Morgunblaðið - 29.12.1978, Síða 3

Morgunblaðið - 29.12.1978, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 1978 Nýbygging að Pósthússtræti 13: Viðkvæmur staður en fram- komnar hugmyndir jákvæðar „PERSÓNULEGA finnst mér að þcssar tcikninnar bcri það mcð sér að mennirnir hafi rcynt að aðlaga sík staðháttum ok þótt ég sé ckki reiðubúinn cnnþá til þess að taka endan- lcna afstöðu til þessara teikn- inga þá gct ég strax viðurkennt viðleitnina, sem í þeim felst,“ sajfði Ililmar Guðlaugsson full- trúi í bygginganefnd Reykja- víkurborgar er Mbl. spurði hann í gær um fyrirhugaða hyKKÍngu að Pósthússtræti 13. Ililmar sanði að málið hefði verið lagt fram í byggingar- ncfnd í fyrirspurnarformi og ncfndin vísað því til skipulags- ncfndar til umsagnar. Sigurð- ur Harðarson formaður skipu- lagsnefndar sagði að málið Ijcfði verið lagt fram á síðasta fundi en það hcfði ekkert verið rætt ennþá. „Þetta er gífurlega viðkvæmt mál, þannig að ég á ekki von á því að það verði afgreitt í hasti," sagði Sigurður. „Þessi bygging verður á mörkum lágu byggðar- innar umhverfis Dómkirkjuna og háu byggðarinnar, þar sem Hótel Borg er, þannig að teng- ing þarna á milli er engan veginn auðleyst mál.“ Sigurður sagði að samkvæmt staðfestu aðalskipulagi Reykja- víkurborgar 1962—83 ætti Kirkjustræti að liggja þarna í gegn og tengjast við Amtmanns- stíg, en hins vegar væri borgar- stjórn búin að samþykkja þá breytingu að gatnaskipan héld- ist óbreytt og svæðið milli Pósthússtrætis, Lækjargötu, Austurstrætis og Skólabrúar yrði svonefnt framkvæmda- svæði eins og Hallærisplanið. Þessi breyting biði nú staðfest- ingar skipulagsstjóra ríkisins og vissi hann ekki til þess að nein sérstök atriði stæðu í vegi fyrir henni. Sigurður sagði að sam- kvæmt gamla skipulaginu væri nýtingarhlutfall á svæðinu 1,5—2 en aftur 2,5 samkvæmt þeirri breytingu, sem borgar- u r-H a 4> ■P stjórn hefði samþykkt, og rætt væri um að lóðarhafar gætu fengið „bónus þar ofan á“, ef íbúðir væru hafðar með og kvöðum þar um þinglýst. „Það var nú meiningin að fá fram hugmyndir um heildar- uppbyggingu svæðisins eins og varðandi Hallærisplanið," sagði Sigurður. „En fari einn lóðar- hafi að byggja þarna verður spurningin auðvitað sú, hvort hann fær leyfi til að byggja svona mikið eða hvort leitað verður samkomulags um eitt- hvað minni byggingu. Um þetta get ég ekkert sagt á þessu stigi málsins.“ XXX „Ég er jákvæður gagnvart því að þarna verði byggt og mér lízt vel á að blanda saman íbúðum, skrifstofum og verzlunum, því ég held að miðbærinn þurfi á slíkri byggð að halda," sagði Birgir Isleifur Gunnarsson borgarfulltrúi og fulltrúi í skipulagsnefnd er Mbl. leitaði álits hans á teikningum þeim um byggingu að Pósthússtræti 13 sem kynntar hafa verið. „Þetta er hins vegar óskaplega viðkvæmur staður," sagði Birg- ir. „Og ég er ekki reiðubúinn til þess að segja af eða á nú um það hvort í þessum teikningum felst nákvæmlega rétta lausnin. En hugmyndin er góðra gjalda verð.“ Birgir sagði að hann vildi taka það fram, að hann hefði aðeins skoðað teikningarnar lauslega og fengið upplýsingar hjá byggjanda, en hins vegar hefði hann ekki séð líkan af byggingunni og umhverfi henn- ar, þannig að honum væri ekki alveg fullljóst hvernig útkoman væri. x x x Sigurður G. Tómasson for- maður umhverfismálaráðs sagði að málið hefði ekki komið til kasta ráðsins og persónulega væri honum ekki kunnugt um fyrirhugaða byggingu á þessu svæði. cð ■§ tö ð Þessi teikning sýnir afstöðu fyrirhugaðrar byggingar að Pósthússtræti 13 úr suðri miðað við Dómkirkjuna, Hótel Borg og Skólabrú 1. Tveir borar fast- ir í Eyiafirði STARFSMENN Jarðboranadcild- ar Orkustofnunar hafa að mcstu vcrið í lcyíi síðan íyrir jól, en er þcir yfirgáfu vcrkfæri sín á tvcimur stöðum norður í Eyja- firði voru borar fastir bæði á Svalharðseyri og við Ytri Tjarnir í Eyjafirði. A Svalbarðseyri hefur borinn Glaumur að undanförnu borað og er árangur af holunni þegar orðinn það góður að vatn úr henni mun vera ríflega það, sem þorpið á Svalbarðseyri þarfnast. Skömmu ÁTVR lokað á morgun Fjármálaráðuneytið hefur ákveðið að útsölur ÁTVR verði opnar til klukkan 18 í dag, föstudag, en að lokað verði á morgun, laugardaginn 30. desem- ber. Þá verður jafnframt lokað hinn 2. janúar vegna vörutalning- ar,- rétt eins og í flestum öðrum verzlunum. fyrir jól festist borinn og tókst ekki að ná honum upp fyrir jólaleyfi. I holum þeim, sem boraðar hafa verið við Ytri Tjarnir í Eyjafirði fyrir Hitaveitu Eyjafjarðar hefur gengið á ýmsu og auk hruns í holum hafa önnur vandamál komið til. Nú í nokkurn tíma hefur borinn Narfi verið fastur þar og auk stanganna, sem eru dýrar, hefur það kostað tíma, fé og fyrirhöfn að reyna að ná þeim upp. Það tókst þó ekki fyrir jólaleyfi og er um mánuður liðinn frá því að þetta stapp hófst þar. Borinn Jötunn hefur að undan- förnu verið á Framvellinum í Reykjavík og lauk borun þar fyrir jól. Að jólaleyfi loknu verður hann settur á holu fyrir neðan Hótel Esju og verður hún dýpkuð fyrir Hitaveitu Reykjavíkur. Þá er áformað að bora eina holu fyrir Hitaveitu Suðurnesja í Svartsengi og verður væntanlega farið í það verk undir vorið. Engar ákvarðan- ir hafa verið teknar um boranir við Kröflu á næsta ári. Viðvörun Blaðinu hcfur borist eftirfar- andi frá Heyrnardcild Heilsu- vcrndarstöðvar Rcykjavíkur. Vegna áramóta þykir sérstök ástæða til að vara fólk við afleiðingum sprenginga. Munið að heyrnartap, sem þær kunna að valda, er algerlega óbætan- legt. Auk þess geta ýmiskonar önnur slys hlotist af sprenging- um. Foreldrar. Reynið að koma í veg fyrir að börnin séu með. kínverja eða aðrar sprengjur og að þau forðist þá, sem hafa slíkt um hönd. Athugiö að flugeldar geta einnig verið hættulegir. Þeir eiga það til að springa með háum hvelli í stað þess að fara á loft. Blys, sólir og annað þess háttar hefur einnig valdið alvar- legum slysum, ef fyllstu varúðar er ekki gætt. Fjölmargir, eink- um börn og unglingar, hafa hlotið varanlegt heilsutjón af sprengjum og öðru slíku um áramót. Látið það ekki endur- taka sig í þetta sinn. Heilsan er fyrir öllu. Gætið ýtrustu varúðar. Hún veit hvað hún GJafasetíin frá Glit: Matarsctt Kaffisctt ídvfusett

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.