Morgunblaðið - 29.12.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.12.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLADIÐ, FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER1978 19 Virkjun og ný vatnsæð úr Heiðmörk á lokastigi FYRRI hluta næsta árs verður væntanlega unnt að taka hina nýju aðalæð Vatnsveitu Reykja- víkur úr Heiðmörk hluta í notk- un. En undanlarin ár helur verið unnið að lögn nýrrar aðalæðar til borgarinnar og virkjun nýrra vatnsbóla í Heiðmörk. Haiði verið ætlunin að ljúka að fullii við aðalæðina á þessu ári, en vegna íjárskorts var eigi unnt að kaupa til þess eíni sem þuríti. Útboðs- verkum á pípulögn lauk þó á sl. hausti, eins og áformað hafði verið, en tengingum aðalæðarinn- ar við sainæðar á Jaðarsvæðinu og við dælustöðina á Hraunbrún er ekki lokið. Er unnið að þeim verkum. Þetta kom fram í ræðu borgar- stjórans í Reykjavík við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun fyrir næsta ár. Gerði hann grein fyrir framkvæmdum. Á Jaðarsvæðinu voru boraðar 6 nýjar borholur og eru nú 11 borholur tilbúnar til virkjunar í 9 dælustöðvum. Af þeim eru tvær mikil og kostnaðar- söm mannvirki, sem munu dæla 50—60% af því vatnsmagni, sem vænta má af Jaðarsvæðinu. Lokið var við dælustöðvarbyggingu fyrir dælustöð V—1, sem jafnframt er varahlutageymsla og þjónustu- bygging fyrir Jaðarsvæðið á árinu. Auk þess var lokið við hluta af húsum fyrir tvær aðrar dælu- stöðvar. Á árinu 1979 er áformað að ljúka við tvær þær fyrstnefndu, auk safnæðanna frá þeim og munu þær gefa allt að 500 lítra á sekúndu miðað við meðal grunn- SVR þarf 900 milljónir 1979 Verður að skerða þjónustuna? LJÓST cr að lítið má út aí bera til að borgarsjóði verði gert ókleift að halda þjónustu Strætisvagna Reykjavíkur óskertri frá því sem nú er, sagði Egill Skúli Ingi- bergsson börgarstjóri í ijárhags- áætlunarræðu sinni. En þar kom íram, að tramlag til Strætisvagn- anna hækkar á þessu ári úr 300 milljónum í 750 milljónir króna og að á árinu 1979 þyrfti borgarsjóður að leggja fram rösklega 900 milljónir til rekstr- arins miðað við óbreytt verðlag frá því sem nú er. Til viðbótar kæmi svo hækkun af völdum hækkaðs launakostnaðar, elds- neytis o.s.frv. í áætluninni er þó ekki gert ráð fyrir að framlagiö verði meira en 750 milljónir, þar af 500 milljónir beint rekstrarframlag, og þá miðað við að heimild fáist til að hækka fargjöld SVR snemma á næsta ári. Sagði borgarstjóri, að því yrði að vona, að verðlagsyfir- völd sýndu aukinn skilning á þeim líanda, sem hér væri við að etja. Rekstrarhalli fyrirtækisins óx yiðurkenna, að sú ákvörðun að mótmæla ekki úrskurðinum hefur verið röng, þegar álit félaganna er það, að nokkru betri úrskurður sýni djúpstætt vanmat á þjóð- Télagslegu gildi hjúkrunar og talsverða tilætlunarsemi við starfsframlag hjúkrunarfræðinga. María Pétursdóttir er þeirrar skoðunar, að kjardómurinn sýni launamismunun karla og kvenna. Kjararáð HFÍ telur hins vegar, að dómurinn sé kennslubókardæmi um ranglátt launakerfi þar sem hann sýni launamismunun milli stétta með sömu stöðuábyrgð. BHM hefur sent frá sér mótmælayfirlýsingu vegna niður- stöðu Kjaradóms. I heniji segir m.a.: „Verði starfssvið BS hjúkrunarfræðinga ekki skýrar markað og launakjör þeirra sam- ræmd kjörum annarra háskóla- manna má búast við að háskóla- nám í hjúkrun leggist niður, þar sem völ er á mun styttra námi með launum á námstíma, sem gefur sömu réttindi". Svo virðist sem BHM fallist á það sjónarmið HFÍ, að sömu laun beri að greiða fyrir sömu vinnu. En til þess að hópnum, sem Kjaradómur var að dæma auðnist að fá hærri laun, virðist BHM vera þeirrar skoðunar að starfssvið hans verði að vera, eitthvað annað ?n honum er ætlað skv. hjúkrunar- lögum. Öllum breytingum á starfs- wiði hjúkrunarfræðinga verður mótmælt og mætt með hörku af félögum HFÍ. Tilgangurinn með seim verður a.m.k. að vera háleit- iri en svo, að beinhörð peninga- jjónarmið ráði þar ferðinni. Kjararáð Hjúkrunarfélags Islands Valgerður Jónsdóttir Sigurveig Sigurðardóttir Þuríður Backman mjög á árinu 1978, varð 500 millj. kr., en gert var ráð fyrir 300 millj. kr. rekstrarhalla á árinu. Verður skuld fyrirtækisins við borgarsjóð væntanlega 355 millj. kr. í árslok. Rekstrarkostnaðurinn hefur hækkað ört, ekki sízt launakostn- aður, sem nemur % hlutum heildarkostnaðar við rekstur vagn- anna. vatnsstöðu. 1 framkvæmdaáætlun ársins 1979 eru ætlaðar 257 millj. til fyrrnefndra framkvæmda, og þá áætlað að 69 millj. skorti til að ljúka virkjun Jaðarsvæðisins. Dælustöð Efra Breiöholts 1980 Á Hraunbrún verður framtíðar- dælustöð fyrir efri hluta Breið- holtsins og varastöð fyrir Bullaugnaveituna, sem nú sér m.a. Árbæjar- og Seláshverfinu fyrir vatni auk neðri hluta Breiðholts. Verður á næsta ári unnið við uppsteypu dælustöðvarinnar og ýmsum tengingum á aðalæðum fyrir 96 millj. Árið 1980 er gert ráð fyrir að keyptur verði vélbúnaður fyrir dælustöðina á Hraunbrún og lokið við hana að öðru leyti, en kostnaður við það er áætlaður 141 millj. á verðlagi í október sl. Að loknum þeim framkvæmdum, sem hér hefur verið lýst, má segja að fyrsta áfanga virkjunar í Heiðmörk og lögn aðalæðar sé lokið í meginatriðum. Næsta átak í virkjunarmálum vatnsveitunnar yrði svo virkjun Myllulækjar- svæðisins, sagði borgarstjóri. Þá er gert ráð fyrir lögn dreifikerfis- ins í samræmi við áætlun borgar- verkfræðings um uppbyggingu nýrra byggingarhverfa fyrir 226 milli. Hækkun vatnsskatts Þá sagði borgarstjóri að ef hækkun á vatnsskatti fengist ekki samþykkt, eins og farið hefur verið fram á, yrði að gera ráð fyrir auknum lántökum umfram það, sem gert er ráð fyrir í fjárhags- áætlun, eða niðurskurði fram- kvæmda. En hækkunin, sem farið hefur verið fram á, er 13% á vatnsskattinum umfram það, sem endurskoðað og framreiknað fast- eignamat myndi gefa. Leiðrétting Ranghermt var í blaðinu í gær að Pólýfónkórinn myndi flytja verk Hándels, Messías, á hljóm- leikum.n.k. laugardag og sunnu- dag, því að það er Jólaoratóría Bachs sem verður viðfangsefni kórsins, hljómsveitar og ein- söngvara undir stjórn Ingólfs Guðbrandssonar. Biðst Mbl. vel- virðingar á rangherminu. Lítidtilbeggja Af hverju ? Spenna - leikur - málefnið - vonin - um þann stóra. Svörin eru af ýmsu tæi þegar spurt er hvers vegna menn spili í happdrætti. Happdrætti SÍBS sameinar góðar vinningsvonir og stuðning við gott málefni. Hér er lögð áhersla á marga vinninga sem munar þó um. Og fjórði hver miði hlýtur vinning. Hæstu vinningar nema nú 2 milljónum Og milljón er dregin út mánaðarlega. Aukavinningur dreginn út í júní er Rover 3500 Bíll ársins í Evrópu 1977 - óskabfll í alla staði. Eiginlega framríðarbifreið. SÍBS — vegnaþess að það gefur góðar vonir. Happdrætti SÍBS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.