Morgunblaðið - 29.12.1978, Side 14

Morgunblaðið - 29.12.1978, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 1978 Örfáar athugasemdir við ævisögu Tryggva í Miðdal Ymsir hafa komið að máli við undirritaðan og beðið hann að gera athugasemdir við rangfaersl- ur sem er að finna í Veiðihug Tryggva Einarssonar frá Miðdal, sem er e.k. æviminningabók. Hefi ég dregið það af ásettu ráði fram yfir jólaös, því ekki er vinsælt að verða til þess að spilla sölu meðan á aðventuvertíð stendur, svo mjög sem forleggjarar og höfundar berjast í bökkum í kúltúrviðleitni sinni. En því eru þessar athuga- semdir settar hér fram, að skyldi einhver opna svona bók þegar flóð Kristmessunnar hefur skolað henni upp í þarabrúk gleymskunn- ar ásamt fjölda annarra jafn- merkna, væri það helst til þess að huga að einhverjum fróðleiksmol- um um mannlíf í Mosfellssveit og er þá betra að ranghermi séu einhvers staðar til betri vegar færð. I kafla sem höfundur eða segjandi bókarinnar ræðir um sveitunga sína er minnst á Odd Björnsson, sem bjó um tíma í Kálfakoti (nú Úlfarsá) sbr. bls. 55. Oddur þessi var alkunnur maður og bjó langa tíð í Þverárkoti næstu sveit, en hann var Einarsson ekki Björnsson. Hann drukknaði ekki í Þverá eins og segir í téðri bók heldur í Grafará á leið heim til sín eða þó líklega öllu heldur eftir að hafa borist af hesti sínum út í Leirvogsá, sem var í foraðsvexti þann dag. Tryggva rangminnir líka föður- nafn næsta nágranna síns, Ólafs sem bjó um skeið í Sunnuhlíð og nú er nýlátinn (sbr. bls. 182) og nefnir hann Benediktsson. Ólafur, sem rak síðustu ár sín alþekkt kjöt og reykiðjufyrirtæki í Reykjavík og upp á Geithálsi, var sonur þeirra merkishjóna Benónýs Helgasonar og Guðnýjar Magnús- dóttur, sem lengi bjuggu við mikla rausn á Háafelli í Skorradal. Var hann albróðir Helga Benónýsson- ar, kunns athafnamanns og rithöf- undar í Vestmannaeyjum og þeirra fleiri systkina og sýnist vorkunnarlaust að vita faðerni hans rétt. Ólafur var einnig mikill náttúruskoðari og afburða veiði- maður þótt lítt fengist hann við að segja af sér sögur. Eitt ranghermi enn er rétt að leiðrétta. Á bls. 137 er talað um að Gísli Hansson frá Fitjakoti hafi farist af voðaskoti, en hið rétta er að Gísli féll af hesti er fældist með hann á Leirvogsárbrú skammt frá Varmadal og lést af völdum höfuðhöggs er hann fékk í fallinu. Svona missagnir, eða ætti kanski í þessu tilviki að kalla þetta feilskot er leiðinleg og óþörf, jafnvel þó menn komist í bókmenntalegan veiðihug. Skrásetjara bóka af þessu tagi verður ekki álasað þó þeir riti niður missagnir, en þeim ætti að vera ljós sú ábyrgð sem fylgir því að birta gagnrýnislaust frásagnir manna er komast á visst aldurskeið. Við skjótan yfirlestur hefi ég ekki fundið fleiri rang- færslur sem til skaða séu, þó ýmislegt mætti tína til. Margt er t.d. sagt frá ætt og uppruna Miðdalsbóndans sjálfs og vonandi er þar rétt tíundað og samkvæmt kirkjubókum. Hitt, þó að refa- skyttan frá Miðdal geri sér það til dundurs í ellinni að varpa tað- kögglum á leiði látinna samferða- manna sinna ýmissa, tekur ekki um að fást. Þar ræður lunderni og meðfædd smekkvísi hvers og eins. Með þökk fyrir birtinguna E.J. Stardal. þið fljúgið í vcstur til New York Búiðá lúxus hóteli í tveggja manna herbergi, með eða án eldunaraðstöðu, ^=r s. eða í hótelíbúð. f 1 Svosuður á sólarstrendur Florida. Snæðið safaríkar amerískar steikur. (Með öllu tilheyrandi). Flatmagið á skjannahvítri Miami ströndinni eða buslið í tandurhreinum sjónum. Islenskur fararstjóri verður að.sjálfsögðu öllumhópnum til halds og trausts. Næstu 3ja vikna ferðir verða« 4. og 25. janúar, 15. febrúar, 8. og 29. mars. Búið er á Konover hóteli, Konover íbúðum eða í Flamingo Club íbúðum. Um margskonar verð er að ræða. T.d. getum við boðið gistingu í tvíbýlisherbergi á hótelinu í 3 vikur, og ferðir, fyrir kr. 331.000.- en ódýrari gisting er einnig fáanleg, búi t.d. 4 saman í stórri íbúð. Fyrir börn er verðið rúmlega helmingi lægra. FLUGFÉLAG LOFTLEIBIfí /SLANDS Nánari upplýsingar: Söluskrifstofur okkar Lækjargötu 2 og Hótel Esju, sími 27800, farskrárdeild, sími 25100, skrifstofur okkar úti á landi, umboðsmenn og ferðaskrifstofur. Messuklæði vígð í Bú- staðakirkju VIÐ messu annan dag jóla var vígður hökull, sem gefinn er Bústaðakirkju til minningar um Björn Guðnason, Fellsmúla 6. Björn var aðeins 3ja ára gamall, þegar hann veiktist skyndilega og dó eftir aðeins stutta legu á sjúkrahúsi, fjórða desember síðast liðinn. Björn er sonur hjónanna Þórunnar Haraldsdóttur og Guðna Jónssonar. Bústaðasöfnuður þakkar gefendum og biður Birni litla og ástvinum hans blessunar Guðs. Húsavík: Hvít, helg og friðsæl jól Ilúsavík 27. desember ELZTI borgari Húsavíkur, Guðr- ún bórðardóttir, 99 ára, sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær, að hún myndi ekki aðra eins veður- blíðu eins og verið hefði í allt haust og þá sérstaklega hvað descmber hefði verið góður. Mundi hún þó tfmana tvenna því einu sinni man hún hvítasunnu f grenjandi stórhríð. Sem dæmi um veðurblíðuna yfir jóladagana má nefna að logað hefur daglangt á vaxkertum í kirkjugarðinum bæði á aðfanga- dag og jóladag. Hér hafa menn því lifað hvít, helg og friðsæl jól. Fréttaritari. Kveikt í bát KVEIKT var í vélbátnum Stefáni Kristjánssyni SH 159 í fyrrinótt, þar sem báturinn lá í Reykjavíkur- höfn. Ljóst var á ummerkjum að brotizt hafði verið inn í brú bátsins og lyf tekin úr lyfjakassa og er talið líklegt að þjófarnir hafi kveikt í bátnum. Talsverðar skemmdir urðu á brúnni. Nú getur þú valið um botnum, 6 og 12 manna manna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.