Morgunblaðið - 29.12.1978, Side 20

Morgunblaðið - 29.12.1978, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 1978 | atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Ritarar — Ritarar Verzlunarstjori Óska eftir verzlunarstjórastarfi, helzt í Reykjavík. Annaö starf kæmi einnig til greina. 5 ára reynsla. Tilboö sendist Mbl. fyrir n.k. þriöjudag merkt: „V — 305“. Sölumaður óskast í búvéladeild Stórt innflutningsfyrirtæki óskar aö ráöa sölumann í búvéladeild, sem fyrst. /Eskilegt aö umsækjandi sé búfræöingur eöa hafi góöa þekkingu á búvéium og kunnáttu í ensku. Umsóknir meö uppl. um menntun, aldur og fyrri störf sendist blaöinu fyrir 10. janúar n.k. merkt: „Búvélar — 399.“ 1. vélstjóri Útgeröarfélagið Baröinn h.f. óskar eftir aö ráöa 1. vélstjóra á m.s. Ljósfara RE-102. Upplýsingar í síma 43220 og 41868. Götunarstarf Starfskraftur óskast til götunarvinnu hálfan daginn. Tilboö merkt: „Götun — 302“ sendist Morgunblaöinu fyrir 5. janúar 1979. Skálatúnsheimilið í Mosfellssveit óskar aö ráöa þroskaþjálfa til starfa. Einnig starfskraft til vaktavinnu. Upplýsingar veitir forstööumaöur á staön- um og í síma 66249. Starf ritara er laust til umsóknar. Tilboö meö upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist Morgunblaöinu fyrir 6. janúar n.k. merkt: „Góöur staöur — 303“. Vanur matsveinn óskar eftir plássi á góöum loönubát. Uppl. í síma 52743. Heildverslun Óskum aö ráöa starfskraft til aöstoðar á skrifstofu í miðborginni hálfan daginn nú þegar. Umsóknir sendist afgreiöslu Morgunblaös- ins fyrir 6. janúar 1979 merkt: „Heildverslun — 304“. H.F. Ofnasmiðjan óskar að ráða nú þegar menn vana Co2 suöu og menn vana logsuöu. Uppl. hjá verkstjóra, Háteigsvegi 7. Staða forstöðumanns viö leikskólann í Grindavík er laus til umsóknar frá 1. febrúar 1979 aö telja. Umsækjendur sem hafi próf frá Fósturskóla íslands sendi unrirrituöum skriflegar um- sóknir fyrir 20. janúar n.k. Bæjarstjórinn í Grindavík. Innflutnings- fyrirtæki Óskum eftir aö ráöa starfskraft til sölu- og skrifstofustarfa. /Eskilegt er aö viökomandi hafi viöskipta- menntun og einhverja reynslu í meöferö veröútreikninga og tollskjala. Góö laun í boöi fyrir hæfan starfskraft. Georg Ámundason og Co. Suðurlandsbraut 10. Símar 81180 og 35277. Starfskraftur óskast í snyrti- og gjafavöruverzlun í miöbænum strax. Ekki yngri en 20 ára. Vinnutími frá kl. 10—2. Umsóknir meö upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist augld. Mbl. fyrir 3. jan. ’79 merkt: „Samviskusöm — 3475“. Skrifstofustarf Starfskraftur vanur bókhaldi og vélritun óskast í hálfs dags eöa heils dags vinnu. Verzlunar-, Samvinnuskólamenntun eöa sambærileg menntun nauösynleg. Skrifleg umsókn sendist undirrituöum. Lögfræði- og endurskoöunarstofa Ragnars Ólafssonar og Ólafs Ragnarssonar, Laugavegi 18. Starfskraftur óskast í bókaverzlun strax. Á aldrinum 20—35 ára. Vinnutími frá kl. 10—2. ' Umsóknir er greina menntun og fyrri störf sendist augld. Mbl. fyrir 3. jan. ’79 merkt: „Rösk — 274“. Tómas Hallgríms- son — Minningarorð Hinsta kveðja frá Lionklúbb Sauðárkróks I kvæði sínu sorg segir Davíð Stefánsson svo: „Við ókum burt frá gröfinni, enginn sagði neitt, og undarleg var gangan heim í hlaðið, því fjallið hans og bærinn og allt var orðið breytt þó auðnin væri mest þar sem kistan hafði staðið." Það er skarð fyrir skildi. Það er autt svæði meðal lionsmanna. Einum félaga færra. I annað sinn hefur verið höggvið skarð í Lions- klúbb Sauðárkróks. Skarð sem ekki verður aftur fyllt, hversu marga nýja félaga, sem við tökum inn. Tómas Hallgrímsson erf látinn. Hann lést á heimili sínu aðfara nótt 11. nóvember s.l. Þetta hefur gerst svo óvænt, að ég er ekki búinn að átta mig á því, að hann Tómas birtist ekki framar hýr á brá eins og hann jafnan var. Þegar svona hlutir gerast verður mér að hugsa, hver sé tilgangurinn með þessu amstri öllu í þessu lífi. Lifum við hin lífinu á hinn ákjósanlegasta hátt? Fáum við það út úr lífinu sem okkur er í raun ætlað? Eru hin raunverulegu lífsgæði fólgin í hærri upphæð í launaumslaginu eða eru þau fólgin í stórum og dýrum bíl? Eru lífsgæðin fólgin í stærra og dýrara húsi? Eru þau fólgin í þykkari gólfteppum, dýrari málverkum, nýjum húsgögnum eða öðrum álíka hlutum? Og ef svo er, að þetta séu hin raunverulegu lífs- gæði, sem vil viljum berjast fyrir. Eigum við þá að afla þeirra með öllum tiltækum ráðum, án tillits til þess, þótt náunganum sé misboðið eða gengið á hans hlut í þeim slag? Þetta sem ég hef hér drepið á, er aðeins til umhugsunar. Þar er ég ekki fær um að gerast dómari. En við íhugun um þessi mál virðist mér þjóðfélagið í heild bera þann svip, að fólk muni telja þá hluti sem ég hér nefndi, hið eftirsóknar- verðasta í lífinu. Auðvitað þurfum við að búa í hlýju og góðu húsi, við þurfum að búa það hentugum húsgögnum, hafa teppi á gólfum, ef hægt er og ekki sakar að hengja málverk á veggina, eftir efnum og ástæðum. Og bíllinn er kominn í stað þarfasta þjónsins. En þetta allt saman hversu vandað og íburðar- mikið sem það er, getur aldrei orðið annað en umbúðir eða rammi um það líf sem við lifum. Tómas Hallgrímsson sem við höfðum kvatt hinstu kveðju, lét sig ekki miklu varða um þennan ramma. Enda þótt þau hjón byggju fjölskyldu sinni indælt heimili. Þá voru það ekki þeir dauðu hlutir sem mestu máli skiptu. Heldur Hfsmyndin sjálf. Og sú lifsmynd sem Tómas skóp, var þrungin af persónuleika hans. Góðleik heimilisföðurins, elsku eiginmannsins, kærleika föðurins og afans. Og vinsemd félagans stundum svolítið blandin saklausri stríðni. Félaginn Tómas er sá sem við lionsmenn þekktum og munum sakna. Tómas kom til Sauðárkróks ungur að árum, aðeins tvítugur að aldri. Þar hefur hann starfað alla tíð. Kaupfélagi Skagfirðinga helgaði hann krafta sína. A Sauðárkróki hefur hann lifað bæði súrt og sætt. Gleði og sorgar- stundir. Ég ætla ekki að endurtaka frásögn sr. Sigfúsar Árnasonar um lífshlaup Tómasar, er hann flutti við útför hans í Sauðár- krókskirkju 25. nóv. sl., þess gerist ekki þörf. En ég vil vekja athygli á einu í fari Tómasar sem er athygli vert. Enda þótt hann hefði oft frá mörgu að segja, þá talaði hann mjög sjaldan eða aldrei um sín eigin vandamál. Ég minnist þess t.d. ekki, að hann kvartaði eða ásakaði nokkurn mann, þegar sonur hans Hallgrímur lést eftir umferðarslys hér á Sauðárkróki. En það hafa verið þung spor fyrir Tómas á því fagra vorkvöldi, að ganga heim frá Gamla sjúkra- húsinu, suður í Reykholt, að segja fjölskyldunni hvernig komið var. Ég sá hann ekki í nokkra daga á eftir. Hann bar sorg sína í einrúmi. Og þegar hann kom aftur til vinnu, gat enginn merkt á honum hvað skeð hafði. Tómas Hallgrímsson var einn af stofnendum Lionsklúbbs, Sauðár- króks 6. febrúar 1965. I þessu nær 14 ára starfi hefur verið unnið að mörgum verkefnum. Þar hefur Tómas ætíð verið í fremstu röð. í fylkingarbrjósti hefur hann ávallt staðið. Hvort sem unnið hefur verið að fjáröflun til líknarstarfa, við undirbúning árshátíða eða funda. Og hvort sem hann var sérstaklega til þess kjörinn eða ekki, var hann ætíð til taks, ef eftir var leitað. T.d. sá hann um dagskrárefni á tveim síðustu fundum er við fengum að njóta starfskrafta hans. Það er á engan hallað, þótt sagt sé að leitun er að jafn ósérhlífnum og fórnfúsum félaga og Tómas Hallgrímsson var. Við lionsfélagar eigum oft eftir að minnast hans með söknuði. Við minnumst þess að með honum var gott að starfa. Lionsfélagar, minnumst þess, að það merki sem Tómas Hallgríms- son bar svo hátt fyrir lions- hreyfinguna, ber okkur að halda vel á loft. Með því heiðrum við minningu þessa látna félaga okkar best. Blessuð sé minning Tómasar Hallgrímssonar. Megi fjölskylda hans öðlast styrk í sorg sinni. Magnús Sigurjónsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.