Morgunblaðið - 29.12.1978, Síða 18

Morgunblaðið - 29.12.1978, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 1978 A thugasemd við myndlistargagnrýni í Morgunblaðinu þann 10. desember er gagnrýni eftir Braga Ásgeirsson um myndlistarsýningu Guðmundar Björgvinssonar í Nor- ræna húsinu. Grein þessi er skrifuð af slíku ábyrgðarleysi og vanvirðingu við listamanninn að það er ekki hægt að láta þessu ósvarað. Tæplega helmingur dómsins fer í Ieiðinlegt nöldur yfir því að í stað sýningarskrár eru nöfn myndanna rituð á miða víð hlið þeirra. Fróðlegt er að bera saman hvaða meðferð þetta atriði fær annars vegar í gagnrýni Aðalsteins Ingólfssonar í Dagblaðinu 8. desember og Braga hins vegar. I lok greinar Aðalsteins er stutt og vinsamleg ábending til lista- mannsins um að sýningarskrá sé Á næsta ári er áformað að úthluta í Reykjavík nýjum lóðum til almcnnings undir 202 íbúðir, fyrir utan þær lóðir sem þegar hefur verið ráðstafað. Þetta kom fram í ræðu borgar- stjóra við framlagningu fjár- hagsáætlunar fyrir næsta ár. Gerði borgarstjóri grein fyrir lóðum undir 761 íbúð og taldi upp hverjum þeirra hefði þegar verið ráðstafað. Lóðirnar, sem koma til úthlut- unar, eru 14 raðhús á Eiðis- granda, 30 íbúðir í fjölbýli í Nýjum miðbæ, en þar hefur „til hagræðis fyrir sýningargesti og geti verið ómetanleg heimild síðar meir“. En Bragi virðist aftur á móti álíta sem svo að sýningar- skrá sé það sem mestu máli skiptir á myndlistarsýningum og gengur svo langt að varpa þeirri spurningu fram „hvort þessi hroð- virknislegi umbúnaður sé ekki vanvirða við hin virðulegu salar- kynni er hýsa sýninguna." Ég hef hingað til litið á sýningarskrár sem algjört aukaatriði í sambandi við sýningar þannig að þessi skrif koma mér vægast sagt mjög spánskt fyrir sjónir. Bragi talar um að myndir Guðmundar séu flausturslega unnar. Hann er líkast til einn um þá skoðun því mér hefur virst fólk einhuga um að góð vinnubrögð séu sterkasti þáttur þessarar borgarráð að auki gefið tveimur hópum aldraðra fyrirheit um allt að 100 íbúðir. I Seljahverfi er áformað að úthluta 34 raðhúsum við Mýrar- og Melsel. Og loks eru 100 íbúðir í blandaðri byggð norðan Jaðar- sels (fjölbýli og raðhús), sem er eins konar framhald af Mjóu- mýrarskipulaginu, sem byggingarmeistarar hafa fengið. í febrúarmánuði sl. var út- hlutað í 12. áfanga 60 einbýlis- og raðhúsalóðum í Seljahverfi og verða þær gerðar byggingar- hæfar. Byggingarmeistarar þeir, sem fengu úthlutað til byggingar sýningar. Og ég er sammála Jónasi Guðmundssyni í Tímanum þann 7. des. þegar hann segir að „óvenju gott handbragð" sé á myndunum. I svipaðan streng tekur Aðalsteinn Ingólfsson: „Listamaðurinn hefur náð nokkuð góðum tökum á þessum miðli." Það sem er þó alvarlegast í gagnrýni Braga og lýsir hvað mestu ábyrgðarleysi í umfjöllun hans er það þegar hann fer að dylgja um tilgang listamannsins með myndum sínum. Hann gefur í skyn að nektarmyndunum sé ætlað að vekja upp ástarfýsn hjá skoðandanum og lýsir því með ofhlöðnu orðskrúði hvernig lista- manninum mistekst að sannfæra sig um „að hér sé um ástþrungið konuhold að ræða, brúsandi blóð og brennandi fýsnir“. Hérna er svæði í Mjóumýri á sl. ári, gera byggingarhæfar lóðir fyrir 217 íbúðir. Þá verða lóðir í Selási gerðar byggingarhæfar fyrir 178 einbýlishús, en landeigendur eiga sjálfir þessar lóðir og koma þær því ekki til úthlutunar hjá borginni. Þannig eru byggingarlóðir, þegar allt er talið 761, en þar af óráðstafað lóðum fyrir 202. Lóðum fyrir 338 er þegar ráð- stafað, og 217 eru á þegar úthlutuðu svæði til byggingar- meistara. Bragi að gefa sér forsendur sem eru gjörsamlega úr lausu lofti gripnar og koma raunár málinu ekkert við. Þetta er kjaftavaðall sem á ekki heima í gagnrýni. Það hvarflaði aldrei að mér þegar ég virti fyrir mér þessar nektar- myndir að listamaðurinn væri að reyna að vekja upp ástarfýsnir eða neinar aðrar tegundir fýsna. Hins vegar get ég tekið undir með Aðalsteini þar sem hann segir um þessar myndir: „Það er innileg erótík og væntumþykja í þessum myndum." Bragi verður að gera sér grein fyrir að það er mikill ábyrgðar- hluti að skrifa gagnrýni í út- breiddasta blað landsins. Skrif hans hafa ómæld áhrif á hugsun fjölda fólks og það er alvarlegt mál ef hann fer að nota þennan vettvang til að fá útrás persónu- legra tilfinningaumbrota. Einar Guðmundsson Ásvallagötu 10A Athugasemd Mbl. þótti rétt að gefa gagnrýn- anda sínum tækifæri til að svara athugasemdinni og fer svar Braga hér á eftir> Það setur listrýni óneitanlega i nokkurn vanda er leikmenn mis- skilja, rangtúlka og snúa út úr skrifum þeirra, beina vandlætingu sinni svo að þeim á opinberum vettvangi. Þótt slík bréf séu í flestum tilvikum léttvæg og naum- ast svaraverð skal hér gerð undantekning, þar sem hér er skrifað undir fullu nafni, og auk þess meinlaust að skilgreina list- rýni af og til. Listrýnir er kemur inn á list- sýningu verður fyrir ákveðnum hughrifum og það er væntanlega mennilegast að hann skrifi gagn- rýni sína út frá þeim hughrifum einum — eigin hughrifum og tilfinningaumbrotum en t.d. ekki annarra gagnrýnenda. Varðandi umrædda sýningu þá urðu heildar- áhrifin mér áleitnara tilefni umfjöllunar en einstakar myndir t.d. í þá veru, að sterkustu myndirnar væru þær er G.B. legði mesta alúð við, — en að flestar myndirnar væru unnar með hraða er hinn ungi maður veldur auðsjáanlega ekki ennþá. Hér þótti mér skorta reynslu og listræna ögun, og það er jafnframt vissulega einnig ábyrgðarhluti gagnvart ungum listamanni, að láta sjást yfir þau atriði í skrifum sínum. Því fylgir, að menn gera all- nokkrar kröfur til þeirra er sýna í virtasta sýningarsal höfuðborgar- svæðisins, m.a. lágmarkskröfur varðandi umgerð sýninga — eitt atriði er hér sýningarskrá, sem auðveldar þeim er skoðar að átta sig á sýningunum og hefur auk þess ótvírætt heimildagildi. Því miður hef ég of oft þurft að benda á augljósa hnökra í sýningar- skrám, sem virðist séríslenzkt fyrirbæri, en sjaldan hefur skrá vantað alfarið sem í þessu tilviki. — Það er engin óvirðing við einn né neinn að benda á augljósa hnökra við sýningar þeirra — til þess er m.a. einmitt opinber umræða og rýni á listavettvangi. Þá er það frá minni hálfu alls engin niðrandi gagnrýni að vísa til þess að fletir og form höfði til „frygðarlegra" (ástleitinna) kennda og engin óvirðing í því. Rismikil listaverk hafa verið gerð um áraþúsundir, sem höfða beint og óbeint til holdlegra kennda. Nafnkenndur erlendur upp- fræðari í myndlist sagði oft, „að það væri m'kilsverðara að geta gætt dautt efni sem gips lífi í teikningum sínum en að teikna eftir lifandi fyrirsætum í þá veru að þær yrðu sem lífvana gips.“ Hér er um markvissan orðaleik að ræða, sem jafnvel leikmenn ættu að skilja. — Þá fer naumast á milli 'mála til hvers m.a. listamaður höfðar í verki sínu, er hann teiknar t.d. nakta liggjandi konu með áberandi ögrandi sköp sín, sem eru auk þess stórlega ýkt og stílfærð. Áréttar það svo á miða við hlið myndar- innar, að hér sé kona sem bíður. Vill nú einhver halda því fram, að veigurinn í myndinni sé sá, að stúlkan bíði eftir strætisvagni? Hvort sem um lífmikla, vel- teiknaða eða málaða mynd er að ræða eða lostfagra hofróðu er þannig hagræðir líkama sínum, segir mér svo hugur, að það teljist öllu eðlilegri viðbrögð, að slíkt höfði í einhverjum mæli til karlmennsku viðkomandi en t.d. hugleiðinga um næsta vagn á Laugarásinn. Virðingarfyllst, Bragi Ásgeirsson. Nýjar lóðaúthlutanir 202 í Reykjavík á næsta ári „Allt orkar tvímæl- is þá gjört er” Blaðinu hefur borizt eítirfar- andi frá Kjararáði Hjúkrunar- félags Islandsi Allmikil blaðaskrif hafa verið að undanförnu um úrskurð Kjara- dóms í kjaradeilu hjúkrunarfræð- inga með próf frá Háskóla Islands. Kjör félaga og aukafélaga Hjúkrunarfélags Islands, HFÍ hafa talsvert verið tekin til umfjöllunnar í skrifum þessum og hefur því kjararáð HFI ákveðið, að koma á framfæri fáeinum atriðum er varða þau. Úrskurður Kjaranefndar í kjaradeilu HFI var kveðinn upp í feb. s.l. Samkvæmt úrskurðinum er byrjunarlaunaflokkur hjúkrunarfræðinga 11 1. fl. BSRB. Við samanburð á mánaðarlaunum hjúkrunarfræðinga HFÍ og B.S. hjúkrunarfræðinga kemur í ljós, að síðarnefndi hópurinn hefur verið úrskurðaður í launaflokk, sem er sambærilegur við 13 l.fl. BSRB þ.e.a.s. eftir níu mánaða starfsreynslu. Þann 1. des. s.l. eru byrjunar- laun hjúkrunarfræðinga HFI kr. 231. 931.00. Byrjunarlaun B.S. hjúkrunarfræðinga eru fyrstu níu mánuðina eftir lokapróf kr. 232.470.00, en síðan kr. 249.026.00. Þegar öllum launahækkunum vegna starfsaldurs hefur verið náð eru laun hjúkrunarfræðinganna þessi: HFÍ hjúkrunarfræðingar kr. 259.128.00. B.S. hjúkrunarfræðing- ar kr. 276.101.00. Tölur þessar sýna, að launamun- ur er nokkur milli hjúkrunarfræð- inganna eða sem svarar a.m.k. tveim launaflokkum í launakerfi BSRB. Það er ekki ætlun kjara- ráðs, að verja gerðir Kjaradóms enda hefur hann með nýjasta dómi sínum dæmt hærri laun til hjúkrunarfræðinga en félagar HFÍ hafa. Hins vegar má vera, að vandi dómsins hafi verið nokkur að þessu sinni þar sem hann várð að gera upp við sig, hvort vægi meira námsmat BHM eða það réttlætis- sjónarmið, að sömu laun skuli greiða fyrir sömu vinnu. Það er mikil einföldun máls, að telja það alfarið misrétti og það herfilegt misrétti, þegar Kjara- dómur virðist að einhverju leyti hafa valið síðari kostinn. Ef Kjaradómur hefði farið eftir námsmati BHM hefði dómurinn sennilega verið misrétti og það herfilegt misrétti gagnvart félög- um HFI, en innan þess félags eru um 1050 starfandi hjúkrunarfræð- ingar. Hjá því verður ekki komist, að um leið og verið er að leggja mat á störf háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga til launa, er verið að ieggja mat á störf félaga HFI. Hjúkrunarfræðingarnir geta sjálfsagt verið sammála um, að þetta mat er mjög lágt: Af því sem hér hefur verið rakið er það furðulegt svo ekki sé meira sagt, að þrír félagar HFI hafa ritað í dagblöðin og lýst mikilli hneykslan á margnefndum kjara- dómi. Grein Ingibjargar R. Magnús- dóttur námsbrautarstjóra hjúkrunarnámsbrautar Háskóla Islands í Morgunblaðinu 5 des. s.l. nefnist: Kjaradómur — Mistök eða hvað? Meginefni þeirrar greinar fjallar um þann dóm Kjaradóms, að „hjúkrunarfræðingar braut- skráðir frá Háskóla Islands skuli ljúka níu mánaða starfsreynslu áður en þeir taki laun samkvæmt þeim launaflokki er þeim er síðan skipað í,“ eins og segir í greininni. Kjararáð HFI tekur undir það hjá námsbrautarstjóranum, að það eru einkennileg vinnubrögð, að nefna ekki í dómnum byrjunar- launaflokk hjúkrunarfræðing- anna. Samkvæmt upplýsingum fjármálaráðuneytisins fá þessir hjúkrunarfræðingar greidd laun eftir launaflokki 102 BHM fyrstu níu mánuðina eftir lokapróf, en sá launaflokkur gefur svipuð laun og 12 l.fl. BSRB. í grein Ingibjargar og öðrum blaðaskrifum um þetta málefni er marg tekið fram, að nemendur námsbrautar Háskólá Islands njóti aldrei námslauna og er því erfitt að skilja, hvers vegna námsbrautarstjórinn kallar þenn- an byrjunarlaunaflokk nemalaun. Nemendur Hjúkrunarskóla ís- lands fá visst hlutfall af launum í 11 l.fl. BSRB og er þetta hlutfall nákvæmlega tiltekið í grein náms- brautarstjórans. Námsbrautar- stjórinn heldur því fram, að laun nemenda HSI á þriðja ári séu hin sömu og laun B.S hjúkrunarfræð- inga og það sýni, að „þekking nemenda við Hjúkrunarskóla Is- lands að loknu tveggja ára námi sé lögð að jöfnu við þekkingu hjúkrunarfræðinga með fjögurra ára nám við Háskóla íslands níu mánaða starfsreynslu." Þetta endurtekur námsbrautarstjórinn í viðtali í Vísi þ. 7. des. s.l. Námsmat er oft haft til hlið- sjónar við ákvörðun launa, en það, að laun ákvarði þekkingu eins og námsbrautarstjórinn heldur fram, eru ný sannindi í herbúðum þeirra sem um kjaramál fjalla. Það er alls ekki rétt með farið, að nemendur HSI hafi sömu laun og B.S. hjúkrunarfræðingur með níu mánaða starfsreynslu. Laun nemenda á þriðja námsári eru 57,80% af 11 l.fl. 2 þrepi. Mánaðarlaun þeirra eru því nú kr. 134.056.00, en laun hjúkrunarfræð- inganna eru aftur á móti kr. 249.026.00. Mismunur er kr. 114.970.00. í yfirvinnu eða á aukavöktum hafa þessir nemendur full byrj- unarlaun hjúkrunarfræðinga HFI. Hjúkrunarfélag Islands hefur vit- að um þetta samningsákvæði og ekki talið ástæðu til að gera athugasemd við það, enda öllum sem þekkja til náms og starfs hjúkrunarnemenda ljóst, hvað að baki þess býr. Benda má á, að nemendur námsbrautar hafa sömu möguleika á að taka aukavaktir og fá þá væntanlega greitt fyrir þær. Nemendur HSÍ berjast nú fyrir því, að námslaun þeirra verði afnumin og þeir fái rétt til lánstöku úr Lánasjóði íslenskra námsmanna. Betra nám og bætt aðstaða til náms er þessum nemendum meira virði en léleg námslaun. Ingibjörg R. Magnúsdóttir hefur haft samband við ýmsa aðila, sem hún taldi geta gefið upplýsingar um uppruna þeirrar „kröfu“ að B.S. hjúkrunarfræðingar skuli ljúka níu mánaða starfsreynslu áður en þeir fái laun skv. l.fl. 103. Kjararáð HFÍ telur því rétt að taka fram, að það hefur engin afskipti haft af kjarasamningum háskólamenntaðra hjúkrunar- fræðinga. Tveir aðrir félagar HFÍ hafa skrifað í blöðin um þennan kjara- dóm. Þeir eru María Pétursdóttir, í Morgunblaðinu 23. nóv. s.l. og Elín Eggerz-Stefánsson, í dags- skrágrein í Þjóðviljanum 14. des. s.l. Báðar komust þær að þeirri niðurstöðu, að laun þau sem BS hjúkrunarfræðingum er úthlutað, séu langt fyrir neðan það sem þeim beri. Elínu Eggerz-Stefánssyni finnst dómurinn vera „herfilegt misrétti" og að hann „beri vott um djúp- stætt vanmat á þjóðfélagslegu gildi hjúkrunar innan heilbrigðis- þjónustunnar og talsverðri til- ætlunarsemi gagnvart starfsfram- lagi hjúkrunarfræðinga og kvenna almennt". Urskurður Kjaranefndar varð- andi flokkaröðun félaga HFÍ kom í febr. s.l. og eins og fyrr er frá greint eru laun þeirra nokkru lægri en þeirra sem Kjaradómur fjallaði um. Hjúkrunarfélag Is- lands mótmælti ekki þessum úrskurði af ástæðum sem ekki verða raktar hér. Það er skylt að

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.