Morgunblaðið - 29.12.1978, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 29.12.1978, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 1978 13 Um 150 manns skipa Pólýfónkórinn núna og hcfur um það bil helminnur þeirra ekki starfað með honum áður. Ljósm. Emilía. Jón Þorsteinsson syngur tenórhlutverkið vera bæði í kórskólanum og kórnum sjálfum, því þaö þýðir æfingar og nám 3 kvöld í viku. Þeir félagarnir sögöu aö Ingólfur heföi allan veg og vanda af stjórnun kórskólans auk þjátfunar kórsins þannig aö flest kvöld vikunnar væri hann upptekinn viö störf tengd þeim. Ásamt Ingólfi hafa Ragnheiöur Guðmundsdóttir, Einar Sturluson, Elísabet Erlings- dóttir og Siegiinde Kahmann raddæft kórinn og kennt í kór- skólanum. Þeir voru spurðir hvort stjórnarmeölimir kórsins þyrftu ekki aö leggja nokkuö á sig fyrir utan æfingarnar: — Viö höldum vikulega fundi, sagöi Sigurjón, en þar fyrir utan er þaö nokkuð misjafnt hversu mikiö viö störfum, mest mæöir á formanninum og gjaldkera kórsins, en minna á okkur hinum. Við ræddum viö enn einn bass- ann úr kórnum, Björn Birgisson. Góður fé- lagsskapur — Ég var meö vetrarpart fyrir nokkrum árum, en síðan ekki þangaö til í haust aö ég byrjaði aftur, sagöi Björn, og mér finnst ákaflega gaman aö taka þátt í þessu starfi. Fyrir utan þaö aö kynnast tónlistinni er félagsskapur- inn góöur og á hverjum vetri eru haldin skemmtikvöld þar sem kórfélagar koma saman ásamt mökum og þar fyrir utan kynnast menn vel innan hverrar raddar. Tekur starfiö ekki mikinn tíma og þurfið þiö ekki aö semja viö ykkar vinnuveitendur um aö hliðra til þegar æfingar eru svo miklar? — Þaö skiptir mjög miklu máli fyrir flesta að geta samið við sína vinnuveitendur, sögöu þeir, en þó er ekki svo mikið um aö það þurfi þar eð æfingar fara flestar fram utan venjulegs vinnutíma og þaö er ekki nema rétt fyrir hljómleika aö aukaæfingar eru t.d. í hádeginu. Þá þurfa margir aö mæta fyrr til vinnu eöa vinna lengur frameftir til aö skila sínu verki, þannig aö flestir þurfa aö leggja á sig aukavinnu til aö dæmiö gangi upp. En hvað er pað annað sem fær ykkur til að taka pátt í svo krefjandi tómstundastarfi? — Viö teljum okkur geta notið tónlistarinnar mun betur meö því aö syngja hana heldur en aðeins aö hlusta. Þaö er vissulega ánægjulegt að hlusta á tónlist, en það er enn ánægjulegra aö taka þátt í að flytja hana, verkin eru svo margbrotin aö maöur kynnist þeim ekki fyrr en maður kann þau afturábak og áfram. Að lokum voru þeir félagar spuröir um peningahliöina. — Það er Ijóst aö búiö er aö koma í veg fyrir stórkostlegan halla af hljómleikahaldinu, sögöu þeir, en viö leituöum til ýmissa fyrir- tækja og einstaklinga um fjár- stuöning og hafa margir brugöist vel viö okkar málaleitan og viö erum þakklátir fyrir þaö. Viö vitum ekki hvernig veröur meö áframhaldandi starf kórsins, en ef þessu verður vel tekiö og ef okkur tekst aö afla árlegrar fjárveitingar þá er ótrúlegt annað en kórinn starfi áfram, en okkur finnst þaö satt aö segja undarlegt aö slík starfsemi skuli ekki vera styrkt á neinn hátt af því opinbera. fráokkur Flugeldar - blys - gos - sólir - stjörnuljós SKIPARAKETTUR - SKIPABLYS - TIVOLÍBOMBUR OG INNIBOMBUR MEÐ LEIKFÖNGUM OG SPÁDÓMUM ÚTSÖLUSTAÐIR: REYKJAVÍK: KÓPAVOGUR: Skátabúðin, Snorrabraut Volvósalurinn, Suðurlandsbraut Fordhúsið, Skeifunni Alaska, Breiðholti Við Bernhöftstorfuna Seglagerðin Ægir, Grandagarði Bílasala Guðfinns, Borgartúni Við Verzlunina Þrótt, Kleppsvegi 150 GARÐABÆR: Við íþróttahúsið Við Blómabúðina Fjólu AKUREYRI: Stórmarkaður í Alþýðuhúsinu Söluskúrvið Hrísalund ÍSAFJÖRÐUR: Skátaheimilinu, ísafirði BLÖNDUÓS: Hjálparsveit skáta, Blönduósi Nýbýlavegi 4 Skeifan, Smiðjuvegi 6 Skátaheimilinu, Borgarholtsbraut 7 SUÐURNES: Við Krossinn í Njarðvík Hólagötu 13 Njarðvík Saltfiskverkun Rafns hf., Sandgerði , Vogabær, Vogum VESTMANNAEYJAR: Strandvegi, 43 Drífandi HVERGERÐI: í Hjálparsveitarhúsinu, Hveragerði Fyrir framan Selfossbíó, Selfossi AÐALDALUR: Hjálparsveit skáta, Aðaldal Fjölskyldupakkarnir eru 10% ódýrari. Þeir kosta 5000 kr., 8000 kr., 12.000 kr. og 18000 kr. í hverjum pakka er leiðarvísir um meðferð skotelda. Styðjið okkur — stuðlið að eigin öryggi. OPIÐ TIL KL. 10 Á HVERJU KVÖLDI '+'] Flugeldamarkaðir M Hjálparsveita skáta AUGWSIN6AST0FAN HF

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.