Morgunblaðið - 24.12.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.12.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 1978 33 kvikmyndahúsanna Háskólabíó — Heaven Can Wait Stjörnubíó — Murder by Death. ingana í heimsókn, er James Caan, Anne Bancroft og látbragðsleikar- inn Marcel Marceau. Erfiðleikar þremenninganna eru þó ekki aðeins fólgnir í því að fá stjörn- urnar til að skrifa undir samning- inn því að útsendarar Engulf & Devour eru oftast skammt undan og er markmið þeirra að stöðva framleiðslu þessarar myndar. Þegar allt annað bregst senda þeir lostafullan spæjara á hendur Mel Funn, Vilmu Kaplan (Bernadette Peters), og það hefur svo sannar- lega allnokkur áhrif. Tónabíó: TIIE PINK PANTIIER STRIKES AGAIN Gamall og góður kunningi, Jacques Clouseau, ólánsamasti lögregluþjónn heimsbyggðarinnar, mun skemmta okkur yfir hátíðarnar í Tónabíó. Þetta er fjórða myndin í flokknum um Bleika Pardusinn, en þær hafa notið flestar geysivinsælda bæði hér og erlendis. Líkt og fyrri myndirnar er efnið púrafarsi og því ekki nokkur meining í að fara að tíunda það hér. Peter Sellers er óborganlegur að vanda í hlutverki Clouseau, þá leika í myndinni Herbert Lom, Lesley-Anne Down (Húsbændur og hjú) og hinn bráðsmellni gamanleikari Colin Blakely. Leik- stjóri er Blake Edwards, Mancini semur tónlistina, að vanda. Að margra dómi er þetta skemmtilegasta mynd flokksins til þessa, svo að engum ætti að leiðast í Tónabíó næstu vikurnar. Austur- bœjarbíó: Hér verður súperhetjan Clint Eastwood á ferð, bæði sem aðal- ieikari og ieikstjóri í nýjustu lögregiutrylli sínum, THE GAUNTLET. Að þessu sinni er hann lögreglustjóri í Arizona, og dregst inn í all svæsin átök við sjálfa Mafíuna. Að venju þarf ekki að spyrja að leikslokum. Sandra Locke fer aftur með aðalhlutverk á móti Eastwood í THE CAUNTLET. líkt og í síðustu mynd hans á undan, THE OÚTLAW JOSEY WALES. Auk þess fer Pat Hingle með stórt hlutverk í myndinni. Tónlist ann- ast Jerry Fielding. Myndir Eastwoods eru undan- tekningarlaust ágætis skemmti- efni og maðurinn með skemmti- legri leikurum í dag. Gamlabíó: LUKKUBÍLLINN í MONTE CARLOi Hér kemur þriðja myndin frá Walt Disney um undrafólksvagn- inn Herbie og að þessu sinni er hann hápunktur í París — Monte Carlo kappakstri. Og gamli voffinn er hvergi smeykur við glæstari keppinauta, eins og Ferrari, Marerati og Porsche. Inn í efnis- þráðinn blandast heilmikið gim- steinarán og þar kemur Herbie að sjálfsögðu talsvert við sögu, og leysir málið fyrir rest. Með aðalhlutverkið fer Dean Jones, hinn sprenghlægilegi Don Knotts fer með næst stærsta hlutverkið. Þá koma m.a. fram í myndinni Julie Sammars og Roy Kinnear. Leikstjóri er Vincent McEveety, tónlist samin af Frank DeVol. ' HAFNARFJÖRÐUR I Ilafnarfjarðarbíó verður sýnd yfir hátíðarnar bandaríski vestr- inn BITE THE BULLET, sem sýnd var í Stjörnubíó í sumar við talsverðar vinsældir. Stjörnuskari er í myndinni. Hitt kvikmynda- húsið í firðinum, Bæjarbíó, mun — að öllum líkindum — sýna mynd Chaplins, KÓNGUR í NEW YORK, sem að undanförnu hefur gengið við ágæta aðsókn í Hafnar- bíó. KjEFLAVÍK I Keflavík er almennur áhugi fyrir kvikmyndum mjög mikill, og þar er löngum blómlegt úrval mynda. Á þessum jólum mun Nýja Bíó bjóða upp á tvær úrvalsmynd- ir, engar aðrar en STAR WARS og MARY POPPINS. Hitt kvik- Nýja Bíó — Silent Movie myndahúsið í Keflavík nefnist Félagsbíó. og fær það nýja mynd að láni frá Laugarásbíó, sem nefnist ALMOST SUMMER og mun vera keimlík AMERICAN GRAFITI. Borgarbíó/ Akurcyri — The Last Remake of Beau Geste. Akureyri Borgarbíó Borgarbíó frumsýnir The Last Remake of Beau Geste (am. 1977) en það er fyrsta myndin, sem gamanleikarinn Marty Feldman leikstýrir, og hann skrifaði jafn- framt söguna og kvikmyndahand- ritið ásamt öðrum, en hugmyndin er fengin úr bók P.C. WREN, Beau Geste. Áður hafa verið gerðar 3 myndir eftir þessari sömu sögu, sú fyrsta 1926 með Roland Colman, 1939 með Gary Cooper og 1966 með Guy Stockwell og Telly Savalas. Feldman fer frjálslega með efnið, þannig að hin rómantíska saga um týndan dýrgrip, mannorð og villi- mennsku í Ctlendingahersveitinni hefur tekið verulegum breytingum og bendir nafnið á myndinni, Síðasta endurgerðin af Beau Geste, til þess, að Feldman ætli sér að ganga af efninu dauðu í eitt skipti fyrir öll. Aðstoðarmenn hans í þessari aðför eru Ann-Margaret, Michael York, Peter Ustinov, James Earl Jones, Trevor Howard, Terry Thomas, Spike Milligan og Roy Kinnear. Mynd þessi verður síðar sýnd í Laugarásbíói. Nýja Bíó Nýja Bíó á Akureyri sýnir Close Encounters of the Third Kind. hina margumtöluðu mynd Steven Spielbergs. Um hana hefur svo mikið verið ritað og rætt að það væri aö bera í bakkafullan lækinn að halda því áfram hér — eitthvað af öllu þessu umtali hlýtur að hafa borist norður. Hins vegar getur verið ágætt að vita af myndinni þarna, sérstaklega á nýársmorgun, ef óeðlilega margar skýrslur um fljúgandi furðuhluti fara þá að berast að norðan. Ökuþór lukkubflsins Herbie, Dean Jones í huggulegum félagsskap. Gamla Bíó. Harðjaxlinn Clint Eastwood í jólamynd Austurbæjarbíós.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.