Morgunblaðið - 30.12.1978, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.12.1978, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1978 29 Framleiðslukapphlaupið krefst fullgildra einstaklinga og þeir sem ekki eru orðnir fullmótaðir eða farnir að fella af fyrir aldurssakir, rúmast ekki í mynstri vinnumark- aðarins." Björg rakti síðan stöðu fjöl- skyldunnar í nútímaþjóðfélagi og þá ábyrgð, siðferðilega og laga- l^ga, sem stofnun fjölskyldu hefur í för með sér og íhlutun umhverf- ins, þ.e. félagsmótandi aðila s.s. fjölmiðla og skóla. Hún sagði m.a.: Skóli og fjölskylda eru tveir aðilar að sama verkefni, en hvernig er háttað verkaskiptingu milli þeirra og/ eða samstarfi? Börn velja sér ekki foreldra og fjölskyldu til að fæðast inn í og þess végna verða aðstæður barna jafnmismunandi heima fyrir og heimilin eru ólík. I þessu tilliti reynir á hvaða sam- félagsleg markmið við höfum. Viljum við t.d. láta skólann vera eins konar jöfnunartæki, þannig að ólíkar einkaaðstæður barna jafnist upp í skólanum og út úr skólanum komi einstaklingar steyptir í sama mót. Eða teljum við að fjölbreyttir einstaklingar geri samfélag okkar safaríkara og þolnara og látum við skólann þess vegna opna börnum okkar sýn á mismunandi leiðir til þroska." Björg ræddi síðan uppbyggingu fjölskyldunnar, tengsl hennar inn- byrðis og sagði hún að fram hefði komið í skoðanakönnun, sem starfshópur, er vann að undir- búningi þessarar ráðstefnu, stóð fyrir, að sennilega væri mesti styrkur nútímafjölskyldu fólginn í því að fólk yrði ekki að vera saman, hægt væri að rjúfa sambandið, veikasti hlekkur fjöl- skyldunnar væri e.t.v. sá, ef einn fjölskyldumeðlimur þarf að vera upp á annan kominn fjárhagslega. Einnig sagði Björg að eftirfar- Björg Einarsdóttir andi hefði komið fram í áður- nefndri skoðanakönnun: „í dag- legri önn er einstaklingurinn oft hrakinn af vinnuálagi, tímapressu og tilfinningalegu hnjaski í sam- keppnisþjóðfélagi. Brýn nauðsyn er að eiga sér skjól eða athvarf meðal vina og í fjölskyldunni sitjum við í griðum. Innan fjöl- skyldunnar deilir fólk gleði og sorg og á að eiga vísan skilning og réttmæta gagnrýni. í fjölskyld- unni er innbyrðis eftirlit, aðhald og ögun. Nútímafjölskylda byggist fyrst og fremst á gagnkvæmni milli fullorðinna einstaklinga." Björg lauk máli sínu með þv að vitna á ný í æviminningar séra Halldórs á Hofi: „Þar segir svo: „Heimilisfaðirinn, eiginkonan, börnin og nánustu ættingjar slógu skjaldborg hvert um annað. Þegar alvarlegir atburðir gerðust gekk síra Halldór með glaðlegri alvöru út úr skjaldborg sinni.“ „Síaukinn fjöldi giftra kvenna vinn- ur í dag utan heimilis.“ Guðrún Erlendsdóttir lögfræðingur ræddi einnig um fjölskylduna og fyrirvinnuna og gerði grein fyrir þeim reglum íslenzks réttar, sem kveða á um framfærsluskyldu hjóna gagnvart hvort öðru og börnunum. Einnig gerði hún grein fyrir þróun þessara reglna í ljósi breyttra þjóðfélagsaðstæðna. Hún sagði m.a.: „í 2. gr. 1. nr. 20/1923 um réttindi og skyldur hjóna er því slegið föstu, að vinna á heimili sé jafngild vinnu utan heimilis, hvað varðar framfærslu fjölskyldunnar. Að öðru leyti taka sifjalög ekki afstöðu til þess á hvern hátt hjóna skipta fram- færslu á milli sín. Hin gagnkvæma framfærslu- skylda hjóna helst eftir samvistar- slit og eftir skilnað að borði og sæng. Við lögskilnað fellur fram- færsluskyldan niður að opinberum rétti. Það ríkir formlegt jafnrétti milli hjóna um greiðslur lífeyris eftir skilnað að borði og sæng. Hin raunverulega mismunandi aðstaða kynjanna veldur því aftur á móti, að það er í flestum tilvikum bóndinn, sem greiðir lífeyri með konu sinni eftir skilnað að borði og sæng. Hér á landi er það alger undantekning, að lífeyrir sé Guðrún Erlendsdóttir greiddur með maka eftir lögskiln- að, og kemur þar fram sú skoðun löggjafans og stjórnvalda, að bæði kynin eigi að framfæra sig sjálf. Löggjöf á öðrum sviðum en sifjarétti gerir yfirleitt einnig ráð fyrir því að bæði hjón séu fullráða einstaklingar og jafnrétthá. Ekki er þetta þó algilt og nægir að benda á skattalöggjöf, þar sem litið hefur verið á eiginmanninn sem aðalfyrirvinnu fjölskyldunn- ar, og löggjöf um ríkisborgararétt, þar sem réttarstaða skilgetinna barna miðast við föðúrinn, en það hefur þýðingu, þegar hjón eru af mismunandi þjóðerni.“ Guðrún fjallaði síðan um skattalögin og þá umræðu sem orðið hefði um sérsköttun í stað samsköttunar og sagði síðan: „En það verður að taka tillit til þess, að margt hefur breyzt í þjóðfélaginu s.l. 50 ár. Þegar lögin voru sett var fjölskyldumyndin allt önnur en hún er í dag. Heimilin voru Umsjón: ■ framleiðslueining, börnin voru fleiri og engin hjálpartæki við heimilisstörfin. Það má því með sanni segja að húsmóðir á slíku heimili lagði ekki minna af mörkum til framfærslu fjölskyld- unnar en bóndi hennar, sem aflaði beinna tekna. En hvernig lítur dæmið út í dag? Börnin eru færri, heimilisvélar til allra verka og kjörbúð á næsta horni með allt milli himins og jarðar til að auðvelda heimilishaldið. Það má því spyrja sem svo, hvort gift, barnlaus kona í lítilli íbúð, fullbú- inni nýtízku þægindum, fullnægi sínum hluta framfærsluskyldunn- ar eingöngu með vinnu sinni á heimilinu. Það skiptir allt öðru máli, ef börn eru á heimilinu, eða aldraðir eða sjúkir, sem þurfa umönnunar við, því að þar er um starf að ræða, sem viðurkenna ber og hefur þegar verið viðurkennt að vissu marki.“ Guðrún fjallaði síðan um hin miklu áhrif, sem tryggingalöggjöf- in hefur á afkomu fjölskyldunnar og sagði að þróun þeirra mála hefði orðið til hagsbóta fyrir heimavinnandi maka, t.d. hefði heimavinnandi maki nú rétt til sjúkradagpeninga ef hann vegna veikinda getur ekki unnið heimilisstörfin, en þó séu þau tryggingarréttindi, sem bundin eru við tekjur, óhagstæðari konum en körlum, þar sem þau gera þær fjárhagslega háðar öðrum. Guðrún sagði síðan: „Hjúskaparfjölskyldan er ekki hið eina fjölskylduform, sem til er hér á landi. Einstætt foreldri með barn er líka fjölskylda, systkini, sem búa saman, mynda líka fjölskyldu, og ekki má gleyma óvígðri sambúð, sem færst hefur í vöxt síðari árin. Allar reglur sifjalaga eru miðaðar við hjúskap og eiga ekki við um óvígða sambúð." Taldi Guðrún raunhæft að lögfestar yrðu reglur um slit sambúðar til verndar veikara aðila sambúðarinnar, svo og reglur og forræði barna sambúðarfólks. Guðrún ræddi síðan nokkuð fyrirvinnuhugtakið og sagði þau sjónarmið mest áberandi að stefna bæri að því að afnema gagnkvæma framfærsluskyldu hjóna, en binda framfærsluskylduna eingöngu við börn. Hún sagðist þó þeirrar skoðunar, að ekki væri enn tíma- bært að afnema algerlega gagn- kvæma framfærsluskyldu hjóna. Það væri fyrst hægt að gera, þegar konur hefðu í raun náð sama rétti á vinnumarkaðinum og karlar. Guðrún sagði síðan: „Fyrir- vinnuhugtakið er sem sé nátengt möguleika kvenna til sjálfstæðra tekna, og það er enn langt í land þar til konur hafa náð sömu tekjum og karlar og geti þar með framfleytt sér sjálfar. Þarna er komið. til kasta opin- berra aðila, atvinnulífsins og einstaklinga, að gera hverjum einstaklingi kleift að stunda þá atvinnu, sem hann er fær um, og þegar um foreldra er að ræða, að veita þeim raunhæft val um það, hvernig þau skipta störfum milli sín innan heimilis og utan“. Guðrún sagði í lok ræðu sinnar: „Eins og ég hef lýst hér að framan þá byggir íslenzk löggjöf á því að meginstefnu til, að hjón séu sjálfstæðir einstaklingar sem bæði eigi að framfæra fjölskylduna. Það er staðreynd, að í dag vinnur síaukinn fjöldi giftra kvenna utan heimilis, auk hins stóra hóps einstæðra foreldra. Sumum finnst þetta æskileg þró- un, öðrum ekki. Hvað sem um það má segja, þá hef ég þá trú, að ekki verði snúið af þeirri braut, sem þegar hefur verið mörkuð. Það hvílir því á hinu opinbera, löggjafa og stjórnvöldum, að búa svo um hnútana, að fjölskyldan í dag geti búið sem áhyggjulausustu lífi, hvort sem það er aðeins annað eða bæði foreldri, sem vinna utan heimilis, þannig að foreldrarnir geti sinnt því hlutverki, sem er meginverkefni hverrar fjölskyldu, en það er uppeldi barnanna og undirbúningur þeirra undir lífið.“ Ofnotkun á saltpétri og nítríti í saltkjöti NIÐURSTÖÐUR rannsóknar, sem gerð hefur verið á nítriti og nítrötum í saltkjöti á íslandi sýna ótvírætt að veruleg ofnotkun á nítrati (saltpétri) og nítríti hefur átt sér stað við framleiðslu saltkjöts hér á landi. Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu um rannsóknirnar. frá Ileilbrigðiseftirliti ríkisins og rannsóknastofnun landbúnaðarins. Af 140 sýnum, sem tekin voru, innihéldu 54 eða 39% of mikinn saltpétur og 43 eða 31% of mikið nítrít segir í skýrslunni. Ef mengunarstuðull er reiknaður út frá samanlögðu magni saltpéturs og nítríts kemur í ljós að 99 eða 71% af sýnunum hafa mengunarstuðul sta'rri en 1. Ef litið er á ástandið eftir svæðum sést að notkun efna er mjög breytileg. Ekkert svæði er að meðaltali innan eðlilegra marka fyrir mengunarstuðulinn. Aftur á móti, ef litið er á nítrat- og nítrítmagnið sitt í hvoru lagi kemur í ljós að á fjórum svæðum af sjö reyndist nítrít í saltkjöti vera að meðaltali innan eðlilegra marka (100 jg í kg kjöts). Hluti sýna af öllu landinu með mengunarstuðul yfir 1 er 71% og eru aðeins þrjú landsvæði lægri, þ.e. Reykjavík, Hafnarfjörður og Austfirðir. Sé litið á hundraðshlutföll sýna af öllu landinu m.t.t. leyfðra marka fyrir nítrít og nítrat hvort um sig sést að fyrir nítrít eru þau 31 og þrjú landsvæði lægri, en það eru Reykjavík, Vestur- og Norður- land, ásamt Austfjörðum. Fyrir nítrat eru þau 39 og aðeins tvö landsvæði lægri, Reykjavík, Kópa- vogur, en Suðurland og Suðurnesin jafnhá. Árangur eftirlits með nítríti og nítrati í saltkjöti kemur vel í ljós hjá Heilbrigðiseftirliti Reykja- víkur og Kópavogs, segir enn- fremur í skýrslunni. Ljóst er að ástandið hefur batnað mjög, en er nokkuð sveiflukennt og ennþá ófullnægjandi. Rétt er að geta þess að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur í a.m.k. 15 tilfellum séð sig knúið til að kæra forráðamenn verzlana fyrir Rannsóknarlögreglu ríkjsins vegna endurtekinna brota á hámarksíblöndun nítríts og nítrata í kjötvörum. Fram kemur að mikill mismun- ur er á innihaldi nítrats og nítríts í kjöti í verzlunum innan hvers svæðis. Sumar verzlanir voru með gildi innan leyfilegra marka, en aðrar með allt of há, þannig að varan er algjörlega óneysluhæf. Hæst mældist nítrít 2005 mg/kg í saltkjöti frá Eskifirði, en nítrat mældist hæst 3175 mg/kg í salt- kjöti frá Akureyri. I Reykjavík mældist hæst 14413 mg/kg 1976. Munur þessi stafar að öllum líkindum af mismunandi fram- leiðsluaðferðum, m.a. uppskrift- um. I langflestum tilvikum fer verkun kjötsins fram í verzluninni, þar sem það er selt. Algengast er að notaður sé saltpétur við söltun- ina. Nokkrar verzlanir og helstu framleiðendur nota þó nítrítbland- að salt. Af fengnum upplýsingum má ráða að í 60% tilfella var kjötið pækilsaltað, í 7% þurrsaltað, en 34% var ekki tilgreind söltunar- aðferð. Tíd læknaskipti á Ólafsfirði í vetur Ólafsfirði, 29. des. UM JÓLIN hefur hér verið veðurblíða. hægviðri og bjart og faliegt veður. Samgöngur góðar. enda margt góðra gesta í heim- sókn hjá ættingjum og vinum. Læknaskipti hafa verið hér tíð í vetur, en læknar frá Akureyri hafa verð hér til skiptis eina viku í senn. Um jólin gegndi hér störfum Olafur Oddsson, en hann var þá í annarri dvöl sinni hér. Færum við honum og öllum þessum læknum okkar beztu þakkir fyrir að gera jólin hér ánægjulegri en þau annars hefðu orðið. Jólaskreytingar hafa verið með mesta móti, og eru dæmi um að útiskreytingar hafa verið á hverju húsi í sumum götum, og hefur þetta sett sinn svíd á bæinn í veðurblíðunni. Jakob.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.