Morgunblaðið - 24.12.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.12.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 1978 19 Jón Ásgeirsson tónskáld stjórnadi íjöldasöngnum aí mikilli einurð og jafnvel Guðrún Á. Símonar og Þuríður P&Isdóttir létu að stjórn um stund. Ljósmyndir Friðþjófur Helgason. Létt stenwming á Gsta- kvöldi Söngskólans Þuríður og Margrét við matseldina á ítalska réttinum. ólöf og Garðar sungu saman. Slappað af á Listaklúbbs- kvöldi. Á veggnum er mynd eftir Jóhannes Jóhannesson. Það fór vel um fólk í notalegum húsakynnum Söngskólans. Listaklúbbur Söngskólans ( Reykjavík hélt fyrir skömmu sitt fyrsta skemmtikvöld í húsa- kynnum Söngskólans við Hverfisgötu þar sem áður var norska sendiráðið. Húsfyllir var á skemmtikvöldinu þar sem fólk rabbaði saman f rólegheitum á milli þess sem fram voru bornar veitingar, boðið var upp á einsöng og tvísöng, ljóðalestur, málverkasýningu og fjöldasöng. Var feikn góð stemmning í húsinu og skemmtu menn sér hið bezta. Listaklúbbur Söngskólans áformar að halda skemmtikvöld reglulega, en á þessu fyrsta kvöldi var boðið upp á ítalska og íslenzka dagskrá. Herbergja- skipun hússins er þannig að unnt er að opna á milli allra herbergj- anna bæði á aðalhæðinni, í kjallara og á efri hæðinni sem er að hluta undir súð. Var þétt setinn bekkurinn, en hópurinn small saman ef svo má segja og þegar framreiddur hafði verið ljúffengur ítalskur réttur sem þær Þuríður Pálsdóttir og Margrét Eggertsdóttir stjórnuðu matseld á, þá hófst skemmtidag- skrá kvöldsins. Þar sungu þau Ólöf Harðardóttir og Garðar Cortes ítölsk lög og Guðrún A. Símonar söng nokkur lög úr ýmsum áttum. Þá las Matthías Johannessen skáld ljóð og Garðar söng eitt ljóða skáldsins við lag eftir Pál Isólfsson. Var gerður góður rómur og að flutningi listamannanna. Á veggjum skólans voru málverk eftir Jóhannes Jóhannesson list- málara. Að lokinni skemmtidagskrá upphófst mikill fjöldasöngur þar sem Jón Ásgeirsson tónskáld sat við píanóið í fyrri hlutanum og Jón Stefánsson í seinni hlutan- um. Gestir kvöldsins gerðu góðan róm að flutningi listamann- anna. Guðrún Á. Símonar tók nokkur vel valin. þrátt fyrir nokkra viðleitni. Island er og engin sérstök fyrirmynd í þessu efni. Skylt er að visu að geta þess að þjóðkirkjan og íslenzkt kristniboð hafa rétt fram hjálparhönd á þessu sviði, sem gefið hefur góða raun. íslenzka ríkið er og aðili að ýmiss konar fjölþjóðlegu sam- starfi, sem vissulega miðar í rétta átt. En þau eru stutt skrefin, sem íslenzka ríkið hefur stigið til hjálpar hungruðum heimi. Og í sjálfu fjárlagadæminu íslenzka, sem tútnar út með ólíkindum frá ári til árs, og sett er upp svo að segja við fótstall jólanna, er hlutur hjálpeminnar við hungraðan heim fyrirferðarlítill, nánast skorinn í en ekki við nögl (71 m. kr. 1979). „Hallærisástand við Faxaflóa* Það þarf ekki að fara nema rúm 100 ár aftur í tímann til að líta „hungraðan heim“ við Faxaflóa — hvar hálf þjóðin nú býr. Ástandinu var þann veg lýst: „Almenn bjargræðisvandræði eru nú í sjávarsveitum í kring um Faxa- flóa, þar eð fiskafli hefur brugðizt því nær alveg tvö ár í röð... Báglegast staddir eru Vatnsleysu- strandarhreppur, Álftaneshreppur og Hafnarfjörður, þar næst Sel- tjarnarneshreppur og Reykjavík ... I öllum þeim byggð- arlögum, sem talin hafa verið, hefur hvað eftir annað allt þetta ár horft til hallæris og hungur- dauða og fjölmörg heimili verið alveg bjargþrota ...“ (Öldin sem leið - 1861-1900). Ekki var í þann tíð talað of vel um Alþingi frekar en síðari daga: „Allt til þessa hefur þó tekizt með tilstyrk góðra manna, bæði fjær og nær, að forða mannfelli. En það er þó hvorki að þakkástjórn né þingi, sem engar ráðstafanir hafa gert til að afstýra vandræðum. En ein- stakir menn hafa lagt sig mjög fram um það ... I öðrum lands- fjórðungum tóku menn sig víða saman um skjóta saman fé handa hinum nauðstöddu, og urðu þau samskot talsverð, bæði í sauðfén- aði og peningum ...“ (Sama heim- ild). Það er gleymin þjóð á gengna tíð, sem á slíka fátækt að baki og þvíumlík umskipti til hins betra sem orðin eru — en man ekki skyldur sínar við þurfandi þjóðir. Þó er grunnt á hjálpsemi með þjóðinni, ef rétt er til hennar höfðað. Um það eru fjölmörg dæmi í seinni tíð, s.s. er eldgos varð í Heimaey og snjóflóð í Neskaup- stað. Þá áttu Islendingar sam- stöðu, reisn og hjálpfýsi. Helg eru jól Vafalaust eru jólin sú hátíð, sem flestra hjörtu hrærir. Sá boðskap- ur sem þá er fluttur heims um ból á alltaf jafn greiðan aðgang að hugum fólks — í einfaldleik sínum, fegurð og sannleika. Þá safnast fjölskyldur saman á heim- ilum og fólk í kirkjum landsins. Þá er hlustað á hin helgu orð og þau fyrirheit, sem í þeim felast. Eins og í árdaga byggðar hér á landi er þetta ljóssins hátíð, sem boðar lengri dag, vaxandi birtu, komandi vor og það árvissa kraftaverk í náttúrunnar ríki, er jörð vaknar af vetrardvala, grænk- ar og grær, og lífskeðjan blómstr- ar. Dýpt þessarar hátíðar er aðeins svo óendanlega miklu meiri. Hún boðar okkur sól sem nær til sálar, líf að baki dauða, vaxandi þroska og kærleika, sem leiðir allt og alla til betri vegar. Þekking okkar og þroski nær of skammt til að við skiljum nema brotabrot af undrum tilverunnar, sem hvarvetna blasa þó við í stóru og smáu. Þessvegna verðum við að nálgast guðdóminn eins og börn; eins og hann kom til okkar. Þetta á ekki hvað sízt við á jólunum — þegar við göngum á vit hinnar sönnu, einlægu og barnslegu jóla- gleði. Gleðileg jól.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.