Morgunblaðið - 24.12.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.12.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1978 39 lan Wilson: rsjálfum guðspjöllunum er ekki Íminnst á það einu orði, að á líkklæði það, sem líkami Krists var sveipaður 1 við greftrunina, hafi myndast svipmynd af líkama hans með þeim mörgu undum, sem hann bar. Og það er rétt á takmörkun- um, að unnt sé að trúa því, að slíkur gripur hafi verið varðveittur alveg fram á vora daga eða í hartnær 20 aldir. En samt er þessu þannig varið með „santa sindone" eða hið helga líkklæði, sem varðveitt er í dómkirkju Torino-borg- ar á Norður-Italíu. Lengstum er líkklæðið læst niður í silfurslegnu skríni og geymt inni í veggútskoti einu með járnrimlum fyrir, hátt fyrir ofan altari hinnar konunglegu kapellu í dómkirkjunni. Að jafnaði er klæðið aðeins tekið fram og haft til sýnis fyrir almenning sem svarar einu sinni á mannsaldri. Á síðastliðu hausti varð þó aftur sá viðburður, þegar þess var minnst, að 400 ár voru liðin frá því líkklæðið barst til Torino. Frá 27. ágúst fram til 7. október á liðnu hausti gekk svo til óslitinn straumur lotningarfullra pílagríma í skoðunarferð framhjá hinum helga dómi, og menn undruðust hina einkennilegu svipmynd af mannslíkama á klæðinu. Hinn 7. október flykktust svo pílagrímar af öðru tagi til Torino, það voru vísindamenn og aðrir sérfróðir menn víðs vegar að úr heiminum, sem komu saman til sérstakrar ráðstefnu um líkklæðið. Þeim gafst þá tækifæri til að kanna svipmyndina á klæðinu, og einnig líndúk- inn, sem það er úr, með hinni fullkomn- ustu tækni nútímans í öreinda-greiningu og með því að beita sérstakri tækni til kolefna-geislunar. Fáist leyfi erkibiskupsins í Torino til þess, ætti því brátt að liggja fyrir svarið við einum af hinum furðulegustu leyndar- dómum kristninnar: Er klæði þetta aðeins svona frábærlega vel falsað eða gæti það verið líkklæði Krists ósvikið? Leyndarmálið, sem riddarinn tók með sér í gröfina Það kunna í vissum skilningi að hafa verið Englendingar, sem eiga upptökin að öllum þeim leyndardómi, sem nú hvílir yfir uppruna hins helga líkklæðis. Þegar enskar hersveitir höfðu því sem næst unnið fullan sigur í orrustuni við Poitiers í Frakklandi hinn 19. september 1356, og þeim virtist vera innan handar að ná Frakkakonungi á sitt vald, þá geystist skyndilega fram Geoffrey nokkur de Charny, fánaberi franska hersins, á móti Englendingunum. Eftir æðisgenginn bar- daga tókst Englendingum loks að fella hann með því að leggja hann í gegn með lensu. Það sem Englendingar gátu aftur á móti ekki vitað, var að með því að drepa hinn algjörlega óþekkta riddara þennan dag, höfðu þeir sennilega fyrirgert um alla framtíð þeim möguleika að aflað yrði upplýsinga um það, á hvern hátt þessi riddari hafði komizt höndum yfir það fjögurra metra og 90 sm langa línklæði, sem síðar fannst í fórum hans. Það er þetta klæði, sem nú gengur undir heitinu Torinó-líkklæðið. Á meðan Geoffrey lifði hafði aldrei verið minnzt einu orði á líkklæðið, en skömmu eftir dauða hans tók hin bláfátæka ekkja Geoffreys að hafa hið helga líkklæði til sýnis fyrir almenning; eftir hennar daga hélt sonur þeirra áfram þessum sið. Viðbrögð biskupanna í biskupsdæmi þeirra og eins í nálægum biskupsdæmum á þessum sýningum á hinum helga dómi voru mjög harðorð LEYNDARDOMUR LÍKKLÆÐISINS mótmæli. Eða eins og einn biskupanna orðaði það: „... þetta geti ekki verið hið raunverulega líkklæði Drottins vors Krists með andlitssvip og allt svipmót Frelsarans mótað þannig á það, úr því að hin heilögu guðspjöll minnast hvergi á þessa svip- mynd af líkamanum. Því hafi þetta í raun og veru gerst, þá sé það afar ólíklegt, að hinir helgu guðspjallamenn hafi látið hjá líða að minnast á það, eða þá hitt, að menn hafi ekki haft vitneskju um þessa svipmynd af likama Krists á líkklæði hans allt fram á vora daga.“ Eldsvoðinn í Chambery-kapellunni Fölsunin á hinum helga dómi virtist staðfest, þegar de Charny-fjölskyldan hætti sýningum á líkklæðinu án nokkurra skýringa. Fjölskyldan gerði enga tilraun til þess að bera til baka allar ásakanirnar um að brögð væru í tafli með því að gera grein fyrir, á hvern hátt klæðið hefði komizt í hennar eigu. Þetta var einnig á þeim tímum, sem alræmdir eru fyrir slíkar falsanir á helgum dómum. Það var ekki fyrr en sonardóttir Geoffreys de Charnys, barnlaus kona og orðin ekkja, hafði ánafnað hertoganum af Savoy líkklæðið, að hinn helgi dómur hófst til nokkurrar virðingar á ný. Við fyrstu sýn beinist athyglin mest að þeim ummerkjum, sem líkklæðið ber eftir tímans tönn. Þegar líkklæðinu er haldið uppi í fullri lengd, sjást tvær samhliða brunarákir, sem liggja eftir endilöngum líndúknum, og þá sézt einnig, að það hefur verið bætt á stöku stað með efnispjötlum úr altarisklæði. Tiluri) þessara ummerkja er vel þekkt. Árið 1532 varð eldsvoði í Chambery-kapellunni, þar sem Savoy-fjöl- skyldan varðveitti þá hið helga líkklæði. Úr skríni því, sem líkklæðið lá smanbrotið í, rann bráðið silfur niður á annan jaðar klæðisins, og þegar skrínið var opnað kom í ljós, að á klæðinu hafði myndast, auk brunabletta, heilt mynstur af götum, sem endurtók sig sitt hvoru megin við miðju klæðisins. Nunnur úr klausturreglu hinnar heilögu snauðu Klöru önnuðust viðgerð á verstu skemmdunum á klæðinu. Þrjú óreglulega löguð göt með svartleit- um brúnum, sem sjást í röð á fjórum stöðum nálægt jaðri klæðisins og endur- taka sig á samsvarandi stað á hinum jaðrinum, bera vott um aðrar bruna- skemmdir, og eru þær öllu alvarlegra eðlis. Ef klæðið er brotið saman einu sinni langsum og einu sinni þversum, þá sézt að brunagötin samsvara hvert öðru og ber saman á öllum stöðunum eins og stungið hafi verið í klæðið þrisvar í röð. Allt bendir sem sagt helzt til þess, að einhver óþekkt hönd hafi af ásettu ráði stungið rauðglóandi skörungi þrisvar sinnum í klæðið. Engar frásagnir eru til um það, hvenær þetta vildi til, en þær eftirmyndir, sem málarar hafa gert af klæðinu, leiða í ljós, að það hefur gerst fyrir 1516. Ekkert af þessum áföllum hefur neitt verulega skaðað hina yfirnáttúrulegu svipmynd af framanverðum og aftanverðum manns- líkama, sem kemur í ljós á klæðinu endilöngu, og eins og innrammað af brunaskemmdunum frá árinu 1532. Við nánari skoðun Þetta er í stærstu dráttum sú ráðgáta, sem fylgt hefur líkklæðinu. Það verður sannarlega að teljast alveg sérstök lífsreynsla að virða klæðið fyrir sér með eigin augum. Strax og gengið er að því, er þegar unnt að greina tvo ljós-brúnleita skugga, sem mynda svipmynd af framan- verðum og aftanverðum mannslíkama, sem lagður hefur verið til. Sú ályktun verður þá nærtæk, að til þess að þannig löguð svipmynd myndist á klæðið, hljóti líkið að hafa verið lagt til á öðrum enda klæðisins, og hinn hluti klæðisins síðan verið dreginn fram yfir höfuð líksins og allt niður á fætur þess. Á svipmyndinni af líkamanum framanverð- um sjást ljóslega hendur, sem krosslagðar eru yfir lendunum, og einnig sézt skeggjað andlit, einna líkast grímu, með opin augu, sem virðast stara beint fram. Þegar klæðið er skoðað nánar í góðri birtu sézt sums staðar móta fyrir rauðbrúnum flekkjum, sem helzt líkjast förum eftir blóðstrauma. En þegar komið er enn nær svipmyndinni og reynt að skoða hana með stækkunargleri, kemur aðal leyndardómurinn við gerð myndar- innar í ljós að fullu: Sjálf svipmyndin af mannslíkamanum virðist þá eins og leysast upp og hverfa inn í sjálft klæðið líkt og mistur. Ef um málað verk væri að ræða, þá mundi þetta teljast hreinræktað- ur impressionismi fram kominn um 500 árum á undan frönsku impressionistunum. En á hinu helga líkklæði er engin málning. Að minnsta kosti þetta atriði er fullvíst eftir að ítalskir vísindamenn rannsökuðu árið 1973 þræðina í líkklæðinu af kunnáttusemi, þótt aðferð þeirra geti ekki kallast með öllu beinlínis vísindaleg. Engin ummerki neins konar efnisnotkunar hefur komið í ljós við nákvæmustu skoðun, ekkert efni hefur runnið inn í þræðina eins og búast mætti við ef um einhvern vökva eða um málaraliti væri að ræða, né heldur hefur neitt efni setið eftir inni á milli þráðanna. Svo notað sé ósköp hversdags- legt orðalag og hversdagsleg samlíking, þá minnir svipmyndin á líkklæðinu einna mest á ógreinilegan sviða eins og tíðum sézt á mikið notuð léreftsstykki, sem haft er til hlífðar á strauborði. Svipmyndin á líkklæðinu birtist sjónum og hverfur svo annars staðar á svo óræðan hátt, að það er allt að því ómögulegt að láta sér koma til hugar, að einhver hafi reynt að falsa mynd á þennan afar flókna og margslungna hátt. Jafnvel listmálarar hafa ekki getað skilið eðli og gerð svipmyndarinnar til fullnustu eins og margar og heldur afkáralegar eftirlíkingar af líkklæðinu, gerðar á liðnum öldum, bera greinilega með sér. Ljósmyndatæknin kemur til skjalanna Þetta gerir þá duldu eiginleika, sem sjálf svipmyndin hefur til að bera þeim mun óvenjulegri og sérstæðari, en það var myndavélin sem leiddi þessa eiginleika fyrst í ljós í lok síðustu aldar. Síðan kom svo til nýjasta geimvísindatækni, sem beitt var við rannsókn á líkklæðinu og með svipuðum árangri. Fyrir 80 árum tók ítalski lögfræðingur- inn Secondo Pia fyrstu ljósmyndina af líkklæðinu, sem vitað er um. Myndin var tekin, þegar haldin var ein af þessum sjaldgæfu sýningum á klæðinu í dómkirkj- unni í Torion. Secondo Pia notaði stóra myndaplötu, sem voru algengar á þeim tímum, og fór að lokinni myndatöku með plötuna í myrkvunarherbergi sitt til þess að framkalla myndina. Hvað hinu helga líkklæði viðvék, þá átti hann eins og venjulega aðeins von á daufum skugga af klæðinu á neikvæðari myndaplötunni, — í hæsta lagi skugga af hinni mjög dauflitu svipmynd. Það sem hann aftur á móti sá koma í ljós við framköllunina var opinberun. Klæðið sjálft birtist auðvitað svart á neikvæðri myndaplötunni en það mátti sjá, að afar sérstæð ummyndun hafði átt sér stað, hvað snerti hina áður óljósu svipmynd af mannslíkama á klæðinu. Svipmyndin sjálf virtist nú á myndaplöt unni sem eðlileg lágmynd af manni, með skýrum smáatriðum af öllu útliti eins og um raunverulega ljósmynd væri að ræða. í stað andlits, sem bar svip af grímu, með alvöruþrungnu, starandi augnaráði, leiddi myndaplatan í Ijós ógleymanlega tignar- legan svip á andliti með augum, sem dauðinn hafði lokað. Þetta voru hvorki brögð né brellur ljósmyndarans. Heil samstæða af mynd- um, sem lærður ljósmyndari, Guiseppe Enrie, tók árið 1931, sýndu báðar svipmyndirnar á líkklæðinu ennþá greini- legar. Á einhvern hátt birtast því svipmyndirnar á líkklæðinu mannsauganu sem neikvæð, umhverfð mynd, sem á neikvæðri myndaplötunni verður að skýrri, eðlilegri mynd, eftir að ljósmynd- unin hefur umhverft hana. Hver og einn, sem vill leggja það á sig að taka aftur ljósmynd á svarthvíta filmu af ljósmynd þeirri í litum, sem tekin var árið 1973 og birt er hér með þessari grein, getur sjálfur 'gengið úr skugga um það, hvað negatíva filman leiðir i ljós. Það er erfitt að trúa því, að einhver 14. aldar falsari gæti hafa skapað þessa umhverfðu mynd eins og í blindni og af hreinni tilviljun, og það mörgum öldum áður en dagar ljósmyndarinnar voru runnir upp. En hafi teikning verið notuð til þess að ná fram svipmyndinni á líkklæðinu, hvernig var það þá framkvæmt á tímum algjörrar vanþekkingar á aðferð- um til þess að fylgjast með gerð slíks verks? og í hvaða tilgangi ætti slík fölsun að hafa verið gerð úr því að eftirmyndir, sem listmálarar hafa um aldir málað af hinu helga líkklæði sýna greinilega, hve illa listamennirnir hafa skilið gerð og áferð sjálfrar svipmyndarinnar. Með allri þeirri þekkingu, sem nútíma- menn ráða yfir í ljósmyndún, hefur það jafnvel nú á dögum reynst afar erfitt verk að gera góða eftirmynd af þessari svipmynd af mannslíkama, sem sést á líkklæðinu. Hið þögla vitni í kvikmyndinni „Hið þögla vitni“, sem fyrirtækið Screenpro Films lét alveg nýlega taka, en það er leikin heimildar- kvikmynd um hið helga klæði, þurfti að nota eftirmynd af því í eðlilegri stærð, og varð hvert smáatriði að vera fullkomlega eins og í frummyndinni. Til þess að gera þessa nákvæmu eftirlíkingu af líkklæðinu var fenginn kunnir listmálari, John Weston að nafni, en hann er sannfærður guðleysingi og fer alls ekki í launkofa með þá skoðun sína. Honum reyndist auðvelt að ná fram sviðnum götunum og brunablettunum á klæðinu og einnig sumum af blóðtaumun- um. En til þess að ná fram andlitinu varð hann að vinna alveg þveröfugt við allar grundvallarreglur um myndun og áhrif ljóss og skugga, sem honum hafði verið kenndar, reglur, sem hann hafði hingað til alltaf unnið eftir í list sinni. John Weston hefur nýlega játað í biaðaviðtali, að í ljósi þeirrar reynslu, sem hann hafi aflað sér við gerð þessarar nákvæmu eftirlíkingar af líkklæðinu, geti hann ómögulega gert sér í hugarlund að svipmyndin af mannslíkama á líkklæðinu gæti verið unnin af falsara. Undarlegasta hlið þessa máls er þó sú, að jafnvel þótt menn geti fallist á, að svipmynd mannslíkamans, sem sézt á klæðinu, sé alveg ósvikin svipmynd af líki Krists í gröfinni, þá er það enn sem fyrr hulin ráðgáta, á hvern hátt það hefur orðið til. Það er ekki hægt að ímynda sér lengur nú á dögum, að þessi svipmynd á klæðinu hafi einfaldlega myndast við það, að klæðið hafi snert blóði- og svitastokkið líkið eftir krossfestinguna. Þessi skýring á SJA NÆSTU SIÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.