Morgunblaðið - 24.12.1978, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.12.1978, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 1978 27 Mikill fjöldi leikara tekur þátt í sýningunni eða hátt í 40 manns með aukaleikurum. Það er Erlingur Gíslason sem leikur Bernick konsúl, Margrét Guðmundsdóttir leikur Betty Bernick, konu hans og Stefán Jónsson Ólaf son þeirra. Guðrún Þ. Stephensen leikur Lónu Hessel, hálfsystur konsúlsfrúarinnar, sem kemur heim frá Ameríku og hristir heldur betur upp í logn- mollunni í bænum, Hákon Waage leikur Jóhann Tönnesen og Gunnar Eyjólfsson Hilmar Tönne- sen, Rúrik Haraldsson leikur Aune skipasmið, Bríet Héðinsdótt- ir leikur Mörtu Bernick, systur konsúlsfrúarinnar, Bjarni Steingrímsson Rörlund kennara og Guðrún Þórðardóttir Dínu Dorf, unga stúlku á heimili konsúlsins. Þettta er fyrsta hlut- verk Guðrúnar í Þjóðleikhúsinu en hún lauk námi frá Leiklistarskóla íslands í vor. Meðal annarra leikara í sýning- unni má nefna: Ævar R. Kvaran, Val Gíslason, Sigurð Skúlason, Gísla Alfreðsson, Þóru Friðriks- dóttur, Herdísi Þorvaldsdóttur, Bryndísi Pétursdóttur, Önnu Kristínu Arngrímsdóttur og Þórunni Magnúsdóttur. í tilefni þess að í ár eru liðin 50 ár frá fæðingu Ibsens, verður samhliða sýningunni á Máttar- stólpunum myndasýning í Kristalsal um Henrik Ibsen, feril hans og verk. Þetta er norsk farandsýning, sem Þjóðleikhúsinu hefur borist í tilefni 50 ára ártíðarinnar. Frumsýning á Máttarstólpunum verður sem fyrr segir annan dag jóla og síðan verða sýningar á hverju kvöldi fram til 29. desember. - á.j. Guðrún Þórðardóttir og Hákon Waage í hlutverkum Dínu Dorf og Jóhanns Tönnesen bróður konsúlsfrúarinnar. Rúrik Haraldsson í hlutverki Aune skipasmiðs ræðir við konsúlinn. Jón Kristinsson í hlutverki Sigurðar í Dal, Jón^teinn Aðalsteinsson í hlutverki Jóns sterka og Viðar Eggertsson í hlutverki Gvendar smala. Skugga-Sveinn tekur upp þráð- inn á Akureyri Á annan dag jóla frumsýnir Leikfélag Akureyrar Skugga-Svein, en nú er um það bil öld síðan leikurinn var fyrst sýndur á Akureyri — og allt of langt síðan það var sýnt síðast, ef taka má mark á kenningunni að „enginn ætti að hafa heimild til að láta ferma sig, sem ekki hefur séð Skugga-“. Hjá L.A. trúa menn á þessa kenningu, enda er leiksýningin ætluð allri fjölskyldunni. Leikstjóri er Sigrún Björnsdóttir, en hlutverk Skugga-Sveins leikur Theodór Júlíusson. Karitas Jónsdóttir — Fáein kueðjuorð Fædd 24. desember 1895. Dáin 13. nóvember 1978. Karitas móðursystir mín fædd- ist á aðfangadag. Hún var ekki aðeins jólabarn í þeim skilningi heldur einnig fyrir það að hún bar ætíð með sér birtu, yl og gleði. Hún var jafnan reiðubúin að rétta hjálparhönd og miðla öðrum af litlu sínu og létt lund entist henni til hinstu ævidaga. Við hjónin þökkum ótaldar samveru- og ánægjustundir á heimili hennar og manns hennar heitins, Sigvalda Sveinbjörnsson- ar, að Lindargötu 49 — og góðar stundir með henni einni hin síðustu ár að Austurbrún 6. Fjölskylda mín tjáir þakkir fyrir hlýhug hennar og góðvild. Megi hún ganga á nýjum stigum svo glaðlynd og góð sem gerði hún hér, mín kæra frænka. Blessuð sé minning hennar jarðvistar. Bogga. Theodór Júlíusson í hlutverki Skugga-Sveins. Rússar enn varaðir við Bukarest, 23. desember. AP. MÁLGAGN Kommúnistaflokks Rúmeníu beindi skeytum sínum í dag að Sovétríkjunum með þvi að segja að það væri í algjörri andstæðu við samþykktir komm- únistaráðstefnu Evrópu 1976 ef Sovétríkin reyndu að þröngva vilja sínum fram meðal kommún- istaflokka utan Sovétríkjanna. Nafn Sovétríkjanna var reyndar ekki nefnt á nafn, en kunnugir sögðu að ekki færi á milli mála hvert skeytunum væri beint. Talið er að með þessu hafi rúmensk yfirvöld viljað ítreka réttmæti þeirrar ákvörðunar sinn- ar að standa utan við samþykktir ráðstefnu Varsjárbandalagsríkj- anna fyrir skömmu, en þá neituðu Rúmenar að fallast á aukin herútgjöld og að fordæma Kín- verja vegna deilna þeirra við Víetnam. Þá fögnuðu Rúmenar, á sínum tíma, einir Varsjárbanda- lagsríkja, að ísraelsmenn og Egyptar skyldu hefja viðræður um frið sín á milli. Haldemann látinn laus Lompoc, Kaliforníu. 21. desember. AP. H.R. HALDEMANN, fyrrverandi aðstoðarmaður Richards M. Nixon Bandaríkjaforseta, var látinn laus úr fangelsi í dag. Haldemann var dæmdur í fangelsi fyrir aðild sína að Watergate-málinu svonefnda, sem leiddi til þess að Nixon varð að segja af sér á sinum tíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.