Morgunblaðið - 29.12.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.12.1978, Blaðsíða 31
 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 1978 31 I.júsm. Krislján. • Ólafur Jónsson skorar glæsilega eitt af 6 mörkum sínum í leiknum í gærkvöldi. Auðveld bráð ÍSLENSKIR áhorfendur geta sannarlega huggaö sig viö Þaö, aö Þó aö landsliöiö í handknattleik hafi veriö í nokkrum öldudal aö undanförnu, eru hlutirnir ekki svo djúpt sokknir, að viö séum sestir á bekk meö Þeim Þjóöum sem minnst kunna í i'Þróttinni. Þaö kom meira en berlega í Ijós Þegar íslendingar unnu hlægilega auöveldan sigur á Bandaríkjamönnum í gærkvöldi. Lokatölurnar uröu næstum ótrúlegar, 38—17 íslendingum í vil. Til gamans má geta þess, að íslenskur handknattleikur hefur áður verið rislægri en nú, þvi að á móti einu í Bandaríkjunum fyrir nokkr- um árum, unnu Bandaríkja- menn tvívegis sigur á Islend- ingum. Þá hefur íslenskur handbolti líklega sokkið hvað lægst, því að það þarf ekkert að skafa utan af því, að bandaríska liðið er eitthvert það lélegasta sem stigið hefur á fjalir Hallarinnar. Þeir voru svo slakir, að maður gat hæglega ímyndað sér jafnvel Síðari landsleik- urinn á Selfossi SIÐARI landsleikur íslendinga <>« Bandaríkjamanna fer fram á Selfossi í kvöld og hefst hann kl. 20.15. Sætaferðir verða frá B.S.Í. kl. 18.00 og strax til baka að leik loknum. Iþróttahúsið á Selfossi tekur um 800 manns og er gólfflötur hússins 22x44 metrar. Er þetta fyrsti meiri háttar íþrótta- viðburðurinn sem fram fer í húsinu, og væntanlega fjöl- menna Selfyssingar á þennan fyrsta landsleik sem þarna fer fram. til Man. Utd.? Maier til Bristol C? 3 ENSK 1. dcildarlið haía nú erlcnda lcikmcnn alvarlega í sigtinu, en í byrjun þessa kcppnistímabiLs var í Englandi loks hcimild gefin fyrir því að tefla fram erlendum leikmönn- um. Þegar lcika allnokkrir leikmenn bæði frá Argentínu og Evrópu í ensku deildinni og nú eru verulegar horfur á að þeim f jölgi á næstunni. Manchester Utd. reyndi fyrir skömmu að tryggja sér argen- tínska landsliðsmarkvöroinn Ubaldo Fillol, auk Daniels Pasarella. Það mistókst, en United gafst ekki upp. Nú hefur felagið boðið í austurríska landsliðsmarkvörðinn Friedl Koncilia, en hann hefur leikið 43 landsleiki fyrir Austurríki. Koncilia var talinn einn af bestu markvörðum HM í Argentínu í sumar sem leið. Bristol City er á höttunum eftir Gert Maier, vinstri útherja Ajax í Hollandi. Maier kom til Bristol fyrir skömmu þar sem áætlað var að hann dveldi í viku og kynnti sér aðstæður með samning fyrir augum. Middlesbrough hefur þegar sótt um atvinnuleyfi fyrir Bozo Jankovic, leikmann með Sarajevo í Júgóslavíu. Jankovic er ýmist tengiliður eða fram- herji. Talið er að kaupverð Jankovic verði um 100.000 sterl- ingspund og sömu sögu er að segja um Friedl Koncilia. Hins vegar er áætlað að Maier muni kosta Bristol City um 150.000 pund. sterkari liðin í 3. deild myndu skella þeim nokkuð örugg- lega. Vel getur þó verið að bandaríska liðið sé hér dæmt of hart, kannski átti liðið aðeins slæman dag. Það getur komið fyrir bestu menn eins og við íslendingar vitum af biturri reynslu. Það kemur í ljós þegar liðin leika á Sel- fossi í kvöld, hvort gæða- munurinn á liðunum er virki- lega svona rosalegur. Gangur leiksins var í stuttu máli sá, að jafnræði var fyrstu mínúturnar eins og venja er, jafnt í 3—3. Á þessum tíma misnotuðu ís- lendingar hvert dauðafærið af öðru. Síðan fór að draga í sundur með liðunum og stað; an í hálfleik var 15—8. I síðari hálfleik dró enn í sundur og lék þá íslenska liðið oft stórkostlega góðan sóknarleik. Það þarf ekki að orðlengja, að í sundur dró þar til að 21 mark skildu á milli, 38-17. Sóknarleikur íslenska liðs- ins var oft sérlega glæsilegur, en þess ber þó að geta, að vörnin sem við var að etja, lék eins og um fyrsta skipti væri að ræða. Varla ætti maður að tína neina sérstaka úr fyrir góða framgöngu í sókninni, nema ef vera skyldi horna- mennina Erlend Hermanns- son og Ólaf Víking Jónsson. Báðir skoruðu þeir falleg mörk og mörg, enda var spilað mikið upp á að opna fyrir þá leiðina. Erlendur lék þarna sinn fyrsta landsleik og fleiri hljóta að fylgja í kjölfarið. Þá voru Axel, Ólaf- ur H. og Páll Björgvinsson góðir í sókn. Varnarleikurinn var hins vegar ekki til að hrópa húrra fyrir og markvarslan var enn slakari. Óli Ben. gætti marks ) fyrri hálfleik og varði lítið. Jens reyndi sig í síðari hálfleik og varði lítið nema rétt í lokin. Það er mikið að láta jafn lélegt lið og það bandaríska skora 17 mörk, allt of mikið. Joe Storey, smávaxinn og eldsnöggur hornamaður og Zoney Urem, spilstjórnandi, voru þeir helstu sem risu úr meðalmennskunni hjá gestum okkar. Ýmsir hinna virtust varla kunna að grípa og engin frambærileg skytta er í lið- inu. Gott ef ekki hefur verið afturför hjá Bandaríkja- mönnum, síðan þeir sóttu okkur síðast heim. Allir íslensku leikmennirn- ir utan Árni Indriðason skor- uðu mark eða mörk í leiknum, Árni fékk þó sín færi og hefði átt að skora 2—3 mörk léttilega. Mörkin skiptust þannig: Axel 12 (6 víti), Ólafur Jónsson 6, Þorbjörn Guðmundsson 5, Páll Björg- vinsson og Erlendur Her- mannsson 4 hvor, Ólafur H. Jónsson 3, Sigurður Gunnars- son 2, Viggó og Stefán Gunnarsson 1 hvor. Mark Wright skoraði mest Bandaríkjamannanna, 4 mörk, Joe Storey 2, Zoney Urem, Mike Lenard, Alex Hagans, Bob Djakovic og Jim Buehning eitt hvor. Og ekki má gleyma Bill Johnson með sín 2 mörk. Gunnlaugur Hjálmarsson og Björn Kristjánsson dæmdu prýðilega, enda einkar prúð- mannlegur l.eikur, aðeins ein áminning, Árni, og enginn rekinn útaf. — gg. 446.600 kr. fyrir 10 rétta í 18. leikviku getrauna komu fram 10 réttir í 3 röðum og vinningur fyrir hverja röð kr. 446.500- og 97 raðir rcyndiist með 9 rétta leiki og vinningurinn fyrir hverja röð kr. 5.800.- Eftir að seðiliinn var prent- aður, barst tiikynning frá ensku deiidakeppninni um, að leikur Bolton og Manchester United færi fram á föstudags- kvöld, sennilega hefur forráða- raönnum Bolton ekki litist á að leika á sama tíma i nokkurra km fjarlægð frá ieik Manchest- er City — Nottingham Forest. Þess vegna komu ekki til greina nema 11 leikir á seðlinum, en þar sem 3 leikjanna hinna var frestað, varð að grípa til teningsins, sem sagði, að Wolv- es mundi fá bæði stigin á útivelli gegn Liverpool. Fæst- um mun hafa fallið sá úrskurð- ur í geð, en heimasigur hjá teningnum hefði litiu breytt, aðeins flutt þá seðla, sem reyndust með 10 rétta, upp í 11 rétta. Stjarnan setti met STJARNAN í Garðabæ settt um helgina nýtt íslandsmct í maraþonknattspyrnu í íþróttahúsinu Ásgarði. 8 pilt- ar léku þá í 27 klukkustundir og einni mi'nútii betur. Nýtt met. I maraþonleikjum þessum er aðeins tekin 5 mínútna hvíld hvern klukkutima og voru menn því eðiilega þrekaðir mjög í leikslok. Eins og fyrri maraþonkeppnir í vetur og þær mörgu, sem eru vafaiaust fram- undan, var hér um fjáröflunar- ieið að ræða. Og Stjarnan græddi vel, rúma milljón. Keegan vinsæll ENSKI kiiattspyrnusnilling- urinn Kevin Keegan, leikmað- ur með vestur þýska liðinu llamburger SV, var í fyrradag kosinn lcikmaður ársins í Þýskalandi. Það voru leikmenn þýsku liðanna sjálfir sem kusu Keegan. Keegan hefur léikið frábærlega meö Hamburger í . vetur og það er af sem áður var, fyrst þegar Keegan var hjá Hamburger, að leikmenn liðs- ins vildu ekki þekkja hann, sendu knöttinn ekki til hans og létu yfirleitt eins og han'n væri ekki með i leiknum. Nú er hann burðarás liðsins og að flestra dómi vel að nafnbótinni kom- mn. Handbolti á Skaganum IIRAÐMÓT f handknattleik fer fram á Akranesi á morgun og hefst fyrsti leikurinn klukkan 13.00 í íþróttahúsinu Það eru 4 iið sem þátt taka, landsliðið, Víkingur, Valur og gestgjafarnir ÍA. Leikið verður í 2x20 mínútur og leika fyrst landsliðið og Víkingur. Síðan eigast við Valur og IA. Sigur- vegararnir leika síðan um 1.—2. sætið, en tapliðin saman um 3.-4. sætið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.