Morgunblaðið - 29.12.1978, Side 15

Morgunblaðið - 29.12.1978, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 1978 15 BREZKA blaðið The Daily Telegraph skýrði írá því nýlega að rúmlega 60 foringjar úr flugher Eþíópíu hefðu verið hand- teknir og f jórir teknir af lífi vegna mótmæla þeirra gegn notkun gróðureyðandi efna og eldsprengja í baráttunni gegn skæruliðasveitum í Eritreu. Einnig voru foringjarnir grunaðir um að ætla að skjóta niður flugvél, sem flutti Mengistu Haile Mariam forseta heim úr heimsókn til ríkja í Austur-Evrópu. Þá segir að sögn hafa um 40 þorp og bæir verið lögð í rúst, og mannfall verið mikið. Eftir heimkomufia frá Austur-Evrópu flutti Mengistu forseti ávarp á fjöldafundi í Addis Ababa og sagði þar meðal annars að alþýða Eþíópiu vildi rétta hverjum þeim „bróðurlega byltingarhönd friðarins", sem væri reiðubúinn til að játa villu sína og iðrast andstöðu við stjórnvöld landsins. Þrátt fyrir þennan Mengistu forseti Handtökur og aftök- ur í flugher Eþíópíu blaðið að ólga ríki einnig í landhernum vegna óánægju foringja með yfirgang rússneskra og kúbanskra hernaðarráðgjafa. Foringjarnir úr flughern- um, sem handteknir hafa verið, eru flestir ættaðir frá Eritreu, og hafa þeir óspart látið óánægju sína í ljós yfir því að öllum gróðri hefur verið eytt á stórum svæðum í Eritreu, en þessi gróður- eyðing hefur leitt til hungursneyðar meðal þús- unda heimilislausra flótta- manna. Herþotum af gerðunum Mig 21 og 23 er beitt gegn skæruliðum í Eritreu, og er talið að flugmennirnir séu kúbanskir eða austur-evrópskir. Haldið er uppi látlausum loftárásum til að knésetja skæruliða, og boðskap forsetans er hernaðaraðgerðum haldið áfram og eru það tveir sovézkir hershöfðingjar, sem stjórna aðgerðunum frá aðalstöðvum hersins í borg- inni Asmara. Þá hefur í fyrsta skipti verið skýrt frá því að sovézkir hermenn hafi verið sendir fram á vígvöll- inn í sovézkum skriðdrekum af gerðinni T. 64 til stuðn- ings við sókn Eþíópíuhers. „Carter lygari hrópaði mannfjöldi í Taipei Taipei, 28. des. Reuter I DAG hófust í Taipei viðræður fulltrúa Bandaríkjastjórnar og stjórnarinnar á Taiwan (Formósu) um samskipti ríkj- anna í framtíðinni eftir að Bandaríkin hafa slitið stjórn- málasambandi við Taiwan og tekið upp stjórnmálasamband við Ki'na. Tólf manna sendinefnd frá Bandaríkjunum undir forustu Warrens. Christophers aðstoðar- utanríkisráðherra kom til Taiwan í gær og var illa tekið. Höfðu um 30 þúsund manns safnazt saman við flugvöllinn til að mótmæla aðgerðum Bandaríkjanna, og kast- aði hópurinn grjóti, eggjum og málningu að bandarísku fulltrúun- um. Hlutu sumir Bandaríkja- mannanna skrámur af glerbrot- um. Viðræður áttu að hefjast í morgun, en þeim var frestað fram eftir degi vegna mótmælaaðgerða. Um 20 þúsund manns fóru í mótmælagöngu við utanríkisráðu- neytið í Taipei, veifuðu mótmæla- spjöldum og hrópuðu „Carter lygari" þegar von var á bandarísku fulltrúunum þangað. Fjölmennt lögregluiið var sent á vettvang til að dreifa mannfjöldanum, og tókst það um síðir. Tsian Yen-si utanríkisráðherra er formaður viðræðunefndar Tai- wan og þegar viðræðurnar hófust í dag skoraði hann á Bandaríkin að gera einhverjar þær ráðstafanir er tryggðu öryggi eyjarinnar. Sagði hann að áhugi Carters Banda- ríkjaforseta á öryggi Taiwan yrði að koma fram í öðru en fullyrðing- um hans sem byggðar væru eingöngu á þeirri von að Kína réðist ekki gegn Taiwan með vopnavaldi. Bandaríkin yrðu að gera viðeigandi ráðstafanir með tilheyrandi lagasetningu til að tryggja öryggi Taiwan og aðflutninga þangað á hergögnum. Eiginkona Sakharovs fær að fara Moskvu. 28. des. Reuter ANDREI Sakharov skýrði frá því í dag að kona hans hefði nú fengið leyfi til að fara til útlanda til lækninga, eftir að hafa orðið að bíða í tíu mánuði svars frá yfirvöldum. Sakharov hafði hótað því að hefja hungurverkfall í næstu viku ef kona hans fengi ekki að fara. Hann sagði vest- rænum fréttamönnum síðan frá því í dag að staðfesting hefði verið gefin á því að kona hans fengi vegabréfsáritunina. Elena Sakharov hefur tvívegis á nokkr- um árum leitað sér lækninga í Flórens á Italíu vegna gláku. Látlaus straum- ur flóttamanna — en þeir fá hvergi hæli Manila, Filippseyjum, 28. des. AP EKKERT lát er á (lóttamannastraumnum frá Víetnam, og ekki rætist úr eríiðleikum flóttamannanna við að fá einhvers staðar landvistar- leyfi. A Manilaflóa liggur nú flutn- ingaskipið Tung An, sem skráð er í Panama og um borð í því eru eitthvað á þriðja þúsund flótta- menn, sem ekki fá að stíga á land. Talsmenn flóttamannanna í skipinu segja að rúmlega 200 flóttamenn hafi drukknað áður en þeim tókst að komast um borð í Tung An. Kemur þetta fram í orðsendingu flóttamannanna til yfirvalda, en þar segir meðal annars: „Að kvöldi 6. desember 1978 kom Tung An að litlum ERLENT fiskibáti, sem var áð sökkva á hafi úti, og meðan áhöfn skipsins var að bjarga bátsverjum frá drukkn- un dreif að fjölda annarra báta, sem hlaðnir voru flóttamönnum frá Víetnam, og tókst þessum flóttamönnum flestum að komast um borð í Tung An án samþykkis skipstjórans. I þessum tilraunum til að komast um borð í skipið drukknuðu rúmlega 200 flótta- menn.“ Alls er talið að 2.300 flóttamenn hafi komizt um borð í Tung An, en talsmenn flóttamann- anna segja að þeir séu 2.500. Að sögn er bæði matur og vatn af skornum skammti um borð, og skipið, sem er 68 metra langt, lítt sjófært með þennan farm. Annað skip liggur út af Hong Kong með um 2.700 flóttamenn frá Víetnam, og vitað er um eitt skipið enn á leið til Hong Kong með um 2.000 flóttamenn. Eitt af verkum Rembrandts „Mynd af rabbí“ er meðal fjögurra málverka sem stolið var frá De Young Memorial listasafninu í San Fransisco. Málverk þetta eitt er metið á um 900 milljónir króna. For- stjóri safnsins hefur upp- lýst að málverkin hafi jverið ótryggð en borgar- stjórn San Francisco muni bæta skaðann. Verkfalli lokið á Kanarí Las Palmas. Kanarieyjum. 28. des. AP SEX DAGA verkfalli hótels- og veitingahúsafólks á Gran Canaria lauk í dag. Hafði þá náðst samkomu- lag milli starfsfólks og atvinnurek- enda sem aðilar gátu sætt sig við. Fengu þeir 25 prósent launahækkun og eru nú lágmarkslaun 25 þúsund pesetar. Tugþúsundir ferðamanna á Kanaríeyjum hafa orðið allóþyrmi- lega fyrir barðinu á þessu. Búizt er við að allt verði komið í samt lag og þjónusta og fyrirgreiðsla við ferða- menn verði orðin með eðlilegum hætti síðdegis á morgun. Fjöldamorðin í Chicago: Líkin orðin 15 eða 16 Eiginmaðurinn sýknaður af nauðgunarkæru Salem, Oregon, 28. des. Reuter. JOIIN llidcput. sem var fyrir rétti sakaður um að hafa nauðgað eiginkonu sinni, var í morgun sýknaður af ákærunni. í kviðdómi voru f jórir karlar og átta konur og var niðurstaða kviðdóms einróma. Dómsorð kom á óvart, þar sem þetta mál gæti orðið upphaf að Chicago. 28. desember — Reuter. LÖGREGLAN í Chicago skýrði frá því í dag að enn hefðu sex drengjalík fundizt undir húsi því þar sem kyn- villingurinn John Wayne Gacy bjó, og hafa þá alls fundizt þar 15 lík. Gacy hefur hins vegar játað á sig morð á 32 piltum undanfarin þrjú ár. Eitt lík til viðbótar fannst á reki í á, sem rennur þar í grenndinni. Var það 18 ara piltur, og hafði nærbuxum hans verið troðið upp í munn hans. Er talið líklegt að hér sé um að ræða 16. fórnarlamb Gacys. Sjálfur segist Gacy hafa tælt piltana til fundar við sig, haft kynmök við þá, og síðan kyrkt þá eða hengt. Stundum hand- járnaði hann piltana undir því yfirskyni að hann ætlaði að sýna þeim hvernig unnt væri að losna úr járnunum. Þetta gerðist Tvívegis hefur Gacy komizt undir mannahendur vegna kynvillu sinnar. Hann er tvívegis fráskilinn, og skildi fyrri konan við hann árið 1969 þegar hann var að afplána 10 ára fangelsisdóm fyrir kynmök við 16 ára pilt. Hann var látinn laus 1970, en ári síðar var hann handtekinn á ný eftir kæru frá ungum pilti. Mál hans þá var fellt niður þegar pilturinn mætti ekki til réttarhaldanna. 29. desember margt hafði bent til þess að Rideout yrði sekur fundinn. Kona hans sagði eftir dómsuppkvaðn- inguna að hún hefði orðið fyrir sárum vonbrigðum og hún vissi að margár konur, sem hefðu orðið að þola barsmíð og kynferðislegar þvinganir af hálfu eiginmanna sinna, hefðu bundið vonir við að skárri stöðu þeirra, en sú hefði sannarlega ekki orðið raunin. Eiginmaðurinn sagðist hins vegar vera mjög hress með málalok. Þau hjón hafa nú skilið að borði og sæng og aðspurð um hvort líkindi væru til að sættir yrðu með þeim, töldu bæði það harla ósennilegt. 1977 —. Carter forseti kemur til Varsjár. 1976 — Stuðningsmenn ekkju Maos efna til óeirða sunnan við Peking. 1973 — Kjörtímabili Marcosar forseta Filippseyja lýkur; stjórn með tilskipunum hefst. 1972 — Svíar beðnir að senda ekki sendiherra til Washington. 1962 — Gæzlulið SÞ tekur Elizabethvilie í Katanga. 1940 Loftárásir valda mesta tjóni í London frá eidsvoðanum 1666.. 1937 — írska fríríkið verður Eire samkvæmt nýrri sijórnar- skrá. 1934 — Japanir rifta Washing- ton-flotasamningnum. 1933 — Járnvörðurinn myrðir Ion Duca, forsætisráðherra Rúmeníu. 1921 Washington-flotasamningurinn undirritaður. 1895 — Jameson-árásin á Transvaal frá Bechuanalandi. 1874 — Alfonso II verður konungur Spánar. 1857 — Bretar og Frakkar taka Kanton í Kína. 1721 —. Frakkar taka Máritíus (Ue de France). 1170— Thomas Becket myrtur á altari dómkirkju Kantara- borgar. Afmælii William Ewart Glad- stone, brezkur stjórnskörungur (1809-1898) - Charles Good- year, bandarískur uppfinninga- maður (1800—1860) — Madame de Pompadour, hjákona Loðvíks XV Frakkakonungs (1721-1764) - Pablo Casals, spænskur seilóleikari (1876-1973). Andláti Rainer Marie Rilke, þýzkt skáld, 1926. Innlenti Frumsýning á „Marmara" eftir Guðmund Kamban 1950 — F. Gunnar Thoroddsen 1910 — D. Sigfús pr. Guðmundsson 1597. Orð dagsinsi Örlögin reyndu að fela hann og skírðu hann Smith — Oliver Wendell Holmes bandarískur rithöfundúr (1809-1894).

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.