Morgunblaðið - 29.12.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.12.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 1978 Folýion- ~ „Ánægjulegra að flytja tón- listina en aðeins að hlusta" Pólýfónkórinn í Reykjavík hefur aö undanförnu unniö að æfingum á verki Bachs, Jólaóratóríunni, sem verður flutt í Háskólabíói laugardag og sunnudag kl. 14 báda dagana. Kórinn hefur flutt verkiö fjórum sinnum áöur, en að Þessu sinni er hann stærri en áöur og eru mjög margir nýliðar meö síöan kórinn hóf aftur starf í haust. Með kórnum leikur hljómsveit og einsöngvarahlutverkin annast Þau Elísabet Erlingsdóttir, Sigríður Ella Magnús- dóttir, Jón Þorsteinsson og Michael Rippon. Stjórnandi er Ingólfur Guöbrandsson. Morgunblaðið leit í vikunni inn í Háskólabíó par sem lokaæfingarnar fara fram og voru nokkrir sem Þátt taka í flutningnum teknir tali. Hljómsveitin og einsöngvararnir höföu veriö aö æfa, en áttu nú stutt hlé og var tækifærið notað til aö spjalla viö Jón Þorsteinsson sem syngur tenórhlutverkiö. Jón hefur aö undanförnu dvalist erlendis viö söngnám: — Já, þaö eru tvö ár nú í janúar frá því ég settist aö í Árósum, en áöur var ég í Ósló frá því um haustiö 1973. Ætlaði ekki að verða söngvari Hvenær hófst söngnám þitt fyrst? — Þaö byrjaöi um haustið 1974 og þá eiginlega mest sem tóm- stundagaman og ég ætlaöi mér alls ekki að fara út á þessa braut. Upphaflega fór ég utan til að verða hjúkrunarmaður og djákni, en reyndi fyrir mér í söngtímum, sem leiddi til þess að ég fór í söngnám fyrir alvöru. í framhaldi af þessu er Jón spurður hversu langan tíma söng- nám taki: — Segja má að þaö taki ein 8—10 ár fyrir röddina að þróast og kröfur til söngvara eru nú orðnar svo míklar að námið getur vart orðið styttra. Kröfurnar eru sífellt vaxandi rétt eins og í öllum öðrum atvinnugreinum, söngur krefst nú meira alhliða náms þannig að ekki veitir af þessum tíma. Hversu lengi hefur pú æft fyrir Þessa hljómleika? — Undirbúningur minn hefur staðið yfir frá því í haust en Ingólfur orðaði það við mig að taka þetta hlutverk að mér, og ég get sagt að þessi tími hefur ekki veriö of langur. Þetta hlutverk passar rödd minni mjög vel og það er gaman að fá tækifæri til aö glíma við þaö. Jón hefur sungiö nokkur stór hlutverk að undanförnu, m.a. tenórhlutverkið í Messíasi sem fluttur var í Ósló nú í desember og sl. vor söng hann einsöngshlutverk með Passíukórnum á Akureyri er flutt var 21. kantata Bachs og Requinn eftir Mozart. Þá söng hann einnig hlutverk í H-moll messu Bachs er Pólýfónkórinn flutti hana fyrir nokkrum árum. Jón hefur sungiö meö Pólýfónkórnum síðan 1971 af og til og hefur hann því bæði sungiö sem einsöngvari og kórmeðlimur. ómetanleg reynsla — Það er ómetanleg reynsla að hafa veriö með í kórnum og Ingólfur er hreinn snillingur í að ná fram þeim rétta hljómi, sem hver kór verður að hafa. Þessi reynsla hefur orðið til þess að ég byrjaöi að nota röddina rétt, notkunin hefur aldrei verið yfirdrifin og má næstum segja að Ingólfur kenni þannig raddbeitingu að röddin hvílist þegar réttur hljómur er fenginn. Borið saman við aðra kóra þá er Pólýfónkórinn tvímælalaust samkeppnisfær við hvaða atvinnu- kór sem er sem ég hefi heyrt til bæöi á Noröurlöndunum og víðar. Þá er ég að tala um kóra skipaöa söngfólki með margra ára nám að baki, atvinnukóra sem æfa sinn reglulega vinnudag og meðlimir kóranna eru á fullum launum. Meðan kórinn var að koma sér fyrir á sviöinu tókst að ná tali af tveimur stjórnarmönnum í kórnum, þeim Friðriki Eiríkssyni formanni og Sigurjóni Jónssyni meðstjórn- anda. — Við hófum æfingar í október og eru að jafnaöi tvaer æfingar í viku hverri, þ.e. raddæfing og samæfing, en söngstjórinn verður að mæta á allar æfingar. Þegar nær dregur hljómleikum eru haldn- ar aukaæfingar og veröur t.d. önnur æfing hjá kórnum í kvöld og aftur verður æft í hádeginu á morgun og síðan á sjálfan konsert- daginn hittumst við í Vogaskóla tveimur tímum fyrir konsertinn til að syngja okkur upp, en skólayfir- völd þar hafa jafnan verið okkur mjög hjálpleg með aðstöðu. Þeir félagar upplýstu að Jólaora- tórían hefði fjórum sinnum áður verið á efnisskrá kórsins, fyrst 1954, þá '65, '69 og '72. Fyrst var Sigurjón Jónsson hún flutt í Kristskirkju, en síðan í Háskólabíói. — Það reyndist nauðsynlegt að færa flutninginn í Háskólabíó þar sem kórinn var sífellt stærri og hljómsveitin tekur mikið rúm, þannig að ekki hefði verið hægt að hafa nema kannski um 200 áheyr- endur í kirkjunni, en bíóið tekur um 1000 manns alls. En hljómburöur- inn er betri í kirkjunni, þó hann hafi tekiö miklum stakkaskiptum hér í bíóinu eftir að skermarnir voru settir upp, sagði Friðrik. Stjórnandinn töfrar _____fram það bezta_____ Hafa margir nýir bætzt vid eftir að kórinn hóf starf aftur? Friðrik Eiríksson — Það eru nokkru fleiri í kórn- um nú en voru í ítalíuferðinni eða um 150. Endurnýjunin er nálægt 50% og var flest fólkiö óvant því að syngja í kór. Það hefur staðið sig alveg prýðilega enda hefur stjórn- andinn okkar töfrað fram það bezta í hverjum og einum, en jafnan eru gerðar ákveðnar kröfur til fólks sem kemur í kórinn og allir prófaðir fyrst. En hvernig starfar kórskólinn? — Þeir sem vilja geta komizt í kórskólann og lært þar nótnalest- ur, raddbeitingu og fleira og þeir sem hafa e.t.v. hætt í kórnum byrja stundum á því að fara í kórskólann til aö endurnýja sig svolítiö, en kórskólinn heldur einu sinni til tvisvar á ári 10 vikna námskeið. Það er áreiðanlega mikið starf að Björn Birgisson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.