Morgunblaðið - 30.12.1978, Page 1

Morgunblaðið - 30.12.1978, Page 1
40 SÍÐUR 299. tbl. 65. árg. LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Kosningar á Spániog þing rofið Madrid. 29. desember. AP ADOLFO Suarcz forsaetisráð- hcrra fyrirskipaði þingrof og nýjar kosningar á Spáni í dag, sama dag og hin nýja stjórnar- skrá landsins birtist í lögbirt- ingarblaði stjórnarinnar. Kosningarnar munu fara fram 3. apríl og bæjar- og sveitarstjórn- akosningar munu fylgja í kjölfar- ið. Kosningabaráttan mun hefjast um miðjan janúar þrátt fyrir hættu á nýjum pólitískum of- beldisverkum sem hafa kostað 97 mannslíf á árinu, þar af 66 í Baskahéruðunum. Suarez mun vilja verða fyrsti forsætisráðherra stjórnlagalegrar stjórnar síðan Franco féll frá og auk þess mun hann óttast sigur sósíalista í bæjarstjórnarkosning- unum. Flokkur Suarezar fékk ekki hreinan meirihluta í fyrstu frjálsu kosningunum fyrir 30 mánuðum. ww Orsmátt ungbarn í baráttu San Diego, Kalifornfu, 29. des. AP STÍILKA sem læknar segja að hafi fæðzt meir fyrir timann en nokkurt annað barn, Mignon („Mimi“) Faulkner, berst upp á li'f og dauða í San Diego í Kaliforníu og barátta hennar vekur vaxandi athygli vi'ða í heiminum. Hvatningarskeyti berast til sjúkrahússins og allt starfsliðið fylgist með baráttu Mimi, sem var 482 grömm þegar hún fæddist 22—23 vikum fyrir tímann 17. nóvember og hefur stækkað í 920 grömm. Láeknar segja að minna megi barn ekki vera til að halda lífi en telja þó líkurnar aðeins 50 á móti 50,42 . dögum eftir fæðinguna. Lungun eru þroskaðri en við má búast og það hefur bjargað Mimi. Hönd Mimi er á stærð við þumalfing- ur Myrnu móður hennar sem á fyrir þrjár 10—15 ára dætur og vonast til að fá barnið heim eftir 3—4 mánuði. Ný tegund stóriðju mun hefjast á íslandi á árinu 1979, þegar járnblendiverksmiðjan á Grundartanga tekur til starfa. Þessi mynd var nýlega tekin af verksmiðjunni og einnig sér yfir Hvalfjörðinn. Ljósm. Mats Wibe Lund. Keisarinn afsalar sér ekki völdum Teheran, 30. des. Rcuter. AP ÍRANSKEISARI ætlar ekki að leggja niður völd eða að fara úr landi og skipar í dag borgaralega ríkisstjórn undir forystu dr. Shapur Baktiar, sem er einn af lciðtogum bjóðfylkingarinnar og hefur þegar samið ráðherralista sinn að sögn talsmanns keisrara- hallarinnar. Talsmaðurinn sagði þetta þegar hann var spurður um fréttir, sem voru á kreiki erlendis að keisarinn hefði samþykkt að fara úr landi til bráðabirgða og fá ríkisráði völdin. Stjórn dr. Baktiar tekur við af herforingjastjórninni'” sem var skipuð í ágúst til að binda enda á margra mánaða óeirðir, sem hafa magnazt síðan og leitt til verkfalla sem hafa stöðvað olíufram- leiðsluna. Dr. Baktiar sagði í viðtali við vestur-þýzkt sjónvarp í kvöld að keisaranum væri velkomið að vera um kyrrt ef hann ábyrgðist mannréttindi. Þjóðfylkingin krefðist ekki brottfarar hans úr landi og hann væri ekki hlynntur lýðveldi heldur framfarasinnuðu 95% líkur að tveir hafi myrt Kennedy Washinvton 99 dns Rpntor Washinjfton, 29. des. Reuter TVEIR sérfræðingar sögðu þingnefnd í dag, að hljóðritan- ir frá morðinu á John Kennedy forseta í Dallas fyrir fimmtán árum sýndu að tveir vopnaðir menn hefðu verið viðriðnir morðið og að fjórum kúlum hefði verið skotið. Þar með drógu þeir í efa þá niðurstöðu Warrennefndar- innar að Lee Ilarvey Oswald hefði verið einn að verki þegar hann myrti Kennedy og aðeins þremur kúlum hefði verið skotið. Sérfræðingarnir, Mark Weiss og Ernest Ashkenasy, sögðu að líkurnar á því að fjórðu kúlunni hefði verið skotið á Kennedy væru 95 af hundraði og það merkti á lagamáli sönnun án umtalsverðs efa. Nefndin hefur rannsakað bæði morðið á Kennedy og morðið á blökkumannaleiðtog- anum Martin Luther King 1968 og mun greiða atkvæði um niðurstöður rannsókna sinna eftir vitnaleiðslurnar í dag. Weiss og Ashkenasy eru hljóðburðarsérfræðingar og rannsökuðu upptöku á hljóðum frá talstöð sem var óvart í gangi hjá lögreglumanni á vélhjóli sem var í fylgd með bílalest forsetans. Þeir sögðu að sömu byggingar stæðu við morðstaðinn og 1963 og skilyrði þar hefðu ekki breytzt. Þeir kváðust hafa notað tækni sem hefði ekki verið almennt í‘ notkun þegar Warren-nefndin starfaði. Þeir töldu engan vafa leika á því að um annað gæti ekki verið að ræða en hljóð frá riffli eða skammbyssu. ' Þingmenn brýndu fyrir hljóð- sérfræðingunum að framburður þeirra gæti haft úrslitaáhrif á lokaniðurstöðu nefndarinnar. En þeir sögðust hafa tekið allt með í reikninginn og þaulprófað allar mælingar. lýðræði. Lýðveldi gæti verið slæmt eins og í Chile og víðar í Suður-Ameríku og konungsríki gætu verið gagnleg eins og í Svíþjóð, Danmörku og Englandi. Dr. Baktiar kvað nokkur vanda^ mál óleyst áður en ný stjórn tæki við, m.a. völd keisarans samkvæmt stjórnarskránni. Spillt stjórn and- stæð stjórnarskránni hefði ríkt í 25 ár, landsmenn hefðu ekki haft frið eða frelsi, fólk hefði ekki notið mannréttinda, margir hefðu verið pyntaðir í fangelsum og þetta væri undirrót vandans nú. Almennt er dr. Baktiar talinn ganga dr. Karim Snajabi næstur að völdum í Þjóðfylkingunni og stuðningsmenn Sanjabi gruna keisarann um að hafa skipað Baktiar til að reka fleyg milli andstæðinga sinna. Dr. Sanjabi hefur tekið afstöðu gegn dr. Baktiar sem tilheyrir ættflokki í Suðvestur-Iran sem styður keisar- ann. Keisarasinnar telja að Bandaríkjamenn hafi haft áhrif á val dr. Baktiars. I Washington hermdu heimildir í kvöld að flugvélaskipið Constellation færi senn frá Filippseyjum áleiðis til Persaflóa og kæmi þangað eftir viku. Heimildirnar hermdu áður að í athugun væri að senda flotadeild til að vara við íhlutun „erlendra afla“, augljóslega Rússa, og undir- búningur er hafinn að brott- flutningi 35.000 Bandaríkjamanna og fullkominna bandarískra her- gagna frá íran. Bandarískur embættismaður sakaði Rússa í kvöld um að útvarpa til Irans efni sem miðaði að því að grafa undan jafnvægi og gæti ekki flokkazt undir venjuleg- an áróður. Bandaríska sendiráðið í Moskvu mun mótmæla þeirri staðhæfingu Pravda sem var endurtekin í kvöld að sex sérþjálf- aðir menn hafi verið sendir til bandaríska sendiráðsins í Teheran til að hafa afskipti af innanlands- málum. EMS tefst BrUssel. 29. desember. AP. Gjaldeyrisbandalag Evrópu, EMS, tekur ekki til starfa 1. janúar eins og gert var ráð fyrir vegna fyrirvara sem Frakkar hafa sett f landbúnaðarmálum Efnahagsbandalagsins. Frakkar vilja endurskoða það kerfi að bændur í löndum með veika gjaldmiðla eins og Frakk- land verða að greiða útflutnings- tolla á framleiðslu sína, en lönd með sterka gjaldmiðla eins og Vestur-Þýzkaland fá bætur til að vega upp á móti háu verðlagi sem gerir afurðir þeirra ekki eins samkeppnishæfar. „Samkomulag hefur ekki náðst um öll nauðs.vnleg skilyrði fyrir stofnun nýs gengiskerfis," segir í tilkynningu. Hess veikur Vestur-Berlín. 29. desember (Reuter) — Rudolf Iless, stað- gengill Ilitlers. var fluttur í sjúkrahús í kvöld með blóð- sjúkdóm. Hann er 84 ára.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.