Morgunblaðið - 30.12.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.12.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1978 Hornafjarðaró* um hádegisbiliö í gaer. Álafoss er ó strandstaö uppi undir Suðurfjörutanga björgunarskipiö Goöinn er ð siglingu í itt aö Álafossi, en á leið síðasta spölinn út úr ósnum er olíuflutningaskipiö Litlafell sem tók niöri í ósnum í fyrradag. m ^ Textii Ágúst Ásgeirsson. Mynd- a ^fl yF w iri Kristinn Ólafsson. Æ* M w M Aoeins eftir að draga skipið út ósinn á flóði? BJÖRGUNARMÖNNUM tókst ekki að draga Álafoss af strandstað í Hornafjarðarósi á flóðinu í gærkvöldi eins og miklar líkur voru taldar á. En þó að skipið færi ekki út tókst að færa það mikið til í fjörunni og út í ál þar við, og var í gærkvöldi talið að einungis væri eftir að draga Álafoss út í og út úr ósnum á flóði í nótt eða síðdegis í dag. Stefnir skipið nú út ósinn og stendur betur en fyrr. í björgunartilrauninni í gær- kvöldi fóru björgunarmenn rólega í sakirnar og var svo að sjá sem þeir vildu heldur þreifa sig áfram í það sinn til að vera endanlega tilbúnir að kippa skipinu í burtu á næsta flóði. I morgunsárið í gær hittu blm. Mbl. að máli um borð í björgunarskipinu Goðanum þá Eggert Karlsson stjórnanda björgunaraðgerðanna á Höfn og Kristján Sveinsson skipstjóra á Goðanum, en allur þungi undir- búnings undir björgunina hefur mætt á þeim. Voru þeir að gera klárt fyrir þau verkefni sem biðu áður en hafist yrði handa við að kippa í. Þeir Eggert og Kristján sögðu að aðstæður allar á strandstað hefur gert björgunarmönnum erfitt um vik. „Straumurinn er okkur erfiðastur, en botninn er einnig til trafala. Miklar breytingar verða á álum og eyrum í ósnum og sjá menn jafnvel dagamun þar á. Sjómælingamenn sem voru hér í sumar könnuðust t.d. nánast ékkert við sig þegar þeir voru að kanna botninn í vik- unni.“ Fyrir tilraunina var hafður mikill viðbúnaður. Vírar og taugar voru festar í skipið frá jarðýtum á Austurfjörutanga og Suðurfjörutanga við Horna- fjarðarós, en auk þeirra stóð til að Goðinn yrði í ósnum og togaði skipið út ósinn. Með þessu móti áttu björgunarmenn að hafa fullt vald á skipinu, en hingað til hafði Álafoss „ráfað“ stjórnlaust um í ósnum, af einni eyrinni á aðra. „Skipið stendur mjög vel, og við gerum okkur vonir um, að það náist á flot á skímunni í dag. Við reynum að gera okkar bezta, en þess má geta að þetta er sú erfiðasta björgun sem við höfum lent í þótt ófá séu þau skip sem við höfum dregið á flot af strandstað." Eymundur Sigurðsson heitir hafnsögumaðurinn á Höfn, en hann var um borð í Álafossi þegar skipið tók niðri, enda Eggert Karlsson (t.v.) og Kristján Sveinsson skipstjóri á Goöanum skoða afstöðumyndir af strand- stað. skyldulóðs á Hornafirði. í við- tali við Mbl. sagði Eyvindur, að Hornafjarðarós hefði tekið miklum breytingum að undan- förnu, einkum síðustu þrjár vikurnar, og hefði sandrif teygt sig verulega út í ósinn svo að nánast væri að verða ófært um hann fyrir önnur skip en fiski- báta. Sterk austanátt hefur verið ríkjandi og hefur hún orðið þess valdandi að endinn á Austur- fjörutanga hefur breyzt og færzt til, svo og sandrif neðan- sjávar sem gengur út af tangan- um. Við enda rifsins, en þar eru straumiður að jafnaði miklar, verða skipin að taka um 135 gráðu beygju, og má engu skeika eigi skipin ekki að lenda uppi í fjöru. Sagði Eymundur að þar sem rennan hefði áður verið um 100 metrar á breidd væru hún núna aðeins um 40—50 metrar, og myndu elztu menn ekki svo Eymundur Sigurösson hafnsögu- maður á Höfn slæmar aðstæður, og aðrar eins breytingar. „Það var hrein óheppni að Álafossinn strandaði. Þarna er þröngt og lítið má út af bera. Annars fer það mjög mikið eftir vélarkrafti og stýrishæfni skip- anna hvernig þeim vegnar í ósnum. Stærri skip en Álafoss hafa farið hér um, en samt er ekkert óeðlilegt við það að fullhlaðin skip taki niðri miðað við þær aðstæður sem eru í ósnum. Ég hef ekki trú á því að Málin r«dd um borð í Alafossi. Þorbjörn Sigurösson skipstjóri er annar frá vinstri, pá Óttarr Möller forstjóri Eimskipafélagsins og loks Eggert Karlsson frá Björgunarfélaginu en hann hefur stjórnað björgunaraðgeröunum. nokkuð sé hægt að gera svo að ósinn breyti sér ekki svo sem raun ber vitni um. Hér er náttúran að verki og maður vonast til þess að þetta lagist með tímanum." Um hádegisbilið héldum við með Birni lóðs, en svo heitir hafnsögubátur Hornfirðinga sem Sigfús Harðarson stýrir, út að Álafossi og skruppum um borð í hið strandaða skip sem nánast virðist standa á þurru örfáa metra frá landi. Það var jólalegt og glatt á hjaila um borð þó svo að áhöfnin hafi þurft að standa stífar vaktir allan tímann meðan skipið hefur verið strandað til að fylgjast með framvindu mála á strandstað, en skipið hefur verið nánast stjórnlaust þarna í ósnum. Bar mönnum saman um að skipið hefði losnað nokkrum sinnum og hefði þá ekkert við ráðist vegna straums og skipið fljótt setzt fast á ný. Það var „liggið" þegar lóðsinn lagðist að Álafossi, en um borð var okkur sagt að þegar straum- urinn væri mestur á föllunum, „væri allt grenjandi á s'úðum". Nógur var straumurinn samt. Á föllunum sögðu menn skipið oft hafa snúist til og frá, t.d. hefði það snúist um 125 gráður á flóðinu um morguninn. Það stefndi í suður, beint upp í fjöru, og í þeirri stöðu fyllti áhöfnin botntanka skipsins, en þeir taka um 500 tonn af sjó, til þess að halda skipinu föstu í stöðunni þar sem það flýtur að hálfu leyti á flóðinu. Jóhannes Albertsson vélstjóri á Álafossi tjáði Mbl. að engar skemmdir hefðu orðið á skipinu, enda sendinn botn á strandstað. Þó hefði einhverrar gliðnunar gætt í millivegg vegná mikils hristings þegar reynt var eitt sinn að losa skipið með eigin vélarafli. Jóhannes sagði að vélarafl Álafoss væri það lítið að þegar sterkur straumur kæmi á hlið skipsins léti það illa að stjórn. Þeir Þorbjörn Sigurðsson skipstjóri á Álafossi, Óttarr Möller forstjóri Eimskipafélags- ins, Eggert Karlsson frá Björgunarfélaginu o.fl. réðu ráðum sínum yfir dýptarkort- um, afstöðukortum og riss- myndum af strandstað. Af máli þeirra var greinilegt að undir- búningurinn var vel skipulagður og aðgerðir allar þaulhugsaðar. Maður hafði það á tilfinning- unni þarna í brúnni að þetta væri allt mjög einfalt og að skipið nánast rynni af strand- stað og yrði í meðförum eins og hvert annað leikfang. Svo viröist sem Alafoss standi nánast á purru. , , .** zéh 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.