Morgunblaðið - 29.12.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.12.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 1978 23 Guöný Guðjóns- dóttir — Minning Fædd 4. janúar 1894. Dáin 23. desember 1978. Guðný lést á Landakotsspítala hátt á 85. aldursári eftir erfiða sjúkdómslegu, sem þó varð létt- bærari en ella vegna góðrar umönnunar lækna og hjúkrunar- liðs. Hún gerði sér ljóst að hverju dró, enda raunsæ til hinstu stundar. Foreldrar Guðnýjar voru hjónin Guðný Einarsdóttir og Guðjón Sigurðsson. Móðurættin var m.a. austan úr Hreppum, en Einar varð snemma ekkjumaður og fluttist til Ameríku ásamt syni og tveimur dætrum. Guðjón Sigurðsson faðir Guðnýjar var einn af afkomendum séra Jóns Steingrímssonar eld- prests, en frá honum er mikill ættbálkur kominn. Guðný fæddist í Keflavík 4. janúar 1894. Margar hugljúfar minningar koma fram í hugann, þegar ég nú minnist tengdamóður minnar. Hún var með afbrigðum fróð um marga hluti, las mikið, minnið var mjög gott, og hún þroskaði með sér kunnáttu á mörgum sviðum, s.s. um atvinnuhætti og ættfræði. Ég undraðist oft, hve mikið hún vissi um sjósókn og fiskveiðar. Hún hreifst mjög af þessari atvinnu- grein áf ástæðum, sem síðar verður sagt frá. Guðný var skýr í hugsun, og gaman var að fræðast af henni um aldamótatímabilið og áratugina næstu á eftir. Hún hafði skemmti- lega frásagnarhæfileika og dró upp glöggar myndir, þannig að atburðarásin varð mjög lifandi. Guðjón faðir hennar búsetti sig í Reykjavík um aldamótin og stund- aði sjómennsku víða, eins og þá var siður, ýmist á Suðurnesjum, í Vestmannaeyjum eða frá Aust- fjörðum á sumrin. Guðjón var karlmenni mikið og duglegur til allra verka. Efnin voru lítil, en húsmóðirin fór vel með það, sem aflaðist. Lífsbaráttan var hörð á íslandi um aldamótin. Þar lagðist margt á eitt, s.s. köld veðrátta og landlæg fátækt, svo aðeins þrot- laus vinna gat haldið bjargarþurrð frá heimilum erfiðismanna. En Guðjón var eftirsóttur í skipsrúm og sá vel fyrir fjölskyldu sinni. Hjónin voru samhent, og eignuðust þau fjögur börn, tvo drengi og tvær stúlkur. Nú við lát Guðnýjar eru tvö þeirra enn á lífi, Sigurður verzlunarskólakennari og Stefanía, ekkja Lárusar Jóhannes- sonar hæstaréttardómara. Allir hlutir voru vel nýttir á heimilinu, og börnunum var kennd reglusemi og æðruleysi. Húsbóndinn var bókelskur mað- ur og las gjarnan upphátt fyrir fjölskylduna úr Islendingasögum, þegar tækifæri gafst. Þar á spjöldum sögunnar var karl- mennska í hávegum höfð og þar af mátti draga dám. Heimilisbragur var mjög til fyrirmyndar. Hygg- indi Guðjóns komu m.a. fram í því, að börnin fengu góða menntun, og það svo að með ólíkindum þótti á alþýðuheimili. En húsbóndinn var traustur, svo að lán gat hann útvegað til menntunar barnanna, og var það síðar greitt eins og um var samið. Það duldist engum, sem kynntist tengdamóður minni, að góð áhrif höfðu mótað uppeldi hennar. Hún gerði meiri kröfur til sjálfrar sín en annarra. Skapstór var hún, svo sem verið hafa kynsystur hennar fyrr á öldum, en hún fór vel með skap sitt. Alltaf færði hún mál til betri vegar/ef viðkomandi þóttist hafa verið órétti beittur og bar sig upp við hana. Þessi fastmótaða skapgerð, sem margar ísl. hús- mæður hafa hlotið í arf, hefur orðið til að gera lífsbaráttuna bærilega. Aldurinn var ekki hár, þegar börnin fóru að létta undir með heimilinu. Þannig fór Guðný aðeins átta ára sem barnfóstra til Vestmannaeyja, en þar bjuggu nokkur ættmenni hennar. Var hún aðallega á heimili þeirra merkis- hjóna Elínborgar Gísladóttur og Þorsteins Jónssonar í Laufási. Mun Laufásheimilið hafa verið með fremstu öndvegisheimilum landsins á þessum tíma. Minntist Guðný veru sinnar í Vestmanna- eyjum með mikilli ánægju og taldi að á þessu stóra heimili, þar sem hún var mörg sumur, hefði hún lært margt, sem seinna kom henni að góðu gagni í lífinu. Telja má ómetanlegt fyrir unga stúlku að kynnast þeirri vinnusemi, sem einkenndi húsbændur, er stjórn- uðu slíkum heimilum, svo mikið lögðu þau þjóðinni allri til fyrir- myndar. Guðný sagði mér oft frá veru sinni í Laufási og dáðist mjög að öllum starfsháttum. Hver árstíð var skipulögð, fólkið vak- andi og duglegt, húsbændurnir til fyrirmyndar um allar fram- kvæmdir. — Ég las mér til mikillar ánægju bók Þorsteins Jónssonar, sem hann skrifaði kominn á efri ár, um sjómennsku og aldarfar í Eyjum. Er það með merkustu ritum um þetta efni. Vinskapur Guðnýjar og Laufás- hjónanna hélst meðan ævi entist. Árin iiðu og Guðný gekk í Kvennaskólann hér í Reykjavík. Var hún vel undir lífsstarfið búin. Hún gekk að eiga Óskar Árnason hárskerameistara. Eignuðust þau fjögur börn og stýrðu myndarlegu heimili að Kirkjutorgi 6 hér í borg. Þar var oft mikið um að vera. Húsbóndinn naut vinsælda í sinni atvinnugrein og hafði menn í þjónustu sinni. Var hann talinn mikill kunnáttumaður og duglegur í sínu fagi, jafnvel svo af bar. Húsbændurnir voru gestrisnir; margir komu á heimilið, og var öllum vel tekið. Flestir í fjölskyld- unni spiluðu á hljóðfæri, og ríkti því þar oftlega glaðværð og kæti. Þó skipti þar á með skini og skúrum, svo sem gerist í mannleg- um samskiptum. Óskar andaðist árið 1957. Allir, sem þekktu hann, vissu að þar fór góður maður. Bæði voru þau hjónin vinamörg. Næstelzta barn þeirra, Friðþjófur, sem stundaði sömu iðngrein og faðir hans og afi, lést árið 1967, aðeins 51 árs að aldri. Guðný Guðjónsdóttir trúði á aðra tilveru og taldi öruggt að trúmennska og heiðarleiki mundu hljóta umbun í æðra heimi. Sjálfri tókst henni með ágætum að þroska þá eiginleika. Að leiðarlokum vil ég þakka henni alla tryggð við mitt heimili og margar ánægjustundir. Fjöl- skylda mín minnist hennar með miklum hlýhug, og sérstakar kveðjur skulu fluttar frá nöfnu hennar í Bandaríkjunum og fjöl- skyldufólki. Blessuð sé minning hennar. Aðalsteinn Jóhannsson. Ekki mun miklu við að bæta þau minningarorð, sem svili minn ritar hér að framan um Guðnýju tengdamóður okkar. Samt langar mig að leggja nokkur orð af mörkum í minningarsveiginn. Matthías Jochumsson segir í Sköguköflum af sjáifum sér frá konu einni, sem hann taldi sig standa í þakkarskuld við frá því er hann var unglingspiltur: „Þá var góð og gegn kona húsmóðir mín í selinu. Hún hét Guðný Gísladóttir, ekkja vei miðaldra komin norðan úr Eyja- firði, en borgfirzk að ætt ... Þessi selráðskona kom fyrst dálítilli dáð í mig, og það sem meira munaði um, hún vakti fyrst sál mína, hugsjónir og hjartalíf — og er mikið sagt. Var yndi hennar að fræða mig um góðra manna siði og talaði dönsku prýðilega vel, og um leið sagði hún mér frá því, er á daga hennar hafði drifið". Fleira er þar af Guðnýju sagt. Þessi mæta kona var langamma Guðnýjar Guðjónsdóttur í móður- ætt, og samkvæmt frásögn séra Matthíasar má ímynda sér að þær nöfnur hafi verið talsvert líkar í sér. Guðný tengdamóðir var líka góð kona og gegn. Og ljúft var henni einnig að miðla af lífs- reynslu sinni og rifja upp ýmis- legt, sem fyrir hana hafði borið, einkum á æstkutíð og framan af fullorðinsárum. Skarphéðinn Þórðar- — Minningarorð son Fæddur 10. desember 1898. Dáinn 18. descmber 1978. í dag verður til moldar borinn Skarphéðinn Þórarinsson Hátúni 10. Skarphéðinn andaðist 18. þ.m. á sjúkradeild Landsspítalans Hátúni lOb. Hann kenndi sér meins s.l. sumar og var að mestu á sjúkrahúsi frá þeim tíma. Skarphéðinn fæddist að Ytri- Tungu, Breiðuvíkurhreppi, Snæ- fellsnesi 10. desember 1898, og var því rétt rúmlega áttræður er hann lést. Skarphéðinn var yngstur af níu systkinum, en tvö dóu ung. Af hinum sjö eru öll látin nema Guðmundur er býr á Hrafnistu hér í borg. Skarphéðinn bjó í föðurgarði að Saxhóli, Breiðuvík til þrítugsaldurs. Stundaði hann á þeim tíma svo sem títt var, sjóróðra bæði á árabátum og seglskútum. Sigmaður var hann góður, enda gaf Saxhólsbjarg mikla björg í bú á þeim tíma. Skarphéðinn giftist Elínu Sigurðardóttur 23. júní 1928. Fluttust þau frá Saxhóli að Búðum og síðan að Arnartungu í Staðar- sveit. Árið 1933 flytjast þau svo að Syðri-Tungu í sömu sveit og bjuggu þar síðan til ársins 1957 er þau fluttust til Reykjavíkur. Þeim hjónum varð fjögurra barna auðið, og eru öll á lífi, gift og búa: Birkir í Reykjavík, Jenný í Borgarnesi, Björg á Húsavík og Rakel í Keflavík. Ekki mun of sagt þó nefnt sé að Skarphéðinn hafi, auk þess að vera bóndi og búmaður góður, verið sveit sinni mikil stoð og stytta í ýmsum málum. Má þar nefna að oddviti var hann um árabil. Minnisstætt er mér er hann sagði frá kirkjubyggingu á Staðar- stað. En gamla kirkjan var þá orðin ónýt og ákveðið að reisa nýja kirkju. Skarphéðinn var þá for- maður sóknarnefndar, og skildist mér að þetta mál hefði verið honum sérstaklega hjartfólgið að vinna að. En á þeim árum voru tímar aðrir en nú og erfitt um vik. En með hjálp sveitunga sinna og annarra góðra velunnara mun kirkjan hafa risið með sóma. Svo sem áður sagði fluttust þau hjónin til Reykjavíkur árið 1957 og bjuggu á Hagamel 28. Árið 1971 lést Elín kona hans, og var það honum mikið áfall, en hún var mikil myndar- og dugnaðarkona. Guðný ólst upp á vönduðu sjómanns- og verkamannsheimili í Reykjavík, fór unglingsstúlka til sumarvinnu í Vestmannaeyjum og Biskupstungum, gekk í Kvenna- skólann í Reykjavík og giftist svo skömmu síðar sæmdarmanni, Óskari Árnasyni rakarameistara í Kirkjutorgi 6. Hún var mikil húsmóðir, fjölhæf, vandvirk, hag- sýn — og gestrisin. Hússtjórn hennar og handaverk báru henni vitni. Og mörg dæmi um fallegar hannyrðir hennar munu lengi geymast. Heimilið var virkisborg hennar, og út fyrir það þurfti hún ekki margt að sækja. Þau hjónin eignuðust fjögur góð börn, sem veittu foreldrum sínum gleði, enda var allt gert til að efla þau til dáða. Guðný sló aldrei slöku við í móðurhlutverkinu, var boðin og búin til hjálpar, þegar liðsinnis var þörf. Og til hennar gátu börnin sótt styrk og hollráð, jafnvel þótt fullorðin væru orðin. Og eftir að barnabörnin komu til sögunnar, gegndi hinu sama máli um þau. Guðný var fríðleikskona og gædd gerðarþokka. Hún var yfir- leitt heislugóð, en þegar á bjátaði í þeim efnum, ætla ég að hún hafi látið minna á því bera heldur en efni stóðu til. Hugur hennar og dugur var mikill, og ósérhlífin var hún og ekki vílsöm, þótt eitthvað væri andstætt. Gott dæmi þar um var banalegan, sem varaði hart- nær 20 vikur. Allan þann tíma var fátt um æðruorð, þótt hún væri miklum þrautum þjökuð. Mjög var hún jafnlynd og oftast í góðu skapi. Hún hafði líka skemmtilega næmt auga og eyra fyrir hinu spaugilega í tilverunni, og þá gat hún hlegið glatt og græzkulaust. Ekki má heldur gleyma að minn- ast þess, hverja ánægju hún hafði af góðum söng, og sjálf hafði hún tæra rödd og naut þess oft að taka lagið með öðrum. Á heimili hennar var tónlist í hávegum höfð. Þótt Guðný væri fædd suður með sjó, kom hún svo ung til höfuðborgarinnar, að hún var ósvikin dóttir Reykjavíkur og bar hag hennar fyrir brjósti í hvívetna. Hún vissi þó engu að síður, að rætur hennar stóðu hér og hvar um landið. Hún var ættfróð í betra lagi og hafði yndi af að rekja sundur margflókna þræði á því sviði. Ekki sízt voru henni vel kunnar ættir Síðupresta, komnar af séra Jóni eldklerki Steingrímssyni. Sjálf var hún í föðurætt föður 5. liður frá séra Jóni og 4. liður frá Guðnýju dóttur hans, sem gift var séra Jóni Jónssyni á Kálfafelli. Hinsvegar var hún heitin eftir föðurmóður sinni, og er þar kominn þriðji ættleggurinn með þessari nafn- einkunn. Guðnýjarnafnið er því ríkt á báðar hendur í ættum Guðnýjar heitinnar. Og góður reyndist hún erfingi að góðu nafni. Já, Guðný Guðjónsdóttir viðhélt mætum arfi sínum með sönnum sóma. Hún var alin upp í anda gamla tímans og bar því ætíð virðingu fyrir fornum dyggðum. En hún kunni þó vel að meta ýmislegt gott, sem nýrri tímar færðu að höndum. Um þessi jól hefur tiðarfar verið með eindæmum friðsælt og fagurt vítt um byggðir, ekki sízt hér í Reykjavík og grennd. Þessi veður- umgerð hæfir vel burtkalli aldur- hniginnar heiðurskonu, sem var hljóðlát í allri umgengni við samferðamenn sína og dáði auk þess fegurð í náttúru og mannlífi. Að leiðarlokum flyt ég Guðnýju innilegar þakkir fyrir þriggja áratuga kynni og vináttu, — og þeim báðum, tengdaforeldrum mínum, óska eg friðar himneskra bústaða. Baldur Pálmason. Ég kynntist Skarphéðni ekki að ráði fyrr en árið 1964, var hann þá starfsmaður i Breiðagerðisskóla en þar var hann í 8 ár, 4 ár í Miðbæjarskólanum og síðan 2—3 ár í Melaskóla, eða þar til hann hættir störfum fyrir aldurs sakir. Eftir að Skarphéðinn varð ekkjumaður bjó hann áfram á Hagamelnum í nokkur ár en fluttist síðan í Hátún og bjó þar til hinsta dags. Margar á ég minningarnar, góðar og skemmtilegar, um góðan vin, um mann sem var traustur og vinamargur. Ég og fjölskylda mín vottum börnum hans og öðrum ættingjum samúð okkar. Blessuð sé minning hans. F’ar þú í friði Friður guðs þér fylgi Hafðu þökk fyrir allt og allt. Guðmundur Júlíusson. SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Enn hefur mér borizt svokallað „bæna-keðjubréf“, þar sem mönnum er lofað heill og hamingju, ef keðjan verði ekki rofin. en hótað jafnvel dauða í fjölskyldunni, ef keðjan rofnar. Mér finnst slíkt háttalag af hinu illa. Ég trúi á bæn. Ég hef oft átt um sárt að binda. en Guð hcfur verið nálægt mér. Ég vildi óska. að þér létuð í ljós skoðun yðar á slikum bréfum í dálkinum yðar. Þakka yður fyrir afritið, sem þér senduð mér af þessu bréfi. Ég sé þar, að hershöfðingi hefur „misst konu sína, af því að hann sleit keðjuna", o.s.frv., og að allt bréfið grundvallast á „heill“ en í rauninni ekki á bæn. Vel má vera, að fólkinu, sem sendi þetta bréf, gangi gott eitt til. Samt tel ég, að þau valdi miklum skaða. Það gefur í skyn, að bæn sé eins konar hvítigaldur, töfrar til heilla, og að ef við biðjum eða látum slík „bæna“-bréf ganga, muni ytri hagur okkar batna, enda munum við verða fyrir meiri háttar áföllum, ef við látum þetta undir höfuð leggjast. Ég finn ekkert í ritningunni, sem styður slíkt athæfi. Jesús hvatti okkur til að biðja í leyndum. En ef við óttumst, að einhverjar hörmungar dynji yfir okkur, ef á kann að skorta í bænahaldi okkar, þá ímyndum við okkur, að Guð sé hefnigjarn, en ekki kærleiksríkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.