Morgunblaðið - 29.12.1978, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 29.12.1978, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 1978 Löngum hefur verið litið á Norðurlandabúa sem sérstakan þjóðflokk, ljósan yfirlitum og hávaxinn. En síðan í heims- styrjöldinni síðari hafa æ fleiri „utan að komandi" bætzt í hóp Norðurlandabúa. Mest hefur verið um innflytjendur til Svíþjóðar en þangað flytjast nú um 19.000 manns að meðaltali á ári frá löndum öðrum en Norðurlöndunum. Á aðeins nokkrum áratugum hefur sú breyting orðið á sænsku þjóðfé- lagi að þar býr ekki lengur ein þjóð sem talar eina tungu heldur búa þar einnig mörg þjóðarbrot hvert með sína tungu og siði. Fólksflutningar eiga sér einn- ig stað frá hinum Norðurlönd- unum til Svíþjóðar og að meðal- tali flytjast nú um 21.000 Norðuriandabúar til Svíþjóðar á ári en þar eru Finnar í miklum meirihluta. Ekki setjast allir að í Svíþjóð fyrir lífstíð en sá hópur er stór eða um 24.000 manns að meðaltali á ári. Hinn mikli fjöldi innflytjenda hefur krafist nýrrar lagasetningar sem tryggir rétt innflytjend- anna og á að auðvelda þeim dvölina hér. Mikil umræða hófst um miðjan sjöunda áratuginn um innflvtjendur þegar lögin voru í smíðum og hún heldur áfram enn. Sífellt er reynt að bæta aðstæður innflytjendanna og mikið skrifað um þá í bækur og blöð. F.JÓRDA HVERT UNGABARN AF ERLENDIJM UPI'RUNA í dag búa rúmlega 8.250.000 manns í Svíþjóð en þar af er um ein milljón innflytjendur eða börn þeirra innflytjenda sem komu eftir stríð. 45% af fólks- fjölguninni á árunum 1944 — 1977 má rekja til innflytj- enda og fjórða hvert barn fætt í Svíþjóð í dag er af erlendum uppruna. Á stríðsárunum voru innflytj- fjölskyldumeðlimir sem fylgja með og námsfólk. FJÖLDIINNFLYTJENDA TAKMARKAÐUR Helzta ástæðan til þess að svo mjög hefur dregið úr flutning- um fólks til Svíþjóðar frá öðrum löndum en Norðurlöndunum í atvinnuleit er sú að síðan 1967 þurfa allir nema Norðurlanda- búar að verða sér úti um atvinnuleyfi áður en þeir flytj- ast til landsins. Innflytjenda- ráðuneytið veitir atvinnuleyfJ.. samkvæmt ráðleggingum at- vinnuráðuneytisins sem gefur ráð með tilliti til sjónarmiða verkalýðsfélaganna. Fjöldi inn- flytjenda er takmarkaður fyrst og fremst til að auðvelda atvinnulausum Svíum sem aðal- lega eru konur, ungt fólk og eldri verkamenn að finna störf. I nokkur ár hefur verið mjög erfitt að fá atvinnuleyfi og aðeins 5% innflytjenda hafa komið þannig inn í landið að r ra aioKKnoimi — gamia hænum. Anna Bjarnadóttir skrifar frá Svíþjód: Innftytjendur eru ein milljón af átta endurnir að mestu flóttamenn frá Evrópu og að stríðinu loknu höfðu 100.000 flóttamenn sezt hér að, flestir frá Finnlandi og Eystrasaltslöndunum. Á árun- um eftir stríð var mikil eftir- spurn eftir vinnuafli vegna aukins iðnaðar, styttri vinnu- dags og síaukinnar menntunar og var þá leitað til annarra Evrópubúa. Innflytjendur frá hinum Norðurlöndunum urðu fleiri en áður en þó sérstaklega eftir 1954 þegar samningur var gerður um frjálsa flutninga og atvinnu íbúa landanna þeirra á milli. Á sjöunda áratugnum voru fólksflutningar til Svíþjóðar meiri en nokkru sinni. í fyrsta skipti kom mikill fjöldi Suð- ur-Evrópubúa, aðallega frá Júgóslavíu, Grikklandi og Tyrk- landi, hingað til starfa. Síðari hluta áratugsins kom einnig fjöldinn allur af Finnum í atvinnuleit. Á árunum 1968—1970 fluttust 166.000 út- lendingar til Svíþjóðar en þar af voru 100.000 Finnar. Siðan 1970 hafa fæstir inn- flytjendanna frá öðrum löndum en Norðurlöndunum flutzt til Svíþjóðar vegna atvinnu sem hér er að fá. Innflytjendurnir hafa á síðustu árum aðallega verið ættingjar þeirra sem þegar hafa setzt hér að, börn og makar sem biðu heima í nokkur ár á meðan einn aðilinn reyndi fyrir sér í nýju landi; fólk frá löndum þar sem stríð herjar, þeir sem flýja herþjónustu og pólitískir flóttamenn; börn sem eru ættleidd og námsmenn. Fjórðungur allra innflytjenda til Svíþjóðar eru börn. — Helmingur Norðurlandabúanna sem hingað flytjast koma í atvinnuleit en hinir eru aðallega undanförnu. Atvinnuleyfið gild- ir í eitt ár og er bundið við ákveðið starfssvið en ekki við ákveðið starf. Að ári liðnu má sækja um leyfi til áframhald- andi aðseturs í landinu og þá um óákveðinn tíma. Ef búsetuleyfi er veitt eins og oftast er raunin er atvinnuleyfi ekki nauðsynlegt lengur. Nánir ættingjar inn- flytjenda og flóttafólk þurfa ekki á atvinnuleyfi að halda til að setjast að í Svíþjóð og námsmenn geta dvalið hér og unnið á sumrin án sérstakra leyfa en þeir verða að fara úr landi að námi loknu. Dauðaslys á vinnu- svæði malbikunarflokks Föstudaginn 25. júní 1976 var lögreglunni í Reykjavík tilkynnt um umferðarslys á tengibraut sem er á milli Seljabrautar og Breiðholtsbrautar. Sjö ára gamall drengur á reiðhjóli hafði lent á vinstri hlið vörubifreiðar. fallið undir hana og orðið undir vinstri afurhjólum hennar. Drengurinn var strax fluttur á slysadeild Borgarspítalans. en var látinn er þangað var komið. Viirubifreiðin var stödd á tengi- D0MSMAL Umsjón: Ásdís J. Rafnar brautinni á vegum Reykjavíkur- borgar en verið var að vinna þarna við malhikun. I>á voru á götunni og við hana auk vörubif- reiðarinnar önnur vörubifreið, tvær dráttarvélar og valtari, er slysið átti sér stað. Veður var skýjað og rigning. I september sama ár var X. iikumaður vörubifreiðarinnar, ákærður fyrir að hafa orðið drengnum að bana af gáleysi með því að aka án nægjanlegrar varkárni miðað við aðstæður á slysstað. Framburður ökumannsins og vitna Fyrir sakadómi skýrði ökumaðurinn X svo frá atvikum, að hann hefði þurft að færa bifreið sína úr stað vegna annarrar bifreiðar og þegar hann hefði gengið frá þeirri bifreið að sinni, hefði hann séð dreng, sem sat kyrr á reiðhjóli nokkuð á ská fyrir aftan sína bifreið og utan við götuna. Ekki kvaðst hann hafa veitt drengnum sérstaka athygli, enda taldi hann ekki hættu á ferðum fyrir drenginn, þar sem hann hefði ætlað að færa bif- reiðina beint áfram. Hann hefði sett bifreiðina í gang og rúðu- þurrkurnar og ekið hægt af stað áfram. Ekki hefði hann séð hættu á ferðum fyrir framan bifreiðina eða til hliðar við hana þegar hann ók af stað. Hann hefði aðeins ekið örstuttan spöl áfram, þegar hann fann að afturhjól bifreiðarinnar vinstra megin lyftist upp og nærstaddir æptu upp yfir sig. Hafi hann þá strax farið út og þá séð drenginn liggja í götunni rétt aftan við vinstra afturhjólið. Verkamaður, sem stóð á götunni skáhallt fram undan vinstra fram- horni bifreiðar ákærða X, kvaðst hafa séð bifreiðina aka af stað frekar hægt. Kvaðst vitnið hafa gengið meðfram vörubifreiðinni, þegar henni var ekið af stað og var á móts við vinstra framhorn hennar, þegar dráttarvél var gangsett. Vitnið sneri sér við augnabliki síðar þegar það heyröi flaut frá vörubifreiðinni aftan við bifreið X og sá dráttarvélinni ekið hægt aftur á bak ofan af moldar- barði sem hún hafði staðið á. Samtímis sá hann lítinn dreng á hjóli renna aftur á bak fram undan dráttarvélinni í átt að vörubifreið X. Rann drengurinn viðstöðulaust á hjólinu, þannig að afturhjól þess lenti undir vinstra afturhjóli vörubifreiðarinnar. Féll hjólið í götuna og drengurinn um leið. Fóru vinstri afurhjól bif- reiðarinnar yfir bæði drenginn og hjólið. Ökumaður vörubifreiðarinnar, sem var aftan við bifreið X, skýrði svo frá að hann hefði verið að ræða við X, sem hefði síðan haldið að sinni bifreið til þess að færa hana áfram. Þegar X var á leið að bifreið sinni, hefði litill drengur komið hjólandi fram með bifreið X og að bifreið vitnisins. Þar hefði drengurinn snúið við og hjólað upp á moldarbarð á vinstri hönd, séð frá vitninu, en þar stóð dráttarvél. Þegar drengurinn kom að vinstri hlið vélarinnar var hún ræst. Þá hefði virst sem fát kæmi á drenginn og hann hrökk aftur á bak á hjólinu og samtímis rann dráttarvélin lítils háttar aftur- ábak. Þegar vitnið sá þetta gaf það hljóðmerki, en það skipti engum togum, að drengurinn rann aftur á bak á hjólinu og undir vinstra afturhjól bifreiðar X, sem var á hægri ferð áfram. Fleiri báru vitni fyrir réttinum. Sakadómur — aðgæzluleysi X um að kenna I niðurstöðum sakadóms Reykjavíkur segir m.a., að það væri ljóst af því sem fram væri komið í málinu, að X hafi séð drenginn á hjólinu áður en hann

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.