Morgunblaðið - 24.12.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.12.1978, Blaðsíða 18
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 1978 Sjónvarp & útvarp Lóa ok óli með Nonna litla meðan allt leikur í lyndi á heimilinu. Silfurtúnglið Silfurtúntílið, leikrit eftir Halldór Laxness í sjónvarpsjíerð Hrafns Gunnlaugssonar, hefst í sjónvarpi þriðjudagskvöld kl. 20.30. Sjónvarpsleikritið b.vggir á yrkisefni sviðsverksins, en leik- ritinu hefur verið breytt eftir kröfum sjónvarpstækninnar. „Verkinu hefur verið breytt séð út frá atburðarás og tíma, en Silfurtúnglið er upphaflega sviðsverk í fjórum þáttum en í sjónvarpsútfærslunni skiptist það niður í rúmlega fimmtíu sjálfstæð atriði,“ sagði Hrafn Gunnlaugsson, en hann var inntur nánar eftir útfærslu á leikritinu. „Ég hef reynt að finna umbúðir um verkið, svo að það komist til skila. Sá maður, sem tekur að sér að umbreyta verki höfundar frá einu formi til annars, verður að vera upphaf- lega verkinu trúr, annars getur hann skrifað sjálfur sitt eigið verk og á að láta aðra höfunda í friði. Maður getur ekki unnið að einu verki heils hugar nema að trúa á þá hugmynd, sem liggur því til grundvallar. Ég vona, að þessi útfærsla nái til allrar fjölskyldunnar, en ég hef reynt að segja þessa sögu á eins skilmerkilegan hátt sem mér hefur frekast verið unnt í gegnum mitt hugmyndaflug með sjónvarpskvikmyndavélina inn á sjáaldrinu. Sagan segir frá lítilli konu, við lygnan fjörð, sem heitir Lóa. Hún ákveður að freista gæfunn- ar í skemmtanaiðnaðinum. Hana dreymir um að glampa eins og þær stjörnur, sem hún sér á síðum kvikmyndablað- anna. Annars er það mikil einfeldni að ætla sér að segja í fáeinum setningum frá verki, sem tekur tvo tíma í flutningi," sagði Hrafn að lokum. Útvarp II í jólum kl. 13.20: ÚUen, dúUen, doff... Úllen, dúllen, doff, þáttur í umsjón Jónasar Jónassonar, hefst í útvarpi þriðjudag kl. 13.20. Þátturinn er blandaður söngva- og leikatriðum með jólaívafi og reynt að höfða til sem allra flestra, „ungs fólks á öllum aldri". Rifjuð verður upp stemning í gömlu skemmtiþáttunum í útvarpinu, en þá tíðkaðist að áhorfendur væru við- staddir. Meðal efnis í þættinum eru tekin fyrir málefni og menn í léttum dúr. Leiknir eru stuttir þættir og flutt örstutt söngnúmer og jóla- sveinninn kemur einnig við sögu. Efnið í þættinum er samið og flutt af leikurunum Eddu Björgvinsdótt- ur, Gísla Rúnari Jónssyni, Randver Þorlákssyni og Hönnu Maríu Karls- dóttur undir stjórn Jónasar Jónas- Útvarp jóladag kl. 15.05: Dagskrárstjóri í klukkustund Þátturinn Dagskrárstjóri í eina klukkustund er að þessu sinni í umsjá Markúsar Á. Einarssonar veðurfræðings. Hefst hann á jóladag kl. 15.05. Meðal efnis i þættinum er tónlist og má'þar nefna kórverk ú Messíasi eftir Hándel, orgelverk eftir Johan Sebastian Bach og óperuaríu úr La Boheme eftir Puccini auk annarra sönglaga íslenzkra og erlendra. Þá les Gunnar Stefánsson kafla úr gömlum þætti um daginn og veginn eftir Jón Eyþórsson veðurfræðing. Einnig verður lesið úr bók Þórbergs Þórðarsonar, Sálminum um blómið, en lesári er Helga Þ. Stephensen leikkona. Siðan les Gunnar Stefánsson hugleiðingu eftir Jakob Jóhannesson Smára og loks mun Stefán Júlíusson lesa úr eigin verkum. sonar, en auk þeirra sá Júlíus Brjánsson einnig um samningu efnisins. Hlöðver Smári Haraldsson og Vilhjálmur Guðjónsson úr hljóm- sveitinni Galdrakörlum og Gunnar Hrafnsson og Hróðmar Sigurbjörns- son úr Melchior sáu um tónlistina og tengja atriði þáttarins saman með henni. Sjónvarp jóladag kl. 20.15: Sjónvarp mióvikudag kl. 20.55: Sjónvarp miðvikudag kl. 21.45: Ebenzer Scrooge með nátthúfuna sína að borða „jólagrautinn". Þættir úr ævi Jussi Björlings Jólasaga, A Christmas Carol, leikin brezk kvikm.vnd, byggð á sögu Charles Dickens, hefst í sjónvarpi annað kvöld kl. 20.15. Segir í myndinni frá gamla nirflinum Benezer Scrooge. Er hann allríkur en alræmdur fyrir nízku sína. Jafnvel á jólunum er hann jafn nízkur og harðbrjósta og áður. Scrooge hefur fyrirgert allri persónulegri hamingju fyrir það takmark sitt að nurla saman einhverjum peningum en hann lifir og hrærist fyrir aurana sína. Tímir hann ekki einu sinni að hita upp skrifstofu sina, þannig að ótuktarskapurinn við náungann og Þættir úr sögu Jussi Björlings, óperusöngvarans al- kunna, önnur tveggja mynda, hefst í sjónvarpi miðvikudags- kvöld kl. 20.55. Segir í þessari heimildarmynd frá lífi og starfi Björlings og er þar viðtal við fólk, sem þekkti hann. Meðal annars er rætt við hans nánustu, konu hans og börn, svö og samstarfsmenn Björlings og söngvara við Stokk- hólmsóperuna. Björling hóf söngnám hjá föður sínum í upphafi og reynd- ar báðir bræður hans, Gösta og Olle, líka. Ferðaðist faðir þeirra með þá til Bandaríkjanna unga að aldri, þar sem þeir héldu óliðlegheitin koma líka niður á honum. Aðfaranótt jóla birtist honum í draumi gamli meðeigandinn í fyrirtæki hans, en sá er látinn. Meðeigandinn fyrrverandi ætlar að gera Ebenezer Scrooge þann greiða að senda þrjá anda á hans fund honum til sáluhjálpar. Ógnarstjórn nefnist áttundi þátturinn í myndaflokknum um Kládíus, sem hefst miðvikudag kl. 21.45. Tiberius, sem haldinn er ofsóknarbrjálæði og mikilli hefnigirni sakar Agrippinu og son hennar, Neró, um landráð fyrir senatinu, sem er steini lostið. Tiberius býður Sejanusi að kvænast Helen, dóttur Livillu, en Livilla verður að vonum ill við. Móðir Livillu, Antonia, kemst að hlutdeild hennar í morði Castors og fleiri athæfum Livillu og ákveður sjálf að refsa henni. Einnig að koma boðum til Tiberiusar um aðgerðir Sejanusar, en er það hægara sagt en gert, þar sem ekki er hægt að ná til keisarans nema gegnum Sejanus. tónleika ásamt föður þeirra við góðar undirtektir. Þótti þetta geysimikill viðburður, en upp- tökur með þeim feðgum eru til frá þessum tíma. Jussi Björling Dýraeftirlitshjónin að reyna að kenna Elsu að veiða sér til matar. Jólasaga Sjónvarp II í jólum kl. 17.00: Ljóns- unginn Elsa Borin frjáls nefnist myndin um ljónsungann Elsu, sem hefst í sjónvarpi þriðjudag kl. 17.00. Segir í myndinni frá dýraeftirlitshjónum í Kenýa, George Adamson og konu hans. George neyðist til að drepa fullorðin ljón, sem orðið hafa fólki að bana. Tekur hann þrjá unga þeirra og fer með heim til sín, þar sem hann og kona hans ala þá upp. Þegar ljónsungarnir eru orðnir stálpaðir geta hjónin ekki haft þá lengur, svo tveir þeirra eru sendir í dýra- garð, en Elsa verður eftir. Reyna þau hjón með ýmsu móti að kenna henni að bjarga sér í frumskógin- um en það gengur erfiðlega og reynir mikið á þolinmæði þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.