Morgunblaðið - 30.12.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.12.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1978 A ROKSTOLUM ________HANNES_________ HÓLMSTEINN GISSURARSON: Þaö dylst engum óvitlausum manni, að eitthvað er að á vinnumarkaðnum: Verkalýðsfé- lögin knýja fram hækkanir kauptaxta. en hækkanir ráðstöfunartekna hvers manns eru miklu minni en þær. Verð- bólnan hrjáir enn atvinnulífið, en kauphækkanirnar auka hana, ofj leiða má rök að því, að verkalýðurinn tapi mestu á hennL Hvað er að? Hvers vegna ná ætlun og árangur ekki saman? Baldur Guðlaugsson lögfræðingur reynir að svara þessari spurningu í nýútkom- inni bók, Ilvernig kaupin ger- ast á eyrinni. Hann var lengi starfsmaður Vinnuveitenda- sambands íslands, vann að samningum og þekkir vel til vandans á vinnumarkaðnum. Baidur skiptir bók sinni í þrjá hluta. í hinum fyrsta bendir hann á það, sem að sé á vinnumarkaðnum, í öðrum hlut- anum segir hann frá kjara- samningunum 1977, sem felldu í einum skilningi ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar, juku verðbólguna og sýktu atvinnu- lífið, og í þriðja hlutanum bendir hann á það, sem gera megi til bóta. Það er að í sem fæstum orðum, að aðilar vinnumarkað- arins skipta meiru en er til skiptanna og að stjórnmála- mennirnir leysa þann vanda, sem aðilar vinnumarkaðarins koma sér í, með óhóflegri útgáfu peninga, aukningu peninga- magns umfram aukningu þeirra verðmæta, sem peningar eu ávísanir á, en það felur í sér verðrýrnun peninganna eða verðbólgu. Og það er einnig að, legar kjarabætur verði vegna vaxtar atvinnulífsins, aukning- ar verðmæta. Því sé það hyggi- legast, að launþegar og vinnu- veitendur vinni saman að vexti atvinnulífsins, stétt vinni með stétt, og ríkið gegni því hlut- verki að búa atvinnulífinu góð vaxtarskilyrði. En hvað hefur kjarabaráttan, eins og hún hefur verið háð á íslandi, kostar verkalýðinn? Baldur ræðir það efni ekki í bókinni, en það er fróðlegt. Kjarabaráttan á meg- insökina á verðbólgunni (verð- bólgan er í einum skilningi greiðslan fyrir frið á vinnu- markaðnum, kostnaðurinn við friðkaupin), en verðbólgan hefur að mati íslenzks hagfræðings, Gunnars Tómassonar, dregið úr hagvexti um 1% á ári síðasta aldarfjórðunginn. Það felur það í sér, að verkalýðurinn nýtur íjórðungi lakari lífskjara en hann nyti. ef verðbólga hefði ekki hrjáð atvinnulífið. Það er gráthlægileg þversögn, ef sú er uppskera þess, sem verkalýðs- foringjarnir sáðu einkum til (þótt aðrir kæmu einnig við þá sögu): Þeir hömuðust svo við að skipta þjóðarkökunni frægu með ærnum kostnaði, að hún varð ekki stækkuð svo sem hægt var. En baráttan er ekki einung- is kostnaðarsöm, heldur sýkir baráttuhugarfarið, sem nauð- synlegt er að rækta, einnig þjóðlífið. Baldur vitnar til orða Sigurðar Líndals prófessors um verkalýðsforingjana: „Þeir, sem ekkert hafa annað tii mála að ieggja en egna upp frumhvatir manna, verða áður en varir bandingjar þeirra og leiksoppar." Frásögn Baldurs frá kjara- samningunum 1977 er fróðleg: Getur það verið, að ráðherrar ríkisstjórnar Geirs Hallgríms- sonar — aðrir en ábyrgðarleys- inginn Ólafur Jóhannesson, sem þakkaði sér samningana sjálfur — hafi lagt blessun sína yfir þá, eins og Baldur segir, óbeinum orðum, og grafið þannig sjálfum sér gröf? Vohnandi gera þeir einhverjar athugasemdir við þessa frásögn. En meiru máli skiptir reyndar, hvað má læra af mistökum en hverjir gera þau, og Baldur bendir á það, sem gera má til bóta: einfalda launakerfið með því að breyta fríðindum í peningalaun, auka kjararannsóknir, breyta frum- einingu sajnninga úr vinnustétt í vinnustað, fækka samningum og í samninganefndum, auka samvinnu verkalýðsfélaganna og miða betur en gert er við aðstæður í atvinnulífinu og í'leira. Allt er þetta til bóta, en vandinn á vinnumarkaðnum leysist að mínu mati ekki, fyrr en menn hafa komið sér saman um skynsamlegar leikreglur á honum og skilið það, að valda- jafnvægið hefur breytzt svo, að verkalýðsfélögin eru alráð, þau hafa allt að því einokunarað- stöðu. Hver er í rauninni munurinn á verkalýðsforingjun- um, sem reka einkasölu vinnu- afls, og forstjórum stórfyrir- tækjanna, sem reka einkasölu annarrar vöru? Er hann ekki fremur munur á orðum en efni? Er Alþýðusambandið ekki í einum skilningi einokunarfyr- irtæki? Og eru völd verkalýðs- foringjanna ekki án þeirrar TÍMABÆR ÁDEILA að aðilar vinnumarkaðarins eru í feluleik með staðreyndir. Baldur vitnar til orða Jakobs Gíslasonar, fyrrverandi orku- málastjóra: „Tímabært er hins vegar fyrir okkur launþega að hyggja að því hvort kjarabar- átta okkar er skynsamlega rekin við þá þjóðfélagshætti sem við nú eigum við að búa. Hvort við með óheppilegum baráttuað- ferðum erum ekki að rýra tekjumöguleika okkar sjálfra og hvort við höfum ekki misst sjónir á sjálfu höfuðmarkmið- inu, að stækka „kökuna" sem til skipta er.“ Eg tel að kjarabarátta og kjarabætur séu sitt hvað, og margir hagfræðingar telja, að raunverulegar kjarabætur séu óháðar kjarabaráttunni, þegar til langs tíma sé litið, raunveru- Baldur Guðlaugsson ábyrgðar. sem er völdum nauð- synleg? Menn spyrja ekki ein- ungis þessara spurninga á íslandi. heldur einnig í mörg- um öðrum löndum. þeir eru að hafna þeim goðsögum. um kjarabaráttuna sem eiga enn síður við veruleika tuttugustu aldarinnar en hinnar nitjándu. Bók Baldurs er reyndar flausturslega samin. greinileg hraðsuða. heimilda er stundum ekki getið. og nafnaskrá vant- ar í hana eins og í flestar aðrar íslenzkar bækur. En hún er mjiig auðlesin. og ádeila hans er tímabær. svo að ekki sé meira sagt. Sannleikurinn er sá. að hörð barátta er háð með íslendingum þessa dagana um það. hvort lýðskrumurum og oísóknarblaðamönnum „verka- lýðsflokkanna", sem ætla að leysa vanda Islendinga með fiildum fjársjóðum. sem hvergi eru til nema í hugum þeirra, tekst að öskra niður hina, sem reyna að leysa vandann með’ rökum og staðreyndum. Þeim tókst að öskra þá niður í þingkosningunum. En Baldur Guðlaugsson er einn þeirra, sem reyna að leysa vandann með rökum og staðreyndum. Hann er hugrakkur, heggur til allra átta, stundum ómaklega — svo sem til Svarthöfða Vísis — en oft maklega — svo sem til kjark- lausra stjórnmálamanna, for- ingja launþega og vinnuveitenda (en heiðarlegar undantekningar eru auðvitað til í öllum hebúð- unum). Eg vona, að þessari hörðu baráttu ljúki með sigri manna eins og hans, sigri ábyrgðarkenndarinnar. Og allir áhugamenn um þjóðmál verða að lesa bók hans. Alfreft Þorsteinsson: SÍZT AF öllu vill sá, sem þessar línur skrifar, mæla skattpíningar- stefnu núverandi ríkisstjórnar bót né heldur þeirri ákvörðun meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur að hækka fasteignagjöld Reykvíkinga. Hins vegar er með öllu óþolandi, að sveitarfélög í næsta nágrenni Reykjavíkur, sem sannanlega njóta góðs af nábýlinu við Reykvíkinga með margs konar hætti, séu að hæla sér af því að nýta ekki til fulls álagningarheimild útsvara, vitandi þó, að það eru Reykvíkingar, sem greiða mismuninn, sem upp á Sigurður Óskarsson á Hellu: Rafmagnsveita Reykjavíkur und- irstrikar réttmæti kröfu Rangæinga „Verðlagning lýsingataxta RARIK allt og há“, segir Aðalsteinn Guðjohnsen. í grein í Morgunblaðinu 20. des. s.l. gerir rafmagnsstjóri að um- talsefni kröfu Rangæinga um leiðréttingu á óheyrilegu raforku- verði. í þessari grein staðfestir rafmagnsstjóri eftirfarandi, sem fram kom í ályktun sýslunefndar Rangárvallasýslu um raforkuverð á árinu 1977. 1. Lýsingartaxti. RARIK ........... 43,17 kr/kWh RR .............. 21,79 kr/kWh Mismunur 98%. Varðandi þennan taxta sem eru samreiknaðir lýsingartaxtar RARIK nr. 11 og 12 segir raf- magnsstjóri að verðlagning sé allt og há og gjörsamlega óraunveru- leg. Sá misskilningur sem fram kemur hjá greinarhöfundi um, að notkun þessi sé tæplega 1% af sölu RARIK hefur þegar verið leiðrétt- ur með greinargerð frá Rafmagns- veitum ríkisins í Morgunblaðinu 22. des. s.l. Þar segir að notendur þessa taxta séu um 1600 þar af 88 í Rangárvallasýslu og tekjur um 4%. 2. Ilúshitunartaxtar. RARIK .......... 3,64 kr/kWh RR ............. 2,62 kr/kWh Mismunur 39%. Hér eru samreiknaðir hús- hitunartaxtar RARIK nr. 42 og 43. Sú fullyrðing rafmagnsstjóra, að þessir taxtar séu ekki háðir roftíma er furðuleg og alröng. Itoftími er allt að 2x1,5 klst. á dag. Varðandi iðnaðartaxta þá segir rafmagnsstjóri Aðalsteinn Guðjohnsen að samanburður sé erfiður. Þetta er ofur skiljanleg yfirlýsing þess sem ekki hefur rök fyrir máli sínu og trúlega óhjákvæmileg yfirlýsing þegar tilgangurinn með afskiptum af þessu máli er greinilega sá, að gera tilraun til þess að réttlæta óréttlæti. í greinargerð sýslunefndar Rangárvallasýslu varðandi iðnaðartaxta er m.a. stuðst við samanburðarskýfslu RARIK frá 3. apríl 1978, en þar kemur m.a. fram eftirf.: Árið 1977 er seldar MWh 68,083 á þeim viðmiðunartöxtum sem notaðir eru og tekjur Mkr 905,5. Út úr þessu dæmi kemur raf- orkuverðið 13,30 kr/kWh sem rafmagnsstjóri treystir sér ekki til að reikna. Samanburður: RARIK ......... 13,30 kr/kWh RR ............ 7,99 kr/kWh Mismunur 66.5%. Þess má geta að taxti RARIK í umr. samanburðarskýrslu merkt-. ur nr. 31 fyrir vélar og smáiðnað er 40.74 kr/kWh sem er rúml. 5 sinnum hærri en framangr. við- miðunartaxti RR og rúml. þrefalt Til minningar um Þór LANDIIELGISGÆZLAN gaf fyrir skiimmu Björgunarfélagi Vestmannaeyja veglegan minn- ingarskjöld um fyrsta varðskip íslendinga, Þór, en eins og segir á skildinum þá keypti Björgunarfélag Vestmannaeyja Þór árið 1920 og hafði til björgunar- og gæzlustarfs við Vestmannaeyjar, en árið 1926 eignaðist ríkissjóður skipið sem varð þar með fyrsta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.