Morgunblaðið - 29.12.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.12.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 1978 13 Um 150 manns skipa Pólýíónkórinn núna og heíur um það bil hclmingur þeirra ekki starfað með honum áður. Ljósm. Emilía. Jón Þorsteínsson syngur tenórhlutverkið vera bæði í kórskólanum og kórnum sjálfum, því þaö þýöir æfingar og nám 3 kvöld í viku. Þeir félagarnir sögöu aö Ingólfur heföi allan veg og vanda af stjórnun kórskólans auk þjálfunar kórsins þannig aö flest kvöld vikunnar væri hann upptekinn viö störf tengd þeim. Ásamt Ingólfi hafa Ragnheiöur Guömundsdóttir, Einar Sturluson, Elísabet Erlings- dóttir og Sieglinde Kahmann raddæft kórinn og kennt í kór- 'skólanum. Þeir voru spuröir hvort stjórnarmeölimir kórsins þyrftu ekki aö leggja nokkuo á sig fyrir utan æfingarnar: — Við höldum vikulega fundi, sagði Sigurjón, en þar fyrir utan er það nokkuð misjafnt hversu mikiö við störfum, mest mæðir á formanninum og gjaldkera kórsins, en minna á okkur hinum. Við ræddum viö enn einn bass- ann úr kórnum, Björn Birgisson. Góður f é- lagsskapur — Eg var með vetrarpart fyrir nokkrum árum, en síðan ekki þangað til f haust aö ég byrjaöi aftur, sagði Björn, og mér finnst ákaflega gaman að taka þátt í þessu starfi. Fyrir utan þaö aö kynnast tónlistinni er félagsskapur- inn góður og á hverjum vetri eru haldin skemmtikvöld þar sem kórfélagar koma saman ásamf mökum og þar fyrir utan kynnast menn vel innan hverrar raddar. Tekur starfiö ekki mikinn tíma og þurfiö þið ekki að semja við ykkar vinnuveitendur um aö hliöra til þegar æfingar eru svo miklar? — Það skiptir mjög miklu máli fyrir flesta aö geta samiö viö sína vinnuveitendur, sögöu þeir, en þó er ekki svo mikið um aö það þurfi þar eð æfingar fara flestar fram utan venjulegs vinnutíma og það er ekki nema rétt fyrir hljómleika að aukaæfingar eru t.d. í hádeginu. Þá þurfa margir að mæta fyrr til vinnu eöa vinna lengur frameftir til að skila sínu verki, þannig aö flestir þurfa að leggja á sig aukavinnu til að dæmiö gangi upp. En hvaö er bað annaö sem fær ykkur til aö taka pátt í svo krefjandi tómstundastarfi? — Viö leljum okkur geta notið tónlistarinnar mun betur með því aö syngja hana heldur en aöeins að hlusta. Þaö er vissulega ánægjulegt aö hlusta á tónlist, en þaö er enn ánægjulegra aö taka þátt í aö flytja hana, verkin eru svo margbrotin að maður kynnist þeim ekki fyrr en maður kann þau afturábak og áfram. Aö lokum voru þeir félagar sþuröir um peningahliöina. — Það er Ijóst aö búiö er að koma í veg fyrir stórkostlegan halla af hljómleikahaldinu, sögöu þeir, en við leituöum til ýmissa fyrir- tækja og einstaklinga um fjár- stuöning og hafa margir brugöist vel við okkar málaleitan og viö erum þakklátir fyrir þaö. Við vitum ekki hvernig veröur með áframhaldandi starf kórsins, en ef þessu verður vel tekiö og ef okkur tekst að afla árlegrar fjárveitingar þá er ótrúlegt annaö en kórinn starfi áfram, en okkur finnst það satt aö segja undarlegt aö slík starfsemi skuli ekki vera styrkt á neinn hátt af því opinbera. með f lugeldum frá okkur Flugeldar - blys - gos - sólir - stjörnuljós SKIPARAKETTUR - SKIPABLYS - TIVOLÍBOMBUR OG INNIBOMBUR MEÐ LEIKFÖNGUM OG SPÁDÓMUM ÚTSÖLUSTAÐIR: REYKJAVIK: Skátabúðin, Snorrabraut Volvósalurinn, Suðurlandsbraut Fordhúsið, Skeifunni Alaska, Breiðholti Við Bernhöftstorfuna Seglagerðin Ægir, Grandagarði BílasalaGuðfinns, Borgartúni Við Verzlunina Þrótt, Kleppsvegi 150 GARÐABÆR: Við íþróttahúsið Við Blómabúðina Fjólu AKUREYRI: Stórmarkaður í Alþýðuhúsinu Söluskúrvið Hrísalund ÍSAFJÖRÐUR: Skátaheimilinu, (safirði BLÖNDUÓS: Hjálparsveitskáta, Blönduósi KOPAVOGUR: Nýbýlavegi 4 Skeifan, Smiðjuvegi 6 Skátaheimilinu, Borgarholtsbraut 7 SUÐURNES: Við Krossinn í Njarðvík Hólagötu 13 Njarðvík Saltfiskverkun Rafns hf., Sandgerði Vogabær, Vogum VESTMANNAEYJAR: Strandvegi, 43 Drífandi HVERGERÐI: í Hjálparsveitarhúsinu, Hveragerði Fyrirframan Selfossbíó, Selfossi AÐALDALUR: Hjálparsveit skáta, Aðaldal Fjölskyldupakkarnir eru 10% ódýrari. Þeir kosta 5000 kr., 8000 kr., 12.000 kr. og 18000 kr. í hverjum pakka er leiðarvísir um meðferð skotelda. Styðjið okkur - stuðlið að eigin öryggi. OPIÐ TIL KL. 10 Á HVERJU KVÖLDI 7JT] Flugeldamarkaöir MJ Hjálparsveita skáta ;-c

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.