Morgunblaðið - 29.12.1978, Page 9

Morgunblaðið - 29.12.1978, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 1978 9 Halldór Guðjónsson: Aætlanagerð Jónas Ilaralz, bankastjóri, gcrði hór í blaðinu hinn 7. þ.m. nokkrar athugasemdir við tvær grcinar sem ég skrifaði fyrir nokkru í Frjálsa verzlun um skýrslu verðbólgunefndar. Ég vil hér svara þessum athugasemdum bankastjórans lítillega og vona að hann taki svörin sem efasemd- ir sem beinast að sömu markmið- um og honum eru vafalaust efst í huga. I lok greinar sinnar segir bankastjórinn orð sem túlka má á þann veg, að honum þyki líf, tilvera og sjálfstæði Islands liggja við að það takist að ná stjórn á efnahagsmálum og draga úr verð- bólgu. Eg er hjartanlega sammála um þetta. En einmitt vegna þess að það er um þjóðlífið allt að tefla efast ég um að nokkur ráð sem aðeins taka til eins þáttar þjóðlífs- ins dugi til að ná þeim árangri sem óskað er eftir. Dagblaðagrein gefur ekki tæki- færi til að gera þeim málefnum sem bankastjórinn drepur á nein viðunandi skil og þess vegna mun ég takmarka mig hér við eitt atriði sem hann nefnir: áætlanagerð. Það er reyndar áreiðanlega rétt að hér verður að leggja miklu meiri stund á þessa iðju en hingað til hefur verið gert. Það er vandséð með hvaða öðrum hætti væri kleift að safna og skipuleggja upplýsingar sem nauðsynlegar eru við ákvarðanir í efnahagsmálum. En engu að síður er áætlanagerð áhættusöm iðja og fremur ólíkleg til árangurs. Erfiðleikar Það eru fyrst og fremst tvær ástæður til að efast um, að áætlanagerð verði árangursrík á íslandi. Annars vegar er ótrúlegt að hér verði hægt að vinna áætlanir eins nákvæmlega og vel og hægt er með öðrum þjóðum stærri. Kostnaður af ítarlegri áætlanagerð — bæði í mannafla og fjármunum — yrði okkur trúlega ofviða. Jafnvel þótt við ættum hlutfallslega eins marga hagfræðinga og aðrar þjóðir — en það eigum við ekki — og legðum jafnframt til áætlana- gerðarinnar hlutfallslega eins mikið fé af þjóðartekjum og aðrar þjóðir dygði það ekki til að tryggja það að við gætum sinnt þessum viðfangsefnum sæmilega. Það sem ræður umfangi áætlanaverkefnis- ins er fyrst og fremst hversu marga þætti þarf að taka til greina, það skiptir minna máli nú á dögum hversu miklar upplýsing- ar falla undir hvern þátt. En Islendingar eru heil þjóð og þess vegna verður í heildaráætlunum um efnahagslíf okkar að greina viðfangsefnið í nánast eins marga þætti og með miklu stærri þjóðum. Þannig yrði allur kostnaður af nákvæmari áætlanagerð með okk- ur ekki í réttu hlutfalli við mannfjölda og þjóðartekjur heldur af svipaðri stærðargráðu og með miklu stærri þjóðum sem hafa meiri tekjur. Ilalldór Guðjónsson. Afleiðingin af þessu er sú að einn maður yrði að vinna þau störf sem margir menn vinna annars staðar og þeir menn sem til greina kemur að vinni þessi störf hafa þegar mörg verkefni á höndum. Það er óhugsandi að unnt sé að leysa áætlunarverkefnin vel af hendi við þessi mannaflaskilyrði. Hversu ágætir sem íslenskir efna- hagssérfræðingar eru þá geta þeir ekki hver um sig sérhæft sig svo í mörgum einstökum greinum að vinna þeirra að þeim geti staðist samjöfnuð við störf starfsbræðra þeirra erlendis á öllum þeim sviðum sem til áætlanagerðarinn- ar þarf. Hins vegar er líklega einstaklega erfitt að gera traustar áætlanir um íslenskt efnahagslíf einmitt vegna þess að þjóðin er lítil og upplýsingarnar sem falla undir hvern greiningarþátt áætlanagerðarinnar fáar. Smá- atvik, smábreytingar í einni at- vinnugrein, tilfærsla örfárra manna milli atvinnugreina geta hér valdið marktækum breyting- um á samsetningu þeirra upplýs- inga sem nota þyrfti til áætlana- gerðarinnar. En jafnframt eru stærstu afhafnasvið okkar — þau svið þar sem magn upplýsinganna er mest — undirorpin ófyrirsjáan- legum sveiflum. Þetta tvennt veldur því að þær aðferðir sem aðrar þjóðir beita við áætlanagerð og margar hverjar eru reistar á staðtölulegum aðferðum munu duga okkur illa. Aætlahir gerðar eftir erlendum fyrirmyndum yrðu hér því mjög óvissar. Hættur Það eru þrjár meginástæður til þess að áætlanagerð kynni að verða hér varhugaverð, jafnvel hættuleg og stefndi líklega að stjórnarháttum sem ekki féllu að óskum landsmanna. I fyrsta lagi veldur óvissa áætlanana, sem nefnd var hér að ofan, því að ef við fylgdum áætlununum eftir væru miklar líkur til þess að við gerðum við og við meiriháttar vitleysur, vitleysur sem væru bundnar af áætluninni, þ.e. kerfisbundnar vitleysur. Slík- ar vitleysur eru mjög hættulegar vegna þess að þær vinda gjarnan upp á sig, það verður að fjárfesta meira til að bjarga fyrri fjárfest- ingum þótt óarðbærar séu. Þessi nauðsyn yrði sjálf til þess að knýja menn til að framfylgja gerðum áætlunum, þannig að áætlunin yrði ekki aðeins til þess að menn ættu hægara með að átta sig á því hvernig efnahagslífið er í raun heldur yrði hún bindandi um framkvæmdir og aðgerðir. I öðru lagi verður mannfæðin, sem að ofan var nefnd, og söfnun upplýsinga og margra mismun- andi tegunda verkefna á hendur fárra manna til þess að þessir menn verða mikilvægir aðilar ákvarðana um áætlunina og fram- kvæmd hennar. Það er reyndar þegar svo að vegna mannafla- skorts eru sömu mönnum falin verkefni á öllum stigum málsmeð- ferðar. Það eru hér gjarnan sömu menn sem safna upplýsingum, vinna úr þeim, leggja á ráðin um hvaða viðbrögð skuli höfð, og framkvæma ákvarðanir að lokum. Þegar málum er þannig háttað er óhjákvæmilegt að þessir menn verði beinir aðilar að málum, það er að málin fari að snúast að einhverju leyti um þessa menn, afstöðu þeirra og hagsmuni. Eg á hér ekki við það að þessir menn séu líklegir til að hagræða málefn- um sem þeim eru falin sjálfum sér til hagsbóta, heldur við hitt að dskar eftir blaðburöarfólki AUSTURBÆR: □ Laugavegur 1—33, □ Bergstaöastræti VESTURBÆR: □ Nýlendugata □ Vesturgata 2—45 □ Grenimelur 26—49 □ Hávallagata UPPL. I SIMA 35408 ítarleg og umfangsmikil störf þeirra, sem mótast af persónulegri afstöðu meðal annars, verða sjálf- stæður þáttur í málavöxtum. I þriðja lagi er það að íslensk stjórnvöld einkennast mjög af átökum' hagsmunaaðila, eins og sjá má á tillögum Verðbólgunefnd- ar um samstarfsnefnd, og jafn- framt á því að nú er lögð sérstök áhersla á það að núverandi ríkisstjórn sé hliðholl launþegum. Það er mjög líklegt við þessar aðstæður að þrýstingur hags- munaaðila á ríkisvaldið yrði til þess að þeir þættir áætlana sem eru hagsmunaaðilum þóknanlegir hverju sinni yrðu gerðir bindandi, þ.e. mikilvægir hlutar áætlananna yrðu ekki aðeins til glöggvunar heldur yrði að áformum sem hrint yrði í framkvæmd. Þeir sérfræð- ingar sem áætlunina gerðu tækju að sjálfsögðu tillit til þessara stjórnmálalegu aðstæðna og það styrkti enn persónulega aðild þeirra að málum sem getið var um hér að framan. Öll þessi þrjú atriði virðast mér benda til þess að áætlanagerð yrði til þess að auka miðstýringu í landinu og herða tök einkahags- muna og einkahagsmunahópa á ríkisvaldinu. Ég held að hvoru- tveggja sé Islendingum almennt ógeðfelit. 43466 - 43805 OPIÐ VIRKA DAGA TIL KL. 19 OG LAUGARDAGA KL. t; 10—16. _ Úrval eigna á _ söluskrá- 28611 Tálknafjörður Trésmíðaverk- stæði íbúö 286 fm trésmíðaverkstæði (nýtt) á einni hæð ásamt öllum nauösynlegum vélakosti, þá fylgir einnig 3ja herb. 100 fm íbúö. Skipti á fasteign á stór-Reykjavíkursvæðinu æskileg. Matvöruverzlun Til sölu er vel staösett matvöru- verzlun í fullum rekstri. Mjög hentugt tækifæri t.d. fyrir samhenta fjölskyldu. Góður lager. Eigið húsnæði. Verð samtals 12,5 millj. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni, ekki í síma. Hannyrðaverzlun Til sölu er hannyrðaverzlun í gamla miöbæ Reykjavíkur. Rúmgott húsnæði. Leiga til langs tíma. Uppl. aðeins á skrifstofunni, ekki í síma. Efnalaug — Góðar vélar Til sölu er efnalaug í fullum rekstri. Mjög vel staðsett. Allur vélakostur er mjög til fyrir- myndar og endurbættur af hugviti og að öllum líkindum sá besti í þessari iðn í landinu. Fyrirtækið er í eigin húsnæði og til greina kemur að selja reksturinn og leigja húsnæðið eða selja hvort tveggja. Verð á rekstri er 8—8,5 millj. Verð samtals 22 millj. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni ekki í síma. Fasteignasalan Hús og eignir Bankastræti 6 Lúðvik Gizurarson hrl Kvöldsími 17677 43466 Kópavogur — einbýli hæð og ris allt nýstandsett. Á hæðinni, stórar fallegar stofur, 3 svefnherb., gott eldhús og baö. Tvö herb. í risi, 50 fm bílskúr. Stór og fallegur trjágarður. Laust 1. apríl. Furugrund — 5 herb. Sérstaklega falleg, fullbúin. Laus í byrjun janúar. Fasteignasalan EIGNABORG sf. ------------- Hamraborg 1 - 200 Kópavogur • Simar 43466 & 43805 Sóluati. Hjðrtur Gunnaraa. Sölum. Vilhj. Einaraa. löglr. Pitur Elnaraaon. SIMAR 21150-21370 SÖLUSTJ. LARUS Þ. VALDIMARS. LÖGM. JÓH. Þ0RÐARS0N HDL Til sölu og sýnis m.a.: 2ja herb. íbúö í háhýsi efst viö Ljósheima á 8. hæð um 65 ferm., úrvals íbúð. Nýtt tvöfalt verksmiðjugler. Mjög góö sameign, teppalögð, vélasamstæður í þvottahúsi, lyfta, svalir. Stórkostlegt útsýni. 3ja og 4ra herb. íbúöir við Hraunbæ 3ja herb. íbúð á 3. hæð um 90 term. búr og sér þvottahús, bílskúr með 3ja metra lofthæð ffylgir. 4ra herb. á 3. hæö um 110 ferm., mjög góö íbúö, 3 svefnherb., miklir skápar, íbúðin er teppalögö með útsýni. Hæð í príbýlishúsi — verkstæöi 4ra herb. hæð um 102 ferm. við Langholtsveg. Rúmgóð sólrík, vel með farin. 50 ferm. verkstæði. Bílskúr fylgir. Neöra Breiöholt — Fossvogur Þurfum að útvega gott raðhús. Traustur kaupandi. Góð íbúð óskast í vesturborginní. AtMENNA FASTEIGNASAt AN LAUGAVEGI 49 SIMAR 21150 21370

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.