Morgunblaðið - 29.12.1978, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 29.12.1978, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 1978 11 Fjöldi þeirra sem sækja um sænskan ríkisborgararétt hefur aukizt á undanförnum árum vegna þess hversu margir flutt- ust til landsins á síðasta áratug. Árið 1977 hlutu 24.000 innflytj- endur ríkisborgararétt. Utlend- ingar sem eru búsettir í Svíþjóð án ríkisborgararéttar hafa þó sama rétt og Svíar til menntun- ar, læknisþjónustu og annarrar félagslegrar þjónustu. Eftir þriggja ára dvöl mega þeir taka þátt í sveitar- og borgarstjórn- arkosningum og prestskosning- um. Ríkisborgararéttur veitir innflytjendum hins vegar rétt til þátttöku í þingkosningum og tryggir þeim ellilífeyri. Norður- landabúar mega sækja um sænskan ríkisborgararétt eftir tveggja ára búsetu í landinu en aðrir útlendingar ekki fyrr en eftir ^ ár JAFNRETTI, VALFRELSI OG SAMVINNA Um miðjan sjöunda áratuginn hófst mikil umræða í Svíþjóð um hvaða stefnu ætti að taka til að tryggja að vandamál inn- flytjenda yrðu sem minnst og sambúð þeirra við Svía yrði sem bezt. Átti að stefna að því að gera innflytjendur sem líkasta Svíum sjálfum í tali og venjum eða átti að stuðla að því að þeir héldu eigin tungu og menningu? Á árunum 1968—1974 starfaði nefnd sem gerði athugun á málefnum innflytjenda. Hún lagði til að ríkisvaldið stuðlaði að því að innflytjendur fengju tækifæri til að halda eigin þjóðerni og 1975 var sú stefna samþykkt með lögum á þingi. Stefnan í málum innflytjenda hefur þrjú markmið: í fyrsta lagi. Jafnrétti sem þýðir að innflytjendur eiga að hafa sömu möguleika, réttindi og skyldur og Svíar. Þeir eiga að hafa sömu tækifæri til að rækta móður- málið og eigin menningu; í öðru lagi Valfrelsi sem felur í sér tækifæri innflytjenda til að ráða sjálfir hversu vel þeir halda við móðurmálinu og eigin siðum. Með því að gefa innflytj- endum kost á þvf að rækta tengslin við föðurlandið er þeim gert auðveldara að ákveða hvort þeir vilja vera um kyrrt í Svíþjóð eða hverfa heim. Þetta er sérstaklega mikilvægt fyrir börn og unglinga sem annars gætu átt á hættu að festa ekki rætur með neinni þjóð. í þriðja lagi samstarf sem innlendir og erlendir menningarhópar taka þátt í og er ætlað að auka þekkingu og skilning hópanna á siðum hinna svo að auðveldara verði að koma í veg fyrir ósamlyndi meðal þjóðarbrot- anna í landinu. EKKI SVÍUM AÐ KOSTNAÐARLAUSU Stefnan í innflytjendamálum krefst mikillar starfsemi og fjárútláta ár hvert. Til að auðvelda innflytjendum viðhald eigin tungu og menningar styrk- ir ríkið ýmis félög þjóðarbrot- anna sem alls telja um 80.000 meðlimi með 2,5 millj. s.kr. árlega. Ríkið styrkir einnig útgáfu bóka og blaða á erlend- um tungumálum og í hverri viku eru þættir á framandi tungum á dagskrám útvarps og sjónvarps. 1 F.iöldi erlendrs ríkisborfj; ara í Svíþ.ióð 1 um_ér9mótin_I92ZzZ§i ■ Finnar 188 972 44.52f' 1 1 Júgóslavar 40 790 9.617 ■ 1 Danir 34 268 8.077 I ■ ilorðmenn 27 356 6.457 E 1 Grikkir' 18 361 4.337 n 1 Vestur-t'jó(Sverjar 16 147 3.807 ■ 1 Tyrkir 13 372 3.157 | I Pólverjar 8 609 2.037 1 I Bretar 8 347 1.977 1 1 Bandarikjamenn 6 102 1.447 I Italir 5 749 1.357 V 1 Aðrir jm. U±2§Sk. 1 1 Alls 424 445 100.005'. 1 I Ef innflytjendur sem 1 befa fengið sænskan rík- 1 [ isborgararltt og börn innflytjenda sem fædd 1 I eru í Svíþjóð eru einnig talin er fjöldi íbúa I 1 Svíþjóðar 8f erlendum upprune um ein milljón I lafétt*. Mikill hluti starfsins beinist að börnum innflytjenda. Siðan 1977 hafa öll útlend börn á skólaaldri haft rétt á kennslu á eða í móðurmálinu nokkra tíma á viku. Það ér skylda skólanna að veita þessa kennslu þeim sem hennar óska og nú er 30.000 börnum kennd 50 ólík tungumál í sænskum skólum. Þessi kennsla kostar sænska ríkið um 210 millj. s.kr. árlega. Til þess að auðvelda fullorðn- um innflytjendum dvölina í Svíþjóð hafa þeir haft rétt á 240 stunda fríi úr vinnu á fullum launum til að læra sænsku síðan 1973. Allir útlendingar nema Danir og Norðmenn eiga kost á- ókeypis sænskunámi hjá ýmsum menntasamtökum sem fá greitt frá ríkinu um 80 millj. s.kr. á ári. Einnig geta ólæsir innflytj- endur fengið tilsögn í lestri og . skrift sér að kostnaðarlausu ef þeir óska þess. Innflytjendur hafa þó yfirleitt jafngóða menntun og Svíar. Þeir vinna hins vegar oft störf sem krefjast lítillar menntunar og minni en þeir hafa hlotið. Helmingur allra innflytjenda, þar eru Norðurlandabúar með taldir, vinna verksmiðju- og framleiðslustörf, einn fimmti hluti vinnur þjónustustörf og álíka margir starfa við heilsu- gæzlu. 10% innflytjenda vinna skrifstofustörf. í Svíþjóð starfa nú alls um 4,2 milljónir en þar af er 5% innflytjendur. Samkvæmt upplýsingum frá sænsku Hagstofunni síðan 1977 búa innflytjendur í sams konar húsnæði og Svíar þó að þrengsl- in séu oft meiri vegna stærri fjölskyldna. Að meðaltali eru laun innflytjenda hærri en Svía en það er meðal annars vegna þess að yfirleitt vinna bæði hjónin fulla vinnu en í sænskum hjónaböndum vinnur annar að- ilinn oft aðeins hálft starf utan heimilis. En vinnuskilyrði inn- flytjenda eru oft slæm og þrisvar sinnum fleiri innflytj- endur en Svíar vinna kvöld- og næturvinnu. Dómur Hæsta- réttar 1. nóvember s.l. Akært fyrir manndráp af gáleysi fór inn í bifreið sína til að aka henni áfram. Var drengurinn þá staddur í nánd við bifreið X á hjólinu. Þar sem hér hafi verið um vinnusvæði að ræða, hafi X, sem var verkstjóri á staðnum, borið að gæta sérstakrar varúðar vegna barna og annarra vegfarenda og ekki sízt þar sem X hafi séð drenginn á staðnum í nánd við vinnutækin. Fram hefði komið að X hefði ekið hægt og rólega áfram, eins og honum hafi borið að gera. Hefði hann einmitt af þeim sökum haft góða aðstöðu til þess að fylgjast vel með því, sem var að gerast á hlið við bifreiðina enda hefði honum borið að gera það af framangreindum ástæðum. Þessa auknu aðgæzlu hefði X ekki sýnt og væri það aðgæzluleysi hans að hluta ástæða fyrir því, að hann ók bifreiðinni yfir drenginn. Því væri sannað að ákærði X hefði gerst sekur um þá háttsemi, sem honum var gefin að sök í ákæru, þ.e. brot gegn 215 gr. almennra hegningar- laga (manndráp af gáleysi) og nánar greindum ákvæðum umferðarlaga. Var refsing ákveðin hæfileg 50 þúsund króna sekt í ríkissjóð og svipting ökuréttinda í fjóra mánuði. Hæstiréttur — sýkna af kröfum ákæruvaldsins Máli þessu var áfrýjað til Hæstaréttar og í niðurstöðum dómsins segir m.a., að samkvæmt framburði ákærða X hafi hann séð drenginn, sem fórst í slysinu, sitjandi kyrran á reiðhjóli nokkuð á ská fyrir aftan bifreið sína og utan við götuna, áður en hann ók af stað. Hann hefði aðeins ekið örstuttan spöl áfram er hann varð þess áskynja að afturhjól bifreiðarinnar vinstra megin lyft- ist upp og nam hann þá þegar staðar. Vitnið M hefði skýrt frá því, að hann hefði séð drenginn koma hjólandi og hafi hann verið kominn aftur fyrir bifreið ákærða X, er X steig upp í hana. Drengurinn hafi síðan snúið við og hjólað upp í moldarbarð á vinstri hönd frá vitninu séð. Samkvæmt frásögn sjónarvotta hafi dráttar- vél staðið á moldarbarði þessu og var hún hreyfð úr stað í þessum svifum. Virtist þá hafa komið fát á drenginn. Vitnið J hefði skýrt frá því að hann hefði þá séð dreng á hjóli renna aftur á bak framundan dráttarvélinni. Vitnunum J og M beri saman um að drengurinn hafi runnið á hjólinu niður moldar- barðið og undir afturhjól bifreiðar ákærða X sem þá var komin á hæga ferð. Drenginn hefði borið óvænt að bifreið ákærða X og engum togum hefði skipt að hann lenti undir afturhjóli hennar. Slysið hafi eigi orðið með þeim hætti, að X beri refsiverða sök á því. Var X sýknaður af kröfum ákæruvalds- ins í máli þessu og sakarkostnaður bæði í héraði og fyrir Hæstarétti lagður á ríkissjóð. I héraði dæmdi Sverrir Einars- son sakadómari og í Hæstarétti hæstaréttardómararnir Ármann Snævarr, Björn Sveinbjörnsson, Logi Einarsson, Magnús Þ. Torfa- son og Þór Vilhjálmsson. Áramótamessur HJALLAKIRKJAi Gamlársdagur: Messa kl. 2 síðd. Minnst verður 50 ára afmælis kirkjunnar. Sóknar- prestur. AKUREYRARKIRKJA, Nýársdagur: Hátíðarguðs- þjónusta kl. 2 síðd. Séra Páll Pálsson. GAULVERJA- BÆJARKIRKJA, Nýársdagur: Guðsþjónusta kl. 14. Sóknarprestur. H ALLGRIMSKIRK J A í Saurbæ: Gamlársdagur: Messa kl. 14. Séra Jón Einars- son. LEIRÁRKIRKJA, Nýársdagur: Hátíðarguðs- þjónusta kl. 14. Séra Jón Einarsson. INNRA-HÓLMSKIRKJA, Nýársdagur: Hátíðarguðs- þjónusta kl. 16. Séra Jón Einarsson. STÓRÓLFSHVOLSKIRKJA, Gamlársdagur: Aftansöngur kl. 2 síðd. Séra Stefán Lárus- son. ODDAKIRKJA, Gamlársdagur: Aftansöngur kl. 4. Séra Stefán Lárusson. \o áramótaveisluna á Vörumarkaðsverði Opið til kl. 10 í kvöld Opiö til kl. 12 á hádegi laugardag © Vörumarkaöuripnhf. Ármúla 1 A O'

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.