Morgunblaðið - 24.12.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.12.1978, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 1978 13 Leikið á borði Þessi leikur cr auðveldur og margir geta tckið þátt í honum. Hann getur bæði verið fyrir fjölskyldu þína eða vini þína. Og það, sem er e.t.v. hvað best, er að þú þarft ekki mikinn útbúnað. Þér nægja tveir litlir pappakassar eða öskjur, og þú getur sjálf(ur) ráðið, hvað þær eru stórar. Reglurnar getur þú líka ákveðið sjálf(ur), þegar þú hefur fest öskjunum eins og sýnt er á myndinni með límbandi. Síðan er unnt að nota hnappa, 10 kr. mynt eða e ð þ.u.l. og raða því á hinn enda borðsins. Nú getið þið reynt að skjóta hnöppunum niður í öskjur hvers annars, eins og í körfubolta. Eða þið reynið að koma hnöppunum niður í öskjurnar í sem fæstum skotum! Ég er viss um, að þið finnið eitthvað fleira skemmtilegt í sambandi við þennan leik. Góða skemmtun. FLÝTUR EGGIÐ? Ekki þarf mikinn útbúnað fyrir þetta litla töfrabragð. Láttu vini þi'na eða foreldra reyna fyrst, hvort þau geti fengið egg til þess að fljóta í vatni! Því næst kemur þú með könnu og litla trekt eins og sýnt er á myndinni. Kannan er með „dularfullum vökva“ í, sem er hellt niður í glasið. Viti menn! Eggið flýtur, þar sem sápuvatn er notað, af því að það er þyngra en vatn! EPLIÐ OG PENINGURINN Allt, sem þú þarft á að halda er epli, hnífur og krónupeningur. Þú segir vinum þi'num, að inni í eplinu liggi krónupeningur^ og enginn trúir slíkri fullyrðingu. Þú verður að sanna þeim það. Aður en þú setur fram fullyrðingu þína, hefurðu fest krónupeningi á aðra hlið hnífsins með vaxi t.d. eða leir (æfðu þig vel fyrst, eins og allir góðir töframenn gera) og síðan skerðu eplið í tvennt, en þrýstir blaðinu vel að eplinu, svo að krónupeningurinn falli niður um leið og helmingarnir liggja sitt hvoru meginn við hnífinn. Það sakar ckki að reyna! Jólasveinakeppni Þið megið ekki misskilja fyrirsögnina! Við eigum við, að þetta sé jólasveinakeppni, þar sem jólasveinar ...! í keppninni er notaður teningur og fleiri en tveir geta tekið þátt í henni. Markmiðið er að komast í jólagrautinn — og fáirðu 6, þá máttu kasta aftur. 4. Grísinn segir þér einhverja slúðursögu, svo að þú verður að sitja.hjá í næsta kasti. 10. Hundur nokkur kemur óvænt í humátt á eftir grísnum — þú lendir í erfiðleikum, en færð aukakast. 14. Nú er grísinn alveg uppgefinn, svo að þú verður að bíða með að kasta næst! 17. Nú er grísinn kominn á fleygiferð — og þú þeysist á reit nr. 21. 22. Aumingja grísinn hefur villst, svo að þú verður að hörfa til baka á reit nr. 18. 26. Grisinn verður logandi hræddur og hleypur hraðar en nokkru sinni fyrr (heppinn!) — á reit 31. 34. Vesalings grísinn verður svo uppgefinn, að þú verður að bera hann það, sem eftir er leiðarinnar. En þú mátt aðeins færa þig um einn reit, hvað sem teningurinn segir! Fyrir alla fjölskylduna 1. Hvað er það. sem allir tala um, en enginn getur gert neitt með? 2. Hver er það. sem hér er rætt umi Tvær hendur og tvö höfuð — sex fætur, en aðeins tíu tær — fjórar fætur gangandi? 3. Ilvað er það, sem er stytzt um miðjan daginn, en lcngst á morsnana ok á kvöldin? 4. Ilvað er það, sem er hnöttótt eins ok bolti, gejcnsætt eins ojí gler, létt sem fjöður, fallegt sem regnhogi, sem við getum búið til ok eytt með örlitlum andardrætti? 5. Hver er það, sem oft fer í ár ok vötn, en blotnar samt aldrei? 6. Likami minn er hvítur. en höfuðið svart. Hver er ég? 7. Framan í hvern getur maður rekið út úr sér tunguna, án þess að vera ókurteis? 8. Ilvernig er unnt að skrifa þúsund án þess að skrifa núll. en þó nota tölur? 9. Af hverju dó Napóleon á St. Ilelen eyju? 10. Hvena'r sefur fíllinn? 11. Hvað er það, sem þú getur haldið á í vinstri hendi, en aldrei í hægri hendi? 12. Faðir Pálma er sonarsonur Jóns. Ilve mikið eru þeir Pálmi og Jón skyldir? 13. Hver er það. sem er hvorki sonur guðs né manna. en er þó bæði fermdur og skírður? Svör á síðunni. •jnQnuiuaAjj -gj •mu[9j [jkSub[ jo uof -gj ipu.tq iJSæj[ jj jnu>[BA Jto juujos uumj uxas ‘ssa^ ijjip^ qj jn3ua| 9®I!I |5J5fí» UUBJJ 0 ’JpAg 6/6 666 '8 'uuiuijjrj 'l vi4dsPia '9 'uui3Sni[s s *JpAg jB|n>jndys I uui33n5(s g uinujs ijsaq v. iduuvj -g QiJQaA j 'Joas

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.