Morgunblaðið - 24.12.1978, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.12.1978, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 1978 7 Hugvekja ; É eftir séra 0T JÖN AUÐUNS Ljósfleiri en tölum verða talin hafa lifnað og verið slökkt. Stormar hafa miskunnarlaust slökkt Ijós afljósi, líkt kerti sem bamshönd gat ekki varið fyrir vindinum. Bdl hafa kulnað, eldar stœrstu hjaðnað, unz ómerkilegt gjaU eitt varð eftir til minja,— en Ijósið sem hljóðlega var kveikt um miðja nótt íjötu hirðingjans lifir. Við sitjum í bliki þess þessa blessuðu hátíð í helgidómum og heimilum. Það hefur lifað, lifað aföll harðviðri og hret. Gegn því voru kaldri hyggju ráðin ótal ráð, en þau urðu til skammar. Skoðumfáeinar myndir: Fram úr myrkvuðu baksviði stígur fyrsta myndin: Skuggaleg ásjóna Heródesar glottandi, sigurviss. En banaráð hans urðu að engu, bamið lifði, Ijósið sem enginn getur slökkt. Fram úr myrkrinu stígur önnur mynd: Niður Golgatahæðina ganga sigurglaðir menn og hrósa sigri yfir manni, sem í dauðateygjum hiangir á krosstré. Þá grunaði ekki, að einmitt þá var sigurför hans að hefjast, furðu- legasta sigurför sem á jörðu hefur veriðfarin. 35 ár líða, eða svo. Þá skrifar rómverski sagna- ritarinn Tacitus þau fáheyrðu tíðindi, að þrátt fyrir hörðustu ofsóknir með valdi og vopnumfari krossfesti maðurinnfrá Galíleu sigurför um rómverska ríkið ogfleiri og fleiri fylli blygðunar- laustflokk hans. Enn skilja hyggindamenn ekki það, að mannleg höndfær ekki slökkt Ijós, sem Guð kveikir. Ár líða og aldir. Árið 388 samþykkir mikill meiri hluti rómverska senatsins undirforustu Þeodósíusar keisara, að kristin trú verði ríkistrú Rómverja, en stormur undrunar og gremjufer um höfuðsetur hinnar fomheiðnu menningar og heimspekiskólana. Meðan sólir sortna og önnur Ijós dvína og deyja lifir Ijósið, sem íjötu hirðingjans var kveikt og Ijósið á borði þínu á nú að minna þig á. Aldir líða og blysin eru borin land úr landi um heimsálfur þrjár, játendum Ijóssins fjölgar en þá takafleiri að bregðast en meðan fáir voru áður fyrr. Fulltrúar Krists á jörðu smána hann með lífemi og lær- dómum, sem ekki vom Krists. En ævinlega risu upp sannleiksvottar, siðbótarmenn innan kirkjunnar. Sumir þeirra létu lífsitt i logum, en Ijósið lifði eftir að trúvillingabálin brunnu. Nýjar aldir komu. Á 18. öld og nokkmfyrr höfðu hugmyndir andvígar Ijósinu náð mikilli fótfestu á Vesturlöndum og reis sú alda hæst með frönsku stjórnbyltingunni, enda hafði kirkjan gengið á mála hjá kúgurum og arðræningjum hinna örsnauðu stétta. Kirkjum var þess vegna lokað, tengsl ríkis og kirkju rofin. Hróðugir menn töldu „Guði steypt afstóliu og Ijósið slökkt. En það furðulegasta gerðist að þráttfyrir þúsundfaldar yfirsjónir kirkjunnar og glapræði prelátanna hóf sig Ijósið aftur upp úr flóðöldu byltingarinnar og trúvakning fór um Frakk- land og kirkjumar opn- aðar aftur. Ljósið hafði sannað glæsilega lífsmátt sinn, þótt „vinirnir“ svikju það og alda byltingarinnar ætlaði að færa það í kaf. Enn líða ár og öld og upp úr rússnesku byltingunni hófst mark- vissasta tilraun, sem gerð hefur verið til að útrýma kristinni trú, gerafjand- samlega henni eina fjölmennustu þjóðjarðar með gamla sögu og gaml- an kristinn menningararf. Hérfór á sömu lund og áður í Frakklandi, kirkja Zar-Rússlands hafði brugðizt og gengið til hlýðni við þá, sem hún hefði átt að segja til syndanna. Síðan hefur guðleysisáróðri sovjet- valdhafanna verið haldið áfram af kraftifram á þennan dag og kristnir söfnuðir þolað margháttaðar ofsóknir og þrautir, en hefur ljósið slokknað? Er eftir dapraður hörkveikur einn kristinnar menningar með Rússum? Rússneskar hagskýrslur, sem ég hafði í höndum fyrir nokkmm árum og hafði raunar með mér í för oíckar hjóna til vikudvalar í Leningrad, báru ótrúlegafregn af þátttöku háskólaæskunn- ar ogfaglærðra verka- manna í kirkjulegum afhöfnum, svo að undrun mina vakti. Hér var reitt hærra til höggs gegn kristni en nokkru sinni í sögu mannkynsfyrr, og hefur e.t.v. aldrei sannazt betur lifsmagn ljóssins, sem enginn getur slökkt. í húsi þínu loga í nótt og loga næstu daga mörg Ijós, jólaljósin. En þau slokkna og hátíðarsvipurinn hverfur afheimili þínu. Á jólaboðskapurinn þá ekkert erindi við þig lengur? Á Ijósið, sem aldrei deyr, að slokkna þegar síðasta jólakertið þitt er brunnið? Hvers vegna segi ég að þetta eina Ijós megi aldrei slokkna þótt þúsund Ijós, sem með björtum loga brunnu, hafi daprazt og dáið? Vegna þess að enginn talar eins og Kristur til þess, sem dýpstum rótum stendur í sál þinni. Vegna þess að hann talar til þess æðsta, bezta, sem í barmi þínum býr. Vegna þess að hann bendir þér á mark- mið, sem þú getur enn ekki náð en átt að ná í eilífðinni bak við öll jarðnesk ár. Hvað heyrir þú á helgri nótt, þegar hljótt er orðið í húsi þínu og hjarta? Hvað sér þú þá, þegar húmið bannar þér heimsins sýn? í húminu Ijós, sem aldrei á að deyja. í helgiþögn næturinnar það mál, sem aldrei á að hljóðna. Gleðileg jól.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.