holtavegi kl. 17.09, frá Ægissíðu kl. 17.02 Leið 5 frá Skeljanesi kl. 17.15, frá Sunnutorgi kl. 17.08. Leið 6 frá Lækjartorgi kl. 17.15, frá Óslandi kl. 17.36. Leið 7 frá Lækjartorgi kl. 17.25, frá Óslandi kl. 17.09. Leið 8 frá Hlemmi kl. 17.24. Leið 9 frá Hlemmi kl. 17.28. Leið 10 frá Hlemmi kl. 17.10, frá Selási kl. 17.30. Leið 11 frá Hlemmi kl. 17.00, frá Flúðaseli kl. 17.19. Leið 12 frá Hlemmi kl. 17.05, frá Suðurhólum kl. 17.26. Leið 13 frá Lækjartorgi kl. 17.05, frá Vesturbergi kl. 17.26. Á jóladag er ekið á öllum leiðum samkvæmt tímatöflu helgidaga í leiðabók SVR, að því undanskildu að ferðir vagnanna hefjast klukkan 14. Fyrstu ferðir vagnanna eru sem hér segir: Leið 1 frá Lækjartorgi kl. 14.00 Leið 2 frá Granda kl. 13.55, frá Skeiðarvogi kl. 13.44. Leið 3 frá Suðurströnd kl. 14.03, frá Háaleitisbr. kl. 14.10. Leið 4 frá Holtavegi kl. 14.09, frá Ægissíðu kl. 14.02. Leið 5 frá Skeljanesi kl. 14.15, frá Sunnutorgi kl. 14.08. Leið 6 frá Lækjartorgi kl. 13.45, frá Óslandi kl. 14.06. Leið 7 frá Lækjartorgi kl. 13.55, frá Óslandi kl. 14.09. Leið 8 frá Hlemmi kl. 13.54. Leið 9 frá Hlemmi kl. 13.58. Leið 10 frá Hlemmi kl. 14.10, frá Selási kl. 14.00. Leið 11 frá Hlemmi kl. 14.00, frá Skógarseli kl. 13.49. Leið 12 frá Hlemmi kl. 14.05, frá Suðurhólum kl. 13.56. Leið 13 frá Lækjartorgi kl. 14.05, frá Vesturbergi kl. 13.56. Á annan í jólum er akstri vagnanna hagað eins og á sunnudegi. Nánari upplýsingar eru í símum 12700 og 82533. Strætisvagnar Kópavogs. Á aðfangadag hefst akstur vagnanna klukkan 10 og er síðan ekið á 20 mínútna fresti til klukkan 17, en þá er siðasta ferð frá Reykjavík. Síðasta ferð frá Kópavogi er klukkan 16.49. Eftir það eru engar ferðir fyrr en á jóladag, en þá hefst akstur vagnanna klukkan 14 og er ekið eins og venjuleg áætlun sunnudaga segir til um til klukkan 00.30. Á annan í jólum hefjast ferðir klukkan 10 og er ekið eins og á venjulegum sunnudegi. Landleiðir — Reykjavík — Hafnarfjörðuri Á aðfangadag aka vagnarnir eftir venjulegri áætlun helgidaga til klukkan 17, en þá er síðasta ferð frá Reykjavík. Síðasta ferð frá Hafnarfirði er klukkan Gleðileg jól 17.30. Á jóladag hefjast ferðir klukkan 14 og er ekið eins og venjuleg áætlun helgidaga segir til um til klukkan 00.30. Á annan i jólum hefjast ferðir klukkan 10 og er ekið eins og um sunnudag væri að ræða. Bensínstöðvar verða opnar á aðfangadag frá klukkan 09 til 15. Á jóladag eru stöðvarnar lokaðar, en á annan í jólum er opið frá klukkan 09.30 til 11.30 og frá klukkan 13 til 15. Bensínstöðin við Umferðarmiðstöðina verður á aðfangadag opin frá klukkan 15 til 17, á jóladag er lokað, en á annan í jólum er stöðin opin frá klukkan 15 til 22. Leigubifreiðastöðvar verða opnar um jólin sem hér segir: BSR — sími 11720: Símaafgreiðsla stöðvarinnar verður opin óslitið alla jólahátíðina. Steindór — sími 11580: Stöðin verður lokuð frá klukkan 18 á aðfangadag til klukkan 12 á hádegi jóladag. Hreyfill — sími 85522: Stöðin verður opin öll jólin. Bæjarleiðir — sími 33500: Stöðin verður lokuð frá klukkan 22 aðfangadag til klukkan 10 á jóladag. Á lokunartímanum munu þeir bifreiðastjórar, sem aka þó svara sjálfir í síma stöðvarinnar. Borgarbílastöðin — sími 22440: Stöðin verður lokuð frá klukkan 16 á aðfangadag til klukkan 13 á jóladag. Sérleyfisferðir um jólin. Akureyri: Frá Reykjavík á annan í jólum klukkan 08. Frá Akureyri á annan í jólum klukkan 09.30. Borgarnes: Frá Reykjavík á aðfangadag klukkan 13. Frá Borgarnesi klukkan 08 á aðfangadag. Frá Reykjavík á annan í jólum klukkan 21. Frá Borgarnesi á annan í jólum klukkan 16. Grindavík: Frá Reykjavík á annan í jólum klukkan 11.30 og 18.30. Frá Grindavík á annan í jólum klukkan 13. Hruna- og Gnúpverjahreppar: Frá Reykjavík á aðfangadag klukkan 11. Frá Búrfelli á annan í jólum kl. 17. Hveragerði: Síðustu ferðir frá Reykjavík á aðfangadag kl. 14.20 og á annan í jólum frá Reykjavík klukkan: 13,18, 20, 22 og 23.30. Frá Hveragerði á aðfangadag síðustu ferðir kl. 13 og 13.30. Á annan í jólum kl. 13.30, 19, 20 og 22. Hvolsvöllur: Frá Reykjavík á aðfangadag kl. 08.30 og á annan í jólum klukkan 21.30. Frá Hvolsvelli á annan í jólum klukkan 17. Höfn: Frá Höfn miðvikudaginn 27. desember klukkan 09. Keflavík: Síðustu ferðir frá Reykjavík á aðfangadag klukkan 15.30. Á annan í jólum gildir sunnudagsáætlun. Síðustu ferðir frá Keflavík á aðfangadag klukkan 15.30. Á annan í jólum gildir sunnudagaáætlun. 'Kirkjubæjarklaustur: Frá Reykjavík á aðfangadag klukkan 08.30. Frá Klaustri á annan í jólum klukkan 13.15. Króksfjarðarnes: Frá Reykjavík á annan í jólum klukkan 08. Frá Króksfjarðarnesi á annan í jólum klukkan 14. Laugarvatn: Á annan í jólum frá Reykjavík klukkan 08. Á annan í jólum frá Laugarvatni klukkan 17.30. Mosfellssveit: Frá Reykjavík er slðasta ferð klukkan 15.20 á aðfangadag, en frá Reykjalundi klukkan 15.55. Á annan í jólum er ekið samkvæmt sunnudagsáætlun. Ólafsvík-Hellissandur: Frá Reykjavík á annan í jólum klukkan 10. Frá Hellissandi á annan í jólum klukkan 17. Reykholt: Frá Reykjavík á aðfangadag klukkan 13, en frá Reykholti á annan klukkan 15,45. Selfoss: Á aðfangadag er síðasta ferð frá Reykjavík klukkan 13 og verður einnig farið á Eyrarbakka og Stokkseyri. Á annan í jólum verður ferð klukkan 13 og 18. Síðasta ferð á aðfangadag frá Selfossi er klukkan 13, en á annan í jólum verða ferðir klukkan 13 og 18.30. Stykkishólmur-Grundarfjörður: Frá Reykjavík á annan í jólum klukkan 10, en frá Stykkishólmi klukkan 18. Þorlákshöfn: Frá Reykjavík á aðfangadag klukkan 14.30 og á annah í jólum klukkar 22. Frá Þorlákshöfn á aðfangadag klukkan 11 og á annan í jólum klukkan 19.30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.