Morgunblaðið - 24.12.1978, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.12.1978, Blaðsíða 4
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 1978 S jómenn Reykjavík Sjómenn Reykjavík Á mílli jóla og nýárs efnir Sjómannafélag Reykjavíkur til fundar um félags- og kjaramál meó félagsmönnum sínum sem hér segir: meö sjómönnum hafrannsóknarskipa 27. des. kl. 10 með farmönnum 27. des. kl. 14 meö bátasjómönnum 28. des. kl. 10 meö togarasjómönnum 29. des. kl. 10 meö loðnusjómönnum 29. des. kl. 14 meö sjómönnum sanddæluskipa í byrjun janúar. Allir fundirnir veröa aö Lindargötu 9, 4. hæö. Sjómenn mætiö vel og stundvíslega. Stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur. (ELBA) BRÉFABINDI Höfum kaupendur aö eftirtöldum veröbréfum: VERÐTRYGGÐ SPARISKIRTEINI RÍKISSJÓÐS: Kaupgengi pr. kr. 100- Yfirgengi miðað við inntausnar- verö Seöla- bankans. 1968 1. flokkur 2814.80 54.8% 1968 2. flokkur 2647.56 53.9% 1969 1. flokkur 1971.06 53.8% 1970 1. flokkur 1809.18 19.8% 1970 2. flokkur 1315.92 53.2% 1971 1. flokkur . 1236.14 19.7% 1972 1. flokkur 1077.78 52.9% 1972 2. flokkur 922.11 19.7% 1973 1. flokkur A 702.29 19.7% 1973 2. flokkur 648.98 1974 1. flokkur 450.76 1975 1. flokkur 368.57 1975 2. flokkur 281.28 1976 1. flokkur 266.85 1976 2. flokkur 212.45 1977 1. flokkur 197.32 1977 2. flokkur 165.26 1978 1. flokkur 134.70 VEDSKULDABRÉF:* Kaupgengi pr. kr. 100.- 1 ár Nafnvextir: 26% 77—79 2 ár Nafnvextir: 26% 68—70 3 ár Nafnvextir: 26% 62—64 *) Miðað er viö auðseljanlega fasteign. HLUTABRÉF: Sjóvátryggingarf. íslands hf. Sölutilboð oskast Hvalur hf. Trygging hf. Eimskipafélag íslands hf. NáRKirmemptiM isumof HP. VLNOBRÉFAMARKAÐUR LÆKJARGÖTU 12 R. (lönaöarbankahúsinu). Sími 2 05 80. Opið alla virka daga frá kl. 13— 16. J ólamy ndir eins við hákarlinn heldur einnig við ýmsa forystumenn í þorpinu, sem eiga sundurleitra hagsmuna að K®ta í þessum efnum. Asamt Scheider eru önnur hlutverk í höndum Lorraine Gray, Murray Hamilton, Cindy Grover o.fl. Tónlist er eftir John Williams. Leikstjóri er Jeannot Szwarc en myndin er gerð eftir handriti þeirra Carl Gottlieb (sem skrifaði „The Jaws Lo(í“ um fyrri myndina) o(j Howard Sackler. Fram- leiðendur eru sem fyrr Richard Zanuck og David Brown. Nýja Bíó Silent Movie, am. 1976, leikstjóri Mel Brooks. Nýja Bíó hefur undanfarin ár verið með léttar gamanmyndir um jólin og heldur því áfram í ár. Silent Movie er næst-nýjasta afkvæmi Mel Brooks (Blazing Saddles, Young Frankenstein og nú síðast High Anziety) og er líkt og nafnið gefur til kynna þögul með millitextum en henni fylgir þó tónlist og einstaka hljóðeffekt- ar. Silent Movie segir frá kvik- myndastjóranum Mel Funn (Mel Brooks) sem datt út úr bransanum vegna drykkju en hann ákveður nú að ganga í bindindi og gera eina kvikmynd til að bjarga fram- leiðslufyrirtæki sínu frá því að verða gjaldþrota og þar með innlimað í risafyrirtækið Engulf & Devour. Mel nær í félaga sína Marty Eggs (Marty Feldman) og Dom Bell (Dom DeLuise) og í sameiningu kynna þeir hugmynd- ina fyrir forstjóra kvikmyndavers- ins (sid Caesar). Hann hlustar á Mel í forundran en hugmyndin er sú, að gera milljón dollara þögla stórmynd með öllum helstu stjörn- um í Hollywood. Samþykki fæst en fyrst verður að fá stjörnurnar til að taka þátt í þessari vitleysu, og þeir félagar hefjast þegar handa við að elta uppi stjörnur eins og Burt Reynolds (þeir hitta Reynolds á hans raunverulega heimili), Paul Newman, sem þeir lenda í kappakstri við — á hjólastólum, Liza Minelli, sem þeir taka nánast herskildi í matstofu kvikmyndavers nokkurs, og meðal annarra leikara, sem fá þremenn- Klaufabárðurinn Clouseau lögregluforingi. Tónabíó. Laugaráshíó - JAWS II. Háskólabíó Háskólabíó hefur nú þegar tekið vikuforskot á jólamynd sinni í ár, Ileaven Can Wait og efni hennar hefur áður verið kynnt hér í blaðinu. Formsins vegna er þó rétt að láta það fylgja hér með að nýju. Myndin, sem er leikstýrð af W. Beatty og rithöfundinum Buck Henr.v, segir frá Joe Pendleton (Warren Beatty), íþróttamanni, sem lendir í umferðarslysi og fyrir mistök reynslulítils, himnesks fylgdarsveins (Buck Hency) fer hann með Joe til himna. Joe er hins vegar hinn reiðasti og segist alls ekki hafa verið tilbúinn til að deyja og skýtur máli sínu til erkiengilsins Jordan (James Mason). Jordan flettir upp í stóru bókinni, þar sem allt er skrifað og kemst þar að því, að Joe á ekki að koma fyrr en eftir 50 ár. Hann ávítar fvlgdarsveininn fyrir fljót- færnina og þéir fara báðir með Joe til baka, til að koma honum í iíkama sinn á nýjan leik. A því er þó smáhængur, því að þjálfari Joe hafði af mikilli skyldurækni brennt líkama þessa vinar síns eftir slysið. Eftir nokkra leit og þjark er samið um að Joe taki við líkama milljónamæringsins Leo Farnsworth, en eiginkona Leo, Julia (Dyan Cannon), og ritari hans, Tony (Charles Grodin), brugga Leo banaráð. Joe samþykk- ir þetta aðeins til bráðabirgða, aðallega vegna þess að hann verður yfir sig hrifinn af ungri stúlku, Betty Logan JJulie Christie), sem á í útistöðum við Leo. Umskiptin hafa hins vegar í för með sér mikinn rugling, því að Joe tekur með sér sinn eiginn persónuleika í líkama Leos. Háskólabíó mun upphaflega hafa ætlað myndina Grcase sem jólamynd, en nýjustu fréttir herma, að hún muni fylgja fast á hæla þessarar myndar og sýningar á Grease munu því hefjast mjög fljótlega eftir áramótin. Stjömubíó Murder by Death. am. 1976. Leikstjóri: Robert Moore. Handritið að þessari mynd er skrifað af Neil Simon, hinum þekkta leikritahöfundi, sem skrif- að hefur mörg hárbeitt gamanleik- rit. Simon hefur lýst þessu verki sem sínu fyrsta, er hafi það eitt markmið að vera fyndið. Sagan er nokkuð í anda Agöthu Cristie en hér er sagt frá milljónamæringn- um og furðufuglinum Lionel Twain (Truman Capote), sem býður öllum helstu spæjurum skáldsagnanna til kvöldverðar heim til sín, í gamalt, drungalegt og afskekkt stórhýsi. Þarna eru mætt Sam Diamond (Peter Falck) frá San Francisco, Milo Perrier (James Coco) frá Belgíu, Dick Charleston og frú (David Niven/ Maggie Smith), Jessica Marbles (Elsa Lanchester) frá Englandi og loks Sidney Wang (Peter Sellers). Meðal annarra gesta er vinkona Sams, Tess (Eileen Brennan), en þjónustulið Twains er blindi þjónninn Bensonmum (Alec Guinness) og þjónustan Yetta (Nancy Walker), sem hrópar án þess að gefa frá sér hljóð. Um leið og gestirnir koma til hússins er gerð á þeim f.vrsta morðtilraunin og fleiri fylgja í kjölfarið. Við kvöldverðarborðið býður Twain milljón dollara verðlaun þeim spæjara, er geti upplýst morð, sem framið verði þarna á staðnum á miðnætti. Undarlegir atburðir taka nú að gerast um gervallt húsið og spæjararnir fara jafnvel að gruna hvern annan um græsku. Laugarásbíó Jaw.s II, am. 1978, er jólamynd Laugarásbíós og sýningar eru þegar hafnar. Hér er á ferðinni framhald af hinni vinsælu mynd Spielbergs, Ókindinni, og efnið gerist á sama stað og fyrr, í baðstrandarþorpinu Amity á Long Island. Martin Brod.v, lögreglu- stjórinn á staðnum, sem í fyrri myndinni lifði af bardagann við mannætuhákarlinn, er hér aftur ieikinn af Roy Scheider. Ástandið í þorpinu er mjög við það sama og í f.vrri myndinni í upphafi, áhyggju- lausir ferðamenn og blómstrandi viðskiptalíf þegar annar mannætuhákarl gerir allt í einu vart við sig. Og líkt og fyrr, stendur barátta Brodys ekki að-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.