Morgunblaðið - 30.12.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.12.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1978 Greinarflokkur um óperuflutning á íslandi: Blámóðutindagón tíðarandans! „Það var stórviðburður sem gerðist í Þjóðleikhúsinu 1951“ „Síðan ekki söguna meir“ „Menn vígbúast“ Á fslandi býr menningarþjóð, þjóð sem er mikið í mun að draga uppi þær aðrar þjóðir sem þykja lengra komnar. Til íslands ha£a flust listgreinar, stjórnvísindi og verðmætamat framandi landa. Þessu öllu hefur verið sáð í misfreðinn jarðveg, og upp vaxið frjóangar skringilega samsettir, hrærigrautur austurs og vesturs, gærdags og líðandi stundar. Uppbygging - um og eftir stríð Heimsborgir og menningarþjóöir voru jafnaðar við jörðu í heims- styrjöldinni síðari. Þegar blóðbað- inu linnti, þegar gosbrunnar Lund- úna, Berlínar og Varsjár hættu að spýta blóði, upphófst edurbygging er hvíldi á gömlum merg. Þó að hús væru kengbogin af sprengjukasti skriðdreka, stofnanir brunnar, skáld í gröfum vígvalla, stóð menning fortíðarinnar fyrir hug- skotum eftirlifandi líkt og mynd greypt í marmara. Hana þurfti aðeins að endurvekja og endur- bæta, ekki móta frá upphafi. Öðru máli gegndi um ey norður í höfum. í stríðinu vaknaði íslensk þjóð, endurholdgaðist eftir margra alda Þyrnirósarsvefn. Ljós skinu að henni úr öllum áttum. Hún tók að tileinka sér nýjan tilgang, nýjar stefnur, ný viðhorf, og fjármuni í ríkari mæli en áður. Hamslaus innflutningur lifandi hluta og dauðra upphófst. Endurmótunin tók ekki mið- af því sem áður var, því hér hafði svo sem ekki verið nein páfuglsfjaðramenningardýrð, alténd fátt um fagrar listir og illa að þeim búið. Lággróðurinn okkar var samt sérstakur á sinn hátt og merkilegur. Á fyrri hluta tuttugustu aldar var íslenskt menningarlíf sjaldnast annað en hjáróma eftiröpun, eða veikur skuggi af danskri smákaup- mannastétt, sem hrökklast hafði frá kóngsins Kaupmannahöfn, stundum af annarlegum ástæðum. Listalífið var hvorki íslenskt né danskt. Og landslýð gekk ólánlega misvel að tileinka sér ný sannindi — klæðaburð, tóbak og vín eins og Laxness og Þórbergur hafa gert sér mat úr. En myndbreytingin stóra hefur tekist furðu vel, þótt enn sé nokkuð í land. Og engu blóði var fórnað, engar morðvélar þandar. Ekki hér heima. Ólík viðbrögð Eitt margbrotnasta listform hinna framandi þjóða, sem íslend- ingar tóku sér til fyrirmyndar um og eftir stríð, var og er óperan. Og allt í einu, því sem næst fyrirvara- laust, gitur þjóðin prúðbúin og alvarleg í bragði andspænis „glæsilegri" íslenskri óperusýningu í Þjóðleikhúsinu nýja. Það var snemmsumars árið 1951, fyrir tuttugu og sjö árum. Árið áður höfðu gestaleikarar frá Sænsku óperunni sýnt Brúðkaup Fígarós eftir Mozart — okkur til eftir- breytni. Og ekkert var til sparað í • þeirri viðleitni ári síðar. Leiktjöld og búningar, einsöngvarar, hljóð- færaleikarar, dansarar, hljómsveit — allt var tínt til. Hér var á ferðinni Rigoletto Verdis. Þetta kom eflaust sérkennilega fyrir sjónir manna, var kannski hálf- gerður misskilningur. Rangstætt. Sumir, hinir sigldu, þeir sem séð höfðu Reykjanesið hverfa í djúpið í norð-vestri, stigið fæti á erlenda grund og meðtekið þar allar dýrðir, fylltust aðdáun og tilhlökkun við þessi tímamót í íslenskri tónlistar- sögu. Gat það verið að Reykjavík Ingólfs yrði heimsmenningarpláss upp úr þurru? Gátu menn brátt gælt við þá hugsun í grámyglu hvunndagsins að skreppa í óperuna. Gátu menn brátt hreykt sér af alíslensku óperufélagi, kór og hljómsveit? Aðrir er sóttu sýningar á Rigoletto árið 1951, þeir sem síður voru undir það búnir að melta menningarneysluvörur Evrópu- þjóða, fylltust forundran, hrukku í baklás, vildu lítið út á bramboltið gefa, voru utangarðs, utanveltu. I hugum þeirra síðarnefndu hlaut menningarlið þjóðarinnar að vera svo andskoti snobbað, að því væri fyrirmunað að sjá hve nýju fötin keisarans væru asnaleg. Mont- prikakúltúristar og mannhatarar hlutu með þessu tiltæki — með skrautfjöðrum og spangóli — að vera að brjóta niður sjálfstraust daglaunamanna og sjálfsvirðingu. Menn hafa snýtt sér af minna tilefni og svipuðu, og reyndar segir svo víða í annálum tónlistarsög- unnar: Er Þjóðverjinn George Frideric Hándel hóf að skemmta enskum aðli og efri miðstéttum með frum- sömdum óperum sungnum á ít- ölsku, sem þá var söngmál heimsins ekki ósvipað og enskan er í popheimi nútíðar, gerði almenning- ur óspart grín að öllu saman, eins og fram kemur í Betlaraóperu Gay og Pupusch frá árinu 1728. ítalska óperan, þetta mikilúðlega aðskota- dýr ensks menningarlífs á önd- verðri átjándu öld, fór fyrir ofan garð og neðan meðal lágstétta, sem hvorki skildu né vildu skilja til hvers leikurinn væri gerður. Slíkt hið sama gerðist í Frakklandi nokkrum áratugum fyrr. Ólík viðbrögð manna hafa einkennt hægfara en markvissa landvinn- inga óperunnar. óperu á hverju ári Páll Isólfsson, sá mæti og dómbæri maður, fór ekki í grafgöt- ur með eigin tilfinningar hvað frumsýningu Þjóðleikhússins á Rigoletto áhrærði. Hann skrifar í Morgunblaðið 6. júní, 1951, á þessa leið: „Það var stórviðburður, sem gerðist í Þjóðleikhúsi voru 3. júní er óperan Rigoletto var flutt þar af íslenskum söngvurum (að einum undanteknum), og þar með hafin byrjunin á nýju tímabili: íslenskum óperuflutningi. Árangurin af þess- ari fyrstu tilraun var svo stórkost- legur að undrun sætti, og jafnvel hinir bjartsýnustu hefðu ekki látið sig dreyma um slíkt. Sýningin hafði miklu fremur á sjér blæ hins fullkomna heldur en að hjér væri í rauninni um byrjun að ræða, svo góður var heildarsvipurinn: söngur- inn, leikurinn, dansinn. sviðið." Páll heldur áfram: „Nú hefur það sannast, svo ekki verður um deilt, að við getum flutt óperur með Tónhvísl Guðmundar Emilssonar A næstunni mun Moryun- blaðið birta yreinaflokk um óperuflutniny á íslandi, fortíð, nútíð oy framtíð. í umrceðu þessari, þar sem koma við söyu jafnt einsönyvarar sem for- svarsmenn fjölmiðla oy leik- húsa, verður yenyið út frá þeirri forsendu, sem kannski er umdeilanley — sérstakleya í huyum þeirra sem enyin per- sónuley kynni hafa haft af þessu listformi — að óperan sé eftirsóknarvert listform, list- form sem við íslendinyar œttum að leyyja reekt við okkur til skemmtunar oy fróðleiks. Riyoletto Verdis á fjölum Þjóðleikhússins árið 1951. ,/í ranyurinn af þessari fyrstu tilraun var svo stórkostleyur að undrun sætti, oy jafnvel fiinir bjartsýnustn hefðn ekki látið siy dreyma um slíkt.“ okkar eigin söngvurum og hljóm- sveit. Hjér má ekki láta staðar numið. Fram skal halda. Kjörorðið sjé: óperu á hverju ári! Þjóðleikhús- stjóri og þjóðleikhúsráð eiga mikl- ar þakkir skyldar fyrir þann stórhug, sem vissulega þurfti til að hrinda af stað þessari sýningu. Megi sá stórhugur ávalt ríkja í hinni veglegu byggingu við Indriða- torg.“ Svo mörg voru þau orð. I eina sæng Um þessar mundir gerðust og þau undur og stórmerki, að íslensk- ir einsöngvarar, sennilega útblásnir þjóðleikhúslegum stór- hug, gengu í eina sæng, ef svo óvirðulega má að orði komast, og stofnuðu með sér Félag íslenskra einsöngvara. Draumurinn var sá, að félagið myndi í samvinnu við Indriðatorgsmenn, geta af sér íslenskan óperuflokk. Sá getnaður hefur ekki tekist þrátt fyrir töluverða tilburði og stímabrak. Enginn þykist vita af hverju. En mikill áhugi ríkti í fyrstu. Settar voru á svið óperur, stundum öndvegisverk, stundum svokölluð kassastykki. La Bohéme var sungin við Arnarhól og Miðillinn (The Medium) eftir samtímatónskáldið Gian-Carlo Menotti við Tjörnina. Það var Leikfélag Reykjavíkur sem þá hafði uppburði í sér til að standa að slikri merkissýningu þrátt fyrir plássleysi og fjárskort, og var Miðillinn reyndar fyrsta óperan sungin á íslensku. Þetta var árið 1952. Nokkru síðar _tók að halla undan fæti. Ástardrykkur Donizettis skaut að vísu upp kollinum, í formi einstaklingsfram- taks, á síðari hluta sjöunda ára- tugarins, án þess þó að umbylta menningarlífinu, enda leikurinn ekki þess eðlis. En framtakið var ágætt. Síðan gerðist þögnin innsti koppur í búri, og langir sprettir án alvöru óperuflutnings, þar til Þjóðleikhúsið vaknaði á ný, tók á sig nokkra rögg á áttunda áratugn- um miðjum. En eftir sólarmerkjum að dæma veröur lítið um framhald. Kassinn tómur. En á meðan þetta gerist, á meðan óperan lognast útaf, vex óperettum og sérstaklega skemmtileikjum ásmegin, sem er í sjálfu sér gott og blessað ef það væri ekki á kostnað óperunnar. Hér hefur verið stiklað á stóru og ekki um tæmandi upptalningu að ræða, enda blaðaskrifum þessum, sem kannski vekja ekki svo ýkja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.