Morgunblaðið - 24.12.1978, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.12.1978, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 1978 21 Á öruggum staö Áður en ég fór út úr bankanum, brá ég mér á salernið og notaði tækifærið til að taka megnið af peningunum, sem voru fyrirferð- armiklir í þá daga — 1000 líra seðlar voru litlu minni en venjulegur'borðdúkur — en ekki mikils virði. Seðlunum brá ég undir peysu sem ég var í, og girti niður í buxurnar, tróð síðan fúlgunni aftur fyrir bak og var nú viss um, að enginn fingralangur næði til fjármuna minna án minnar vitundar. Ég yfirgaf svo Banka heilags anda með sigurbros á vör — öll vandamál höfðu verið leyst. Ég gat áhyggjulaus farið ferða minna á þriðja farrými til Feneyja með næstu lest, hvað ég og gerði. Af ástæðum, sem síðar koma í ljós, verð ég að skjóta hér inn upplýsingum um einkennileg við- brögð meltingarfæra minna við ferðalögum. Ég er þannig af guði gerður, að ég hef ekki í þessu lífi orðið sjóveikur, en hef þó sullað í mörgu misjöfnu veðrinu á sjó og upplifað það, sem sjómenn kalla stórsjó, oftar en einu sinni og meir en tvisvar. En ég hef annað einkenni frá skaparans hendi. Það eru hægðabreytingar, ef ég ferðast eitthvað, hvort heldur er á sjó eða landi eða í lofti. Ekki held ég, að þetta sé alvarlegur kvilli, en getur verið leiðinlegur. Ég hef þó löngu sætt mig við þennan galla og fyrirgefið skapara mínum yfirsjón hans. Ferðin til Fenyja hefst auðvitað í járnbrautarvagni þriðja farrýmis á járnbrautarstöðinni í Róm. Lestin ber það virðulega nafn „II rapido a Venezia", hraðlestin til Feneyja. Og vissulega hafði starfs- maður heilags anda haft rétt að mæla, eins og hans var von og vísa. Þarna var sannarlega þröngt á þingi, og eftir nokkra leit fann ég mér sæti meðal skuggalegra ítala, en allir Suður-ítalir eru skugga- legir í augum okkar, sem vanir erum fólki norðan Alpa. Það var dálítil svækja í vagninum, áður en farið var af stað, svo að því skaut upp í huga mér, að það yrði ekki sérlega þægilegt ferðalag, sem ég ætti fyrir höndum. En sá ótti sannaðist að vera á litlum rökum reistur, því að sjaldan hef ég ferðast með jafn skemmtilegu fólki og í þetta sinn, þrátt fyrir skuggalegt útlit. Þanníg eru oft fyrstu kynni hégómi einn, og ástæðulausum ótta brá fyrir í sálartóru minni, sem eingöngu var sprottinn af fávizku minni. Eitt var ég þó viss um. Fjármunum mínum var vel borgið. Þeim varð ekki af mér náð nema með því einu móti að leggja mig að velli og síðan ræna, þar sem felustaður minn var svo öruggur og svo tengdur líkama mínum. Ég var þess fullviss, að ekkert gæti komið fyrir hinar mikilsverðu lírur, sem hvíldu við bert bak mitt innan klæða.' II Rapido brunaði af stað, og áður en varði var landslagið orðið að samfelldu og endalausu litrófi, sem speglaðist í lestargluggunum, einstöku síma- eða rafmagnsstaur þaut framhjá og rauf þetta einhliða útsýni, snöggt og hvasst, um leið og hraði lestarinnar jókst jafnt og þétt. Næsti áningarstaður var í órafjarlægð. Lestarklefinn, sem ég hafði lent í, var fullsetinn við brottförina frá Róm. Ekki leið á löngu, þar til menn voru farnir að tala saman og gera grein hver fyrir sér. Þetta var fólk, sem flutt hafði að sunnan og bjó nú í nágrenni Feneyja, mest- megnis bóndafólk, sem verið hafði í heimsókn hjá frændum og vinum í hinni helgu borg, Róm. Það varð dauðaþögn í klefanum, þegar það spurðist, að meðal hópsins væri maður frá landi, sem hér um bil var á Norðurpólnum, þar að auki væri maðurinn hvorki meira né minna en listmálari. Það var stand langt fyrir ofan það að erja jörðina og framleiða matvæli. Auðvitað var ég ávarpaður professore á stundinni, og ekki var því mótmælt af minni hálfu. Það er nefnilega vani þar í landi að titla listamenn til þess virðulega, en ekki líta þá hornauga, eins og þá tíðkaðist oft á landinu, sem hér um bil var á Norðurpólnum. Gleði og glaumur Þetta var gott fólk. Glatt og kunni að ferðast á þriðja farrými. Ekki leið á löngu, þar til matar- körfur komu í ljós, hlaðnar ávöxtum, brauði, pylsum og auð- vitað víni. Fólk fór að fá sér snarl, allir, held ég, nema sá virðulegi, enda útlendingur og kunni auð- sýnilega ekki að ferðast eftir endilangri Ítalíu. En það kom varla að sök. Nægar birgðir voru í körfunum og vín, eins og hver vildi. Áður en varði, var þarna orðinn mikill gleðskapur og veizla, sem stóð allan þann tíma, sem þessi ágæti hópur flaug í áttina til Feneyja. Það var glatt á hjallla, menn fóru að raula, síðan að syngja, og eitthvað heyrðist í mandólíni. Vínið gekk millum manna, og hver einasti í hópnum varð að smakka á brauði og salamí hjá hinum. Já, sannarlega kunni þetta fólk að ferðast og þurfti ekki silfurhandföng á dyrum eða marmara á borðum til að njóta lífsins. Ekki þurfti þess lengi að bíða, að ég hætti að vera virðuleg- ur útlendingur, allir vildu gefa mér af sínum birgðum, og ég átti sannast sagna erfitt með að halda mér allsgáðum, því að sveitavínið hjá ítölum er sterkt og hefur ekki verið blandað vatni til að græða á því nokkrar lírur. Ég held, að brauðið hafi einnig verið áfengt, en áfengast alls þarna í klefanum var fólkið sjálft. Það var eins og klippt út úr lýsingu á hinum rómantísku ítölum frá fyrri öld, enda alger mótsetning við II Rapido og alla tækni tuttugustu aldar. Þannig getur það enn komið fyrir fólk að upplifa húmanisma í tæknivæðingu, sem hvorki er tilbúinn né senuskemmtan, heldur eðlilegur og sprottinn úr mannlegu eðli. Þetta var stórkostlegt ferða- er því fylgdi. Og þó — það var furðu fljótt að gróa yfir endur- minningarnar um svartstakkana, sem enginn viðurkenndi að hafa haft nokkuð með að gera. En það er nú önnur saga og verður ekki rakin nánar hér. En ég held, að hvernig sem blæs, sé alltaf hægt að finna skemmtilegt fólk á Ítalíu. Það er sólin, segja þeir sjálfir, og hver veit, nema þeir hafi rétt fyrir sér. Ef við segðum, það er skammdegið, væri það rétt hjá okkur. Munurinn er aðeins sá, að hjá okkur verkar það allt á annan veg, eins og allir vita, sem vilja. Mestre, Mestre, kallar loksins lestarþrjónninn, og þá erum við hér um bil komin til Feneyja. Síðan nemur lestin staðar á járnbrautarstöðinni í Feneyjum, hér skiljast leiðir. Síðustu vín- droparnir eru kláraðir, menn óska hver öðrum góðs gengis og þakka fyrir samveruna. Ungur bóndi býður mér að koma í heimsókn og sjá búskapinn. Ég þakka og veit, að úr því getur ekki orðið, og ég þakka fyrir allan viðurgerning á leiðinni til Feneyja, samfylgdina og skemmtunina. Síðan er hópur- inn ekki meir. Ég stend á brautar- stöðinni og bíð eftir bátsferð niður á Þrælaströnd, en þangað hafði mér verið vísað á ágætt gistihús, allt hafði gengið svo að óskum á ferðalaginu og ég var ekki vitund þreyttur, þökk sé samferðafólki, ákvað ég að leita uppi litla matstofu, þar sem ég vissi, að hægt var að fá Miste al Mare alla daga vikunnar. Það skyldi verða mitt fyrar verk í Feneyjum að bragða þessa gómsætu glás, sem gerð var úr öllu mögulegu af hafsbotni: Þara, smáfiskum, sem ég hef ekki hugmynd um, hvað heita, smokkfsiki, ígulkerjum, og ég veit ekki hverju. Og fyrr en varði, var ég búinn að fá mig vel saddan af þessu lostæti og hvítt vín með. Nú var engin skammdegisvæla í EGREGIO PROFESSORE frá POLE NORTE. Skapið var miklu fremur á þann veg, að sagt yrði: Hér er kominn Hoffinn. Þetta var dásamlegt kvöld, og máninn með sína róman- tík speglaðist í síkjunum, bárur smár gjálfruðu á Adríahafinu, og gondólar fóru sér hægt yfir síki og lón. Feneyjar, þessi undraheimur að kvöldlagi, var enn meira seiðandi en í sólbirtu dagsins. Nú var kominn tími til að ganga til náða, og framundan var mikið verk að skoða hina alþjóðlegu sýningu, sem lokkað hafði mig hingað í þessa veröld, þar sem austur og vestur mætast svo mjúklega, að úr verður mikil sæla í faðmi tilverunnar. Það er annars algerlega unnið fyrir gýg að gera tilraun til að koma í orð umhverfi þessu og andrúmslofti. Það verður fólk að upplifa sjálft, og enginn getur sagt öðrum, hvernig það er. Þetta er til að njóta, en ekki til að skilja eða segja frá. Leiðin heim á hótelið var ekki löng, en ég tók lífinu með ró og naut umhverfisins. Það lá lítið á, en margt að skoða — eins og allir vita, eru Feneyjar ekki líkar neinni annarri borg. Rétt við Markúsartorgið rek ég allt í einu augu í spjald, sem á stendur, fyrir ofan dyr MOSTRA G. de CHIRICO. Þarna var sem sé gallerí með sýningu á verkum þessa þekkta listamanns. Ég fór að lag. Áhyggjur og annað slíkt fauk út í veður og vind. Veröldin varð aftur til á þann hátt, sem maður les af bókum. Ég ætlaði að sofa svolítið á þessari leiö og hvíla mig vel fyrir Feneyjar, en það fór á annan veg, og ef ekki hefði svo farið, hefði ég verið dauður fýlupoki og skammdegisdraugur að norðan. En það er ég ekki, heldur málglaður glaumgosi og hef gaman af skemmtilegu fólki. Enda passaði þessi hópur af bændafólki mér betur en skórnir, sem ég hafði gengið á í Róm, af þeim hafði ég fengið hælsæri. Já, það var öðruvísi i den tid. Nú þegar Giorgio de Chirico er allur, niræður að aldri, er Ítalía orðið land ofbeldis, mannrána og morða, og jafnvel páfadómurinn kominn í vörzlu útlendings. Að vísu var Mússólíni-tímabilið ekki langt undan þarna, og varla var hægt að segja, að fólk væri búið að jafna sig eftir endalok þess og allt það, billegt og frekar rekið sem heimili en stórbusiness. Ekki man ég lendur nafnið á þeim stað, en mér tókst að fá þar inni, og það var engu líkara en að lífið léki við mér á alla vegu. Verð við mitt hæfi, ekki langt að sýningarsvæðinu, þar sem bíennalinn var og heldur ekki langt á torg heilags Markús- ar. Sem sagt hér um bil miðsvæðis, og ekki var það verra, að fyrir framan þetta litla hótel var viðlegupláss farþegaskipsins, sem gekk daglega til Júgóslavíu. Lit- ríkt umhverfi. Ég var í sjöunda himni yfir tilverunni og velgangni í landi Rómverja. Gómsæt glás Ég var ekki alls ókunnugur í Feneyjum og hafði verið þar nokkrum sinnum áður. Eitt var mér minnisstætt frá fyrri tíð. Það var fiskréttur, sem ég hafði komist í tæri við og þeir þarna á eyjunum kalla MISTE AL MARE. Þar sem athuga þetta nánar, og kom þá í ljós, að hér var á ferð sýning á nýjum verkum de Chiricos, og nú var forvitni mín verulega vakin. Þetta varð ég að sjá. Og ennfremur komst ég að því við nánari athugun á sýningarskrá, sem stillt var út í glugga gallerísins, að þetta voru nokkurs nokar mótmæli de Chiricos við alþjóðasýningunni, sem ég var hingað kominn til að skoða. Þetta verður fróðlegt, hugsaði ég og hélt heim á leið. Þegar ég var kominn upp á herbergi mitt og búinn að horfa yfir Adríahafið andaartak úr glugga mínum, skeður allt í einu það undur, að ég fæ þá tilfinningu, sem allar manneskjur fá, er ganga þurfa örna sinna. Ég kem því ekki til sldla í þessum línum, hve undrandi ég varð og kátur um leið. Það skyldi þó aldrei vera, að ég væri að læknast af mínum Guðs- galla. Nú var ég búinn að skrölta í járnbrautarlest um lengri tíma og skipta um umhverfi, og viti menn, hægðir segja til sín, og hlutirnir virðast eðlilegri en ég hef átt að venjast hingað til. Gleði mín var 'iönn, og það skipti engum togum, að ég nærri því hljóp eftir endilöngum hótelganginum, en salernið við enda hans, aðeins 1 vaskur á herberginu, sem þótti lúxus á þeim árum. Hreifur og kátur, var ég snar í snúningum, og allt gekk með ofsa hraða. Ég losaði mig við innri fyllingu og togaði síðan í streng til að gefa Adríahaf- inu sitt. Um leið reis ég á fætur og sneri mér þannig, að ég sæi framleiðsluna. En Guð mín góður. Ég sá meira. Vatnið fossandi á salernisskálina. Þar var myndar- leg framleiðsla líkama míns og lírur — allar mínar lírur, sem ég hafði haft innan klæða. Drottinn minn, þessu varð að bjarga! Ég hugsaði eins og drukknandi mað- ur, þreif með annarri hendinni niður í salernið og náði handfylli minni af seðlum og dálitlu öðru. Þrátt fyrir óvenjulegt ástand og það ekki af betra taginu, þakkaði, ég mínum sæla fyrir snarræðið, og og nú voru góð ráð dýr. Ég var langt frá herbergi mínu með ógirtar buxurnar og aðra höndina óskemmtilega útataða, en fulla af peningum. Nú var sú raunin eftir að komast í vaskinn í herberginu óséður og hjálparlaust. Hvernig tókst það, veit ég ekki þann dag í dag. En það tókst, og mér tókst að hreinsa og þvo seðlana og hendur mínar í vaskinum á herberginu. Síðan breiddi ég úr seðlunum á rúmteppið, sem enn hafði ekki verið fjarlægt fyrir nóttina. Girti ég mig síðan og settist í stól til að jafna mig eftir þessa lífsraun. Hefði ég ekki náð þessum seðlum, hefði ég staðið algerlega hjálpar- laus og ekki einu sinni getað hringt í síma til ræðismannsins okkar í Genova og beðið um aðstoð. Hefði ef til vill orðið að ganga á mínum tveim alla leiðina til Genova, hver veit! Og hvað var þá dálítið af saur á annarri hendi. Hann var hægt að fjarlægja, en hefði ég verið örlátari við Adríahafið, hefði getað farið í verra. Sýning Nú sat ég hér og horfði með þökk og aðdáun á alla mína seðla, útbreidda á einni sæng. Við þá sjón létti mér mikið, og ég fór að taka hlutunum á gamansamari hátt. Þá er allt í einu barið að dyrum, og inn kemur ung og falleg stúlka og spyr, hvort hún eigi ekki að búa um fyrir nóttina. Sjaldan hef ég séð manneskju bregða eins og þessari ungu stúlku, er hún sá seðla mína á rekkjunni og mig brosandi í stól að dást að þessari sýningu. „Hvað er hér á ferð?“ spurði aumingja stúlkan. „Ekkert, ekkert sérstakt, aðeins sýning á nýjustu verkum mínum, ég er nefnilega málari", sagði ég í gáska. Þá var þessari senjorínu nóg boðið. Hún hörfaði út úr herberginu og var þess fullviss, að brjálaður maður væri á númer 24. Mikið svaf ég vel þá nótt. Ég komst að þeirri niðurstöðu, meðan ég drakk morgunkaffið daginn eftir, að loksins hefði mér tekist að halda sýningu, sem olli algeru tauga- áfalli og gert hafði mikla lukku. Nú fer þessi saga að enda. Ég skoðaði það, sem ég ætlaði mér í Feneyjum í það skiptið, og ég heimsótti einnig galleríið með sýningu de Chiricos. Það var sorglegt. Þessi mikli málari, sem var, hafði algerlega misst tökin á sköpunargáfu sinni. Hann var að dunda við leiðinlegar hestamyndir og ávexti. í sjálfu sér er ekkert við þau viðfangsefni að athuga, en þessi verk voru bæði laus í reipunum og tæknin leiðinleg. Þannig voru mótmæli Giorgio de úíhiricos við nútímanum. Því miður. Samt kom það í heimsfrétt- unum, er hann lézt í nóvember 1978, og viss harmsaga var á enda. Ég er ekki frá því, að ég hafi haldið beztu sýninguna, sem hald- in var í Feneyjum í þetta skiptið. Vissulega, ef eingöngu væri farið eftir minni eigin skoðun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.