Morgunblaðið - 30.12.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 30.12.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1978 5 Nigcl Watson og Inga Bjarnason í lcikritinu The Exquisitors. f^uiuEinmannaleiki sjúkra og heilbrigðra Gestaleikflokkur frá Bret- iandi, Saga Theatre, mun halda fimm sýningar á nýju verki, sem nefnist The Exquisitors í Norræna húsinu og verður sú fyrsta kl. 9 fimmtudaginn 4. janúar. Síðan verða sýningar á föstudag kl. 9, laugardag kl. 5 og sunnudaginn 7. janúar kl. 5 og 9. Saga Theatre stjórna þau Nigel Watson og Inga Bjarnason og eru þau einnig flytjendur þessa leikrits, sem hefur að undan- förnu verið sýnt á leikferðum í Wales, Skotlandi og Englandi, eitt sýningartímabil í The Institute of Contemporary Arts í London og verður sent í langa leikför um Evrópu seinni hluta árs 1979. Inga og Nigel Watson kynntu blaðamönnum sýninguna og leikflokkinn. The Exquisitors fjallar um einmanaleik. Einmanaleik þeirra sem þjóð- félagið kallar „geðsjúka" og samhengið við einmanaleik þeirra sem taldir eru og telja sig sjálfir „normal", að því er þau útskýrðu. Einnig hvernig skort- ur raunverulegra samskipta í nánum persónutengslum, svo sem í hjónabandi, getur við ákveðnar aðstæður leitt af sér þá óhugnanlega tíðu og alvar- legu truflun sálarlífsins sem kallast geðklofi. Textinn er á íslenzku og ensku og settur saman af línum úr verkum amerísku skáldkonunnar Sylvíu Plath og efni sem leikhópurinn hefur spunnið upp. En eins og í öðrum sýningum leikflokksins, hefur sterkust áhersla verið lögð á tjáningu með hreyfing- um, söng og dansi. The Exquisitors er tilrauna- verkefni til lengri tíma. Verður hluti af verkefnaskrá leikflokks- ins næstu tvö sýningartímabil og í stöðugri endurskoðun og endurvinnslu. Hönnun leik- svæðisins gerir aðeins ráð fyrir 59 sætum á hverri sýningu og vegna þess hvers eðlis efni sýningarinnar er, er hún ekki talin við hæfi barna. Um leikhópinn sögðu þau Inga og Nigel Watson að hann hefði orðið til í Reykjavík þar sem flokkurinn frumsýndi sitt fyrsta verk Fröken Júla Alveg Oð, sem byggt var á leikriti Strindbergs. Eftir að hafa sýnt á Ítalíu árið 1977 fluttist flokkurinn, til Chapter Arts Centre í Wales sem nýtur alþjóðlegrar viðurkenningar sem meiri háttar miðstöð nýskapandi leikhúsvinnu í Bret- landi, og eru þar fimm aðrir leikflokkar starfandi. Störfum leikflokksins nú má skipta í þrennt. Stjórnendurnir halda fyrirlestra og hafa tíma í raddbeitingu, hreyfingum og spuna í listamiðstöðvum fyrir Walesháskóla. Þá vinnur hópur- inn með öðrum leikflokkum við að setja upp sýningar með það fyrir augum að setja á stofn sérstakt umhverfisleikhús. Merkust slíkra sýninga var uppsetning á Woyzzek fyrir Buchner með Pip Simmons leikflokknum, er var sýnd á sjö leiksvæðum innandyra og utan. Á næsta vori hyggst Saga Theatre undirbúa sýningu byggða á ævi og starfi braut- ryðjanda í rússnesku leikhúsi Vsevolods Meyerhold í sam- vinnu við Moving Being, sem mun einn þekktasti margmiðla- hópur í Evrópu. Sýningar Saga Theatre flokksins sjálfs eru byggðar á þeirri hugmynd að leikarinn sjálfur sé frumsköpunarkraftur leikhússins. Er stefna flokksins að skapa ný sýningarverk, sem fjalla um efni sem eru ofarlega á baugi. Verða sýningarnar til við rannsóknir á margvíslegum hliðum verkefnisins. Sagði Inga sem dæmi að fyrir þessa sýn- ingu hefðu þau Nigel Watson eytt fjórum mánuðum í lestur á öllu sem þau náðu í um geð- klofning og 10 dögum inni á geðveikrahæli, þar sem þau ræddu við sjúklinga og lækna. En virkni starfsins byggist fyrst og fremst á stanslausum tilraunum til þess að leysa úr viðjum, útvíkka og þróa tján- ingarhæfni rannsóknarsinnaðra leikara á sviði hreyfingar, radd- beytingar og tónlistar, sögðu þau. The Exquisitors er eitt af þremur nýjum verkum, sem leikflokkurinn hefur sýnt á árinu 1978. Hin eru Smiles Below Zero, og fjallar um vandamál rússneskra andófs- manna, flutt á rússnesku. Verð- ur honum breytt og ferðast með hann veturinn 1980 og 1981. Þriðja leikritið er Last Temptation, sem fjallar um vistfræði og vandamál um- hverfisverndar. Það varð nýlega frægt í breskum blöðum vegna málaferla, sem Breska dýra- verndunarfélagið höfðaði gegn flokknum fyrir „grimmúðlega og illa meðferð“ á lifandi gullfiski á sýningunni. Var Saga Theatre sýknað af ákærunni. En eins og Nigel Watson sagði, þá væri nokkuð kaldhæðnislegt að hópurinn hefði verið að reyna að vinna að og kynna leiklist undanfarin ár, og vakti svo mesta athygli fyrir grimmd við gullfisk. Athugasemd við sjónvarpsefni... Reykjavík, 29. desember 1978. Til Sjónvarpsins, Reykjavík. I framhaldi af símtali okkar í gær skrifa ég þetta bréf ef vera mætti að það yrði til þess að íslenska sjónvarpið vandaði sig betur í efnisvali næst þegar sýnd verður mynd um Rússland. í fyrsta lagi skal bent á að Sovétríkin eru ekkert venjulegt ríki. Það er land þar sem stjórnin hefur alræðisvald — algert. Það ber ávallt að hafa í huga. Hvað táknár það — alræðisríki? Það táknar að stjórn Sovjetríkjanna hefur algera stjórn á öllu, einkum fjölmiðlum og upplýsingaþjónustu. Frá sjónarhóli valdhafanna í Sovjet var myndin frá Rússlandi, sem sýnd var 26. des. sl. alveg kjörin. Hún var sannarlega „fram- leidd í Sovjetríkjunum“ og ég hygg að sendiráð Sovjetríkjanna hér sé harðánægt. En það er ekki hamingja Sovjet-valdhafanna sem ég ber fyrir brjósti, heldur velferð fólks í hinum frjálsa heimi og ég geri mér ljóslega hugmynd um hve hættu- legt það er að veita ranga ímynd um Sovjetríkin. Ungt fólk sem séð hefur myndina mun álíta að Sovjetríkin séu gott og venjulegt land þar sem fólkið njóti allskyns lystisemda, frábærra leikhúsa og þar sé fjöldinn allur af fögrum kirkjum o.s.frv. Þeir hafa meira að segja jólatré! Svo þetta er kristið fólk! Það er alrangt. Það er það ekki. Það biður enginn til guðs í kirkjunum sem sýndar voru í myndinni. Ríkisstjórnin bannaði allt jólahald strax eftir byltinguna og það var ekki fyrr en á fjórða áratug aldarinnar sem leyft var að setja upp jólatré og þá aðeins á nýársdag. Á jóladag ganga menn til vinnu sinnar eins og hvern annan virkan dag. Ef litið er til annarra hluta myndarinnar kemur í ljós að ekkert er sannleikanum sam- kvæmt og í heild gefur hún afar ranga hugmynd um lífið í Sovjet- ríkjunum. Dæmi: Neðanjarðar- brautirnar eru alltaf troðfullar af fólki svo að sá hluti myndarinnar hlýtur að hafa verið tekinn kl. sex að morgni; í öllum búðum og stórmörkuðum eru endalausar biðraðir — nema þar sem miðlað er kommúnistiskum áróðurs- bæklingum. Jafnvel í skemmti- garðinum (Luna Park), sem er sérstæður fyrir Sovjetríkin, bíður fólk í óratíma í röðum eftir miðum. Það er næstum ógerningur fyrir venjulega borgara að komast í brúðuleikhúsin vegna þess' að miðar eru illfáanlegir — en góðir flokksmenn (apparatchiks) fá ávallt miða þegar þeir birtast við miðasöluna. Líf venjulegs borgara í Sovjetríkjunum er ekkert sældar- brauð en í myndinni er kyrfilega sneitt hjá að fjalla um erfiðleika fólksins. Tilurð hins frjálsa heims vekur ugg hjá Sovjet-leiðtogunum því lífið þar gerir Sovjetborgurum kleift að bera kjör sín saman við kjör þeirra sem við frjálsræði búa. Því er það að valdhafarnir í Sovjetríkjunum geta aldrei um frjálst höfuð strokið á meðan hinn frjálsi heimur blasir við augum borgaranna og veitir þeim mögu- leika á samanburði lífskjara sinpa og þeirra. Þess vegna munu valdhafarnir aldrei þola tilurð hins frjálsa heims. Þeir munu ávallt freista þess að eyða honum með öllum tiltækilegum ráðum og það ber að upplýsa fólk hér rækilega um þetta atriði því dag hvern á sér stað barátta við Sovjetkerfið. Ekkert nema linnu- laus andstaða getur veitt okkur von um að halda okkar hlut. Mynd sem þessi „Jólamynd í Moskvu" er til þess fallin að grafa undan frjálsu þjóðfélagi og hættan var tvöföld þar sem henni var valinn kjörtími í ríkissjónvarpinu á jólum. Það þótti mér mesta óhæfan. Vladimir Romanov. Sigur hjá Margeiri en tap hjá Jóhanni MARGEIR Pétursson vann Tyrkjann Yrtseven í 8. um- íerð Evrópumóts unglinga í skák í Groningen í Hollandi í gær. Hefur Margeir nú 4'/2 vinning. Jóhann Hjartarson teflir á heimsmeistaramóti unglinga 17 ára og yngri í Gent. Tveimur umferðum er lokið ‘og hefur Jóhann einn vinning. Hann vann Lopez frá Colombíu í 1. umferð en tapaði fyrir Skotanum Motwani í 2. umferð. Báðar skákirnar fóru í bið. AR AMOT ASPILAKVÖLD Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík verður fimmtudaginn 4. janúar kl. 20:30 að Hótel Sögu, Súlnasal. ★ Húsið opnað kl. 20:00 ★ Ávarp: Geir Hallgrímsson, form. Sjálfstæðis- flokksins. ★ Baldur Brjánsson skemmtir ★ Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar leikur fyrir dansi til kl. 1 ★ Síðast var húsfyllir — tryggiö ykkur ★ Glæsileg spilaverðlaun, m.a. fyrstu verðlaun karla og kvenna ferðir til Portúgal með Úrval. spilaspjöld í tíma * Spilaspjöld afhent á skrifstofu Varðar í Sjálfstæöishúsinu, Valhöll, Háaleitisbraut 1, 2. hæö, 2. 3. og 4. janúar á venjulegum skrifstofutíma, símar 82963 — 82900. Spilaspjöldin gilda sem happdrættisvinningur: KEFLAVÍK — KAUPMANNAHÖFN — KEFLAVÍK FLUGLEIÐUM MEÐ Geir Hallgrímsson, form. Sjálfstæðis- flokksins Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar Baldur Brjánsson Landsmálaféiagið Vörður, samband félaga Sjólfstæöismanna í hverfum Reykjavíkur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.