Morgunblaðið - 29.12.1978, Side 1

Morgunblaðið - 29.12.1978, Side 1
32 SÍÐUR 298. tbl. 65. árg. FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Hnútur fljúga milli Kairó og Jerúsalem Kairó. Jerúsalem 28. des. Reuter. ENN á ný kom afturkippur í friðarmál Egypta og ísraela er utanríkisráð- herra Egypta Boutros Ghali sagði í dag að eitt af markmiðum Egypta í friðarsamningunum væri að stofnað yrði sjálfstætt ríki Palestínumanna. Sagði hann að vitaskuld myndu ísraelar reyna að koma í veg fyrir þetta. Hann sagði að meginaf- stöðumunur fælist í því að ísraelar vildu ekki að það leiddi til stofnunar Palestínuríkis ef sjálfs- stjórn yrði fengin í hendur Aröb- um á Vesturbakkanum og á Gazasvæðinu. Talsmaður ísraelsstjórnar brá við hart er þessi ummæli voru birt og sagði það fráleitt að ísraelar myndu nokkru sinni sætta sig viö lausn sem gæti falið slíkt í sér. Aukin heldur væri ástæða til að harma að slíkar yfirlýsingar væru gefnar þegar málið væri á jafn viðkvæmu stigi og raun bæri vitni um. AtviimuMð er lamað og matarskortur yfírvofandi TRILLAN HANS BJÖSSA á Ægissíðunni kúrir þarna í nausti klár fyrir skakið og grásleppuúthaldið, en það eru margir borgarbúarnir sem hafa keypt grásleppu af Ægissíðuköppunum. Myndina tók Emilía ljósmyndari Mbl. í kyrrðinni í gærdag, en að undanför'nu hefur Ægissíðan ekki farið varhluta af því undurfagra vetrarveðri sem hefur ríkt víðast á landinu, síbreytileg litadýrð um himin, haf og land og álfareiðir um allan sjó. Teheran draugaborg líkust í gær: Hálf millj. í verkfalli Nýju Delhi, 28. des. AP INDVERSKIR bankastarfsmenn byrjuðu tveggja daga verkfall í dag til að fylgja eftir kröfum um hærri laun. Raskaöi það mjög allri peningastarfsemi víðs vegar í landinu. Þetta verkfall sem um hálf milljón bankastarfsmanna tekur þátt í fylgir í kjölfar margra annarra hjá ýmsum stéttum í landinu síðustu daga og segir AP-fréttastofan að öngþveitið í innanríkismálum sé nú meira en nokkru sinni fyrr. Mánaðariaun bankastarfsmanns með tveggja ára reynslu er nú um tuttugu og átta þúsund krónur auk árlegrar bónusgreiðslu sem svarar til mánaðarlauna. Kennedymorðið: Hljóðsér- fræðingar birta skjöl Washington, 28. des. Reuter. TVEIR hljóðsérfræðingar munu í dag birta nýjar niður- stöður um morðið á John Kennedy Bandaríkjaforseta og setja fram þá kenningu að morðið hafi verið samsæri. Sérfræðinganir munu birta nefnd fulltrúadeildarinnar niðurstöður sínar og skýra hljóðupptöku frá morðinu, þar sem þeir telja sig sanna að fjórum skotum hafi verið hleypt af — eða einu fleira en Lee Harvey Oswald er sagður hafa skotið. Vitnisburður þeirra er talinn hinn drama- tískasti og vinnubrögð þeirra hafi verið vísindaleg í hvívetna. Moskvu, 28. des. AP. í DAG birtist í Pravda, málgagni kommúnistaflokks Sovétríkj- anna. löng fréttaskýring í tilefni þess að nýlokið er í Kína þingi miðstjórnar kommú istaflokksins þar. I fréttaskýringu þessari er því spáð að til nýrra átaka komi meðal æðstu ráðamanna í Peking og að „víðtækar hreinsanir“ verði gerðar innan kínverska flokksins. Segir blaðið að leiðtog- ar Kína eigi við mikla erfiðleika að stríða. Pravda segir að miklar deilur séu milli ráðamanna í Kína um það m.a. hvort birta eigi almenn- ingi sannleikann um „gildislausar kenningar" Mao Tse-tungs, og blaðið bætir því við að stefna formannsins látna hafi verið mjög spillandi fyrir þjóðina tvo síðustu áratugina, sem Mao lifði. „Auðvelt er að sjá að leiðtogarn- ir í Peking hafa alvarlegar áhyggjur af vandanum við að Teheran, 28. des. Reuter. MJÖG alvarlegt ástand var í Teheran, höfuðborg Irans, í kvöld, vegna verkfalla en þau beinast að því að lama svo atvinnu- og efnahgslíf landsins, að keisarinn neyðist til að iáta af völdum. Seint í kvöld urðu nokkur átök í borginni. draga úr — bæði í raun og í orðavali — miklum ágreiningi meðal forustumanna," segir Pravda. Þessu til sönnunar nefnir blaðið að margar af ákvörðunum miðstjórnarþingsins staðfesti „valdaflutninginn“ frá Hua Kuo- feng formanni yfir til Teng Fréttaritarar segja að Teheran hafi verið eins og draugaborg í dag, nánast allar skrifstofur, bankar og þjónustufyrirtæki lokuð og þeir einu sem voru á ferli voru menn að reyna að ná í bensín eða olíu og mynduðust víða geysilegar biðraðir við olíusölu- staði. Því hefur verið spáð að olíubirgðir endist aðeins í viku, enda Hsiao-pings varaforsætisráðherra og fylgismanna hans. Einnig bendir blaðið á að margir af nánustu fylgismönnum Tengs hafi verið kosnir í stjórnmálaráð flokksins, sem bendi til þess að hann sé í raun valdamesti maður- inn. liggur nánast öll olíuframleiðsla landsins niðri. Eftir að útgöngubannið gekk í gildi í kvöld kl. 21 (17.30 ísl. tími) var óttast að til óeirða kæmi, en á því bar ekki fyrr en síðar í kvöld. Búizt er við að fjárskorts fari að gæta hjá fólki fljótlega, bílaumferð um Teheran hefur þegar stórminnk- Þrátt fyrir þetta, segir Pravda, sitja þeir menn enn í valdastöðum, sem mest hafa verið gagnrýndir á veggspjöldum að undanförnu. „Allt bendir þetta til þess að nýrra átaka sé að vænta meðal ráða- manna í Peking.“ Pravda segir að ráðamenn í Peking hafi til þessa ekki ráðið við helztu vandamál þjóðarinnar, sem fari vaxandi, og nefnir blaðið í því sambandi efnahagserfiðleika, vax- andi óánægju meðal verkamanna og bænda, mikið atvinnuleysi, og bág lífskjör almennings. í stað þess að snúast gegn þessum vandamálum segir blaðið að leið- togar Kína hafi einblínt á að gera landið að „hernaðarlegu risa- veldi“. Þá segir blaðið að kín- versku leiðtogarnir á þinginu hafi mjög hampað utanríkisstefnu sinni, sem miði að bættri sam- stöðu og samskiptum við helztu árásaröflin meðal ríkja heims- valdasinna og andstöðu við Sovét- ríkin og bandamenn þeirra. að og reynt er að spara upphitun húsa sem mest, en kalt er nú í veðri. Innflutningur er enginn því að tollverðir eru í verkfalli og enginn póstur var borinn út. Trúlegt er að flugsamgöngur við Iran erlendis frá stöðvist vegna þess að ekki verður hægt að veita þá þjónustu og öryggiseftirlit sem krafist er. Iran- air hefur þegar hætt öllu flugi. Framleiðsla í iðnfyrirtækjum og verksmiðjum var víðast í lágmarki, bæði vegna orkusþarnaðar og verk- falla starfsfólks. Búizt er við að ástandið eigi enn eftir að versna og heilbrigðisþjónustan fari í mola og matarbirgðir í Teheran eru taldar aðeins til örfárra daga. Símritarar og telexstarfsmenn íhuga að leggja niður vinnu og þar með væri Iran orðið gersamlega sambandslaust við umheiminn. I fréttum frá Teheran í dag sagði að aldrei hefði verið eins mikill einhugur með fólki og þó svo að þessar aðgerðir kæmu mjög óþyrmi- lega við borgara sjálfa sögðu frétta- menn að flestir orðuðu það svo að „fólkið væri sameinað í byltingu. Enginn mun fara til vinnu fyrr en keisarinn er farinn.“ Fréttaritarar sem eiga æ erfiðara með að athafna sig í Teheran og koma frá sér fréttum eru á einu máli um að ekki geti margir dagar liðið unz til úrslita dregur milli keisarans og andstæðinga hans. Hefur þeirri skoðun nú aukizt' mjög fylgi að um annað sé ekki að ræða fyrir keisar- ann en fara frá völdum. 53 handteknir Istanbul, 28. des. Reuter. OPINBERIR aðilar sögðu að 53 menn hefðu verið handteknir í Istanbul í dag fyrir að brjóta á einn eða annan hátt herlögin. Einn maður nlnon Ai of HÁRSNYRTING ALÞÝÐUNNAR — Mynd þessi er tekin í snyrtistofu í Shanghai. Með auknu frelsi þar í landi að undanförnu hefur „permanent“ náð miklum vinsældum. Lengst til hægri á myndinni er kínverskur hermaður. Pravda spáir átökum og hreinsunum í Kína

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.