Morgunblaðið - 24.12.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.12.1978, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 1978 53 VELVAKANDI SVARAR i SÍMA 0100 KL. 10—11 FRÁ MÁNUDEGI þar sem ég veit alls ekkert um það. Öðru hef ég hins vegar tekið eftir og verið að velta fyrir mér og það er hversu misjafnir þeir glæpir, eða annar hryllingur, eru sem börn mega eða mega ekki sjá. Sem dæmi um það tek ég, að í sjónvarpinu ekki alls fyrir löngu var leikrit Skollaleikur eftir Böðv- ar Guðmundsson sýnt og var það leikrit talið við hæfi barna (að minnsta kosti var það ekki bannað börnum). í því leikriti voru verstu hliðar lífsins sýndar eins og þær gerðust á 16. öld. Síðar var svo sýnd í sjónvarpinu mynd er bar nafnið Heyrnleysinginn. I þeirri mynd var sýnt frá verstu hliðum nútímalífsins. Heyrnleysinginn var ekki talinn við hæfi barna. Þá vaknar sú spurning: Hvers vegna var 16. aldar hryllingurinn geðslegri en nútímahryllingurinn? Mér sjálfum fannst fyrr nefndra dæmið mun ógeðfelldara en það síðara og ef ég hefði mátt ráða hefði ég snúið dæminu við og bannað Skollaleik en ekki Heyrn- leysingjann. Svipuð dæmi mætti taka af öðrum vettvangi og finnst mér að skoða verði allt gaumgæfilega áður en það er sýnt hvort heldur það er í sjónvarpi eða kvikmynda- húsum. Annaðhvort á að banna allan hrylling (þótt menn greini oft á um hvort um hrylling er að ræða eða ekki) eða þá sleppa því alveg því það þýðir ekki að byrgja brunninn þegar barnið er dottið ofan í hann. • Svar til móður Vegna greinar í Velvakanda um lýsingu í Fossvogskirkjugarði þann 21. desember 1978 vil ég upplýsa eftirfarandi. Þrátt fyrir óskir mínar um að fá að halda áfram jólalýsingum þá var mér synjað um leyfi til þess. í bréfi frá Kirkjugörðum Reykjavík- ur til mín 10. júní 1974 stendur m.a.: „Fyrirhuguð er fullkomin lýsing í garðinum á þessu sumri og undirbúningur þegar hafinn. Þeg- ar hún er komin er öll frekari lýsing óþörf.“ Virðingarfyllst. Guðrún Runólfsson. • Símskeyti Frá Stykkishólmi kom fyrir- spurn til Velvakanda um hvort Hólir vegir hœtta áferð símstöðvum væri ekki skylt að senda símskeyti samdægurs. Mað- urinn sem hringdi kvað sig spyrja þessa af gefnu tilefni. Velvakandi hafði samband við Jón Skúlason póst- og símamála- stjóra og fékk þau svör, að símskeyti væru send áfram sam- dægurs svo fremi eitthvað óviðráð- anlegt kæmi ekki í veg fyrir það eins og t.d. bilun á línum. Hann sagði að því gætu þeir ekki lofað því að símskeyti bærust samdæg- urs en sú væri reglan, að ske.vti væru send strax og mögulegt væri. Gleðileg jól les- um Velvakandi sendir öllum endum sínum bestu óskir gleðileg jól. Ymislegt hefur gengið á á árinu sem er að líða en um jólin hjaðna allar deilur og menn lifa í sátt og samlyndi. Því mun Velvakandi sofa vært yfir jólin. HÖGNI HREKKVISI ©1978 McNaofbl -Synd. loc. « mtl ftCWAg. AÐ uPP^iu! Lítiðtil beggja TÓNABIO Sími31182 Sýningar á annan jóladag: Jólamyndin 1978 Bleiki Pardusinn leggur til atlögu (The Pink Panther Strikes Again) THEINIEWEST, PINKEST PANTHER OF ALL! PETER SEU-ERS starring HERBERT LOM with COLIN BLAKELY • LEONARD ROSSITER LESLEY-ANNE ÐOWN Animation by RICHARD WILLIAMS STUDIO ■ Music by HENRY MANCINI Associate ProducerTONY ADAMS • "Come To Me 'Sung byTOM JONES Written by FRANK WALDMAN and BLAKE EDWARDS Produced and Directed by BLAKE EDWARDS Filmed in PANAVISION' COLOR by DeLuxe [ORIGINAL MOTION PICTURE SOUNDTRACK ALBUM AND TAPE AVAILABLE ON UNITED ARTISTS RECOROS ] PG| PLRBfTLL KltDAMCt SUG&STEO Umted Artists A Transamerica Company Samkvæmt upplýsingum veöurstofunnar veröa Bleik jól í ár. Menn eru því beönir aö hafa augun hjá sér því þaö er einmitt í slíku veöri, sem Bleiki Pardusinn leggur til atlögu. Aöalhlutverk: Peter Sellers Herbert Lom Lesley-Anne Down Omar Sharif Sýnd kl. 5, 7.10 og 9.15 „Alla leið, drengir“ Bráöskemmtileg mynd meö Trinity-bræörunum. Sýnd kl. 3. Gleðileg jól 03^ S\G€A V/QGA g \ilVt9AH

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.