Morgunblaðið - 30.12.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.12.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1978 13 mikla athygli í landi þar sem óperulist ríður við einteyming, ekki ætlað svo virðulegt hlutverk. Hins vegar geta víst allir, jafnt fróðir og ófróðir um óperusögu Islands, verið sammála um, að óperan hafi ekki enn náð að skapa sér sess í listalífi okkar á við aðrar listgreinar, þótt hún geti sameinað þær allar, bæði tónlist og myndlist, leiklist og dans. Skýtur þetta skökku við vongefandi brautryðjandastarfi á árunum eftir stríð, svo ekki sé meira sagt! Aðgerðarleysi Nú þykir sumum tími til kominn að gera eitthvað í málinu. Menn vigbúasí, brjóta saman sprengju- vörpur og orustuflugvélar úr rit- vélapappír og senda „óvinum" til höfuðs. Enda er það ekki réttlætan- legt með nokkrum rökum, að láta einn ákveðinn hóp listamanna híma aðgerðarlausan, að nýta ekki hæfileika, kunnáttu og áhuga. Meira að segja íslensk tónskáld hafa stigið á stokk, strengt heit og staðið við. Þannig eignuðumst við Þrymskviðu Jóns Ásgeirssonar, og sagt er að Jón sé með enn aðra óperu í smíðum. Atli Heimir Sveinsson og Leifur Þórarinsson hafa einnig sett sig í stellingar, og Þorkell Sigurbjörnsson þegar samið barnaóperu, ef ekki tvær. Ólíku saman að jafna Óperan á sér langa sögu og litríka. Fyrsta óperan sem um getur í heimildum Dafne (1597) eftir Peri, var óbeint afsprengi hóps listamanna á Ítalíu, er veltu vöngum og rökræddu samband ljóða og söngs. Þeir endurvöktu deilu sem hófst á Grikklandi hundruðum ára fyrir Krists burð; deilu um það hvort ætti að ráða ferð í sönglist, texti eða tónar. Deilan stendur enn og hefur tekið á sig ósamræmanlegustu myndir gegnum aldirnar. Þannig er söng- drama Wagners (1813—1883) allt annar handleggur en verismo ópera Mascagnis (1863—1945) og samtíðarmanna. Þannig er ólíku saman að jafna singspiel Mozarts (1756—1791) Seraglio, og Mahogonny Brechts og Weill (1900—1950), svo ekki sé talað um Túskildingsóperu sömu höfunda, sem byggir á Betlaraóperu Gay og Pupusch sem áður er getið. Orfeo Monteverdis (1567—1643) er svo kapítuli útaffyrir sig, og þau verk hans önnur er sigldu í kjölfarið. Hér um ræðir ólíka sauði, þó að þeir eigi það sammerkt, að í þeim er jarmað, eins og and-óperumenn myndu vafalaust orða það — mismikið þó. Félagslegt hlutverk Eins hefur félagslegt hlutverk óperunnar verið margvíslegt. Upp- haflega þjónaði hún mest aðals- stéttum. Skartklæddir höfðingjar mættu í ættarstúkur óperuhús- anna, eða í hallir, til að sýna sig og sjá aðra, til að tefla, leika fjár- hættuspil, eða leita sér maka. Ef svo ólíklega vildi til að einstaka tilþrif söngvaranna trufluðu hringiðu skemmtanalífsins, hikaði mannskapurinn ekki við að lýsa vanþóknun eða fögnuði eftir þv sem við átti, þótt slíkt ryfi „drama- tíska“ framvindu leiksins, ef nota má svo hástemmt orðalag í þessu sambandi. En nú er öldin önnur, húrra fyrir því og svo framvegis. Nú er óperan eign almennings eins og alkunna er — eða hvað? Hana sækja ungir sem aldnir, ríkir sem snauðir, í þeim tilgangi einum að gefa sig henni á vald. Takmarkalítið hugtak Tíðarandinn hefur breyst, óperurnar, óperuhúsin og lista- menn þeirra. Liðtækni söngkvenna markast ekki af ummáli brjósts og ófríðleik, heldur fremur af hinu gagnstæða, svo fremi raddböndin séu í þokkalegu ástandi. Hinu er ekki að leyna, að enn í dag þykir óperan fara fyrir ofan garð og neðan á meðal þeirra sem ekki eru reiðubúnir að fórna broti af raunsæiskennd sinni um kvöld- stund, að stilla sig inn á áður óþekkta bylgjulengd. Þetta er þó alls ekki viðlíka einhlítt og sumir vilja vera láta, og í rauninni alrangt að flokka allar óperur, ólíkra tíma og ólíkra þjóðlanda undir eitt hugtak og eina skil- greiningu; alrangt að líta á þær sem menjar horfinna tíma og ekkert annað. Óperan lifir í dag — góðu lífi. Samtímatónskáld og túlkendur standa dyggilegan vörð um hana. Hún er jafnt kýrauga fortíðarinnar sem samtímaskugg- sjá. Hún er til stór og smá, stundum örsmá. Hún er til dýr og ódýr. Hún er til með og án Dr. Páll ísólfssov. Leikhús veröa að safna í sarpinn, helst aö sýna rakin kassastykki fyrir troðfullu húsi mánuðum saman áður en ráðist er til atlöyu við eina rœfils óperu. Á sama tíma setur fjögurra manna leikflokkur upp sýningu, með tjöldum og búningum sem rúmast í ferðatösku, sýningu sem hefur gert víðreist. Af hverju takmarkast óperuflutningur á íslandi við svo óraunhœft verkefnaval? Því eru ekki sett á svið verk sem við ráðum við, fámenn, stutt, ódýr, beinskeytt. Verk sem skipta máli. Forsvarsmenn leiklistar liafa gert það á sínum vettvangi. undirleiks, með og án leiktjalda, með og án fróðleiks, með og án heimsku, með og án búninga, með og án skemmtunar. Saga hennar spannar fjögur hundruð ár og allan hinn vestræna heim — og víðar. Hún hefur veitt tónlistarunnendum ótakmarkaða ánægju, í sumum tilfellum djúpa nautn. Samt eru þeir ófáir er fyllast heilagri vandlætingu beri óperu á góma, fyllast fyrirlitningu og tortryggni. Menn hafa alltaf hræðst skúma- skot. Það gerir myrkrið. Korpúlfsstaðir og Loftpressan h/f I flestum tilfellum eru óperur fluttar á leiksviðum. Þó er slíkt ekki skilyrði né án undantekninga. Sama gildir um íburðinn sem óperum eru oft samfara; búning- ana, ljósadýrðina, hljómsveitina og ballettdansarana. Dinglumdánglið og prjálið sem loðir við íslenskar óperusýningar og aðrar, er þar ekki samkvæmt guðlegri tilskipan. Og fæst okkar, og er hér jafnt átt við íslenska tónspekúlanta og leikhús- menn, virðast eyjga aðra möguleika í sviðsetningu söngverka en þá sem við erfðum frá óperuhúsum er- lendra stórborga og aðalssetra, þessa pomp- og pragt-aðferð sem oftar en ekki íþyngir sálum manna svo jaðrar við kvalir. Er þá nokkur furða þótt almenningur sjái í hugskotum kristal, gull og silki, glys og glingur ef minnst er á óperur? Þótt stórstígar breytingar — kannski framfarir, kannski frjálslyndi — einkenni hérlenskar sviðsetningar verka eldri leik- skálda, Sófóklesar, Shakespears, Racins og Moliérs, hjakkar óperan í sama leppalúðafarinu, sama pastoral realismanum, sömu gylltu englarössunum. Fyrirmyndirnar, stóru peningaóperuhúsin, þar sem listræn gæði eru mæld í seldum aðgöngumiðum og öskrum lýðsins eru alltaf þær sömu. Litið er framhjá þeim óperuhúsum er syngja í takt við tímann. Sam- nefnari þessa ástands felst í orðinu fáfræði. Tökum dæmi. ef framvinda óper- unnar, eða librettóið, gerir ráð fyrir nautahjörð, er hringt í Korpúlfs- staði. Ef sagan gerir ráð fyrir hamraborg og fjallahring, er hringt í Loftpressuna h/f. Eða svo virðist. Fyrir vikið verða leikhúsmenn gjaldþrota á því einu að setja totu á munninn til að muldra orðið „ópera“. Oftar en ekki segja þeir bara „ó“. Leikhús verða að safna í sarpinn, helst að sýna rakin kassastykki fyrir troðfullu húsi mánuðum saman áður en ráðist er til atlögu við eina ræfils óperu. Svo segir m.a.s. í lögum frá Alþingi um Þjóðleikhús okkar. Hér er ekki við neinn að sakast í rauninni, nema þá tíðarandann, sem ekki er sakhæfur, er undir lögaldri, er barn síns tíma. En viðhorfið er álíka landlægt og mæðiveikihóstinn sem hrjáir leik- hús- og tónleikagesti á Fróni og varð tilefni vonskuskrifa skáldsins hér fyrrum. Óperuflutningur á íslandi er í sjálfheldu — öngstræti. Menn leggja fremur upp laupana en leita málamiðlunar. Menn góna fremur óupplýstum löngunaraug- um til hæstu blámóðutinda óperu- bókmennta, í allri sinni kostnaðar- sömu dýrð, en leita uppgöngu við rætur fjalla. Mönnum glýjar fyrir augu Af hverju takmarkast verkefna- valið við söngmenntir sem ýmist krefjast mikils íburðar eða gefa tilefni til þess að verða skreytt eins og jólatré. Því ekki að þræða milliveg? Því ekki að gera allt í senn, að skera í hnútinn; að forða Alþingi og Þjóðleikhúsi frá neyðar- legum gjaldþrotum, forða söngvur- um frá atvinnuleysi, og forða óperu-unnendum frá kvalafullum dauðdaga, skorpnun?! Á næstunni leitum við svara við þessum spurn- ingum og fleirum. Dinglumdánglið og prjálið sem loðir við íslenskar ópeiu- og óperettusýningar erþar ekki samkvæmt guðlegri tilskipan. Við höfum einfaldlega staðnað í fátœklegum eftirhermum, rembumst við að stæla leiksýningar ríkustu óperuhúsa heims. Hugmyndaflugið hefur brotlent.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.