Morgunblaðið - 30.12.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.12.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1978 31 Atvinnuvegum bundnir nýir baggar ólafur G. Einarsson (S) mælti fyrir minnihlutaáliti sjálfstæðismanna í neðri deild Alþingis, er stjórnarfrumvarp um tekju- og eignaskatt var til umræðu fyrir sl. jól. Hann sagði þetta frumvarp vera eitt af skattpíningarfrumvörpum ríkisstjórnarinnar, er m.a. byndi atvinnuvegum eftirtalda nýja bagga að bera: • 1) Verðstuðulsfyrning, er fyrri vinstri stjórn leiddi í lög 1972, er felld brott, sem þýðir um 1300 m.kr. nýjar álögur. • 2) Flýtifyrning lækkar úr 30% í 10% og felld niður á mannvirkjum. Þar á að taka 1060 m.kr. í ríkissjóð. • 3) Tekjuskattur félaga er Ólafur G. Einarsson alþm.: Þegar lesið alltaflynginu hækkaður úr 53% í 65%. Þar skattlagningu eftir tegundum kom 1200 m.kr. eigna mjög varhugaverða. • 4) Eignaskattur á félög er Þessi sérstaki skattur eigi að tvöfaldaður — en samtals gefa ríkissjóði 550 m. kr. á nema auknar álögur á næsta ári. Þessi nýi fasteigna- atvinnuvegi um 6000 m.kr. skattur muni enn auka á Þessi aukna skattlagning á erfiðleika í atvinnurekstri. Þá atvinnuvegi, sem berjast í sé svokallað nýbyggingargjald bökkum rekstrarlega, hefur nýr skattur, angi af fjárfest- m.a. þær afleiðingar, að ingarhöftum, sem lengi hafi atvinnuöryggi, einkum í fram- verið óskadraumur sumra leiðslugreinum, er mjög skert. stjórnarflokkanna. Þessi Þessi skattlagning getur bein- skattur eigi að gefa 300 m. kr. línis leitt til rekstrarstöðvun- I ríkissjóð á næsta ári. Ólafur ar hjá mörgum fyrirtækjum. sagði nýbyggingargjaldið ósvífni gagnvart sveitar- stjórnum í landinu. Þar er Nýtt 50% skattbrep ákvæði um að sveitarstjórnum hjá einstaklingum sé óheimilt að gefa út bygg- Ólafur sagði einstaklinga ingarleyfi fyrir mannvirki, ekki fara varhluta af skatt- sem gjaldskyld eru skv. þessu lagningaræði ríkisstjórnar- ákvæði, og sé þessa ekki gætt, flokkanna. Eignaskattar væru skuli ganga að sveitarstjórn, stórhækkaðir og nýtt 50% ekki sveitarsjóði. Hér er og skattþrep tekið upp, kallað gert ráð fyrir, skv. 3. gr. frv., hátekjuskattur, en spurning að leggja sérstakt gjald á sé, hvað verði n^fndar hátekj- gjaldstofn, sem raunverulega ur í framtölum næsta árs er ekki til. Það eru engar (1979). Þessar skattaaðge'rðir framkvæmdir hafnar þegar hljóti að draga úr vinnufram- þetta gjald á að leggja á skv. lagi og verðmætasköpun í áætluðu kostnaðarverði. Þá þjóðfélaginu, sem aftur hljóti sagði Ólafur allt óljóst um, að skerða lífskjör í heildina og hverskonar mannvirki yrðu til iengri tíma litið. Þetta sé undanþegin þessu nýbygg- skattastefna Alþýðubanda- ingargjaldi og krafðist skýrari lagsins, sem ríkisstjórnar- ákvæða þar um. flokkarnir hafa tekið upp í . framkvæmd. Þetta stangast Flókid kerfi að vísu á við kosningastefnu flækt enn meir eins þeirra — en úr því virðist Loks vék Ólafur að skatta- eiga að bæta með fyrirvörum í kerfinu sem heild. Taldi hann orði, þó að samþykkt sé á að nær hefði verið að stuðla að borði. einföldun þess en gera það enn flóknara, m.a. með nýjum sköttum, sem engin fordæmi „Okonomiskt væru fyrir í íslenzkri löggjöf. brjálæöi" Ef til vill er tilgangurinn að Ólafur sagði 5. gr. frv. - um *?era Þetta kerfi það flókið að hækkun á tekjuskatti félaga enginn betni neitt • neinu- - afsakaða með því, að hún Ólafur sagði ljóst, að öll jafngilti skyldusparnaði, sem tekjuöflunarfrumvörp ríkis- lagður hefði verið á í fyrra. stjórnarinnar yrðu samþykkt, Hér er að sjálfsögðu ólíku Þó með klassískum fyrirvara saman að jafna sagði hann. 6. Alþýðuflokksins yrði, sem gr. frv. á síðan að festa orðinn væri að aðhlátursefni eignarskattsaukann í skatt- samstarfsmanna í ríkisstjórn. kerfinu, eins og hann var Pyrirvara, sem þeir gera ákvarðaður í bráðabirgðalög- náttúrlega ekkert með en hafa um ríkisstjórnarinnar fráþví í lmrt að tæra óafvitandi til haust. Þá vitnaði Ólafur til bókar. ummæla um þessa skatt- Skattagræðgi ríkisstjórnar- lagningu, þess efnis að hér flokkanna megi líkja við eins væri „ökonomiskt brjálæði" á konar pólitískan berjamó. ferð. Vildi hann gera þau orð Gallinn sé hins vegar sá, er að sínum. núverandi ríkisstjórn komi Þá vék Ólafur að öðrum með sinar stórvirku skatta- lekjuöflunarfrumvörpum tinur að Þe*?ar hafi aílt verið ríkisstjórnarinnar, m.a. um lesið af tynginu. Nú eigi að sérstakan skatt á atvinnu- slita Það UPP lika- Ha,tt se við húsnæði (verzlunarhúsnæði). að afraksturinn verði sviðin Taldi hann slíka mismunun i íörð- Bragi Jósepsson alþm.: Stjómunarleg óreiða og valdníðsla ráðuneytis Fræðslumálaskrifstofa sjálfstæð stjórnardeild Bragi Jósepsson. varaþingmaður Alþýðuflokksins í Reykjavík, mælti fyrir frumvarpi til breytinga á lögum um stjórnarráð ísíands. er hann flytur, stuttu áður en þingmenn héldu í jólaleyfi. Efnisatriði frumvarpsins eru þau helzt að skólamál og uppcldismál verði færð frá menntamálaráðuneyti til fræðslumálaskrifstofu, sem yrði sjálfstæð stjórnardeild undir yfirstjórn menntamálaráðherra. Menntamálaráðu- neytið íari áfram með stjórn hinna ýmsu þátta menningarmála, lista, vísinda og alþjóðleg samskipti á sviði menningarmála. Yfirmaður fræðslumálaskrifstofu verði fræðslumálastjóri. Fræðslumálastjórn Bragi Jósepsson (A) sagði lögin um fræðslumálastjórn hafa verið samin í anda þeirrar skólastefnu, sem mörkuð hafi hér á landi með lögum um embætti fræðslumála- stjóra frá 1907. Eftir 1930 og næstu 4 áratugi var íslenzku skólastarfi stjórnað í anda þessar- ar stefnu. Með sparnaðarlögunum 1968, sem svo hafi verið nefnd, hafi verið klippt á viðkvæman streng í sögulegu tilliti að því er varði þróun skólamála hér á landi. Þá hafi verið bundinn endi á það forystuhlutverk, sfræðslumála- stjóri hafi gengt í rúma 6 áratugi. Þetta forystuhlutverk hafi verið fært yfir í Stjórnarráðið í hendur ráðuneytisstjóra menntamála- ráðuneytis. Þessi skipulagsbreyting hafi verið hugsuð sem liður í ráðstöfun- um til lækkunar ríkisútgjalda. Breytingin hafi þó reynzt afdrifa- ríkari á öðrum sviðum en þeim að lækka útgjöld eða auka á hagræð- ingu. Flutningsmaður sagðist þeirrar skoðunar að uppbygging menntamála síðasta áratuginn hafi markast af stjórnarlegri óreiðu. Fjölgun starfsdeilda hafi verið handahófskennd og vinnutil- högun og starfshættir innan ráðu- neytisins með þeim hætti að furðu gegndi, að ekki skuli hafa verið tekið í tauma fyrir löngu síðan. Flutningsmaður sagði það skoð- un sína að með samþykkt frum- varpsins mætti koma á margvís- legri hagræðingu og tímabærum lagfæringum. Deildum mætti fækka og gera verkaskiptingu hagkvæmari. Þannig mætti gera ráö fyrir 2 deildum í menntamála- ráðuneyti og fjórum í fræðslu- málaskrifstofu, jafnframt því sem breytt verði umfangi og verkefn- um deilda, og þær gerðar sjálf- stæðari verkeiningar. Gera þurfi fjölmiðlakennslu hærra undir höfði og útvíkka starf skólarann- sóknardeildar, færa þar inn bæði fræðslumyndasafn og ríkisútgáfu námsbóka. Endalaus mistök Bragi Jósepsson (A) sagði það skoðun sína að starfshættir á þessu sviði hefðu stórlega versnað við það að ráðuneytið yfirtók starf fræðslumálaskrifstofu. Mennta- málaráðuneytið hafi ekki reynst fært um það forystuhlutverk í skólamálum, sem fræðslumála- skrifstofan hafi áður í té látið. Rekstur ráðuneytisins — frá þessari breytingu að telja hafi vprið einn allsherjar harmleikur og endalaus mistök. Tímabært sé að sporna við fótum og gera tilraun til að endurheimta það jákvæða og heillaríka samband, sem áður hafi ríkt milli yfirstjórn- ar fræðslumála og kennarastéttar meðan fræðslumálaskrifstofan var og hét. Bragi Jósepsson sagði algjört neyðarástand í skólamálum þjóð- arinnar. Forystan um uppbygg- ingu þessa undirstöðuþáttar í fræðslumálum -sé í rúst. Þar gildi sjónarmið valda og ótta. „Þar hefur fasisminn í raun verið innleiddur innan íslenzka stjórn- kerfisins". Reglugerð og ritsmíð Þá vék Bragi Jósepsso, að ritsmíð ráðuneytisstjóra mennia mála, sem héti Menntamálaráðu- neyti, og reglugerð, sem ráðuneyt- ið starfi eftir. „Ritgerðin er fyrir margra hluta sakir athyglisverð. Hún ber þess greinilegan vott að höfundurinn hefur lagt á það megináherzlu að tryggja sjálfum sér vald, sem er meira en þekkist í öðrum ráðuneytum." Taldi BrJ vafa á, að ákvæði hér að lútandi kæmu heim og saman við 7. gr. laga um Stjórnarráð íslands. í reglugerðinni séu verkefni færð til ráðuneytisstjóra sem vera eigi í höndum ráðherra. Flutti BrJ um þetta langt mál, sem hér verður ekki frekar tíundað. Rakti hann og ýmis dæmi úr reglugerðinni, er hann taldi sýna, að breytinga væri þörf á núverandi skipan og fyrir- komulagi. Vitnaði hann til bréfs, er hann hefði skrifað þáv. mennta- málaráðherra, þar sem talin var ástæða til að krefjast opinberrar rannsóknar á störfum og starfs- háttum menntamálaráðuneytis. Persónuleg samskipti Bragi rakti og starf sitt sem deildarstjóra í menntamálaráðu- neytinu í tvö ár. Hefði hann á þeim tíma skrifað grein í tímaritið „Heimili og skóli", þar sem m.a hafi verið vitnað til skýrslu dr. Arnórs Hannibalssonar um hjálp- arkennslu í skólum. Þessi skýrsla hafi komið mjög við sögu meðferð- ar á ábendingu hans um rannsókn á störfum ráðuneytisins. Hann hafi sem deildarstjóri farið fram á það við viðkomandi ráðherra að gerð yrði könnun á stjórnunarlegri óreiðu hjá tilteknum ráðuneytis- stjóra. Ráðherra fól þessum sama ráðuneytisstjóra að gefa sér em- bættislega ábendingu um, hvern veg við þessum tilmælum skyldi brugðist. Ráðuneytisstjórinn taldi ásakanir ekki eiga við rök að styðjast. Hann benti ráðherra á, að viðkomandi starfsmaður „geri sér litla grein fyrir starfsskyldum sínum og sé lítt til ábyrgðarstarfs fallinn". Þessi staðhæfing sé rökstudd með tilvísun til um- ræddrar greinar í „Heimili og skóla“ og útsendingar á skýrslu dr. Arnórs Hannibalssonar. Síðan hafi komið bréf frá ráðherranum þar sem sér hafi verið „veitt lausn frá deildarstjórastarfi í_ fræðslu- máladeild menntamálaráðuneyt- is“. „Á þennan hátt afgreiðir menntamálaráðuneytið menn sem vilja opinbera hið raunverulega ástand, er ríkir innan þessa stjórnkerfis. Þessi brottvikning hefur nú verið dæmd ólögmæt af dómstólum landsins og ríkissjóður hefur þurft að greiða út sekt af fjármunum skattborgaranna. En i menntamálaráðuneytinu gengur allt sinn vanagang, sem valdníðsl- an, sama stjórnunarlega óreiðan og „ögrunin gagnvart háttv. Al- þingi“ og ráðherra." BrJ vitnaði og til ræðu sem Jón Baldvin Hannibalsson flutti á Alþingi í febrúar 1975 um brott- vísun sína (BrJ) úr starfi: „Því verður ekki efnislegum ástæðum trúað, að brottrekstrarsök um- rædds starfsmanns hafi verið sú að hann skrifaði grein i blað eða hann dreifði skýrslu til skóla- stjóra. Hér býr eitthvað annað að baki, og ég harma að svo skuli vera og á erfitt með að trúa því að hér sé um annað að ræða en misráðnar aðgerðir, sem raunverulega byggj- ast ekki á nægilegri íhugun á því hvað raunverulega í þeim felst...“ Rannsóknar beiðst Þá vék BrJ að beiðni sinni um rannsókn á störfum og starfshátt- um menntamálaráðuneytis. Þar hafi hann vakið athygli á 28 aðfinnsluefnum, þ.á m.: 1) Óljósri verkaskiptingu, sem valdi því, að fáir starfsmenn viti í raun, hvaða málefnum þeim beri að sinna. 2) Mál sem heyri undir einstakar deildir séu afgreidd án samráðs við viðkomandi deildarstjóra. 3) Fræðslumáladeild hafi verið skipt í tvær deildir án samráðs við deildarstjóra, sem sé brot á 11. gr. laga um Stjórnarráð Islands, þar sem segi að deildarstjóri stýri starfsdeildum ráðuneytis. 4) Fjár- hagsáætlun ráðuneytisins sé eitt allsherjar handahófsverk og í litlu samræmi við raunverulega þörf. 5) Deildarstjórar og fulltrúar ráðu- neytis séu oft ráðnir án þess að viðkomandi stöður hafi verið auglýstar. 6) Óunnin verkefni liggi í haugum. 7) Almenn upplýsinga- þjónusta um kennslu- og skólamál sé ófullnægjandi, afgreiðsla mála tefjist oft svo mánuðum skipti og fjöldi erinda fái enga afgreiðslu. 8) Skjalasafn, kennaraskrá og heim- ildasafn sé í niðurníðslu. 9) Almenn vinnuaðstaða sé með því versta sem þekkist við opinberar stofnanir. BrJ sagðist hafa mýmörg dæmi um ofsóknir ráðuneytisins gegn einstökum kennurum, skólastjór- um og öðrum starfsmönnum. Vitnaði hann m.a. til ummæla þáv. formanns fræðsluráðs Reykja- : nesskjördæmis máli sínu til stuðn- ings. Að lokum lagði hann til að frv. yrði vísað til allsherjarnefnd-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.