Morgunblaðið - 24.12.1978, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.12.1978, Blaðsíða 24
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 1978 vtre MORöJN-% KAFr/NU x V' ((' >T«^___________ Sírtustu da)tana nú fyrir jólin hafói Kaupmannahafnar- Jöjírovclan hcrt stórh'iía á rftir- litinu moó iilvunarakstri júlaumfcróinni. I>á toiknaði oinn af toiknurum Kaup- mannahafnarprossunnar þossa skoptoiknintíu. Sýndi fram á að liiKrcKÍan sloppti onttu. of Krunur lóki á því að iikumonn væru við skál! BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Mart;t hefur verið rætt ok ritað um hinn niikla fjöhla norvisagna sem frani hefur kontið á síðustu tuttugu áruni og hefur flækt verulega hið skemnitilega dulmál, soni sagnirnar eru. Að vísu er erfitt fyrir keppnisspilarann að komast af án nokkurra hjálpar- tækja í vopnabúri sínu. Enda er tungumál sagnanna takmarkað við aðeins þrjátíu og átta orð. En hin fullkomnu kerfi gervi- sagnanna hafa alls ekki útrýmt eðlilegum sögnum né sannað yfirburði sína eins og sjá má af spili dagsins. Það kom fyrir í leik Breta við Líbani á Evrópumeist- aramótinu 1975. Suður gaf. allir utan hættu. Norður S. G32 II. D96 T. G10953 L. DG COSPER Þú skilur: Hann heldur, að hún sé maður! Afmælisveislan Velvakanda barst bréf sem hann taldi eiga vel við daginn í dag, aöfangadag jóla. Heiðraði Velvakandi. Eitt sinn heyrði ég mann segja, að jólin væru hátíð Mammons. Þessi setning finnst mér lýsa vel huga manna t kringum þessa fæðingarhátíð frelsarans. Fyrir jólin er víðast boðið upp á áfengi og á aðfangadag eru menn þreyttir og timbraðir eftir þær veislur. Síðan halda jólin áfram við jólapakka, mat og gleðskap og enginn leiðir hugann að því hvers vegna allt þetta umstang er. Jólin eru afmælisveisla, fæöing- arhátíð Jesú. Þegar við förum í afmælisveislu óskum við afmælis- barninu til hamingju og færum því glaöning í tilefni dagsins. 011 athygli okkar beinist yfirleitt að persónunni sem á afmæli á meðan á veislunni stendur en við lokum hana ekki af einhvers staðar þar sem við sjáum hana alls ekki og þar af leiðandi munum ekki eftir tilvist hennar. Hvernig væri það nú að vera háttvís á jólunum og minnast þess að við erum í afmælisveislu hins mesta sem fæðst hefur á þessari jörð. Munum eftir afmælisbarninu og gleðjum það með því að sýna því að viö vitum hvers vegna hátíðin er haldin og að við munum eftir honum. Með bestu óskum um gleðileg jól. R." • Hvað á að banna og hvað ekki? Kvikmyndir sem sýndar eru, hvort heldur það er í kvikmynda- húsum eða í sjónvarpi, eru oft bannaðar börnum, eins og sagt er í daglegu tali. í kvikmyndahúsunum er aldurstakmarkið mismunandi eftir því sem þurfa þykir en i sjónvarpinu er einungis talað um að myndir séu ekki við hæfi barna. Eins og skilja má eru það ýmsir og mismunandi menn sem ákvarða hvort tiltekin kvikmynd þykir hæfa börnum eða ekki og þá einnig hversu gömlum börnum myndirn- ar hæfa. Vitanlega eru skoðanir manna á þessum hlutum misjafn- ar eins og á ýmsum öðrum hlutum. Sem dæmi um það má nefna að sumar myndir eru bannaðar börn- um í einu landi en engar takmark- anir settar á þær sömu í öðru. Það er að vísu sagt að klippt hafi verið svo og svo mikið úr kvikmyndun- um og ekki skal ég mæla á móti því Vestur S. ÁK1098765 11. 872 T. - L. 12 Suöur S. — H. ÁG10543 T. KD64 L. ÁK3 Austur S. D4 H. K T. Á872 L. 1098765 Þegar Bretarnir voru moð hend- ur norðurs og suðurs opnaði suður á tveim hjörtum, eðlilegri og sterkri sögn. Og eftir stökk vesturs í fjóra sj)aða sagði norður fimm hjörtu með nokkru öryggi. Austur sagði fimm spaða, suður sex hjörtu og gegn slemmunni, óhnekkjandi spili. fórnaði vostur í sex spaða. Að vísu fór hann tvo niður, dohlaða. En þó hann fengi aðeins tíu slagi, varð tap hans mun minna en að verjast árangurslaust gegn slern munni. En á hinu borðinu spiluðu Líbanonmennirnir tískukerfið Frecision og suður opnaði á einu laufi. Eðlilega skellti Bretinn sér strax í fjóra spaða og eftir það var erfitt fyrir norður og suður að vita í hvoyn fótinn átti að stíga. Norður gat ekki gert annað en að dobla til að sogja frá sínum fátæklega styrk, sem gat jú verið betur til varnar fallinn. Og hvorki hann né suður gátu hafið leit að tromplit á finrmta sagnstigi. Bretarnir fengu þannig game plús slemmu, sem gerði fúlgu stiga. „Fjólur — mín ljúfa“ Framhaldssaga eftir Else Fischer Jóhanna Kristjónsdóttir pýddi 17 lætur alla móta krukkur eða öskubakka og út frá því holdur hún svo að hún geti sagt til um karakter hvers og eins og komist að dýpstu leyndarmál- um okkar. — Og nú cr krukka Einar sens sem sagt full af eitri? er það rótt? — Já. ég hef eiturduft sem ég nota f sérstaka áferð utan á krukkurnar og þar sem ég þorði ekki að láta það vera í pokanum fannst mér Ijómandi | vel við hæfi að ég skellti því í Ijótu krukkuna hans Einars. — Ljótu krukkuna hans Einars. endurtók Lydia. — Þegar ég rifja nú upp hvað þú sagðir þegar þú fékkst hana! — Það eru liðin þrjú ár síðan og ég var svo vitlaus, sagði Gitta hvassyrt. — Við hljótum allar að vcrða hrifnar af vitlausum manni þcgar maður er bara tvítugur. — I>ú þarft ekki að vera að verja þig. Við skulum koma og skoða hvað þú ert að gera. — Já, nú skal ég sýna þér inn í hugarhcim Lydiu með því að leyfa þér að sjá leirinn hennar. Gitta leit glettnislega til þeirra og þó fannst Susanne sem vottaði fyrir einhvers konar Þórðargleði í svip henn- ar. — Nei, ekki þcnnan hra'ði- lega öskubakka. Lydia rétti fram höndina en Gitta virtist mala eins og köttur þegar hún otaði að Susanno holdur kuhbs- legum, rykuðum öskubakka. — Eins og þú sérð, hefur Lydia reynt að dylja hugsanir sínar, svo að innstu leyndarmál honnar verði áfram leyndar mál, og svo lýsa þau af þessum öskubakka — og það langar leiðir. — Nei, hættu nú. þetta er ekki vitund fyndið, byrjaði Lydia en Gitta hélt miskunnar- laust áfram. — Eins og þú sérð er þetta öskuhakki með lágmynd, en hvaða lágmynd? Ekki af tón- smiðnum við hljóðfæri sitt, hcldur af málara við grind sína og vinan situr við hlið honum. Það kostulega við þetta allt er hara að málarinn er örvhentur eins og Jaspcr og það var ekki fyrr en Lydia hafði gert þenn- an öskubakka að það rann upp fyrir mér að hún tilhiður jörðina sem hann stígur á. — Og hvað hefur Jasper gert? spurði Susanne og setti öskubakkann í snatri aftur inn í skápinn til að reyna að beina athyglinni frá Lydiu. — Jasper bjó til Jeiðinlega skál með nótum. Sama gerði Einar en hann gerði sér þó það ómak að reyna að fá sérstakt lag á skálina ... mjög sérstakt lag. Gitta beygði sig niður og tók upp skrftna og snúna krukku úr læstum skáp. Krúsin var fyllt með hvítu dufti og var satt bezt að segja ekki sérlega fögur á að líta. Susanne leit nánar á mótívið sem var ekki ýkja frumlegt méð nótum á þessari hálfvansköpuðu skál. Hún rétti hana til Lydiu< — Sniðugt. Mér finnst ég eitthvaö kannast við þetta. Lydia tók krukkuna án þess að segja neitt og virti hana fyrir sér. — Það er vonlaust fyrir ykkur að geta, svaraði Gitta, — því að ef þið farið ekki daglega á Þjóðminjasafnið hafið þið tæplega nokkurn tíma veitt þessu athygli. Þið getið kannski hafa séð þetta á mynd í listaverkabók, bætti hún við, — því að Einar er satt að segja að reyna að líkja eftir gamal- dags fórnarskál. Þið vitið svona með mannafórnir og skuggaleg grafhýsi. Ég þekki upprunalegu krukkuna sem hann reynir að líkja eftir og þessi er auðvitað ekki nema svipur hjá sjón. cn mér finnst nú samt sem áður eitthvað við hana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.