Morgunblaðið - 29.12.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.12.1978, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 1978 Minning: Guðbjörn Hansson fv. yfirvarðstjóri Fæddur 16. desember 1891. Dáinn 16. desember 1978. Guðbjörn Hansson var fæddur að Steindórsstöðum í Reykholtsda! 16. desember 1891. Ekki kann ég að greina frá hans æsku og uppvaxtarárum eða störf- um hans áður en hann hóf störf í lögregluliði Reykjavíkur, en þar hóf hann störf sem næturvörður 1. janúar 1920. Hann var skipaður lögregluþjónn 1. janúar 1922 og fljótt hefur hann unnið sér traust því árið 1924 var hann skipaður varðstjóri og gegnir því starfi til ársins 1940, þegar hann er skipað- ur yfirvarðstjóri. Því starfi gegndi hann til 1. júní 1962 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Leiðir okkur Guðbjörns lágu fyrst saman er ég hóf störf í lögreglunni í Reykjavík haustið 1953. Þau kynni urðu nánari er ég gerðist félagi í Lögreglukórnum, en þar var Guðbjörn mjög virkur félagi og einn af stofnendum kórsins. Sem lögreglumaður reyndist Guðbjörn einkar farsæll í starfi, vinsæll og vinmargur og leysti farsællega úr málum og ávann sér traust bæði samborgara og sam- starfsmanna. I rúm 42 ár starfaði hann í lögreglunni í Reykjavík og oft við mjög erfiðar aðstæður. Hann hefur því margt reynt og hefði getað greint frá mörgu að löngum starfsdegi loknum en til þess var hann ófáanlegur. Eg færði það oft í tal við hann er ég var í ritnefnd Lögreglublaðsins að hann skráði eitthvað af minning- um sínum úr starfinu en hann taldi sig þess ekki umkominn því ýmislegt gæti skolast í minni og betra væri að segja ekkert en fara rangt með. Þessi afstaða lýsir Guðbirni vel því hann vildi alltaf hafa það eitt fram að færa er satt var og rétt. Eins og áður getur var Guðbjörn einn af stofnendum Lögreglukórs- ins. Hann var árum saman í stjórn hans og formaður um skeið. Eg minnist þess oft er ég var eitt sinn viðstaddur æfingu hjá Lögreglu- kórnum á fyrstu árum mínum í lögreglunni og Guðbjörn söng þar með af slikri innlifun og tilfinn- ingu að ekki leyndi sér að þar var sönn sönggleði til staðar. Ég átti eftir að kynnast þessu betur er leiðir okkar lágu saman í kórnum. Ekki sleit Guðbjörn tengsl við Lögreglukórinn er hann lét af störfum í lögreglunni og vann honum allt er hann mátti. Hann var kosinn fyrsti heiðursfélagi kórsins og fylgdi okkur sem slíkur á Lögreglukóramótið í Helsinki 1970. Eftir að Guðbjörn lét af störfum í lögreglunni hafði hann alltaf samband við sína gömlu félaga og ARINBJÖRN MAGNÚSSON Gunnlaugtgötu 5, i Borgarnesi, veröur jarösunginn Irá Borgarneskirkju laugardaginn 30. desember kl. 14. Guöný Guönadóttir Áadís Arínbjarnardóttír Haukur Arinbjarnaraon + Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir og afi - HREGGVIÐUR BERGMANN Hagamel 48, Rvk, veröur jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 30. des. kl. 1.30. Karítaa K. Bergmann Guölaug Bergmann Marta Bergmann María Bergmann Kriatján Péturaaon og barnabörn Sonur minn og bróöir okkar, ÓSKAR FRÍMANNSSON, frá Gunnólfavík lést þann 19 þ.m. Útförin hefir fariö fram. Kriatbjörg Magnúadóttir Magnúa Frímannaaon Jóhann Frímannaaon Sigurnýjaa Frímannaaon og aórir vandamenn Móöir okkar, tengdamóöír og amma HALLDÓRA FRIÐGERÐUR KATARÍNUSDÓTTIR Framri Húaum Arnardal er andaðist 24. desember veröur jarösungin frá ísafjaröarkirkju laugardaginn 30. desember kl. 2 e.h. Börn, tengdabörn og barnabörn. + Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö fráfall og útför eiginmanns, fööur, tengdafööur og afa GÚSTAFS KRISTJÁNSSONAR mataveina Laugaráavegi 1, Reykjavík. Magda E. Kriatjánaaon Ulf Gúatafaaon Erla Geirmundaen órn Gúatafaaon Sólrún Ragnaradóttir Björn Gúatafaaon Hrafn Gúatafaaon og barnabörn fylgdist með öllu. Síðustu æviárin dvaldist hann á Hrafnistu ásamt eftirlifandi eiginkonu sinni, Guð- finnu Gunnlaugsdóttur, sem hann reyndist traustur lífsförunautur. Áttu þau gott athvarf á Hrafnistu og bar Guðbjörn mikið lof á hve gott væri þar að dvelja og njóta þar góðs atlætis og umhyggju. Fundum okkar Guðbjörns bar síðast saman í sumar á Hrafnistu og átti hann þá ekki orðið heimangengt vegna sjúkleika en hugurinn var samt sá sami og spurði hann mig síðast hvort hann mætti ekki líta við á æfingu í haust ef hann treysti sér til. Ekki gat sá draumur hans ræst, en við félagar hans í Lögreglukórnum munum í dag kveðja hann með því að syngja yfir moldum hans og þakka honum með því forystuhlut- verk hans og ævarandi tryggð við kórinn. Far þú í friði, hafðu þökk fyrir allt og allt. Bjarki Elíasson. Hinn 16. þ.m. lést í Borgarspít- alanum Guðbjörn Hansson, fyrrv. yfirvarðsstjóri í lögreglu Reykja- víkurborgar. Guðbjörn var fæddur að Steindórsstöðum í Reykholtsdal hinn 16.des. 1891 og lést því á 87. afmælisdegi sínum. Ólst hann upp á Grímsstöðum í Borgarfirði, en fluttist innan við tvítugt til Reykjavíkur, þar sem hann vann ýmis störf næstu árin, bæði til sjós og lands eða þar til hann réðst til starfa í lögreglu Reykjavíkurbæj- ar hinn 1. jan. 1920. Þar starfaði hann samfellt í 42 ár, eða þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Var Guðbirni margvíslegur sómi sýndur í viðurkenningar- skyni fyrir störf sín í lögreglunni, enda var hann mjög samviskusam- ur, ósérhlífinn og mikill áhuga- maður í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Lögreglumanns- starfið var á hans fyrstu árum mjög erfitt og ólíkt því sem nú er. Fyrstu 11 starfsárin var Guðbjörn t.d. samfellt á næturvöktum. Þrír lögreglumenn voru þá á næturvakt í senn. Bærinn var mjög illa upplýstur og voru notaðar gaslukt- ir sem slökkt var á á miðnætti í sparnaðarskyni. Hafði hver lög- reglumaður sitt hverfi til vörslu. Voru þeir því einir á ferð, fótgangandi, oft í svarta myrkri hvernig sem viðraði og á hverju sem gekk. Gefur auga leið að á stundum hefur verið úr vöndu að ráða og ekki heiglum hent að standa í sporum lögreglumanna á þessum árum. Enginn lögreglustöð var þá til í bænum, húsaskjól því ekkert að hafa fyrir næturvaktina sem hittist utandyra einu sinni á nóttu hverri á tilteknum stað og tíma til að bera saman bækur sínar. Fyrstu starfsárin fékk Guðbjörn þriggja daga frí á ári. Alla aðra daga ársins, virka daga sem helga stóð hann sína nætur- vakt. Get ég þessa hér til að minna á við hvaða kjör þessir menn máttu búa. Væri þörf á að saga iögreglunnar frá þessum árum yrði skráð, því þar kennir vissu- lega margs fróðleiks sem vert væri væri að færa í letur. Með lögreglustarfinu vann Guð- björn ýmis aukastörf sem til féllu, því hann var þrekmaður og eftirsóttur sakir dugnaðar og samviskuseml í starfi. Árið 1940 var hann svo skipaður í stöðu yfirvarðstjóra lögreglu Reykjavík- urborgar. Skólagangan gat ekki orðið mikil né löng. Kom þar til fjárskortur. Skólaganga hans varð því að mestu hinn harði skóli lífsins og reynslunnar, þar sem menn lærðu að treysta á sjálfa sig, gera kröfur til sjálfs sín, fara vel með það sem þeim var trúað fyrir og ávaxta sitt pund svo vel sem kostur var á. Nú þegar Guðbjörn er allur, leitar hugurinn til bernskuáranna. Þá var mikill samgangur milli heimila okkar, sem vonlegt var, þar sem Guðbjörn og faðir min voru tvíburabræður og þeir giftir systrum. Voru þeir mjög sam- rýmdir og leið enginn dagur svo að þeir ekki töluðu saman og ræddu sín áhugamál. Báðir voru þeir miklir áhugamenn um söng og starfandi meðlimir í Karlakór Reykjavikur og var Guðbjörn einnig i Lögreglukórnum. Laxveið- ar voru einnig mikið áhugamál beggja og stunduðu þeir þá íþrótt Vinarkveðja: -------- x' Haraldur Olafsson Sunnudaginn 17. des. varð Har- aldur Ólafsson bráðkvaddur á heimili sínu Skaftahlíð 7 í Rvík. Haraldur var fæddur 19. ágúst 1946, og var því ekki gamall þegar hjartað gaf sig. Halla kynntist ég, og við hjónin, þegar hann hóf nám við Stýrimannaskóla Rvíkur, þá innan við tvítugt. Halli var mikill áhuga- og dugnaðarmaður í öllu sem hann tók sér fyrir hendur, það þekkja þeir sem voru með honum til sjós á togurum bæjarútgerðar-, innar, en þar var Halli megnið af sinni sjómennskutíð. Áhugamál hans voru dreifð og honum ekki að skapi, á þeim tímum, að stöðva og halda sig við þá hluti, sem hann tók fyrir hverju sinni, heldur reyna eitthvað. nýtt, því hætti hann námí við Stýri- mannaskólann, sem hann seinna sá mikið eftir að hafa gert, og hélt til Bandaríkjanna þar sem hann lauk námi við köfun, og starfaði um tíma við það hér heima. Seinna rak hann þvottahús í nokkur ár, en ég held að hann hafi alltaf séð eftir því að hafa ekki haldið sig við sjómennskuna. Hann var skorpumaður að eðlis- fari og vinnubrögðin, áhættan og happdrættið, sem alltaf fylgir sjómennskunni á íslenskum fiski- skipum áttu vel við hann. Það var aldrei nein lognmolla í kringum Halla, og á tímum fullstormasamt, og þeir sem hann þekktu, kynntust ýmsum hliðum hans. Ég get þó ekki talað um aðra hlið hans en þá, sem að mér og fjölskyldu minni hefur snúið öll þessi ár, sem við höfum þekkst. Á okksr heimili hefur Halli ávallt verið aufúsugestur, og synir okkar tveir hændust mjög að honum. Það var hreinlega ekki til, sem Halli vildi ekki gera fyrir okkur. Það duldist engum, sem þekktu Halla og konu hans Báru Magnús- dóttur eins vel og við, hve sterkum böndum þau voru bundin hvort öðru, í sínum stormasama hjú- skap, og engum, sem þekkti Halla vel, duldist hve vænt honum þótti um Báru og syni sína. Margar góðar endurminningar eigum við hjónin í félagsskap þeirra Halla og Báru, á heimili þeirra, þar sem þau voru mjög samtaka í að búa heimili sitt sem best, og taka þar á móti gestum af rausn, og get ég þar mælt fyrir munn margra vina þeirra hjóna. Það eru margir sem eiga góðar endurminningar um Halla, og hann lifir enn í sonum sínum þremur, sem hann vonaði að yrðu gæfusamari en hann, og eins og hann lagði mikla áherslu á sjálfur, ávallt þegar færi gafst. Var Guðbjörn þar mikill meistari og eru mér ógleymanleg þau fáu skipti sem mér gafst tækifæri að vera með honum við laxveiðar. Veit ég að svo er um fleiri en mig. Hann var ljóðelskur og kunni utanbókar fjölda ljóða, sem hann gat farið með á góðri stund. Vel gafinn var hann, en hlédrægur í eðli sínu og lítt fyrir að láta mikið á sér bera. Sérlega er mér hugljúft að minnast hins góða anda sem ávallt ríkti milli fjölskyldna okkar og þá alveg sérstaklega milli fjölskyldu Guðbjörns, Lárusar föður míns og Guðleifar systur þeirra, en hún var gift Jóni Pálssyni. Oft var komið saman og var þá ævinlega glatt á hjalla, spilað, sungið og gert að gamni sínu. Var oftast kátína mikil í þessum vinahópi. Guðbjörn var mjög traustur og góður heimilisfaðir. Lét hann sér mjög annt um heimili sitt og fjölskyldu, enda reyndist hann sínum mikil stoð og stytta. Mikill gæfumaður var hann þegar hann 18. júní 1921 gekk að eiga eftirlif- andi eiginkonu sína Guðfinnu Gunnlaugsdóttur. Elskulegri og hjartahlýrri konu þekki ég ekki. Mikið væri heimurinn betri ef margir slíkir væru sem hún. Eignuðust þau þrjú börn, Kristin, Helgu og Jóhann sem öll eiga sín heimili í Reykjavík. Var hjóna- band þeirra Guðbjörns og Guð- finnu mjög farsælt alla tíð, enda voru þau afar samrýnd og sam- hent hjón. Spöruðu þau enga fyrirhöfn til að verða frændum og vinum að liði sem oft, af ýmsu tilefni, gistu langtímum saman heimili þeirra. Bjó móðir Guð- björns, Helga Jóhannsdóttir, einn- ig alla tíð hjá þeim, þar til hún lést. Hjá þeim hjónum Guðbirni og Guðfinnu ríkti ávallt góðvilji og skilningur og aldrei heyrði ég þau hallmæla nokkrum manni. Sam- búð þeirra var á margan hátt það leiðarljós sem gott er að taka mið af á þeirri göngu sem svo mörgum reynist hál og erfið. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég minn kæra frænda, sem ég mat mjög mikils. Megi sá sem öllu ræður leiða hann til þeirra heim- kynna sem við vonum að öllum séu fyrir búin handan við móðuna miklu. Við sem eftir stðndum blessum minningu góðs drengs sem skilaði sínu dagsverki með sóma. Fjölskylda mín og minna systk- ina vottum Guðfinnu, börnunum og öllum ástvinurium inniléga samúð okkar. Gunnlaugur Lárusson. fengju góða og gagnlega menntun, en þess saknaði hann mjög sjálfur seinustu ár sín. Hann lagði því hart að elsta syni sínum, sem hann eignaðist áður en hann giftist Báru, að halda áfram í skóla, minnugur þess, að sjálfur þáði hann það ekki, þegar fósturfor- eldrar hans, sem allt vildu fyrir hann gera, báðu hann að halda áfram námi. Það er dálítið kaldhæðnislegt af örlögunum, að Halli skyldi deyja núna, þegar hann sá fram á að ýmsir draumar hans myndu ræt- ast, og hann búinn að leggja frumdrög að framtíð sinni og sona sinna. Við hjónin, og fjölskylda okkar, vottum konu hans og sonum, móður hans og fósturforeldrum okkar innilegustu samúð. Þorvaldur Ingibergsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.